Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982. Blóðbankinn með söfnun í Háskóla Islands í gær: ALLTOF FÁIR SEM VIUA GEFA BLÓD’ sögðu starfsmenn Blóðbankans er DV leit inn í Félags- stofnun stúdenta Það var mikið umstang að flytja þau fram og til baka og raunar þræla- vinna.” Nýja aðferðin var fyrst reynd í Kennaraháskólanum síðastliðinn þriðjudag. „Þetta gafst sæmilega þar, þótt blóðgjafar hefðu mátt vera fleiri,” sagði Hólmfríður Gunnars- dóttir, sem einnig var við blóðsöfnun í Félagsstofnun í gær. ,,Við sendum 65 manns þaðan í blóðgjöf niður í banka, sem var meira en í fyrri heimsóknum. Við höfum aftur á móti ekki verið nógu ánægðar með undirtektir stúdenta hér í dag. Ég gæti trúað að Við höfum sent 40—50 manns niður eftir í dag, sem er ekki nándar nógu gott. Fyrir hádegi vorum við í Verkfræði- og raunvísindastofnun H.Í., en hér í Félagsstofnun eftir há- degi. Við verðum bara að vona að fleiri komi til okkar fyrir hálf fjögur, svo að útkoman verði betri en þett.” í sömu svifum bar að ungan mann sem var umsvifalaust spurður hvort hann vildi ekki gefa blóð. ,,Ég hef ekki tíma til þess í dag, því ég er að fara í tíma,” sagði hann. Sá sami lét þó til leiðast að láta mæla í sér blóðið. Þegar það reyndist vera i lagi kvaddi hann með þeim orðum, að hann skyldi drifa sig í Blóðbankann á morgun. Og nú var ekki hægt að ná frekara tali af þeim Guðrúnu og Hólmfriði, þar sem allnokkrir höfðu safnazt í kringum þær til að láta mæla í sér blóðið, — og gefa þeir sem reyndust vera aflögufærir. -JSS. „Það eru alltof fáir í þessum stóra skóla sem vilja gefa blóð,” sögðu tveir starfsmenn Blóðbankans em DV hitti við störf í Félagsstofnun stúdenta i gær. Um þessar mundir er verið að reyna nýja aðferð á vegum Blóðbankans til að söfnun blóðs geti gengið betur og hraðar en ella. Fer hún þannig fram, að starfsmenn bankans fara á fjölmenna vinnustaði og mæla blóð þeirra er þar vinna og það vilja. Reynist þeir mega gefa, eru þeir sem þess óska keyrðir niður í Blóðbanka, þar sem þeir gefa blóð. ,,Þessi aðferð er mun auðveldari en sú sem áður var notuð,” sagði Guðrún Bjarnadóttir, annar starfs- manna Blóðbankans sem DV hitti í Félagsstofnun í gær. „Áður var farið með öll tæki sem til þurfti á staðinn. ... Þaö reyndist vera í himnalagi, að því er Hóimfríður Gunnarsdóttir sagði, þegar hún var búin að kíkja í tækið þaðarna — ogpiiturínn iofaði að gefa bióð á motgun. Þessi sagðlst ekkert mega vera að því að gefa blóð þar semhann væríað faraítíma. Hannlótþó til leiðast að láta mæla bióðið... Aiimargir biðu eftir að fá mælingu á blóðmagnf og bióð■ þrýstingi þegar D V-menn hurfu 6 braut DV-myndir GVA. Grundartangi aö ná fullrí framleiðslu — heimsmarkaðsverð þyrfti að hækka um 20-25 af hundraði til að reksturinn komist í jaf nvægi „Við setjum seinni ofninn i gang væntanlega um hæstu helgi,” sagði .lón Sigurðsson, framkvæmdastjóri íslenzka járnblendifélagsins, en Lands- virkjun hefur nú aflétt orkuskömmtun til Grundartangaverksmiðjunnar og boðiö henni afgangsorku að vild. „Reksturinn gengur ekki vel. Stáliðnaður í heiminum er í mikilli þfötig. Framleiðslan er lítil og þá er þrýstingur á verðið. Þetta á við um alla þá sem framleiða hráefni fyrir stáliðnaðinn og við erum meðal þeirra. Það er bót fyrir okkur að geta framleitt meira til að dreifa þeim fjár- magnskostnaði sem viðhöfum á fíeirl tonn. Þetta er ný verksmiðja sem hefur þunga byrði af fjármagnskostnaði. Þvi meira sem við getum framleitt og selt, því betri verður afkoman. Birgðir hjá okkur eru ekki miklar núna og það er einmitt þessvegna sem það skiptir máli að fá ofninn i gang,” sagði Jón. — Hve mikið þarf heimsmarkaðs- verð að hækka til að þið komist á núllpunkt? ,,Ef við værum með allt nokkurn- veginn á fullu gæti ég trúað að okkur dygði 20 til 25% hækkun. Þróun verðlagsmála I stáliðnaðinum herur verið mjög erfið. Tilraunir hafa verið gerðar til að hækka verðið en ekki tekizt. Sums staðar eru jpfnvel lönd sem framleiða þetta og borga niður til útflutnings. Þannig að við erum að keppa við jafnvel ríkissjóði i sumum löndum. Sumarið 1979, einmitt þegar Járn- blendiverksmiðjan tók til starfa, var verðið á mjög góðri uppleið á tfmabili. Verðið f dag er talsvert lægra en það var þá, I norskum krónum talið. Siðan hefur verið undanhald og í sviþinn sjáúm við ekki fram á betti tíð,” sagði Jón Sigurðsson. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: