Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982 Niðurstöðurnýrrar, sænskrar könnunar: Samhengi milli mikils myndbandagláps unglinga og lágra einkunna í skólanum Þær myndir sem 15 ára unglingar vilja helzt sjá af myndbandi fjalla um ofbeldi, hrylling og klám og eru svo svæsnar að þær fengjust aldrei sýndar í kvikmyndahúsum. í þessum hópi eru drengir fjölmennari en stúlkur og segjast þeir helzt kjósa að horfa á myndir þessar í félagsskap 5—6 annarra drengja á sama aldri. Einnig er augljóst samhengi á milli lágra einkunna í skólanum og myndbandagláps og að börn foreldra með litla menntun nota myndböndin meira en börn annarra með meiri menntun. Þetta eru höfuðatriðin í könnun sem farið hefur fram við félagsfræði- deild háskólans í Lundi í Svíþjóð undir stjórri Karl-Eriks Ro'engrens dósents. í allt taka 1100 unglingar þátt í könnun þessari og eru þeir á aldrinum 11 15 ára. 200 eru 11 ára og búa í Málmey, 900 eru frá Váaxsjö og eru 11, 13 og 15 ára. Unglinga M.ilimy horfa meira á videó en unglingar í Váaxsjö. Fá fullorðna tíl að leigja svæsnar myndir — Þetta ei dænngert stórborgar- fyrirbrigði, -et'it Keith Roe kennari sem vinnur að könnuninni. — Þeir sent horfa mcsi ei u 13 ára unglingar en þeir 15 ái.: fylgia fast í kjölfarið. Þetta eru sambærilegar tölur við þær sem koma út úr könnunum á sjón- varpsglápi. Enda eru myndböndin í flestra augum nokkurs konar heima- bíó. Eh það eru næreingöngu stúlkur sem taka upp úr sjónvarpinu, dreng- irnir vilja heldur horfa á aðkeyptar myndir. Það heyrir til undantekninga að foreldrar horfi á þessar myndir með börnum sínum. Unglingarnir vilja helzt hópast saman til að horfa á þær. Þeir sem leigja þessar krassandi myndir handa þeim eru þeir sjálfir, eldri systkini eða einhver fullorðinn sem þau fá til þess. Er þetta sam'oæri- legt við það er unglingar fá fuliorðna til að kaupa fyrir sig áfengi. — Það virðist sem svo að lítt sé farið að lögum um aldurstak- markanir við leigu á slikum myndum, segir Keith Roe. Smekkurinn breytist á aldrinum 13—15ára Myndsmekkur unglinganna breyt- ist mjög á milli 13 og 15 ára aldurs. 11 —13 ára unglingar vilja gjarnan horfa á teiknimyndir, sérstaklega þeir II ára. En þessi aldurshópur horfir líka gjarnan á leynilögreglu- og hryllingsmyndir, en þó ekki af svæsnustu gerð. — Mesta breytingin verður á skeiðinu 13—15 ára segir Roe. — 18% 15 ára unglinga vilja helzt sjá ofbeldismyndir og þær af verstu tegund. 17% horfa gjarnan á hryllingsmyndir og 15% á klám- myndir. Á meðal 11 ára barna sem horfa á videó eru það aðeins 2% sem horfa á ofbeldis- og klámmvndir. En hvaða áhrii hafa svo þessar myndir á börnin? — Við reiknum ineð að það korni í Ijós við aðra könnun á sama unglingahópi sem við byrjum með í vor, segir Roe. En það er búið að rannsaka samhengið milli lágra einkunna og myndbandagláps. T.d. glápa 46% þeirra sem fá aðeins 2 í einkunn (hæstu einkunn 5) afar mikið á vídeó. Af þeim sem fá 5 í meðaleinkunn "horfa aðeins 9% að nokkru ráði á vídeó. Unglingar með lága einkunn horfa mikið á stríðsmyndir, ofbeldis- myndir og hryllingsmyndir. Unglingar með háa einkunn horfa aftur á móti mest á prógrömm sem tekin eru upp úr sjónvarpinu. Oftast eru þetta þættir eða myndir sem sjón- varpið hefur sýnt seint að kvöldi og fá unglingarnir þá að horfa á þær eftir að skóla lýkur daginn eftir. Rannsóknin sýnir að yfirleitt hefur mikið myndgláp í för með sér að unglingarnir taka ákaflega neikvæða afstöðu til skólans. Stéttarskipting Keith Roe slær því lika föstu að börn sem eiga menntana foreldra taka allt öðru vísi afstöðu til mynd- bandanna en börn foreldra með litla eða enga menntun. Menntaðir for- - >:;a; ' eldrar drífa börn sín í alls kyns félags- :starfsemi og leggja ríkari áherzlu á ivinnu í sambandi við skólann svo :börnin hafa blátt áfram ekki tíma til að horfa mikið á videó. — Þetta er mikið undir fjölskyld- unni komið, segir Roe. Og miðstéttarbörn horfa miklu minna á videó en verkamannabörn. — Unglingar eru sjálfráðir í vali mynda sem þau sjá af myndböndum, segir Roe ennfremur. — Þau ráða líka sýningartimanum sjálf. Myndböndin eiga eftir að hafa mikil áhrif á rekstur sjónvarps og kvik- myndahúsa i framtíðinni. Ungl- ingunum finnst lítið varið í sjón- varpið. En myndböndin eru bara einn liðurinn í þróun nýrra fjölmiðla. T.d. eignast þau harða keppinauta þar sem er sjónvarp um gervihnetti og kapal-sjónvarp. En þau munu samt halda sínum hlut og með tilkomu nýrra myndavéla sem gerir það auðveldara að útbua eigin prógrömm má nota þau mun meira við kennslu í skólum en nú er gert. (Dagens Nyhe(er) Ekki vantar tílboðin um ofbaldis- myndir í Svíþjóð og er talið að þar farimyndbandaloigur lítt að lögum um aldurstakmark.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: