Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 12
12
mmiABinmmm
írjálsttáháðriagblað
Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf.
Stjórnarf ormaður og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sœmundur Guðvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og IngóHur P. Steinsson.
Ritstjóm: Síöumúla 12-14. Auglýsingar: Sföumúla 8. Afgreiðsla, áskrfftir, smáaugiýsingar, skrífstofa:
Þverholti 11. Simi 27022.
Sfcrni ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Áskrfftarverð á mánuði 100 kr. Verö í lausasölu 7 kr. Holgarblað 10 kr.
Alþýðubandalag í vanda
Forysta Alþýðubandalagsins hefur fengið aðvörun í
niðurstöðum skoðanakönnunar Dagblaðsins og Vísis.
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins, virðist átta sig á því. Hann sagði í
viðtali við DV, að niðurstöðurnar væru tilefni til þess,
að Alþýðubandalagið athugaði sinn gang.
Freistandi hefði verið fyrir Ólaf Ragnar að segja, að
niðurstöðurnar væru ,,bull og vitleysa”. Það hafa
aðrir gert fyrrum. Forystumenn Framsóknarflokksins
sögðu það um niðurstöður skoðanakannana síðdegis-
blaðanna fyrir kosningar 1978. Þeir lærðu sína lexíu
síðar.
Skoðanakönnun DV nú er ekki fremur en aðrar
skoðanakannanir nein ákveðin spá um, hvernig þing-
kosningar muni fara einhvern tíma seinna. En stjórn-
málamenn sem aðrir viðurkenna að niðurstöður
skoðanakannana gefa til kynna, hvernig straumar
liggja.
Að sjálfsögðu hafa niðurstöður skoðanakannana,
sem um langt skeið bentu til fylgishruns hjá Alþýðu-
flokki, orðið forystumönnum Alþýðuflokksins mikið
áhyggjuefni, þótt Alþýðublaðið væri látið taka þeim
með skætingi og útúrsnúningi. Forystumenn í Sjálf-
stæðisflokki munu íhuga rækilega, hvað það þýðir,
að um helmingur þeirra, sem taka afstöðu, segist
styðja Sjálfstæðisflokkinn í hverri könnuninni á fætur
annarri. Þeir geta velt fyrir sér, við hvaða aðstæður
slíkt fylgi kynni að skila sér undir merki Sjálfstæðis-
flokksins í þingkosningum.
Á sama hátt eru niðurstöður skoðanakönnunar nú
og í nokkur síðustu skipti forystu Alþýðubandalagsins
áhyggjuefni, hvort sem þeir kjósa að segja opinber-
lega, að þær liggi þeim í léttu rúmi, eða ekki.
Samkvæmt síðustu skoðanakönnun er fylgishlutfall
Alþýðubandalagsins um sex prósentustigum undir því,
sem var í þingkosningunum 1979. Hvar er þetta fylgi?
Niðurstöður skoðanakönnunar í október síðastliðn-
um gáfu nokkuð til kynna, að það fylgi, sem Alþýðu-
bandalagið hafði þá misst frá fyrri könnunum, hefði
að miklu leyti skipað sér í hóp þeirra, sem sögðust
óákveðnir í afstöðu til flokkanna.
Alþýðubandalagið fær nú nokkru minna fylgi en í
október, en mesta sveiflan virðist hafa orðið á síðasta
sumri. Fram kemur, að ríkisstjórnin nýtur tiltölulega
mikils fylgis meðal þeirra, sem ekki vita, að eitthvað af
þessum hópi séu fyrrverandi stuðningsmenn Alþýðu-
bandalagsins, sem nú séu ,,í biðstöðu”. Þeir vilja ekki
lengur kannast við stuðning við Alþýðubandalagið en
hafa ekki gert upp við sig, hvaða annan flokk þeir
gætu stutt.
Kannski kemur eitthvað af fyrrverandi stuðnings-
mönnum Alþýðubandalagsins nú fram sem stuðnings-
fólk Alþýðuflokksins, en það þarf ekki að vera mikið.
Miklu líklegra er, að fyrrum stuðningsmenn Alþýðu-
flokksins, sem voru hættir að kannast við flokkinn,
hafi nú að nokkru tekið við sér, þegar dálítið fjör varð
um flokkinn vegna prófkosninga. Vel að merkja skort-
ir Alþýðuflokkinn enn fjögur prósentustig til að ná því
fylgi, sem hann fékk í þingkosningunum 1979.
Vart verður við leiða á Alþýðubandalaginu meðal
launþega, og ekki að tilefnislausu. Flokkurinn birtist í
vaxandi mæli í ímynd kerfisflokks, flokks bitlinga og
embættismannakerfisins. Hann setzt á kröfur laun-
þegar um kjarabætur, skerðir kjörin og sést mest við
úthlutun bitlinga til gæðinga. Menntaklíka drottnar
yfir launþegafulltrúum í starfi flokksins.
Haukur Helgason.
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982.
Fyrsta verðbóígumælingá þriðja
níðurtalningarárinu
Sýniryfir 60%
verðbólguhraða
heilu
a
an
Nú nýlega var frá því skýrt i
fjölmiðlum að verðbólgan okkar
sæla hafi orðið 41,1*70 frá ársbyrjun
til ársloka og er þá átt við hækkun
framfærslufærsluvisitölu. Þetta er
auðvitað rétt reiknað hjá Hagstof-
unni miðað við gefnar forsendur en
þess ekki gætt i áróðri að á árinu
1981 var farið í mesta skollaleik sem
um getur með framfærsluvisitöluna.
Þetta sést gleggst á þvi að óniður-
greidd hækkun framfærsluvísitöiu
hinn 1. febr. sl. reyndist 12,7% sem
samsvarar 61,4% hækkun á 12
mánuðum og nú er þriðja niður-
talningarárið hafið!
í upphafi ársins 1981 fyrirskipaði
ríkisstjórnin verðhækkanir á allri
opinberri þjónustu. Þau áhrif voru
reiknuð inn í vísitöluna á árinu 1980.
Á árinu 1980 var þjarmað svo að at-
vinnuvegunum með gengis- og
verðlagshöftum að hluti
verðbólguvandans var falinn með
þeim hætti. Blaðran sprakk með
fiskverðsákvörðuninni i janúar og
gengisfellingunni sem kom í kjöl-
farið. Staðreyndin er sú að verð-
bólgan í lok ársins 1980 og byrjun
ársins 1982 er nánast sú sama Það
merkir að enginn raunverulegur
árangur hefur náðst í baráttunni við
verðbólgunr, þótt flaggað sé með
„glanstölunni” 41% þegar litið er
klippl og skorið á almanaksárið
1981.
Verðbólgan lætur
sérfátt um„niður-
talninguna" finnast!
Á árinu 1981 voru mjög
óvenjulegar aðstæður að því leyti að
dollarinn hækkaði mikið í verði en
Lárus Jónsson
verð á gjaldmiðlum Evrópulanda
lækkaði mestan part ársins. Þetta
hafði þær afleiðingar, að verð
innflutningsvara — sem kemur að
miklum meirihluta frá Evrópu —
stóð í stað eða lækkaði og dró því
mjög úr hækkun fram-
færsluvísitölunnar. Innflutning-
ur óx gífurlega eða um 30% að
magni til eins og blöskrast er yfir í
Þjóðviljanum fyrir skömmu. Það var
útsala á erlendum gjaldeyri. Hann
var niðurgreiddur í raun. Þetta gat
ekki orðið nema um stundarsakir að
sjálfsögðu. Þess vegna m.a. eru
verðbólgutölur sem ná einvörðungu
yfir þetta tímabil, þ.e. árið 1981 —
út í hött. Ef ekki er beinlínis ætlunin
að afskræma raunveruleikann og fela
fyrir þjóðinni verður að líta á lengri
tima, einkum þróunina núna síðustu
mánuði, til þess að sannari mynd
fáist af verðbólguvandanum. Þetta
má glöggt sjá á meðfylgjandi
talnaröðum. Þar kemur fram að
framfærsluvísitalan hækkaði — án
niðurgreiðslu — um 12,7% hinn 1.
febr. sl., en þar er um verðhækkanir
að ræða síðustu þrjá mánuði. Þessi
hækkun jafngildir 61,4% á heilu ári
og á töflunni sést vel að verðbólgan
hjakkar í sama farinu þrátt fyrir
mjög hagstæð skilyrði á árinu 1981
og lætur sér fátt um „niður-
talninguna” finnast, þótt hún sé nú á
þriðja árinu! Ennþá minna mark
tekur verðbólgan á stjórnarsátt-
málanum, en skv. honum átti hún að
vera um 10% árið 1982 eða svipuð og
1 nágrannalöndunum.
Niðurgreiðslur fela
hluta verðbólguvand-
ans
til bráðabirgða
í þorrabakka ríkisstjórnarinnar,
eins og gárungarnir nefna síðustu
„aðgerðir” hennar í efnahagsmálum,
er kynlegt að finna hvergi þau úrræði
sem framsóknarmenn hæla sér
einkum af að gefist hafi vel í fyrra.
Þá tilkynnti Timinn með risaletri að
niðurtalningin væri hafin þegar
verðbætur launa voru skertar 1. mars
á sl. ári. í þessum þorrabakka er
ekkert að finna nema niðurgreiðslur
búvara. Vísitalan, sem reyndist
Ferill á framfærsluvísitölu á stjórnartímabilinu
1980 1981 1982
1. fcbr. 9,1% 14,3% 12,7% (óniðurgreidd)
1. maí 13,2% 8,1%
1. ágúst 10,1% 8,9%
1. nóv. 10,9% 9,9%
hækkun í12mán. 50,8% 47,8%
Aö verja böðla
Ekki verður komist hjá því að
leiðrétta sumt af því, sem fram kom í
kjallaragrein Haralds Blöndal um E1
Salvador i Dagblaðinu og Vísi þ. 17.
febrúar sl. Fullyrðingar hans um
þetta mjög svo hrjáða land Mið-
Ameríku jaðra við slíka vanþekkingu
og ósmekklegheit, að fátítt er í
íslenskum blöðum — að Svarthöfða
einum undanskildum.
Enginn dálkahöfundur íslenskur,
að Svarthöfða einum undanskildum,
hefur treyst sér til að verja þá ógnar
stjórn sem nú fer með völdin i E1
Salvador, þó að eflaust hafi einhverja
sárlangað til þess. Svarthöfði hefur í
þessu máli haldið uppi kostulegu
sjónarmiði, sem hann kallar „mála-
rekstur gegn Bandaríkjunum út af
einu smáríki”. í hans augum er það
smámál, að á tveimur árum eru skráð
morð í landinu E1 Salvador nú yfir
34.000. Haraldur Blöndal er fyrsti
dálkahöfundur fslenskur, sem hefur
valið sér það hlutskipti að verja böðla
þá, sem tengjast með beinum og
óbeinum hætti ríkisstjórn Napoleons
Duartes. Það er ekki öfundsvert
hlutskipti.
Haraldur segir i grein sinni I D&V,
að „skæruliðar hafi lítinn stuðning
almennings í landinu”. Þessa full-
yrðingu leyfi ég mér að draga í efa.
Kjallarinn
Þráinn HaHgrímsson
svo ekki sé minnst á kommúnista-
flokkinn eru bannaðir. Forystumenn
þeirra hafa margir hverjir „horfið”,
eru komnir bak við lás og slá eða eru í
yfirfullum fangelsum landsins.
Nokkrum þeirra hefur tekist að
komast úr landi og aðrir eru virkir í
stjórnarandstöðu E1 Salvador
„neðan jarðar”. f ársbyrjun 1981
gáfu stjórnvöld í E1 Salvador út lista
með nöfnum sérstakra „óvina
ríkisins”. Á listanum voru 1938 nöfn
meintra stjórnarandstæðinga. Vitað
er, að listi þessi er ekkert annað en
opinber aftökulisti. Á honum eru
nöfn þekktra mannréttindamanna,
presta, stjórnmálamanna, eins og t.d.
Guillermo Ungo o. fl. Síðan hefur
verið stöðugt bætt á listann. Hvaða
afstöðu halda menn að þessir dauða-
dæmdu einstaklingar, fjölskyldur
þeirra og stuðningsmann hafi til
stjórnar Napoleons Duartes? Engin
einasta ógnarstjórn heims hefur haft
áræði til að gefa út slíkan lista
opinberlega á síðari árum.
Herinn í E1 Salvador lagði undir
sig háskólasvæðið í San Salvador 28.
júní 1980. Háskólarektor var myrtur
og stjórn skólans leyst upp. Síðan
hafa um 300 nemendur og 8 kennarar
verið myrtir, „horfið” eða lent í
illræmdum fangelsum landsins.
35.000 nemendur skólans geta ekki
lokið námi. Fjöldamörg dæmi má
nefna um árásir stjórnarhermanna á
skóla þar sem nemendur hafa orðið
vitni að morðum á kennurum sínum.
Hvaða afstöðu halda menn að þetta
fólk hafi til stjórnar Napoleons
Duartes?
Verkalýðshreyfingin í E1 Salvador
Óvinir ríkisins
Napoleon Duarte styðst nú við
brot af sínum gamla flokki,
kristilegum demókrötum. Hinn hluti
fiokksins er genginn til liðs við
stjórnarandstöðu landsins og hefur
stofnað nýjan kristilegan demókrata-
flokk. Engin önnur stjórnmálaöfl eru
liðin i landinu, nema leppar stjórn-
arinnar, fasistar og aðrir hægri öfga-
hópar. Flokkar eins og krataflokk-
urinn, kristilegir flokkar til vinstri
„Það er furðulegt, að nokkur íslendingur
skuli treysta sér til að verja þá böðla, sem
nú fara með völdin í E1 Salvador með virkri að-
stoð Bandaríkjanna,” segir Þráinn Hallgríms-
son í grein sinni, þar sem hann gagnrýnir skrif
Haralds Blöndal um EI Salvador.