Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 28
28
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982.
Andlát
Kristrún Eiriksdóttir, Austurbrún 6 lézt
15. febrúar sl. Kristrún var fædd II.
nóvember 1899. Foreldrar hennar voru
Sigríður Brynjólfsdóttir og Eiríkur
Eiríksson. Kristrún átti einn son. Hún
var jarðsungin í morgun frá Fossvogs-
kirkju klukkan 10.30.
Hólmfríður Vigdís Jónsdóttir, Lauga-
teigi 4, lézt 19. febrúar 1982. Hún var
fædd að Skarði á Snæfjallaströnd.
Foreldrar hennar voru Viktoria Egils-
dóttir og Jón Þórðarson, hún var gift
Guðjóni Finnbogasyni og eignuðust
j>au hrjár dætur. Hólmfríður verður
jarðsungin i dag klukkan 15.00 frá
Fossvogskirkju.
Jón Sturlaugsson, Skúlagötu 58,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju,
mánudaginn 1. marz kl. 10.30.
Petrína Guðný Nikulásdóttir, Fálka-
götu 20B, sem lézt 14. febrúar, verður
jarðsungin frá Neskirkju fimmtu-
daginn 25. febrúar kl. 13.30.
Þorsteinn Stefánsson, Hrisateigi 8,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 25. febrúar kl. 10.30.
Fundir
Aðalfundur Fylkis
Aðalfundur íþróttafélagsins Fylkis verður haldinn
þann 2. marz i Hátiðarsal Árbæjarskóla kl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Kvenfélag
Árbæjarsóknar
heldur fund í safnaðarheimilinu mánudag 1. marz
kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Tízkusýning,
nýjasta vortízkan. Kaffiveitingar, allar konur vel-
komnar.
Jöklarannsóknafélag íslands
Aðalfundur félagsins verður haldinn í fundarsal
Hótel Heklu fimmtudaginn 25; febrúar 1982 kl.
20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kaffidrykkja.
3. A. Karl Grönvold segir frá skyndiferð til Ecua-
dor. B. Fjallað um Skaftárhlaup og Skeiðarárhlaup.
Tilkynningar
Ráðstefna um hagkvæmari
orkunotkun við
rekstur húsnæðis
Samband íslenzkra sveitarfélaga og orkusparnaðar
nefnd efna til ráðstefnu um hagkvæmari orkunotk-
un við rekstur húsnæðis að Hótel Loftleiðum
á morgun, 25. febrúar. Ráðstefnan er ætluð
hönnuðum, byggingarfulltrúum sveitarfélaga og
öðrum, sem veita almenningi ráð varðandi breyting-
I gærkvöldi
I gærkvöldi
ar á eldra húsnæði, og loks þeim, sem annast rekstur
húsnæðis, einkum hins opinbera.
Taliö er, að minnka megi orkunotkun um þriðj-
ung þess, sem ella væri meö markvissum aðgerðum,
og verður á ráðstefnunni bent á leiðir til þess og leið-
beint almennt um orkusparnað. Flutt verða sextán
erindi um ýmsa þætti, sem þar koma til greina.
Ráðstefna þessi er opin þeim, sem þátttöku óska.
í tengslum við ráðstefnuna verður í Bygginga-
þjónustunni efnt til sýningar á einangrunarefni og
ýmsu öðru, sem snertir orkusparnað við rekstur hús-
næðis.
DAGSKRÁ
Fimmtudagur 25. febrúar
Kl.9.00
Afhending gagna hefst við ráðstefnusai Hótets Loft-
leiöa
Kl. 9.15
Ráðstefnan sett: Jón G. Tómasson, formaður Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga
Kl.9.30
1. hluti: Yfirlit um orkunotkun, 1.1 Orkunotkun við
hitun húsnæðis: Björn Friöfinnsson, framkvæmda-
stjóri fjármáladeildar Reykjavíkurborgar 1.2
Raforkunotkun, gjaldskrár, notkunarrannsóknir
o.fl.: Guðmundur K. Stcinbach, verkfræðingur
Kl. 10.00
Kaffihlé
Kl. 10.15
2. hluti: Hönnun bygginga með tilliti til orkunotkun-
ar 2.1 Ákvæði nýju byggingarreglugerðarinnar:
Gunnar Sigurðsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkur-
borgar 2.2 Lögun bygginga og orkutap: Björn
Marteinsson, verkfræðingur, Rannsóknarst. bygg-
iön. 2.3 Hiíf bygginga og einangrun:Jón Sigurjóns-
son, verkfræðingur, Rannsóknarst. byggiðn. 2.4
Gluggar og einangrunargler: Jón Sigurjónsson,
verkfr. Rannsóknarstofnun byggiðn. 2.5 Lýsing
bygginga, eftir Daða Ágústssson, raftæknifræðing
Jón Otti Sigurðsson, tæknifr., flytur erindið. 2.6
Loftræsting og endurvinnsla varma: Karl Ómar
Jónsson, verkfræðingur, Fjarhitun hf. 2.7 „Energi-
hus,?: Björn Marteinsson, verkfr., Rannsóknar-
stofnun byggið. 2,8 Hagkvæmari einangrunarþykkt-
ir: Björn Marteinsson, verkfr., Rannsóknarst. bygg-
ingariðn. 2.9 Lánveitingar til orkusparandi endur-
bóta á húsnæði: Helgi Guömundsson, deildarstjóri
Húsnæðisstofnunar rikisins.
Kl. 13.30
Hádegisverðarhlé
Kl. 13.30
3. hluti: Endurbætur á rekstri húsnæðis 3.1
Aðgerðir til að minnka raforkunotkun við lýsingu:
Þorvaldur Finnbogason, rafmagnseftirlitsmaður,
Rafmagnsveitum rikisins. 3.2 Um orkukostnað
skóla í Reykjavík: Jóhann Hannesson, eftirlitsmað-
ur. 3.3. Stýring orkunotkunar í stórbyggingum:
Ólafur Pálsson, verkfræðingur, Orkustofnun 3.4
Nýr stýrisbúnaður (microprocessorar) og notkun
hans: Arnlaugur Guðmundsson, tæknifræðingur,
Örtölvutækni sf. 3.5 Endureinangrun eldri húsa:
Leifur Ðlumenstein, byggingafræðingur.
Kl. 15.00
Frjálsar umræður
Kl. 16.40
Ráðstefnuslit
Kl. 17.00
Opnuð sýning i Byggingaþjónustunni, Hallveigarstig
1 á einangrunarefni og ýmsu öðru, sem snertir orku-
sparnað við rekstur húsnæðis. Ávarp við opnun sýn-
ingarinnar: Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráð-
herra.
Bókavarðan gefur út
bóksöluskrár
Bókavarðan, Hverfisgötu 52 í Reykjavík, verzlun
með gamlar bækur og nýjar, gefur regluiega úi Bók-
söluskrár, þar sem kynntur er hluti þeirra verka og
bóka, sem á boðstólum eru.
Skráin skiptist eftir efni og eru helztu flokkar: ís-
lenzk fræði og norræn, þjóðlegur fróðleikur, ævi-
sögur íslendinga og erlendra manna, pólitísk smárit,
ádeilurit margskonar, náttúrufræði, handbækur af
ýmsu tagi, tímarit, ijóð, íslenzkar skáldsögur, leik-
rit, afmælisrit félaga og stofnana og nokkrir fleiri
flokkar bóka. Auk þess eru kynnt í skránni nokkur
fágæt og gömul verk, sem mjög sjaldan sjást á
markaði, t.d. timaritið Birtingur, komplet, tímarit
um menningarmál, umdcilt á sinni tið og þótti fram-
úrstefnusinnað: Verk Hugos Gering: íslenzk ævin-
týri 1-11 bindi. Pr. í Halle 1882—1884. Pislarsaga sr.
Jóns Magnússonar, kápueintök af öllum heftunum
af frumútgáfunni, aðeins voru prentuð 600 eintök
og einnig má nefna geysisjaldséð rit um íslenzkar
bókmenntir á 19. öldinni: Geschichte der islándis-
chen Dichtung der Neuzeit 1800—1900, I-II hefti,
þar sem fjallað er um íslenzka skáldsagna og leik-
ritagerð af þýzkri natni og nákvæmni. Um frumleik-
ann má vist alltaf deila.
Bóksöluskrá þessa geta allir landsbyggðarbúar
fengiö senda sér að kostnaöarlausu, en Reykjavikur-
svæðisfólk verður að sækja hana í verzlun Bóka-
vörðunnar að Hverfisgötu 52.
Barnafatnaður í
Gallerí Langbrók
Sigrún Guðmundsdóttir hefur opnað sölusýningu á
barnafatnaði í galleríinu Amtmannstíg 1.
Verkin á þessari Langbrókarkynningu eru hluti af
sýningu „íslenzk nytjalist” sem haldin var í Fred-
rikshavn og Tönder í Danmörku nýlega. Kynningin
mun standa yfir til 4. marz.
Auk þess eru í galleriinu verk annarra Langbróka
til sýnis og sölu, bæði textíll, keramik og grafik.
Eisenstein í MÍR
Nk. sunnudag, 28. febrúar kl. 16, veröa þrjár stuttar
kvikmyndir sýndar i MÍR-salnum, Lindargötu 48.
Fyrsta myndin er Þegar kósakkar gráta, byggð á
gamansömum þætti úr Sögum frá Don eftir hinn
græga sovézka rithöfund Mikhail Sholokov. Tal á
ensku. Þá verður sýnd myndin óskilabarn, gerö eftir
einni af smásögum Antons Tsékhovs. Skýringatext-
ar á ensku. Loks verður sýnd myndin Bezin-engiö
eftir Sergei Eisenstein, hinn fræga kvikmynda-
K0SIÐ UNIKINDUR
þennan pistil um dagskrárhluta í
ríkisfjölmiðlunum má ekki láta undir
höfuð leggjast að hrósa henni Ragn-
heiði Steindórsdóttur obbolítið fyrir
hennar hlut í Múmínálfunum. Henni
tekst nefnilega að gæða hvert einasta
kvikindi sem þar kemur fyrir sérstök-
um „persónuleika”. Hemúllinn
verður í meðförum hennar svolítill
silakeppur, Múmínsnáðinn velvilj-
aður en einfaldur og svo mætti lengi
telja. Ég er þess fullviss, að framlag
Ragnheiðar á mestan þátt í því að
frumburðurinn á heimilinu situr graf-
kyrr og steinþegjandi meðan Múmín-
söfnuðurinn er á skjánum. Og það er
afrek út af fyrir sig.
Jóhanna S. Sigþórsdóttir
gerðarmann. Eisenstein vann aö þessari kvikinynd á
árinu 1936, en lauk aldrei viö hana. Síöar var frum-
kopía myndarinnar eldi aö bráð, en úr filmubútum
og kyrrmyndum var sett saman sú útgáfa myndar-
innar sem nú er sýnd. Skýringar með myndinni
verða fluttar á íslenzku, en í upphafi kvikmynda-
sýningarinnar flytur Sergei Alisjonok rússnesku-
kcnnari MÍR nokkur inngangsorö á ensku um
Sholokov og verk hans.
Aögangur að MÍR-salnum er ókeypis og öllum
heimill.
Kosning Grænlendinga um aðild
að Efnahagsbandalaginu var stærsta
málið i sjónvarpi i gærkvöldi. Það
var vissulega fróðlegt að sjá og heyra
grænlenzka tjá skoðun sina á þessu
máli í Fréttaspegli. Þeir flutu, sem
kunnugt er, með Dönum inn í Efna-
hagsbandalagið á sínum tíma, þótt
mótfallnir væru að meirihluta, þar
sem Grænland tilheyrði þá Dana-
veldi.
Það kom glögglega fram í mynd-
inni í Fréttaspegli í gær hve skiptar
skoðanir eru í Grænlandi um aðild að
EBE. Aðalspurningin virtist vera sú
hvort Grænlendingar hefðu hreinlega
efni á að segja sig úr bandalaginu og
verða þar með af styrkjum og jafnvel
Námskeið í
Heimilisiðnaðarskólanum
Laufásvegi 2, í marz og april.
Vefnaður framhald
Tóvinna
Tauþrykk
Prjón — peysur
Prjón — tvíb. vettl.
Myndvefnaður
Hekl
Spjaldvefnaður
Textílsaga
1 .marz.
8.marz.
10. marz.
15. marz.
15. marz.
16. marz.
24. marz.
26. marz.
14. april.
Munsturgerð fyrir vefnað og útsaum 29. apríl.
Innritun og uppl. að Laufásvegi 2, sími 17800.
Konur í stjórnmálum
í kvöld mun funda- og menningamálanefnd
Stúdentaráðs gangast fyrir opnum umræðufundi um
efnið: Konur í stjórnmálum — er kvennaframboð
leiðin?
Þetta málefni hefur verið mjög til umræðu undan-
fariö og því hefur verið ákveðið aö bjóða fólki úr
stjórnmálaflokkum og frá samtökum um kvenna-
framboð til að kynna sjónarmið sín. Eftirtaldir
verða málshefjendur: Ásthildur Ólafsdóttir (Al-
þýðuflokki), Sigrún Magnúsdóttir (Framsóknar-
flokki), Ingibjörg Rafnar (Sjálfsstæöisflokki), Guð-
rún Ágústsdóttir (Alþýðubandalagi) og Sigrún
Sigurðardóttir (Kvennaframboði).
Sem fyrr segir verður fundurinn í kvöld, 24.
febrúar, i Lögbergi, stófu 101 og hefst kl. 20.30.
Fundurinn er öllum opinn
Funda- og menningamálanefnd
Stúdentaráös Háskóla íslands
Minningarkort Kvenfélags
Bústaðasóknar
fást hjá Stellu Guðnadóttur, Ásgarði 73, Verzl. Ás-
kjöri, Ásgarði 22, Garðs Apóteki, Bókabúð Gríms-
bæjar, Oddrúnu Pálsdóttur, Sogavegi 78 og i Bú-
staöakirkju hjá kirkjuverði.
Mlhningarkort
Styrktarfélags vangefinna
fást á cftirtöldum stöflum: A skrifstofu félagsins,
Háteigsvegi 6. Bókabúð Braga Brynjólfssonar,
Lækjargötu 2, Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnar-
stræti 4 og 9, Bókaverzlun Olivers Steins, Strand-
götu 31 Hafnarfirði.
Vakin er athygli á þeirri þjónustu félagsins að,
tekiö er á móti minningargjöfum í síma skrifstof-
unnar, 15941, og minningarkortin síðan innheimt
þjá scndanda með gíróseðli.
Minningarkort Hjartaverndar
fást á eftirtöidum stöóum:
Reykjavik: Skrifstofu Hjartavemdar, Lágmúla 9,
3. hæð, sími 83755; Reykjavikurapóteki, Austur-
stræti 16; Skrifstofu DAS, Hrafnistu; Dvalarheim-
ili aldraðra viö Lönguhlið; Garðsapóteki, Sogavegi
108; Bókabúðinni Emblu v/Norðurfdl, Breiðholti;
Árbæjarapóteki, Hraunbæ 102 a; Bókabúð Glæsi-
bæjar, Álfheimum 74 og Vesturbæjarapóteki,
Melhaga 20—22.
Kópavogur: Kópavogsapóteki, Hamraborg 11.
Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strand-
götu 31 og Sparisjóði Hafnarfjarðar, Strandgötu
8—10.
Keflavik: Rammar og gler, Sólvallagötu 11, og
Samvinnubankanum, Hafnargötu 62.
Akranes: Hjá Sveini Guðmundssyni, Jaðarsbraut
3.
ísafjörður: Hjá Júliusi Helgasyni rafvirkja-
meistara.
Siglufjörður: Verzluninni ögn.
Akureyrí: Bókabúöinni Huld, Hafnarstræti 97, og
Bókavali, Kaupvangsstræti 4.
Minningarkort
Sjálfsbjargar
Reykjavík: Reykjavikur Apótek, Austurstræti 16,
Garðs Apótek, Sogavegi 108, Verzlunin Búðargcrði
10, Bókabúðin, Álfheimum 6, Bókabúð Fossvogs,
Grímsbæ v. Bústaðarv., Bókabúðin Embla, Drafn-
arfelli 10, Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—
60, Skrifstofa Sjálfsbjargar, Hátúni 12.
Hafnarfjörður: Bókabúð Oliver Steins, Strandgötu
31, Valtýr Guðmundsson, Öldugötu 9.
Kópavogur: Pósthúsið Kópavogi.
Mosfellssveit: Bókaverzlunin Snerra, Þverholti.
Minningarspjöld Kven-
félags Hafnarfjarfiarkirkju
fást i Bókabúö Olivcrs Steins, Blómabúöinni
Burkna, Bókabúö Böðvars og Verzlun Þórðar
Þórðarsonar við Suðurgötu.
Minningarspjöld
MS félags íslands
fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavíkur Apóteki,
Bókabúð Máls og Menningar, Bókabúð Safamýrár
v/Háaleitisbr. 38 —60, Bókabúð Fossvogs GrimSbœ
v/Bústaðaveg og Skrifstofu Sjálfsbjargar Hátúni 12
R.
Minningarkort Barna-
spítalasjóðs Hringsins
fást á eftirtöldum stööum:
Bókaverzl. Snæbjarnar, Hafnarstr. 4og 9.
Bókabúð Glæsibæjar.
Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði.
Bókaútgáfan Iðunn, Brasðraborgarstig 16.
Verzl. Geysir, Aðalstræti.
Verzl. Jóh. Norðfjörð hf., Hverfisg.
Verzl. ó. EUingsen, Grandagarði.
Minningarkort Sambands
dýraverndunarfélaga íslands
fást á eftirtöldum stöðum;
REYKJAVlK: Loftiö Skólavörðustig 4. Verzlunin
Bella LaugaveRÍ 99, Bókaverzlun lngibjargar Einars
dóttur Kleppsvegi 150, Flóamarkaður SDl, Laufás'
vegi 1, kjallara, Dýraspitalinn Viðidal.
KÓPAVOGUR: Bókabúöin Veda Hamraborg.
HAFNARFJÖRDUR: Bókabúð Olivcrs Steins
Strandgötu 31.
AKUREYRI: Bókabúð Jónasar Jóhannssonar Hafn
arstræti 107.
VESTMANNAEYJAR: Bókabúðin Hciðarvcgi 9.
SELFOSS: Engjavegur 79.
verzlunartækif ærum.
í talningunni í nótt kom svo í ljós
að meirihluti greiddi atkvæði gegn
aðildinni. Og þar með verður bless-
uðum rolluskjátunum í Grænlandi
ekki fjölgað jafnmikið og efni stóðu
til, ef að líkum lætur.
Og úr því að verið er að pikka
Áœtlun Akraborgar
Frá Akranesi
kl. 8,30
kl. 11,30
kl. 14,30
kl. 17,30
Frá Reykjavík
kl. 10,00
kl. 13,00
kl. 16,00
kl. 19,00
Kvöldferðir: kl. 20,30 og 22,00, júlí og ágúst, alla
daga nema laugardaga. Maí, júní og september, á
föstudögum og sunnudögum. Apríl og október á
sunnudögum.
Hf. Skallagrimur: Afgreiðsla Akranesi sími 2275,
skrifstofan Akranesi sími 1095, afgreiöslan Rvik
sími 16050,, símsvari í Rvík sími 16420.
Orðsending til umsjónar-
manna skemmti- og
sýningarstaða
Það hefur verið venja DV í föstudagsblaði að birta
upplýsingar frá listasöfnum, skemmtistöðum, Ijós-
mynda- og málverkasýningum. Oft hefur reynzt
erfitt að ná í rétta aðila á þessum stöðum. Biður þvi
umsjónarmaður dagbókar þá sem hafa með þetta að
gera að senda upplýsingar til DV Síöumúla 12—14
eða að hringja í síma 86611 eða 27022 þegar nýjar
sýningar hefjast. Einnig ef skemmtiatriði eru á
skemmtistöðum eða aðrar brcytingar frá síðustu
helgi. Þá þurfa þær upplýsingar að berast í síðasta
lagi fyrir hádegi á fimmtudögum.
Þorsteinn Krlstjánsson (t.v.) afhendir Hannibal
Valdimarssyni gjafabréf sitt 18. febrúar sl. Að bakl
þeim er eitt þeirra verka sem Þorsteinn gaf safninu,
en yfirlitssýning á verkum Vigdisar stendur nú yfir i
Listasafni Alþýðusambands íslands.
Vegleg gjöf til
Listasaf ns ASÍ
„Vigdís hafði látið þess getið viö mig, að hún vildi
helzt að þessi verk hennar varðveittust saman og ég
vissi að hún hafði rætt við forráðamcnn Listasafns
Alþýðusambands íslands stuttu fyrir dauða sinn.
Það er mér því mikil ánægja að afhenda þessi verk
systur minnar safninu. Með því geri ég hvort tveggja
í senn að uppfylla ósk hennar og sýna þakklæti mitt
þeim samtökum sem ég tel mig eiga mest að þakka
lifinu.”
Þessi voru lokaorð Þorsteins Kristjánssonar, er
hann afhenti Hannibal Valdimarssyni, formanni
stjórnar Listasafns ASÍ, veglega gjöf sína sl.
fimmtudag, 9 ofin verk eftir systur slna Vigdísi
Kristjánsdóttur, einn af frumkvöðlum myndvefnað-
arlistarinnar hér á landi. Myndirnar eru hluti
Þorsteins í dánarbúi Vigdísar, en hún lézt 11.
febrúarásíðasta ári.
Gjöf Þorsteins Kristjánssonar er bæði vegleg og
gefin af hlýhug til islenzkrar verkalýðshreyfingar.
Listasafn ASÍ færir honum alúðarþakkir fyrir.
Miövikudagur
REYKJAVÍK
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið.
Hádegisfundur opinn kl. 12.00
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 14.00
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsið kl. 18.00
Tjarnargata 5 (91-12010). Græna húsiö kl. 21.00
Grensás, Saf naðarheimili kl. 21.00.
Hallgrímskirkja kl. 21.00
LANDIÐ
Akranes, (93-2540) Suöurgata 102 kl. 21.00
Borgarnes, Skúiagata 13 kl. 21.00
Fáskrúðsfjörður, Félagsheimilið Skrúður kl. 20.30.
Höfn Hornafirði, Miðtún 21 kl. 20.00
Keflavik, (92-1800) Klapparstig 7. Enska kl. 21.00
Leikritifi Stundarfriður
sýnt á Hvammstanga
Lcikritið Stundarfriður eftir Guðmund Steinss'on
veröur frumsýnt föstudaginn 26Tebrúar, undir leik-
stjórn Magnúsar Guðmundssonar. önnur sýning
veröur sunnudaginn 28,febrúar. Siðan verður farið
með leikritiö um . nágrannabyggðarlög og víðar.
Messur
Háteigskirkja. Föstuguðþjónusta verður fimmtudag
klukkan 20.30.
Minningarspjöld