Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1982.
9
Grænland:
Meirihluti
vill segja
sig úr EBE
Grænlendingar ákváðu með naum-
um meirihluta í gaer að segja sig úr
Efnahagsbandalagi Evrópu.
Samkvæmt tölum frá grænlenzku
heimastjórninni greiddu 52% Græn-
lendinga atkvæði gegn því að halda
Grænlendingar: Fengu heimastjórn
1979 og vilja ekki lengur vera með í
EBE
áfram aðild sinni að Efnahagsband-
laginu en 46,1% voru fylgjandi.
Alls kusu 23.795. 12.615 greiddu
atkvæði gegn aðild, 11.180 með
aðild. Kjörsókn var um 75%, sem
þykir mikið.
Þingið tekur svo lokaákvörðun um
hvort Grænland verður fyrsta landið
til að segja sig úr Efnahagsband-
laginu en þar er Siumut flokkurinn
(sósialdemókratar) í meirihluta og er
hann andstæður þátttöku.
Pólskir komm-
únistar þinga
— Miðstjórnarfundur í dag og á morgun. Ræddir
möguíeikar á stofnun f lokksdyggari
verkalýðssamtaka
Harðlínumenn annars vegar og hóf-
samari hins vegar togast nú á um völdin
á fyrsta miðstjórnarfundi pólska
kommúnistaflokksins sem haldinn hef-
ur verið síðan herlögin voru leidd í gildi
í desember.
Þessi innanflokksátök hafa staðið
yfir allan tímann sem herlögin hafa ver-
ið í gildi, að því er kunnugir segja, en
þó meira á bak við tjöldin.
Harðlínumenn hafa hert árásir sinar
á Einingu og þá einkanlega á forystu-
menn verkalýðshreyfíngarinna. Hefur
Lech Walesa aðalega verið skotspónn
þeirra síðustu dagana. Þeir vilja stofna
ný verkalýðssamtök án hlutdeildar
fyrri forystumanna Einingar.
Hinir hófsamari eru sagðir vilja
reyna að ná einhverju samkomulagi við
Walesa og félaga hans.
Nicaragua hefur að vísu borið á móti
því að það leggi skæruliðum t E1
Salvador til vopn (frá Kúbu aðallega)
eða aðstöðu til þjálfunar. En Washing-
ton-stjórnin fullyrðir að ekkert lát hafi
orðið á þeirri aðstoð Nicaragua.
Tveir demókrataþingmenn fulltrúa-
deildar Bandaríkjatiings eru nýkomnir
úr ferðalagi til E1 Salvador, og skora
þeir á Reaganstjómina að hætta
hernaðaraðstoð við herforingjastjórn-
ina.
Tom Harkin og James Oberstar
segja báðir að frekari hernaðaraðstoð
verði einungis ,,til að efla herforingja-
stjórnina sem ábyrgð beri á fjölda-
morðum kvenna, barna og gamal-
menna”.
Þeir segja að stjórnin ætti að halda
áfram efnahagsaðstoð við E1 Salvador
og styðja tillögur um samningavið-
ræður um pólitíska lausn á vanda
landsins. — Forseti fulltrúadeildar-
innar, Thomas O’Neill, hefur einnig
hvatt til þess að Bandaríkjastjórn beiti
El Salvador: Þingmönnum demókrata
ofbauð ástandið og vilja ekki leggja
herstjórninni lið.
Miðstjórnarfundurinn mun standa
yfir i dag og á morgun. í miðstjórn-
inni eiga sæti 200 fulltrúar en ekki er
vitað hvort þeir sæki allir fundinn, sem
haldinn er i Varsjá. Nokkrir miðstjórn-
armenn eru taldir hafa verið í hópi
þeirra sent sögðu sig úr fiokknum eftir
herleiðinguna og einhverjir eru i hópi
þeirra 4.500 sem handteknir hafa verið
á síðustu mánuðum.
Fundurinn er kallaður saman til þess
að fjalla um pólitíska framtíð Pól-
lands, ef og þegar herlögunum verði af-
létt.
Faðir Henryk Jankowski, skriftar-
faðir Lech Walesa, heimsótti hann i
stofufangelsið þar sem verkalýðsfor-
inginn er hafður í haldi skammt utan
við Varsjá. Sagði presturinn að Walesa
liði vel. Hann bar til baka vangaveltur
um að Walesahjónin vildu gera stórvið-
burð úr skírn nýfæddrar dóttur þeirra
með því að fá Jozef Glemp erkibiskup
til þessað skira hana.
Á meðan hefur Kanadastjórn slegizt
í lið með Bandaríkjastjórn í sérstökum
refsiaðgerðum gegn pólsku stjórninni.
Hefur Ottawastjórnin bannað að Pól-
landi verði veittur greiðslufrestur við
kaup á öðrum kanadískum varningi en
matvörum. Um leið hefur hún lagt til
að frestað verði samningaviðræðum um
frekari umlíðan á eldri lánum Pólverja.
Utanrikisráðhewar Efnahagsbanda-
lags Evrópu hafa orðið ásáttir um að
draga úr innflutningi á sovézkum vör-
um til EBE-rikja.
Demókrata þingmenn
vilia hætta aðstoð USA
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna
hefur tekið tillögum Mexíkóforseta um
frið í Mið-Ameríku með kuldalegu
tómlæti og segja að því aðeins séu þær
líklegar til árangurs að Nicaragua hætti
að birgja skæruliða í E1 Salvador upp
af vopnum.
sér fyrir, að samningar verði teknir upp
milli herforingjastjórnarinnar og
skæruliða.
O’Neill segist sannfærður um að
ekki verði sent bandarískt herlið til E1
Salvador. — ,,Ég get ekki imyndað mér
að þingið, sem enn er minnugt
Víetnamstríðsins, mundi samþykkja
slíkt, né heldúr að forsetinn mundi
leggjaslikt til.”
Lærði flótta-
brelluna f bíói
Njósnarinn Christopher Boyce, sem
slapp úr fangelsi í janúar 1980, segist
hafa notað brúðu, áþekka Richard
Nixon fyrrum forseta, til þess að
blekkja fangaverðina á flóttanum.
Boyce lék lausum hala í nítján
mánuði en fannst þá aftur. Liggur nú
fyrir skýrsla um rannsóknina á flótta
hans. — Þar kemur fram að Boyce
sótti sér fyrirmynd í flóttabrellunni til
kvikmyndarinnar Flóttin frá Alcatraz.
Hann hefur nú verið dæmdur til
þriggja ára viðbótarrefsingar vegna
flóttans frá Lpmpoc-fangelsinu í Kali-
forníu. Á honum hvílir fyrir 40 ára
fangelsisdómur fyrir njósnir í þágu
Rússa. — Það var í fangeisinu sem
hann sá kvikmyndina.
Boyce var á sínum tíma fundinn
sekur um að seija Rússum leynilegar
upplýsingar um gervihnattatækni
Bandaríkjanna. — Hann á enn eftir að
svara til saka fyrir tvö bankarán sem
hann framdi meðan hann fór huldu
höfði.