Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 36
Ólafsvíkingar stórtækir í kapallögnum: ALLAR ÍBÚÐIR VERBA TENGDAR VÍDEÖKERFI í Ólafsvík er þegar búið að tengja um 70 íbúðir með kapallögnum við videókerfi en í sumar er fyrirhugað að kapallögnin nái til alls þorpsins. „Það er um að gera að láta þetta ná til alls þorpsins fyrst þetta er komið af stað, enda er mikill átroðningur á þá sem hafa videó nú þegar,” sagði Vilhelm Árnason í Ólafsvík, sem stóð fyrir framkvæmdunum í upphafi. Vilhelm sagði að mikill áhugi væri þar á staðnum fyrir kapalkerfi og næstum allir vildu vera með í því. Kerfið yrði lagt með það í huga að það gæti einnig þjónað til flutnings á efni frá gervihnöttum. Hann sagðist hafa kynnt sér kostnaðinn við að koma upp slíku loftneti og áætlaði að í dag myndi það kosta um 2500 krón- ur á íbúð ef allir íbúarnir yrðu með. íbúafjöldinn i Ólafsvik er úm 1400. íbúðar Ólafsvíkur leituðu eftir til- boðum í kapallögnina og munu fram- kvæmdirhefjastmeðvorin. ÓEF Rúnar Júlíusson liföisig inn í gamla daga er hann komfram að nýju með hljómsveitinni Hljómum. Á myndinni má einnig sjá baksvipinn á GunnariÞórðarsyni. DV-myndFriðþjófur BLÁU AUGUN ÞÍN 0G FYRSTIK0SSINN Hljómamir rifjuðu upp „Glaumbæjarstemmningu” í Broadway ígærkvöldi ð þakið rifnaði af veitinga- Glaumbæ oc suneu Rlán anpnn hín í Un a cai— i_i_i_ „_ *** — Nærri lá að þakið rifnaði af veitinga húsinu Broadway i gærkvöldi er hljóm sveitir sjöunda áratugarins rifjuðu upp vinsælustu lög þess tímabils, svo mikil var hrifning áhorfenda. Ekki er ofsögum sagt að húsið hafi verið tvi- setið, svo mikill var mannfjöldinn. Og þegar Hljómarnir gömlu minntust á Glaumbæ og sungu Bláu augun þín í kjölfarið var ekki laust við að að ein- hverjir, sem lifðu sitt blómaskeið á þessum tíma, fengju tár í augun. Ekki var hrifningin minni er „litlu” Tempó strákarnir mættu í röndóttu peysunum sínum og sungu gömul bítla- lög. Afmælishátíð Félags íslenzkra hljómlistarmanna í gærkvöldi, þar sem fyrstu popparar þessa lands rifjuðu upp fyrstu árin sín, var einstaklega vel heppnuð. Þær hljómsveitir sem fram komu voru Hljómar, Náttúra, Ævintýri, Pops, Óðmenn, Tempo, Bravó, Lúdó og Stefán, Pónik og Einar, Mánar, og fleiri. Þess skal getið, fyrir þá sem heima sátu, að öll kvöld afmælisviku FÍH eru tekin upp fyrir sjónvarpið og verða þau sýnd i átta þáttum innan skamms. -ELA. íbúum Þorlákshafnar heitt í hamsi: Halda almennan fund um sjoppustríðiö Almpnnnr horoarafnnrlnr á vonnm N!ssL>L-»-:- i • . l- Almennur borgarafundur á vegum hreppsnefndar ölfushrepps verður haldinn í Þorlákshöfn annað kvöld. Má búast við fjörugum fundi þvt mörgum ibúum Þorlákshafnar er heitt í hamsi um þessar mundir. Veldur þar fyrst og fremst deila um tilvist verzlunar einnar á staðnum. Nokkrir ibúar í grcnnd við verzlunina hafa farið þess á leit við hrepps- nefnina að henni verði lokað. Hefur hreppsnefndin ákveðið að loka verzluninni 31. marz næstkomandi, enda var hún selt á laggir án þess að tilskilinna leyfa væri leitað. Áformum hreppsnefndar hefur hins vegar verið kröftuglega mót- mælt af fjögur hundruð íbúum sem ritað hafa nöfn sín á undirskriftalista þess efnis. Meðal þeirra eru næstu nágrannar við verzlunina. Verzlunardeilan verður væntan- lega ekki eina mál fundarins. Reikn- ingar hreppsins fyrir siðasta ár og fjárhagsáætlun fyrir þetta ár verða einnig lögð fyrir fundinn. Ennfrem- ur má gera ráð fyrir því að nefndar- álit um kaupstaðaréttindi til handa Þorlákshöfn verði viðrað. •KMU. UM160 MILLJ0NIR í ÚTFLUTNINGSBÆTUR —Landbúnaðarráðherra gagnrýnir fyrirkomulag útf lutnings á kindakjöti ! ávarpi Pálma Jónssonar land- búnaðarráðherra við setningu Bún- aðarþings kom fram nokkur gagn- rýni á fyrirkomulag útflutnings á kindakjöti. Taldi hann orðið tíma- bært að taka til athugunar hvort ekki mætti létta þá kostnaðarliði sem leggjast á útflutninginn. Nefndi hann sem dæmi svokallað neytendagjald til Stofnlánadeildaren það nemur 2% af úlsöluverði innanlands og sama hlutfalli af útflutningsverði. Þá nefndi Pálmi einnig að slátur- leyfishafar fengju greiddan 3,5% aukakostnað vegna útflutnings án þess þó að þeir þyrftu að inna af hendi sérstaka vinnslu á kjötinu fyr- ir neytendamarkað. Aðspurður um hvort rétt væri aö útflutningsaðilar fengju greidd um- boðslaun af verði útflutts kindakjöts eftir að útflutningsbótum hefði verið bætt við en ekki af söluverði erlendis, sagði Pálmi að svo væri, er DV ræddi við hann. Útflutningsaðilum væru reiknuð sambærileg heildsölulaun eins og um sölu innanlands væri að ræða og svaraði það til umboðs- launa. Sagði Pálmi að á þessu ári væri gert ráð fyrir um 160 milljónum króna í útflutningsbætur. Þessi atriði væri hins vegar í athugun í ráðuneyt- inu en ekki hefðu verið ákveðnar neinar breytingar enn sem komið væri. ÓEF frjólst, áháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 24. FEBR. 1982. Innbrot á Akureyri í fyrrinótt var brotizt inn í Hafnar- búðina á Akureyri og stolið þaðan hátt í þrjú þúsund krónum í peningum. Rannsóknarlögreglunni á Akureyri tókst að upplýsa málið í gær. Reyndust tveir ungir menn hafa verið að verki. Höfðu þeir komið peningunum í lóg, m.a. með því að fjárfesta i varahhuum í létt bifhjól. Um sl. helgi vaf brotizt inn í íþrótta- húsið við Laugagötu og Sundlaugina. Síðara innbrotið tókst að upplýsa og reyndust þar unglingar, sem áður hafa orðið uppvísir að innbrotum.að verki. Sömu sögu er að segja um þá sem heim- sóttu Hafnarbúðina. -GS/Akureyri. Fimm vilja íbrunamál — Þórir vill halda áfram Fimm umsóknir bárust um stöðu brunamálastjóra áður en frestur rann út síðastliðinn mánudag. Meðal umsækjenda er Þórir Hilmarsson byggingaverkfræðingur, sem gegnt hefur starfinu sem settur brunamálastjóri síðastliðin þrjú ár. Aðrir sem sóttu um eru Ásmundur J. Jóhannsson byggingatæknifræðingur, Birgir G. Frímannsson byggingaverk- fræðingur, Guðjón Ingvi Stefánsson byggingaverkfræðingur og Hrafn Jóhannsson byggingatæknifræðingur. Félagsmálaráðherra mun skipa í embættið að fenginni umsögn stjórnar Brunamálastofnunar en hún hafði óskað sérstaklega eftir því að staðan yrði auglýst. .jb. Kvennalistinn á Akureyri Listi kvennaframboðsins á Akureyri hefur verið ákveðinn. Tíu efstu sætin eru þannig skipuð: 1. Valgerður Bjarnadóttir. 2. Sigfríður Þorsteins- dóttir. 3. Þorgerður Hauksdóttir. 4. Hólmfríður Jónsdóttir. 5. Svava Ara- dóttir. 6. Rósa Júlíusdóttir. 7. Kristín Aðalsteinsdóttir. 8. Gunnhildur Braga- dóttir. 9. Guðrún M. Hallgrímsdóttir 10. Konný Kolbrún Kristjánsdóttir. -GS/Akureyri. LOKI Það er bara strax búiö að koma á lögregluríki innan Aiþýðubandatagsins. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: