Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 11
Nú brosa veitingamenn að hljómlistarmönnum
Velja stærsta
diskóstaðinn
fyrir af mælis-
hátíð sína
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRUAR 1982.
Svala Schcving Thorsteinsson ásamt eiginmanni sinum Gunnari, og borgarstjórahjónum Lundúnaborgar.
DV — mynd Gunnar V. Andrésson.
Svala SchevingThorsteinsson um dvölina íLondon:
„Borgarstjóraveizlan
er mér ógleymanleg”
„Þetta var mjög hátiðlegt og
skemmtilegt. Björgunarmennirnir
voru líka svo ánægðir en þeir höfðu
aldrei fyrr fengið slíka viðurkenningu
fyrir björgunarstörf,” sagði Svala
Scheving, eiginkona Gunnars
Scheving Thorsteinssonar skipstjóra,
er við forvitnuðumst um dvöl þeirra
hjóna i London í síðustu viku.
„Við fórum á þriðjudeginum í
sömu vél og forsetinn, ásamt Herði
Sigurgestssyni, forstjóra Eimskipa-
félagsins, Halldóri H. Jónssyni.
stjórnarformanni og eiginkonum
þeirra,” hélt Svala áfram. ,,Er við
komum til London fórum við á það
hótel sem björgunarmennirnir
bjuggu á og hittum þá og konur
þeirra strax unt kvöldið. Það var
mjög skemmtileg kvöldstund,” sagði
Svala.
„Daginn eftir fóru hátiðarhöldin
fram á Hyde Park þar sem forsetinn
veitti orður. Sú stund var ákaflega
hátiðleg og allir mjög ánægðir. For-
setinn, Vigdis Finnbogadóttir, hélt
fyrst ræðu og á eftir orðuveitingunni
talaði Gunnar Friðriksson frá Slysa-
varnafélaginu og afhenti gullmerki.
Það var mikið rabbað saman yfir
borðum enda unt sextiu manns þarna
saman komnir. Maturinn var lika al-
veg frábær. í forrétt reyktur íslenzk-
ur lax, þar á eftir buff með öllu til-
heyrandi og siðan ís og kaffi. Þá var
okkur hjónunum ásamt björgunar-
mönnum og eiginkonum þeirra boðið
í kynnisferð um London en sumir
björgunarmannanna höfðu aldrei
komið þangað fyrr,” sagði Svala
ennfremur.
Er hún var spurð hvað væri
minnisstæðast úr þessari ferð svaraði
hún: „Orðuveilingin er að sjálfsögðu
mjög minnisstæð. Hins vegar er boð-
ið hjá borgarstjóranum ógleyman-
legt. Það var tnjög formlegt og eigin-
lega eins og maður væri komin aftur
á 16. öld.
Þegar fólkið gekk i salinn var hver
og einn kynntur fyrir borgarstjóran-
um með kalltæki miklu en þarna var
samakomið margt fyrirfólk. Ólafur
Egilsson var búinn að segja okkur áð-
ur en við fórum út að í þessari veizlu
yrðu karlmennirnir að vera í kjólföt-
um og konur í siðum kjólum með
löngum ermum. Við vorum einmitt
að grínast með það að konur gætu
þess vegna verið topplausar því það
var bara minnzt á löngu ermarnar,”
sagði Svala.
„Það var einnig mjög skemmtilegt
er okkur var boðið i leikhús með
björgunarfólkinu. Þar sáum við leik-
ritið Mrs. Dennis, sem er nokkurs
konar kómedia unt Járnfrúna. Eigin-
lega var öll ferðin eins og i sögu,”
sagði Svala Scheving Thorsteinsson.
Þau hjón eiga tvö börn, dreng 9
ára og stúlku sem er 6 ára.
—ELA
Athugasemdir umboðsmanns
Dolby kvikmyndahúsatækja
í tilefni viðtals blaðamanns ykkar
við hr. Árna Samúelsson, sem birtist í
blaði ykkar 19. feb. ’82 um hið nýja
kvikmyndahús hans sem nú er að taka
til starfa i Breiðholti í Reykjavík vildi
ég mega gera eftirfarandi athugasemd.
í viðtalinu er því haldið fram að í
kviktnyndasölunum verði „Dolby-
stereo.” Þetta fær ekki staðizt þar eð
ég sem umboðsmaður Dolby kvik-
myndahúsatækja á Islandi get staðfest
að Árni Samúelsson hefir ekki fengið
Dolby hljómtæki og honum er þess
vegna óheimilt að auglýsa að hann sýni
með „Dolby—stereo,” nema hann hafi
Dolby hljómtæki en ekki einhverjar
eftirlíkingar.
Dolby kvikmyndahúsatækin eru þau
einu sem skilað geta tónupptökunni til
áheyrandans eins og tónstjóri hverrar
Dolby upptöku ætlast til að hún heyr-
ist.
Það skal tekið fram að allar
„Dolby—stereo” upptökur eru teknar
upp með Dolby tækjum og þessi upp-
töku-og afspilunaraðferð er vernduð
meðeinkáleyfum um allan heim.
Gunnar Þorvarðsson,
Orrahólum 3 Rvk.
s. 71532
Mikil óánægja hefur komið upp á
meðal nokkurra félaga í Samtökum
veitinga-og gistihúsaeigenda með val
Félags isl. hljómlistarmanna á
skemmtistöðum fyrir afmælishátíð-
ina sem nú stendur yftr. FÍH valdi
diskóstaðinn Broadway sent aðalstað
fyrir þá hátíð og þykir mörgum
veitingamönnum það vægast sagt
broslegt val hjá hljómlistarmönnum.
Við hér í Þórscafé erum búnir að
skaffa atvinnu fyrir félaga í FÍH i 36
ár, en þeir lögðu sig ekki einu sinni
svo lágt að spyrja hvort við vildum
eða gætum eitthvað af þessari af-
mælishátið þeirra. Þeir völdu fyrsla
diskóstaðinn sem þeir fundu, sagði
Björgvin Árnason framkvæmda-
stjóri í Þórscafé.
„Við í Þórscafé höfum haldið úti
lifandi músik lengst allra veitinga-
húsa hér og flestir ef ekki allir sem
koma fram á þessari hátíð þeirra hafa
leikið rneira eða minna í Þórscafé á
sínum ferli. Við litum því ekki aðeins
á þetta sent tillitsleysi heldur og
hreina móðgun við okkur og þennan
gamla vinnustað þeirra á 50 ára af-
mæli stéttarfélagsins.”
-klp
„Broadway með hag-
stæðasta tilboðið”
— segir Sverrír Garðarsson
f ramkvæmdastjóri FÍH um veitinga-
húsaval f élagsins á af mælishátíðinni
„Okkur þykir það leitt að geta
ekki komið fram með neitt atriði i
Þórscafé eða á fleiri stöðum á þessari
afmælishátið okkar. Þórscafé er til
dæmis sá staður sem einna mest og
bezt hefur gert i því að halda úti lif-
andi tónlist af öllum veitingastöðum
hér,” sagði Sverrir Garðarsson.fram-
kvæmdastjóri FÍH.
„Við komum fram á fjórum stöð-
um. Það er á Hótel Esju, Hótel Sögu,
Hótel Borg og Broadway, en þar er-
um við fimm kvöld,” sagði Sverrir.
„Við Ieituðum tilboða frá þeim stöð-
um sem til greina komu og tilboðið
sem við gengum að frá Broadway var
langhagstæðast.
Við gerðum okkur að sjálfsögðu
grein fyrir því að Broadway er því
miður diskóstaður og veitir sem slik-
ur ekki félagsmönnum FÍH neina
fasta atvinnu. En fyrir utan hagstæti
lilboð vó það þungl að kvikmynda á
allt sem fram fer á hátíðinni og
hljómlistin verður öll tekin upp á
plötu. 1 Broadway er 16 rása hljóm-
upptökutæki og það hafði sitl að
segja við endanlegt val á veitingahúsi
fyrir þessa hátið okkar,” sagði Sverr-
ir —klp—
íslandsmótið 1. deiíd:
Þróttur
i Laugardaíshölí íkvöíd kl,
HK
V
■m*
oo
Afrant
Þróttur
TROPICANÁ
■jROPICá/t/l
Lárus Lárusson