Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 8
KVIKMYNDAMARKAÐURINN
VIDEO • TÆKI • FtLMUR
Skólavörðustíg 19, sími 15480
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 46., 50. og 53. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í
Barónsstíg 59, þingl. eign Tryggva Guðmannssonar, fer fram eftir kröfu
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á eigninni sjálfri föstudag 26. febrúar 1982
kl. 16.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Hverfisgötu 78, þingl. eign Halldórs Gunnars-
sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Þorvarðar
Sæmundssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudag 26. febrúar 1982 kl. 15.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 61., 63. og 66. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta i Selja-
vegi 33, talinni eign Jónatans Hallgrímssonar, fer fram eftir kröfu Útvegs-
banka tslands á eigninni sjálfri föstudag 26. febrúar 1982 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
LAUS STAÐA
fulltrúa í byggingadeild menntamálaráðuneytisins.
Viðskipta- eða tæknimenntun æskileg.
Launakjör samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna.
Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist mennta-
málaráðuneytinu fyrir 22. mars nk.
Menntamálaráðuncytið,
22. fcbrúar 1982.
mm ; ~M i.
Saab 96 árg. 1974 til sölu
Ekinn 115 þús. km. Nýupptckinn gírkassi, Ijóskastarar, útvarp,
aukadckk, sprautaður sumarið '80.
Vcrð kr. 35 þús.
Upplýsingar f síma 84707.
EARON
skðlinn
rf V ' Síðustu námskeið
i 7 vetrarins
JgK Almcnn framkomu og
snyrtinámskeið fyrir dömur
• á öllum aldri
hcfjast mánudaginn 1. marz.
Innritun og upplýsingar í síma 38126 frá kl.
16—20 þcssa viku.
Hanna Frímannsdóttir
DAGBLAÐIÐ & VlSlR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982.
Haig er meira
en hreinskilinn
—segir brezka utanríkisráðherrann falskan drullusokk
og V-Þjóðverja með geðklofasýki
L
Alexander Haig, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hefur í samtali við
æðstu ráðgjafa sína kallað hinn
brezka starfsbróður sinn, Carrington
lávarð, falskan drullusokk og líkir
stefnu V-Þýzkalands í Póllands-
málinu við geðklofasýki.
Það er blaðið Washington Post
sem birtir þessa frétt, en blaðamanni
frá þeim tókst að komast yfir minnis-
blöð frá fundum Haigs með ráðgjöf-
um hans. Voru minnisatriðin skráð
af einum fundarmanna.
Opinberlega talar Haig um að
Camp-David viðræðurnar muni leiða
til lausnar á vandamálinu með
Palestínu. Minnisblöðin sýna hins
vegar að hann álítur að Camp-David
viðræðurnar fari út um þúfur strax
og Egyptar hafa fengið afhentann
síðasta landshluta sinn á Sinaí, þann
26. apríl. Sagði Haig eftirfarandi við
ráðgjafa sína á fundi 18. janúar, en
hann var þá nýkominn heim eftir ferð
til Mið-Austurlanda:
Alexander Haig: Skefur ekki utan af þvi er hreinskilnin grípur hann.
Andrúmsloftið
kólnar í Kairó
— Mér segir svo hugur um að
Egyptaland verði allt öðruvísi eftir
daga Sadats. Það eina sem hindrar
Egypta í að fylgja sömu stefnu og
þeir gerðu áður en Camp David kom
til er afhending Sinaí. Andrúmsloftið
í Kairo hefur kólnað mjög síðan í
maí. Egyptar vilja nálgast arabaríkin
á ný og láta Bandaríkjamenn eina um
að verja ísrael.
Haig sagði ennfremur að þessar
nýju aðstæður í Egyptalandi undir
stjórn Muþaraks hefðu gert ísraels-
menn meira en lítið skelkaða.
V-Þjóðverjar
með geðklofa
Haig lét hin niðrandi orð um
Carrington lávarð falla þann 15.
október er viðræður fóru fram um
framlag Stóra-Bretlands til verndar
friði í ísrael. 15. desember. Tveimur
dögum eftir að herinn tók völd í Pól-
landi kom Haig svo með nýtt gull-
korn:
— Öll Evrópa er áhyggjufull.
Frakkar taka hörðustu afstöðuna, V-
Þjóðverjar þjást af geðklofasýki og
Englendingar.. . . já, þeir eru mjög
enskir.
4. janúar varði Haig svo þá
ákvörðun að láta bandaríska ríkið
greiða gjaldfallna vexti og afborganir
af pólskum lánum til að forða pólska
ríkinu frá gjaldþroti.
Skæruliðaárás í höfuð
borg Uganda
Um 70 manns voru drepnir i árás
skæruliða á Kampala, höfuðborg
Uganda, í gær samkvæmt fréttum
Uganda-útvarpsins, en að mati er-
lendra diplómata í borginni er það afar
lág áætlun.
Um 300 þungvopnaðir skæruliðar,
sem berjast fyrir brottvikningu stjórnar
Milton Obote forseta, munuhafa laum-
azt inn í höfuðborgina. í þaulskipu-
iagðri aðgerð réðust þeir með sprengju-
vörpum allir samtímis á helztu her-
skálabyggingar stjórnarhersins í borg-
inni.
Útvarpið segir að tveir hermenn og
67 skæruliðar hafi fallið í árásinni, en
fréttum ber ekki saman af gangi átak-
anna.
Sovétríkin hafa aukið maískaup sín
frá Bandaríkjunum um 450 þúsund
lestir eða upp í 1.150 þúsund smálestir
af maís frá því 10. febrúar.
Þrjú kornútflutningsfyrirtæki í
Bandaríkjunum hafa tilkynnt yfirvöld-
um um hinar nýju pantanir Rússa.
1982 er síðasta árið í sex ára kornvið-
skiptasamningi Rússa og Bandarikja-
manna. Sovétríkin hafa keypt 5,8
milljónir smálesta af hveiti og sex millj-
ónir smálesta af maís, sem afhent
verða fyrir septemberlok.
Frelsishreyfing Uganda ein helztu
samtök stjórnarandstæðinga, segjast
hafa staðið að baki árásinni, en þrjár
hreyfingar eru skipulagðar í landinu,
sem allar hafa snúizt gegn Obote for-
seta, og sameinuðust þær í þeirri bar-
áttu núna í janúar síðast.
Árásin þykir sýna að andstaðan gegn
Obote hefur magnazt og skæruliðum
hennar hafi vaxið fiskur um hrygg. —
Stjórnarandstaðan fullyrðir að Obote
hafi beitt kosningasvikum til þess að
komast aftur í valdastól i desember
1980.
Óöld hefur ríkt nær samfellt í
Uganda síðan ldi Amin var bylt úr for-
setastólnum með innrás Tanzaníuhers.
Hefur leifunum af her hans verið kennt
Reagan forseti, sem hvatt hefur
banamenn USA til þess að draga úr
viðskiptum við Pólland og einkanlega
Sovétríkin — vegna afskipta af Pól-
landi — hefur sætt ámæli meðal
bandamanna fyrir að láta það sama
ekki taka til kornsölu Bandaríkja-
manna sjálfra.
Hann hefur lýst því yfir að komi til
nýrra viðskiptatakmarkana USA í
verzlun við Sovétríkin verði kornsalan
ekki látin njóta neinnar sérstakrar
undanþágu.
mestan part um en ljósara verður, eftir
því sem frá líður, að andstaða vex gegn
stjórn Obote.
Menn kviða því nú að stjórnarherinn
grípi til hefndaraðgerða sem einatt
þykja fara úr böndum og bitna oft á
saklausum.
Árvakurt
auga rétt-
vísinnar
Árshátíð starfsmanna fógeta-
embættisins í Örebro í Svíþjóð
hafði þær óvæntu afleiðingar í
för með sér að nýr fiskur veiddist
í net réttvísinnar. Er hér um að
ræða 32 ára gamlan eiganda veit-
ingahússins þar sem árshátíðin
var haldin.
Er þar var komið sögu hafði
manninum tekizt að hafa 25.000
sænskar krónur út úr sjúkrasam-
laginu vegna veikinda. En á árs-
hátíðinni hjálpaði hann, að sögn
veizlugesta, skörulega við fram-
reiðslu á mat og drykk og voru
ekki á honum að sjá nein
veikindamerki.
Maðurinn neitar þó þessum
vitnisburði gestanna harðlega og
segist i hæsta lagi hafa borið inn
eitt og eitt matarfat.
Sovétmenn panta
meirakorn
Hryðjuverk í Líbanon
Tvær bílasprengjur, sem sprungu í
Beirút, höfuðborg Líbanon, urðu sjö
manns að bana og særðu um sextíu. Er
þetta mannskæðasta sprengjutilræðið
þar í tvo mánuði.
Tvenn samtök hafa eignað sér þessi
verk, en bæði eru leynifélög sem
berjast gegn veru sýrlenzka herliðsins í
Líbanon.
Ekki liðu nema örfáar mínútur á
milli sprenginganna. Sprakk önnur
kyrrstæða bifreiðin á miðjum
þjóðveginum við ströndina og urðu
mikil spjöll á sölutjöldum sem standa
að jafnaði þar við veginn. Hin sprakk í
nærliggjandi götu.
1 nafnlausri símhringingu, þar sem
sprengjutilræðunum var lýst á hendur
áður óþekktum samtökum, var sagt að
þetta væri aðeins byrjunin á hermdar-
verkum sem beindust gegn hernámi
Sýrlendinga.