Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982.
17
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
r
Um spilakassa RKI:
Lágkúruleg fjáröflunarieið
—segir reið móðir
Guðrún Olga Clausen hríngdi:
Mig langar til þess að taka undir orð
„Borgara”, sem skrifar lesendabréf í
DV, miðvikudaginn 17. febr. sl.
Honum ofbýður að Rauði kross
íslands skuli hafa orðið til þess að
flytja inn þá plágu sem spilakassarnir
eru.
Mér finnst svo sannarlega þessi lág-
kúrulega fjáröflunarleið ekki vera RKÍ
samboðin, og veit ég til þess að fjöl-
margir foreldrar eru sama sinnis og ég.
Spilakassarnir laða einmitt að sér
börn og unglinga. Það er siðan kald-
hæðnislegt að heyra þau réttlæta þetta
athæfi sitt með þvi að RKÍ græði á
þessum ósóma.
Vegna lesendabréfs:
Óréttmæt árás á
hjúkrunarfræðinga
„Spilakassarnir laöa einmitt að sér börn og unglinga. Það er siðan kaldhæðnislegt að
heyra þau réttlæta þetta athæfi sitt með þvi að RKÍ græði á þessum ósóma,” segir
Guðrún Olga Clausen.
19. aldar hugsunarháttur í algleymingi
Gunnar Bjarnason, frv. skólastjóri,
skrifar:
í DV þriðjud. 9. þ.m. má lesa all
svæsið lesendabréf varðandi kjara-
deilu hjúkrunarfræðinga, merkt ein-
hverjum Garðari Hannessyni. Hann
telur að kjarabarátta hjúkrunar-
fræðinga flokkist undir hryðjuverka-
starfsemi. Þær séu með þessu að
hóta hópi af fárveikum sjúklingum
að þeir verði að vera þar sem þeir eru
komnir, án nauðsynlegrar hjálpar,
nema þeir sem annast eiga þá fái svo
og svo miklar fúlgur fjár fyrir.
Mér finnst þessi greinarstúfur,
þótt stuttur sé, sé svo fullur
ósanngirni og vanhugsaðra öfga, að
ekki megi láta hjá líða að í Ijós komi,
að ekki eru allir sama sinnis. Ég hef
þá lífsreynslu að hafa þurft að leggj-
ast inn á spitala til meðferðar alloft á
undanförnum árum og skítkast
Garðars Hannessonar i garð starf-
andi lækna og hjúkrunarfræðinga er
hneykslanlegt, enda meira í samræmi
við hugsunarhátt 19. aldar heldur en
þann, sem tiðkast meðal sanngjarnra
og sæmilega gefinna manna á seinni
hluta 20. aldar.
Á 19. öld var litiðsvoá, að hjúkr-
un væri fyrst og fremst köllun og i
það starf völdust aðallega nunnur og
konur sem -snúið höfðu baki við
„heimsins glaumi”. Kaup var í sam-
ræmi við tíðaranda þess tima, lítið
eða ekkert, enda gerðar litlar kröfur
til sérkunnáttu, hennar var vart að
vænta á þeim t'tma. Þessu fór svo
fram þar til Florence Nightingaie
(1820—1910) tók sér fyrir hendur að
reyna að skipuleggja starf hjúkrunar-
Gunnar Bjarnason, frv. skólastjóri, harmar að störf hjúkrunarfræðinga séu enn tlla
metin, þrátt fyrir mikla þróun I heilbrigðismálum, og segir: „Sjúkrahús hafa verið
byggð og búin margs konar og fullkomnum tækjum, sem krefjast mikillar kunnáttu.
Koma þar til hjúkrunarfræðingar.”
innar. Átti hún í mikilli baráttu gegn
ýmiskonar afturhaldssemi, sem m.a.
gekk út á það að þær ynnu áfram
starf sitt i sjálfboðavinnu. Fl. N.
stofnaði hjúkrunarskóla og spitala i
Lundúnum áður en yfir lauk, enda er
hún talin „móðir” hjúkrunarstéttar-
innar i nútima skilningi.
Enn þrífst 19. aldar
hugsunarhátturinn
Mikil þróun hefur orðið á siðustu
áratugum hér á landi á sviði
heilbrigðismála. Sjúkrahús hafa
verið byggð og búin margs konar og
fullkomnum tækjum, sem krefjast
mikillar kunnáttu. Koma þar til
hjúkrunarfræðingar. Mig minnir að
meðalaldur íslendinga, um eða fyrir
síðustu aldamót hafi verið undir 40
árum, en hann er nú yfir 70 ár. Er
þetta fyrst og fremst að þakka bættri
heilbrigðisþjónustu og er vist met,
sem við erum hreykin af.
Ef grannt er skoðað er þó ýmislegt
við þetta að alhuga, m.a. að enn
skuli vera til ,,19. aldar hugsunar-
hátturinn”, sem minnzi er á hér að
framan og verst ef hann teygir sig i
raðir frammámanna þjóðarinnar.
Þeir hafa að visu staðið sig vel í því
að byggja sjúkrahús, en mér skilst að
einhver hluti þeirra standi auður og
ónotaður vegna skorts á hjúkrunar-
fræðingum. Þó er vitað að fjöldi
þeirra er við önnur störf, vegna þess
að kjörin eru betri,
Þá mun og algengt að sumir
hjúkrunarfræðingar vinni allt að
tvöföldu starfi á sjúkrahúsunum, til
að sjá sér og sinum farborða.
Það er því full ástæða til að skora
á ráðamenn að þeir búi þannig að
kjörum hjúkrunarfræðinga að
starfið verði aðlaðandi, svo að ekki
þurfi að láta sjúkrarúm standa auð
og ónotuð framar og hinsvegar að
óhóflegt vinnuálag þessarar
mikilvægu stéttar verði úr sögunni.
filkynnin^
TIL AUGLÝSENDA
Vegna aukins álags á auglýsingadeild
og í prentsmiðju, eru auglýsendtir beðnir að panta auglýsingar og
skila handritum og filmum fyrr en áður var, a.m.k. fyrst um sinn:
VEGNA MANUDAGS
skil á föstudegi fyrir kl. 12.00
skil á föstudegi fyrir kl. 17.00
*
skil á mánudegi fyrir kl. 17.00
skil á þriðjudegi fyrir kl. 17.00.
skil á miðvikudegi fyrir kl. 17.00.
skil á fimmtudegi fyrir kl. 17.00
___________________________ skil á mánudegi fyrir kl. 17.00
ATH. Aukaiitir geta verið í öllum blöðum nema á mánudegi.
VEGNA ÞRIÐJUDAGS
VEGNA MIÐVIKUDAGS
VEGNA FIMMTUDAGS
VEGNAFÖSTUDAGS
VEGNA HELGARBLAÐS I
VEGNA HELGARBLAOS II
I Fyrst um sinn verður einungis hœgt að prenta f jórlitaauglýsingar
í Helgarblaði ii (skil í síðasta lagi mánudaga kl. 17.00).
j Tekið er á móti öllum stœrri auglýsingum í Síðumúla 8, og sím-
inn þar er 27022.
Opið mánudaga — föstudaga frá kl. 9—17.30.
) SMÁ-auglýsingadeild Dagblaðsins & Vísis
er í Þverholti 11 og sáminn er 27022.
Opifl: mánudaga — föstudaga kl. 9—22
Laugardaga kl. 9 — 14 Sunnudaga kl. 14 — 22
) SMÁ-auglýsingaþjónustan er opin
mánudaga — föstudaga kl. 12—22. Laugardaga kl. 9 — 14.
I SMÁ-auglýsingamyndir eru teknar I Þverholti 11 kl. 11—15
mánudaga til föstudaga.