Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Forsætisriðherrann, Gunnar Thoroddsen, var eðlilega mættur á staðinn. Á • myndinni brosir hann að orðum Hjartar Hjartar. Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, bauð gesti velkomna.ásamteiginkonu sinni Margréti Helgadóttur. Á myndinni sést hann heilsa upp á Svavar Gestsson, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra. Tírætt kaupfclag í áttræðu Sambandi úr hófí SÍS að Hottagörðum á /augardag Samvinnumenn um land allt gerðu sér dagamun siðastliðinn laugardag i tilefni af því að öld er liðin frá stofnun fyrsta kaupfélagsins i landinu. Voru þar Þingeyingar á ferð, en auk þess eru áttatiu ár frá stofnun SÍS, sem eins og kunnugl er telst samband allra kaupfélaga i landinu. Munu þau vera 42 um þessar mundir. Liklegt má telja að mest hafi verið um að vera á Húsavík. Sérlegur stjórnarfundur kaupfélagsins var haldinn að morgni afmaelisins, en siðar um daginn var opið hús fyrir bæjarbúa i gamla kaupfélagshúsinu á staðnum. Það er öllu eldra en kaup- félagið sjálft, eða frá árinu 1850, en býr þrátt fyrir það yfir sömu rcisn og áður þekktist. Einnig var sérstök móttaka fyrir velunnara kaup- félagsins í Félagsheimili Húsavikur og loks um kvöldið var á sama stað haldin árshátíð þessa aldargamla félags. í Reykjavík fór afmælishátíðin að mestu leyti fram i húsnæði Sambandsins að Hotlagörðum við Sundahöfn. Um daginn var opið hús fyrir ýmsa framámenn i islen/ku þjóðlifi. Þar var ríkulega veitt af eðalveigum og ljúfmeti. Erlendur Einarsson, forstjóri Sambandsins, bauð gesti velkotnna, ásamt eiginkonu sinni Margréti Hclgadóttur og var að jafnaði spjallað um gildi samvinnuhreyf- ingarinnar í nútíð og þátið. Einstök prúðmennska og látleysi hvíldi yfir sölum, cins og jafnan er í stór- afmælum sem þessum. Voru salir prýddir völdum málverkum cr Sambandið hefur viðað að sér á undanförnum áratugunt, auk fánans bláa með merkinu margfræga. Þess má geta í framhjáhlaupi, að téður fáni varekki tekinn i notkun fyrr en á árinu 1971, en áður hafði Sambandið og öil kaupfélögin um land allt silt eigið merki og fána. Það var Helga Sveinbjörnsdóttir auglýsingateiknari sent fengin var til þess að hanna þetta ágæta merki á árinu 1970. Hönnun þess og litur samsvarar fánum sant- vinnumanna á hinum Norður- löndunum. Sást það viða blakta við hún síðastliðinn laugardag — og ntun eflaust gera i ókominni framtið. Myndirnar hér i síðunni tók Ijós- myndari blaðsins Einar Ólason i hófinu að Holtagörðunt unt siðustu helgi. -SER. Öspart var veitt at eóalveigunum i hófinu. Hér sést einn þjónanna fylla glös þeirra Siguröar G. Tómassonar, Árna Bergmanns og Sigurjóns Péturssonar. Einstakt Ijúfmeti var á boðstólum eins og getur að líta á myndinni. Biskupshjónin Pétur Sigurgeirsson og Sólveig Asgeirsdóttir á tali við Bjarna Aristján Eldjárn kemur til hófsins, ásamt konu sinni Halldóru. Með þeim á myndinni cru hjónin Björn Þóröarson og Einarsson og hans konu, Guðrúnu Friðbjörnsdóttur. Sigríður Guðmundsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: