Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VtSIR. MIÐVIKUDAGUR 24, FEBRÚAR 1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Burton og Suzy Hunt: Skildu að borði og sæng i ágúst Burton skilur í þriðja sinn Richard Burton (56 ára) ogþriðja eiginkona hans, Susan Hunt, hafa ákveðið að skilja eftirfimm ára hjónaband. Þau hafa ekki búið saman síðan / ágúst i sumar. Það er Sus- an sem stekir opinberlega um skijrtaðinn. Vinsælt skcmmti atriði í næturklúbb: Kvenna- glíma Næturklúbbseigandi nokkur í Mas- sachussetts í Bandaríkjunum hafði lengi brotið heilann um það hvernig hann gæti örvað aðsóknina að klúbbnum á mánudagskvöldum og fann loks árangursríka lausn á málinu: Hann býður upp á kvennaglímu. í fyrstu voru stúlkurnar látnar glíma á gólfi ötuðu auri og leðju. Þegar fólk varð leitt á því fann eigandinn upp á því að láta þær glíma á ávaxtahlaupi. Og hér sjáum við tvær státnar 21 árs gamlar stúlkur reyna sig í glímunni, þær Pam Grainger og Lori Williams. Pam vann og fékk 50 dollara fyrir vikið. Bók Patty Hearst um þátttöku hennar í hryðjuverkum SLA vekur mikla reiði í Bandaríkjunum — Ég gæti gubbað. Mér hryllir við þessari spilltu manneskju sem slapp við allar afleiðingar gerða sinna vegna þjóðfélagslegrar stöðu sinnar og auðæfa. Það er Duane Lowe, sýslumaður i Sacramento, Kalifomíu, sem lýsir þannig viðbrögðum sínum við nýút- kominni bók eftir Patty Hearst. f bókinni viðurkennir hún að hafa tek- ið þátt í bankaráni sem olli því að fjögurra barna móðir lét lífið. Bókin, Every Secret Thing, lýsir því hvernig dollaraprinsessan Patty snerist á sveif með hryðjuverka- mönnum og tók þátt í því að ræna Crocker National bankann í Carm- ichael, Kaliforníu. Bókin kostar tæpa 18 dali og selst eins og heitar lummur. Patty segir að samverkakona henn- ar og félagi úr hryðjuverkasamtökum SLA (Symbíoníska frelsishernum), Emily Harris, hafi skotið Myrnu Opsahl. Myrna var 42 ára, fjögurra barna móðir og vanfær að því fimmta. — Hún gerir sér glæpaverk að fé- þúfu, segir einn af ættingjum Myrnu Opsahl. — Hún auðgar sjálfa sig á Fórnardýrið: Myrna Opsahi og Duane Lowe, sýslumaður Sacra- mentofyikis. kostnað fjölskylduharmleiks okkar. Tony White, fulltrúi saksóknarans í Sacramento segir: — Hinn grimmilegi sannleikur er sá að Patty er frjáls, hún er lifandi og græðir stórfé á rándýrri bók. Enginn kærir sig aftur á móti neitt um fórn- ardýrið sem verður ekki aftur kvatt til lífsins. Með peningum má kaupa sig undan refsingu Patty Hearst var rænt af SLA í febrúar 1974. Segist hún hafa verið heilaþvegin þar til hún gekk í lið með hryðjuverkamönnunum og var hún síðan neydd til að taka þátt í nokkr- um bankaránum, m.a. því sem kost- aði Myrnu Opsahl lífið. Hún var handtekin af alríkislög- reglunni (FBI) í september 1975 og dæmd fyrir annað bankarán á vegum SLA. Hljóðaði dómur hennar upp á 7 ára fangelsi, en innan tveggja ára var hún náðuð af Jimmy Carter. Lowe sýslumaður segir að játning- ar Patty í bók henna geri hana með- seka að morði en að afar ólíklegt sé að hún verði nokkurn tima látin sæta ábyrgð þeirra gerða sinna. Ekki er heldur hægt að taka bankaránið aftur til meðferðar þar sem það er nú fyrnt. — Því miður held ég að hún sé al- gjörlega sloppin frá þessu, segir hann. — Venjulega situr fólk í 7—10 ár i fangelsi, fyrir bankarán. Patty Hearst sat aðeins inni í tæp tvö ár, þar sem Carter forseti breytti dómn- um. Það sýnir greinilega að hún átti sér auðuga og volduga fjölskyldu sem gat haft áhrif á forsetann. — Það sýnir líka að unnt er að sleppa frá glæp sem kostar aðra hörðustu refsingar ef maður á nóga peninga. Patty Hearst og Emiiy Harris erþær voru handteknar i september 1975. Margar kallaðar en fáar útvaldar —Aðeins um 50 stúlkur á toppnum Þær eru allar hávaxnar, Ijóshærðar og bráðfallegar. Augun eru stór, axl- irnar grannar og leggirnir óvenju langir og fagrir. Timalaun þeirra eru um 200 Bandaríkjadalir og þær hafa um 250.000 dali í árslaun eða meira. Þær hefja störf 17 eða 18 ára gamlar og starfsaldur þeirra er sjaldan hærri en 10—12 ár. Þær koma úr öllum áttum en almenningur veit sjaldan hvað þær heita — það er bara andlitið sem er þekkt. Þær eru kallaðar Ford-stúlkurnar þar sem þær vinna á vegum Geralds og Eileen Ford. Þau reka stærstu módel- umboðsskrifstofu í heimi og er ársvelta þeirraum 13 milljónir dala. Jerry Ford segir að það séu aðeins um 50 stúlkur sem komast á toppinn og þær eru á stöðugum þeytingi um allan heim. Enda þarf að tryggja sér störf þeirra sex mánuði fram í tímann. Tízkusýningar af myndböndum — Það er mikið framboð af stúlkum sem vilja gerast fyrirsætur, segir Eileen. — Það koma um 8000 stúlkur til okkar í umboðsskrifstofuna á ári og við erum stöðugt á höttunum eftir fleir- um. En í þessu starfi eru því miður margar kallaðar en aðeins örfáar út- valdar. — Tízkan er orðin svo alþjóðlegt fyrirbrigði. Frægir tízkuhönnuðir selja fatnað sinn um allan heim og það hefur valdið því að það eru aðeins fáar stúlk- ur sem allir vilja fá til að sýna vörur sínar. Jerry segir ennfremur að myndbönd- in eigi snaran þátt í þessari breytingu. — Fyrir nokkrum árum höfðu tízku- hönnuðir sín eigin innanhússmódel. En nú sýna allar meiriháttar verzlanir fatn- að sinn af myndböndum og það krefst þess ekki aðeins að stúlkurnar séu fall- egar, þær verða líka að myndast vel, Og síðan eru myndböndin send um allan heim. Það þýðir ekkert að setja sig á háan hest Hönnuðir hneigjast lika alltaf meira og meira til þess að nota aðeins eitt módel sem samnefnara fyrir vörur sínar. Vinsælustu módelin sem vinna fyrir Jerry og Eileen Ford um þessar myndir eru þær Eva Woorhis, Laureh Hutton og Shelley Hack. Tizku- hönnuðurinn Valentino hefur nú farið fram á að fá samning við Evu Vorrish um að sýna aðeins föt frá honum. Shelley Hack er þekkt um allan heim sem Charlie-stúlkan, en hún auglýsir samnefnt ilmvatn frá Revlon. Eileen segir að beztu vinnukraftarnir séu bandarísk módel. — Viðhorf þeirra til starfsins eru slík að þær taka því bara eins og hverri annarri vinnu sem þær verða að inna vel af hendi. Þær leyfa sér enga duttlunga vegna velgengni sinnar. Enda er samkeppnin orðin svo hörð, að þær kæmust aldrei upp með að setja sig á háan hest. Jerry og Eileen Ford eru nú einmitt á höttunum eftir íslenzkum módelum og mun timaritið Líf sjá um keppni í því sambandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: