Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 18
Joachim Deckarm i leik á árum áður, leikmaðurinn, sem
landsliðsþjálfari Veslur-Þýzkalands, Vlado Slenzel, sagði
„bezla handknaltleiksmann heims”. Joachim lifir nú eflir
kjörorðunum „Kg vil, ég gel, ég verð”.
Heimsmeistarakeppniníhandknattleik:
STÓRSIGUR SOVÉZKRA
—en Danir stóðu í Rúmenum
Frá Viggó Sigurðssyni, fréttamanni
DV á HM i handknattleik í V-Þýzka-
landi.
Sovétmenn léku sér að Tékkum í 1.
umferðinni hér á HM, sem leikin var í
gærkvöldi. Sigruðu með 31—17 eflir
16—7 í hálfleik. Tékkarnir léku illa án
aðalmarkvarðar síns. Hirner, og þeir
sem komu í hans stað, vörðu lítið sem
ekkert. Eftir 7 mín. stóð 4—1 og síðan
juku sovézku leikmennirnir muninn. í
byrjun s.h. byrjuðu aðeins þrír útileik-
menn hjá Sovétríkjunum. Þremur
hafði verið vikið af velli í lok f.h. Ekki
tókst Tékkum að færa sér það í nyt.
Þeir sovézku komust í 18—8, síðan
23—12 og unnu með 14 marka mun.
Mörkin dreifðust mjög á leikmenn
sovézka liðsins, linumaðurinn Ijós-
hærði þó markahæstur.
Úrslitin í leikjunum i gær urðu þessi.
A-riðill
Sovét—Tékkóslóvakia 31 —17 (16—7)
V-Þýzkaland—Kuwait 24— 10 (7—4)
B-riðill
Spánn—Alsir 19—15
Ungverjal.—Svíþjóð 20—20 (10—5)
C-riðill
Pólland—Sviss 16—15
A-Þýzkaland—Japan 28—18
D-riðill
Júgóslavía—Kúba 38—12
Rúmenía—Danmörk 20—18
Danir komu á óvart, jéku léttan og
skemmtilegan handknattleik með
Mogens Jeppesen snjallan í marki. Þeg-
ar mínúta var til leiksloka i stöðunni
19—18 varði rúmenski markvörðurinn.
Rúmenar héldu síðan knettinum fram
á síðustu sek. að þeir skoruðu. Danir,
Bjarne Jeppesen, skoruðu fyrsta mark
leiksins. Jafnt var 6—6 en síðan komst
Rúmenía í 9—6, siðan 15—11 en Dön-
um tókst að minnka í 15—14. Hinir há-
vöxnu Rúmenar talsvert reknir af velli.
Rúmenar komust i 19—16 en Danir
minnkuðu í 19—18. Gífurleg spenna
lokakaflann og áhorfendur allir á
bandi Dana. Uppselt var á alla leikina í
gærkvöldi.
Grfurleg
taugaspenna
Gífurleg taugaspenna var meðal leik-
manna í nær öllum leikjunum í gær-
kvöldi. Erfitt að leika leiki, sem eru
unnir fýrirfram, sagði Vlado Stenzel og
fleiri þjálfarar tóku undir það. V-Þjóðv.
voru alveg á tauginni í f.h. Jafnt var i
3—3 og þó voru tafir dæmdar á Kuwait
þrisvar á fyrstu 5 mínútunum. Aðeins
7—4 í hálfleik en í þeim síðari tókst
vestur-þýzku leikmönnunum loks að
sýna sitt rétta andlit.
Svíar byrjuðu illa gegn Ungverja-
landi. Unnu síðan upp muninn. Voru
tveimur mörkum yfir er tvær mín. voru
til leiksloka. Ungverjar jöfnuðu, síðara
markið úr víti á lokasekúndunni. Sviss
hafði þrjú mörk yfir gegn Póllandi þeg-
ar langt var liðið á s.h. en tapaði.
Léttleikandi og vinsælir Japanir stóðu
talsvert í A-Þjóðverjum. Jafnt t.d. 5—5
Síðan fóru þeir þýzku að síga fram
úr. Talið slæmt fyrir Spán að vinna
Alsír ekki með nema fimm marka mun.
Átta leikir verða í kvöld. Tékkar —
V-Þýzkaland, Sovétríkin — Kuwait í
A-riðli, Ungverjaland — Alsír, Spánn
— Svíþjóð i B-riðli, Pólland — Japan,
A-Þýzkaland — Sviss í C- riðli og
Rúmenía — Kúba, Danmörk — Júgó-
slavía í B-riðli. Viggó/hsím.
Islendingar mæta
Möltubúum fyrst
Islenzka landsliðiö í knattspyrnu
leikur sinn fyrsta leik í Evrópukeppni
landsliða gegn Möltu á Laugardalsvell-
inum 6. júní i sumar. Þetta var ákveðið
í Valencia á Spáni í gær, þar sem Árni
Þorgrímsson, varaformaður KSI, og
Helgi Þorvaldsson, stjórnarmaður hjá
KSÍ, voru fyrir hönd íslands, þegar
raðað var niður leikjunum i riðil þann,
sem íslendingar leika i.
Eins og hefur komið fram, þá leikum
við í riðli með Möltu, Hollandi, Írlandi
og Spáni. — Spánverjar eru mjög
bjartsýnir fyrir keppnina og telja að
þeir séu sigurstranglegastir í riðlinum,
sagði Árni Þorgrímsson í stuttu spjalli
við DV, eftir að búið var að raða niður
leikjunum. Árni sagði að fulltrúar allra
þjóðanna nema Möltu, hefðu mætt í
Valencia.
— Við munum leika fjóra leiki á
þessu keppnistímabili — tvo heima og
tvo úti, sagði Árni.
Niðurröðun leikja íslenzka lands-
liðsins varð þessi:
1982:
6. júní: Malta (H)
1. september: HoIIand (H)
13. október: Irland (U)
27. október: Spánn (Ú)
1983:
29. maí: Spánn (H)
7. september: Holland (Ú)
21. september: írland (H)
26. október: Malta (Ú)
Eins og sést á þessu, þá er tilvalið
fyrir leikmenn íslenzka landsliðsins að
ljúka keppnistímunum bæði árin með
smásumarfrii — fyrst á Spáni og
síðanáMöltu. -SOS.
Þoriákur Kjartansson
ÞOU EKKIAÐ SJÁ HJÖLASTÓUNN
Allir handknattleiksunnendur þekkja nafn
Joachim Deckarm, vesfur-þýzka landsliðs-
mannsins hér á árum áður hjá Gummers-
hach. Hann var leikmaðurinn sem gerði lið
Vestur-Þjóðverja að heimsmeisturum i hand-
knallleik 1978. Að ailra áliti bar hann af í
þeirri keppni. En Joachim Deckarm varð
fyrir hroðalegu slysi í leik í Kvrópukeppninni
í Tatabanya í Ungverjalandi. Féll í steingólf
íþróttahallarinnar. Það var 30. marz 1979 og
lengi vel var þessum mikla íþróttamanni ekki
hugað líf. Kn hann komst til meðvitundar á
ný eftir 131 dag. Hefur lekið framförum síð-
an en er þó mikill sjúklingur — í hjólastól. í
febrúarhefli veslur-þýzka iþrótlablaðsins
„Sport” vargrein um Joachim Deckarm eins
og staðan er hjá honum í dag. Hans Reski
skrifaði greinina og fer hún hér á eftir í þýð-
ingu Viggós Sigurðssonar.
hsim.
Við erum stödd hjá Heine Brand, einum af
heimsmeisturum V-Þjóðverja í handknatt-
leik, ásamt vinum hans úr Gummersbach,
þeim Klaus Westebbe, Klaus Schlagheck og
Joachim Deckarm. Þeir sitja við borð og
spila á spil. Það er ekki tekið svo mjög alvar-
lega á því, þó svo að mönnum verði á mis-
tök. Aðalalriðið er að skemmta sér, enda
hlæja þeir félagar mikið og skemmta sér
greinilega vel. Menn spyrja hvort samstaða
og félagslíf meðal leikmannanna, hinna sjö-
földu þýzku meistara og fjórföldu Evrópu-
mcistara, hafi ekki beðið skaða vegna hins
hræðilega slyss, sem einn af lykilmönnum
liðsins, Joachim Deckarm varð fyrir. Alls
ekki. Árið 1982 er nýhafið og hið eina sem
Joachim
Deckarm,maður-
inn sem gerði
V-Þjóðverja að
heimsmeisturum
íhandknattleik
f&iitwB&œ
•riftPpiAÍí'i -
minnir á slysið í fijótu bragði er hjólastól! í
einu horni stofunnar.
Joachim Deckarm, sem Vlado Stenzel
landsliðsþjálfari sagði eitt sinn bezta hand-
knattleiksmann veraldar, varð 28 ára gamall
þann 19. janúar sl. Enginn getur sagt að lok
íþróttaferils þessa unga manns séu farsæl,
hvort sem um er að ræða læknana í endur-
hæfingarstóðinni í Langensteinbach, for-
eldrana í Saarbrúcken eða gömlu félagana í
Gummersbach. Siðan 30. marz 1979, þegar
Joachim Deckarm datt á hnakkann á stein-
gólf iþróttahallar Tatabanya (Ungverjalandi)
og hlaut heilaskaða, hefur hann verið sjúkl-
ingur. Hann var 131 dag meðvitundarlaas,
fyrst í Búdapest og síðan börðust Iæknar
sjúkrahúsanna í Köln og Homburg fyrir lífi
hans. Þann 8. ágúst 1979 vaknaði Deckarm
aftur úr dáinu. Fyrsta vonarglætan. Annað
líf hans hófst nú. Erfiðleikar upphafsendur-
hæfingar og hin þrúgandi óvissa um framtíð-
ina. Nú eru næstum 1000 dagar síðan. í her-
bergi Deckarms í endurhæfingars öðinni í
Langensteinbach við Karlsruht liangir spjald
á veggnum með eftirfarandi áletrun: Ég vil,
ég get, ég verð.
Áerfitt meðaðtala
Deckarm er í herbergi með öðrum ungum
manni, Hartmuth að nafni. Sá varð einnig
fyrir slysi — á vélhjóli. Þeir hafa sjónvarps-
tæki til umráða. Myndir frá handboltaleikj-
um er þeirra uppáhaldsefni. Stundum fer
.loachim þá i uppáhaldsíþróttaskyrtuna sína,
þá númer 11. í henni varð hann heimsmeist-
ari árið ’78. Hann hefur leikið 114 lands-
fyrir V-Þýzkaland. Þegar hann sér fyrrum
félaga sína úr Gummersback á skjánum nær
söknuðurinn tökum á honum. Hann tekur
símann (hann hefur eigin síma og getur
hringt beint) og hringir í númer
02261/22218. í skrifstofu sinni í Gummers-
bach svarar Eugcn Haas, hann heyrir biðj-
andi bassaröddina segja: ,,Æ, Eugen, sæktu
mig nú aftur.” Joachim á enn erfitt með að
tala. Hægt og hægt koma frá honum orðin,
ekki mjög greinileg, en Eugen Haas telur sig
heyra í hvert sinn að framfarir á því sviði
hafi átt sér stað.
Þegar Deckarm er á ný í Gummersbach þá
er hann i essinu sínu. Heiner Brand: „Hann
Jo talar stundum um atvik sem gerðust löngu
fyrir slysið, atvik sem ég á erfitt með að
muna eftir sjálfur.” Það minni hans starfar
rétt. Eugen Haas: „Stóra vandamálið er, að
hann gleymir ennþá atvikum sem gerðust í
gær eða fyrradag.”
Haas, Brand svo og aðrir vinir í Gummers-
bach, sem taka Joachim til sín stundum til
skiptis um helgar, eru fullir efasemda. Þeir
vita stundum ekki hvernig þeir eiga að haga
orðum sínum í návist Joachims. Þeir vita
ekki heldur hvort sjúklingnum er sjálfum
að fullu Ijós örlög sin. Agndofa af undrun
urðu viðstaddir á jólagleðinni þegar Jo sagði
allt i einu: ,,Ég þoli ekki að sjá þennan hjóla-
stól framar!”
Smáletrið rennur saman
Hann getur þó ekki enn gengið hjálpar-
laust. Þrátt fyrir mjög nákvæma meðferð og
æfingar hefur hann enga stjórn á fótum sín-
um.
Hans Lehmann, læknir Joachims, brást
við á sama hátt og starfsbræður hans í Lang-
ensteinbach, hann visaði frá spurningunni
um batahorfur. Grein í „Bild” („Jo Deck-
arm fatlaður ævilangt?”) hefur gert þá var-
færnari. Gramur segir faðir Jos, Rudolf
Joachim Deckarm i dag ásaml föður sinum, Rudolf.
Deckarm: „Ef við hefðum enga von, Þá
stæðum við ekki i öllu þessu erfiði.”
Joachim getur lesið stóra letur dagblað-
anna, en smáa letrið rennur saman fyrir aug-
um hans. Wilfried Burr, fréttastjóri íþrótta-
frétta dagblaðs Saarbrucken varð mjög
undrandi þegar sjúklingurinn las fyrir hann
allar fyrirsagnir íþróttafréttanna dag einn.
Enn meir undrandi varð blaðamaðurinn þó á
því hve orðsnar Joachim var. „Við hverju
megum við búast nú í komandi heimsmeist-
arakeppni?” spurði Burr. „Sæti meðal
fyrstu sex,” svaraði Jo. „Hvers vegna getum
við ekki orðið númer þrjú?” spurði Burr.
Joachim hló, „þriðja sætið er jú meðal
fyrstu sex!!” svaraði hann strax
Hann virðist hafa gaman af því að spila
með tölur,en Jo er fvrrverandi stærðfræði-
nemi.
Símanúmer aðstandenda og vina gjör-
þekkir hann. Einnig simanúmer fyrrverandi
unnustu sinnar Gaby Frohwein og foreldra
hennar í Gummersbach. Joachim hringir
þangað reglulega þó svo að faðir hans áviti
hann fyrir það eftir á. Rudolf Deckarm
bannaði Frohwein fjölskyldunni að heim-
sækja Jo fyrir einu ári. Ástæðan: Þann 5.
maí 1980 hafði Gaby sagt opinberlega: „Ég
elska Jo ennþá, en sú ást er nú eins og ást
systur á bróður.” Hinn 23 ára viðskipta-
fræðinemi leysti upp sameiginlega íbúð
þeirra í Köln-Weiden. Þar hafði hún fyrir
slysið búið eitt ár með Joachim. Faðir Deck-
arms sagði stúlkunni að bezt væri að hún sliti
alveg sambandinu við Jo. Frá og með þeirri
stundu hefur Frohwein fjölskyldan aðeins
getað heimsótt sjúklinginn, þegar foreldrar
hans eru þar hvergi nærri. Heiner Frohwein,
sem er einnig fyrrverandi þjálfari Joachims
hjá Gummersbach, er skelfingu lostinn yfir
viðbrögðum Rudolfs Deckarm. „Dóttir mín,
konan mín og ég höfum alltaf til skiptis
reglulega heimsótt Joachim,” segir hann,
„svo skellir faðir hans hreinlega á okkur
hurðinni. Ég held, að hver einasti maður
hljóti að skilja að ást og tilfinningar dóttur
minnar í garð Joachims hafa breytzt.”
Þrátt fyrir allar útistöður við föður Jos,
segir Frohwein fjölskyldan einum rómi:
„Við tækjum Joachim að okkur án þess að
hika.”
Framtíð Joachims Deckarm er hulin
óvissu. Mun hann ná sér það vel að hann
komi til með að geta unnið? Hversu lengi enn
halda foreldrar hans út að sinna honum á
þann einstaka fórnfúsa hátt er þeir gera?
Hverri einustu helgi eyða þau í Langenstein-
bach. Þar dvelja þau á litlu hóteli nálægt
endurhæfingarstöðinni, Á litla nýja bílnum,
Audi (Rudolf Deckarm: „Hjólastóllinn hans
Joachims kemst þar betur fyrir er í gama R 5
bílnum mínum”), fara þau á eitthvert lítið
veitingahúsið og borða. Foreldrarnir gleðjast
er sonur þeirra þekkist enn og gefur eigin-
handaráritanir með ofurlítið óreglulegri
skrift.
Svikalæknir
Einna mesta hneykslið í sorgarsögu Deck-
arms átti sér stað 10. ágúst 1979. Rudolf
Deckarm hafði boðað til blaðantannafundar
i sjúkrahúsinu í Homburg varðandi heilsufar
sonar síns. I stað lækna Joachims kom þar
„töfralæknirinn” Josef Miiller (sem faðir
Jos hafði ráðið af sjúkrabeði hans án vitund
ar læknanna), gefandi eftir eftirfarandi yfir-
lýsingu: „Um jóláleytið verður Joachim
Deckarm orðinn aftur að fullu frískur.” Að-
eins nokkrum dögum seinna, eða 23. ág.
voru þessi orð hans tekin aftur. Þann 16.
janúar var svo hlutverki þessa svokallaða
töfralæknis við sjúkrabeð Deckarms lokið.
Komið hafði í Ijós að hann hafði svikið
180.000 v-þýzk mörk undan úr sjóði þeim
sem sáfnazt hafði til læknishjálparinnar.
Var náunga þessunt stungið i svartholið og
ntikið um það skrifað hvernig hann hafði
notfært sér neyð annarra.
Rudolf Deckarm, (62 ára) eftirlaunamað-
ur, var einnig gagnrýndur, meðal annars
fyrir það að vilja fá prósentur af sölu mynda
af syni sinum. Skiljanlega hefur hann þungar
áhyggjur af framtíð sonar síns og þá á fjár-
hagslegu hliðinni einnig, þó svo að almenn-
ingur safni fé og gefi til læknishjálparinnar.
Fram til þessa hefur sjúkrasamlagið í Saar-
brucken (AOK) séð um kostnaðarhliðina.
Það fé sem þýzka iþróttahjálpin hefur safn-
að til handa Deckarm hefur fram til þessa
legið óhreyft. Á heimsmeistarakeppninni nú
munu verða fjáröflunarnefndir i gangi fyrir
Deckarm og má ætla að þar safnist nokkurt
fé.
Þeim manni, sem átti stærstan þátt í hin-
um fyrsta v-þýzka sigri um heimsmeistara-
titilinn í handknattleik, hafa þýzkir iþrótta-
menn og íþróttaunnendur að minnsta kosli
ekki gleymt.
Valsmenn lausir við fall
drauginn eftir sigur á KR
Stérkur varnarleikur og frábær
markvarzla Þorláks Kjartanssonar
færðu Valsmönnum sigur á KR i 1.
deild íslandsmótsins í handknattleik í
gærkvöld á fjölum Laugardals-
hallarinnar. Lokatölur 23-21 fyrir Val
en sigur liðsins var miklu öruggari en
þær tölur gefa til kynna. Valsmenn
höfðu sex marka forustu, þegar tiu
mín. voru til leiksloka, 21—15. KR-
ingar minnkuðu muninn talsvert loka-
kaflann án þess þó að nokkur spenna
kæmi í leikinn. Um tima þá voru Vals-
menn tveimur færri, tveimur
leikmönnum Vals vikið af velli. Það
var i annað skipti i leiknum sem
Valsmenn voru tveimur færri. Leikið
maður á mann í lokin og mikið skorað.
Meðal annars skoraði Steindór
Gunnarsson 23. mark Valsmanna þó
aðeins fjórir útileikmenn Vals væru inn
á.
Valsliðið er mjög að hressast undir
stjórn Stefáns Gunnarssonar og Gunn-
steins Skúlasonar. Varnarleikur liðsins
yfirleitt sterkur og í síðari hálfleiknum
varði Þorlákur af stakri snilld meðan
fiest lak inn hinum megin. KR-ingar
náðu sér aldrei verulega á strik í
leiknum. Kannski þreyta i leikmönnum
liðsins frá landsleikjunum erfiðu við
Rússa og Svía. Eftir þessi úrslit er
Valur með 10 stig eftir 11 leiki og leik-
menn liðsins lausir við falldrauginn,
sem um tíma, smátima þó, fylgdi
liðinu. En um leið eru möguleikar KR á
íslandsmeistaratitlinum úr sögunni.
Liðið hefur 13 stig eftir 11 leiki. Kemst
mest í 19 stig og sú stigatala getur ekki
nægt til sigurs í mótinu.
Valsmenn sterkari
Valsmenn náðu fljótt góðum tökum
á leiknum. Komust i 5—2 eftir 13 mín.
KR-ingar bitu frá sér um tíma,
minnkuðu muninn í eitt mark. Oft
mikil harka og tveimur Valsmönnum
vikið af velli á sama tíma. KR-ingar
nýttu það illa. Björn Pétursson lét Jón
Gunnarsson verja frá sér vitakast og
nokkru siðar kastaði Björn knettinum í
stöng Valsmarksins úr öðru vítakasti.
Það var dýrt fyrir KR-inga, að minnsta
kosti þegar litið er á lokatölur leiksins.
En Valsmenn hefðu þá eflaust tekið
betur á lokakafla leiksins.
Staðan í hálfleik var 11—8 fyrir Val
en Alfreð Gíslason hóf síðari hálf-
leikinn með miklum krafti. Skoraði
þrjú mörk í röð og jafnaði í 11—11.
Gísli Felix Bjarnason varði þá líka vel í
KR-markinu en dæmið snerist fljótt
við. Valur skoraði næstu þrjú mörk og
Þorlákur fór að verja eins og berserkur
í Valsmarkinu á sama tíma og KR-
markverðirnir gáfu eftir. Fimm marka
munur fyrir Val var orðinn um miðjan
siðari hálfleikinn og sá munur hélzt að
mestu fram að lokakafla leiksins. Vals-
sigurinn aldrei í hættu, verðskuldaður
sigur.
Auk Þorláks áttu Þorbjörn
Guðmundsson og Þorbjörn Jensson
góðan leik i Valsliðinu. Gunnar
Lúðvíksson sterkur framan af og
Friðrik Jóhannsson eftir að hann kom
inn á um miðjan siðari hálfleikinn. Þá
skoraði Jón Pétur falleg mörk. Alfreð
Gislason var atkvæðamestur KR-inga
þrátt fyrir stranga gæzlu. Hefur þó oft
verið frískari og Gunnar bróðir hans
náði sér ekki á strik fyrr en rétt i lokin.
Ólafur Lárusson góður um tíma.
Bikarmeistarar Vals úr leik:
Voru slegnir út
af Kef Ivíkingum
Keflavíkingar gerðu sér lítið fyrir og
sigruðu úrvalsdeildarlið Vals í körfu-
knattleiknum í Hagaskóla i gærkvöld,
72—20, í bikarkeppni KKÍ. Þar með
eru Keflvikingar komnir í undanúrslit
keppninnar eftir sigur á sjálfum bikar-
meisturunum.
Leikurinn var mjög jafn og
spennandi allan tímann. Keflvíkingar
höfðu yfir allan fyrri hálfleikinn en
litlu munaði jafnan. Staðan 44—42
fyrir Keflvíkinga í hálfleik og bæði lið
sýndu góðan leik.
I síðari hálfleiknum héldu Kefl-
víkingar forustu sinni framan af. Síðan
jafnaði Valur og komst tvívegis
tveimur stigum yfir, 58—56. En þá
sögðu Keflvíkingar hingað og ekki
lengra. Tóku leikinn í sínar hendur og
þegar aðeins tvær og hálf mínúta var
eftir höfðu þeir átta stiga forustu, 72—
64. Fóru sér að engu óðslega eftir það
en litlu munaði að það hefndi sín.
Valsmenn skoruðu sex síðustu stigin í
leiknum og náðu knettinum þegar þrjár
sekúndur voru eftir. En þá greip
Þorsteinn Bjarnason, landsliðsmark-
vörðurinn i knattspyrnu, til snilldar-
vörzlu til að koma í veg fyrir að Valur
jafnaði.
Flest stig Keflavíkur skoraði Tim
Higgins eða 24. Þorsteinn Bjarnason
var með 14 og Jón KR. Gíslason
skoraði einnig 14. Hjá Val var John
Ramsey stigahæstur með 20 stig. Torfi
Magnússon var með 16 og Kristján
Ágústsson 13.
-hsím.
Norðmaðurinn Oddvar Braa heimsmeistari:
Sigraði á bezta tíma
sem náðst hefur í 15 km
Norðmaðurinn Oddvar Braa, drifinn
áfram af tugþúsundum áhorfenda,
sigraði i 15 km skiðagöngu í heims-
meistarakeppninni i Osló í gær. Þegar
10 km höfðu verið gengnir var Braa tíu
sekúndum á eftir Finnanum Harri
Kirvisniemi. Lokasprettur Norðmanns-
ins var Irábær og hann gekk 15 km á
Brezka meistarakeppnin í knatt-
spyrnu hófst í gær með leik Englands
og Norður-írlands á Wembley. Eng-
land vann stórsigur, 4—0, á Bretlands-
meisturunum frá í fyrra. Áhorfendur
54.900.
Enska liðið fékk óskabyrjun, þegar
Bryan Robson skoraði eftir aðeins 47
sek. eftir að Trevor Frands hafði leildð
á tvo mótherja og geflð á Robson. En
eftir það var leikurinn slakur hjá báð-
um liðum í fyrri hálfleiknum. Aðeins
þrír fastamenn úr 1. deildarliðum i
irska liðinu. Á 49. mín. skoraði Kevin
Keegan annað mark Englands eftir fyr-
irgjöf Francis. Pat Jennings hafði varið
snilldarlega frá Keegan í fyrri hálfleik.
Síðan dofnaði leikur enska liðsins aftur
en skrið komst á málin, þegar Cyrille
Regis kom í stað Francis á 65. mín. og
Tony Woodcock síðan í stað Tony
Morley. Enska liðið skoraði tvívegis á
síðustu sex minútum. Fyrst Ray
Wilkins með þrumufleyg og síðan
Glcnn Hoddle, sem átti siakan leik í
38:52,5mín,sem cr bezti timi sem náðst
hefur á vegalengdinni. Gullverðlaun
hans voru hin fjórðu sem Noregur
hlýtur i keppninni. Berit Aunli sigraði i
5 km göngu á mánudag. Önnur gull-
verðlaun hennar. Braa er 31 árs og
hefur 15 sinnum orðið norskur meist-
ari.
enska liðinu, mínútu siðar. Liðin: Eng-
land: Clemence, Anderson, Sansom,
Wilkins, Watson, Foster, Keegan,
Robson, Francis (Regis), Hoddle,
Morley (Woodcock). Norður-írland:
Jennings, Jimmy Nicholl, Nelson,
Donaghy, John O’Neill, Brotherston
(Cochrane), Martin O’Neill,
(McCreery), Armstrong, Mclllroy og
Hamilton.
Úrslit í deildakeppninni ensku í gær
urðu þessi.
2. deild
Rotherham—Wrexham 2—0
3. deild
Bristol City—Exeter 3—2
Fulham—Oxford 0—0
Swindon—Portsmouth 2—0
4. deild
Aldershot—Northampton 2—1
Bournemouth—Mansfield 1—0
Tranmere—Peterborough 1—2
hsím.
Fjórir Íslendingar voru meðal kepp-
enda í 15 km. Einar Ólafsson, yngsti
keppandi íslands, náði beztum tíma
43:52,0 mín. og varð í 57. sæti. Haukur
Sigurðsson var nr. 58 á 44:06,3 min.
Magnús Eiriksson í 61. sæti á 44:24,5
mín. og Jón Konráðsson i 70. sæti á
46:02,3 min. 75 keppendur luku
keppni.
Fyrstir í 15 km skíðagöngunni urðu.
1. Oddvar Braa, Noregi, 38:52,5
2. Alex. Savyalov, Sovét, 39:02,1
3. Harri Kirvisniemi, Finnl. 39:02,3
4. Yuri Burlakov, Sovét, 39:14,4
5. Alex. Batuik, Sovét, 39:19,8
6. Juha Mieto, Finnlandi, 39:24,7
7. Jochen Behle, V-Þýzkal. 39:26,4
8. Guiseppe Ploner, Ítalíu, 39:28,3
9. Jan Ottosson, Svíþjóð, 39:30,2
10. Pál Mikkelplass, Noregi, 39:31,8
11. Ove Aunli, Noregi, 39:35,5
12. Jean-Paul Pierrat, Frakk. 39:43,0
13. Gunde Svan, Svíþjóð, 39:45,6
14. Aki Karvonen, Finnl, 39:55,0
15. Frank Schröder, A-Þýzk. 39:55,03
Mörk Vals skoruðu Þorbjörn Guðm.
6, Þorbjörn Jensson 4, Gunnar
Lúðviksson 4, Friðrik 3, Jón Pétur 3,
Steindór 2 og Brynjar Harðarson I.
Mörk KR skoruðu Alfreð 7/2, Gunnar
4, Ólafur 3, Friðrik Þorbjörnsson 2,
Haukur Geirmundsson 2, Björn
Pétursson 2/2, og Ragnar Hermanns-
son 1.
Dómarar Björn Krisljánsson og Óli
Olsen. Valur fékk ekkert vítakast í
leiknum, KR sex. Fjögur nýtt. Engum
KR-ing var vikið af velli en
Valsmönnum sex sinnum, Brynjari
tvivegis eða í 4 min, Steindóri, Friðrik,
Þorbirni, Jens og Jóni Pétri í tvær mín.
hverjum. En þessir brottrekstrar og
vítaköst komu ekki að sök fyrir Vals-
menn.
-hsim.
Cæsar Menotti
Leikbannið
nú 48 dagar
Stjórn knattspyrnusambands
Argentínu hefur enn ekki tekið fyrir
mál leikmanna River Plate. Sljórn fé-
lagsins dæmdi 16 leikmenn félagsins
fyrst i árs leikbann, meðal annars
nokkra heimsmeistara Argentínu.
Leikmennirnir áfrýjuðu tii knatt-
spyrnusambandsins og stjóm félagsins
breytti þá fyrri ákvörðun í 48 daga leik-
bann. Samkvæmt því geta leikmenn-
irnir leikið á Spáni er félagið er að
reyna að koma í veg fyrir að þeir æfi
með landsliði Argentínu með leik-
bannið stcndur.
Cæsar Menolti, landsliðseinvaldur
Argentínu, hefur verið milli steins og
sleggju síðustu vikurnar vegna þessa
máls og einnig ágreinings við ríkisstjóm
Argentinu. Stjórnin hefur hótað hon-
um öllu illu ef hann skiptir sér af
stjórnmálum meira en verið hefur.
-hsím.
Golfklúbbur
Reykjavíkur
heldur kynningarfund fyrir nýliða og alla þá sem
vilja kynnast golfi í Golfskálanum, Grafarholti,
fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Reynt
verður að svara spurningunni: Hvað er golf, og
hvernig er það spilað?
Allir velkomnir. Stjórnin.
Léttur sigur enskra
gegn Norður-írlandi
—íbrezku meistarakeppninni í gærkvöld