Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982. Ekki allir fafnhrifnir af gámafiutningi á ísuöum fiski á Bretlandsmarkað: „Þarfmeira tilað aukaáhugaokkar” — segir Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LIU ,.I>að er búið að reyna þetta og það ekki gefizt nema þá sem aukaverk- efni,” sagði Kristján Ragnarsson, framkvscmdarstjóri LÍÚ, er við spurðum hann hvort LlÚ hefði ekki áhuga á þeirri hugmynd Helga Zoega umboðsmanns i Fleelwood sem hann reifaði i DV nýlega. Helgi hefur verið hér að undanförnu til að kanna undirtektir útgerðarmanna við gámaflutningi á isuðum fiski til Brellands og sagði hann i viðtali við DV að nokkrir þeirra hefðu sýnt þessu máli mikinn áhunrt ,,Helgi hefur ekkei i talað viðokkur unt þelta og við vitum |>vi ekki hvaða útgerðarmenn þetta eru," sagði Krislján. ,,Það er vonlausl fyrir ein- stakling í útgerð hcrna að standa i jiessu. l>að verða nokkrir menn að taka sig saman þvi þeir verða að vera nteð miðstöð til að safna saman fisk- inunt og koma honum frá sér. Umskipun á fiski hefur álltaf reynzt illa. Þetta þarf vera fiskursem gengið cr frá i kassa í skipunum sem veiða hann. Þau verða síðan að koma með kassana að miðstöðinni þar sem þcim yrði siðan komið fyrir i gámum. En það þurfa að vera margir aðilar santan um þetta til að það skilaði arði. I>að er ekki hæg! að láta fiskinn bíða hér á meðait verið er að safna í einn gámeða fleiri.” Kristján sagði að vcrðið á Bretlandsmarkaði sl. 2 ár hefði verið svo lágt að útflutningur okkar íslend- inga þangað hefði minnkað úr 20 þúsund lestum í 10 þúsund lestir í fyrra. „Það var sama þó að skipin væru að koma með fyrsta flokks fisk þangað. Verðið varaíUáf mjög lágt,” sagði Kristján. „Það þarf því meira að gerast í Bretlandi til þess að auka áhuga okkar en að flytja þangað fisk í gám, þó svo að það geti orðið eillhvað uni það i framliðinni við hliðina á hinu,” sagði hann. -klp- Ávísanamisferli mikiðvandamál Eins og skýrt var frá hér i blaðinu í siðustu viku eru bankastjórar helz.tu viðskiptabankanna ekki sammála um ágæti þess nýja ávísanakerfis sem Útvegsbankinn hefur nýverið tekið upp, svonefndra ábyrgðartékka. Bankastjórar annarra banka en Útvegsbankans drógu í efa að þetta kerfi væri nokkur lausn á þvi vanda- máli sem tékkamisferlið er og sögðu reyndar að það væri að mestu leyti úr sögunni eftir að Reiknistofa bankanna tók til starfa. Bjatni Guðbjörnsson bankastjóri Útvegsbankans, sagði hins vegar að á þessu ári væri þegar búið að loka um 140 ávísanareikningum í bönkunum og væri það þó aðeins hluti af vanda- málinu. Bankarnir vita aðeins um lokun reikninganna, sagði Bjarni, en vandamálið væri mest í daglegum viðskiptum og skaðinn ienti á þeim sem sætu uppi með innistæðulausar og falsaðar ávísanir Hallvaröur Einvarðsson, rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins, tók undir þessa skoðun. „Ávísana- falsanir eru og hafa veriðslíkt vanda- mál að ég kvaddi hér á fund nýverið fulltrúa úr Samvinnunefnd bankana og sparisjóða til að lýsa okkar við- horfi til þessara mála. Ég reyndi þar að undirstrika ýmislegt sem við teldum til bóta í þessum efnum, eins og til dæmis að til væru sérstök skirteini til að sýna við ávísana- viðskipti. Ég tel því að þessi viðleitni Útvegsbankans sé spor i rétta átt til að draga úr ávísanamisferli, bæði innstæðulausum ávísunum og ávisanafalsi.” Hallvarður Einvarðsson sagði að ávísanamisferli væri enn mikiö vandamál. Á þessu ári hefði Rannsóknarlögregla ríkisins fengið til meðferöar kæruefni vegna 59 inn- stæðulausra ávísana samtals að upphæð rúmlega 42 þúsund krónur. -ÓEF. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar kemur til seinni umræðu og afgreiðslu i bæjarstjðrn nk. þriðjudag. Niðurstöðutölur áætiunarinnar hækka um rúm 50 prósent. Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar til síðari umræðu á þriðjudag Framkvæmda- samdráttur um 30 % fráfyrraárí — segir Sigurður J. Sigurðsson, bæ jarf ulltrúi Sjálf stæðisf lokksins Okkar kosningaloforð er traustur f járhagur bæjarins í stað sýndarmennsku í framkvæmdum, segir Sigurður Oli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins Fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Akureyrar kemur til seinni umræðu og endanlegrar afgreiðslu í bæjar- stjórn Akureyrar 2. marz. Niður- stöðutölur áætlunarinnar hækka frá áætlun fyrra árs um rúmlega 50%. Tekjureru áætlaðar 153,7 m.kr., sem er 50,2% hækkun milli ára. Rekstrar- gjöld hækkti í 105,8 m. kr., sem er 59,6% hækkun, en stofnkostnaður hækkar ekki nema um 42,8%. Þetta þýðir að aðeins 14,5 af heildartekj- um ársins fara til nýframkvæmda i stað 17,7% áriðáður. Rekstrargjaldaliðirnir hækka mis- jafnlega. Fjármagnskostnaður hækk- ar um 144% og félagsmálin taka til sín 87,2% hærri upphæð en áætlað var árið áður. Á árinu er áætlað að taka 18 m. kr. í lán, þar af fara 5,8 m. kr. í verðbætur og gengismismun á eldri lánum. Til nýbygginga er áætlað að verja 20,1 m. kr., en til viðbótar kemur framlag ríkisins upp á 6,9 m. kr. Stærstu upphæðinni verður varið til byggingar svæðisíþróttahússins sem fær 5,8 m. kr. frá bæ og 1,1 m. kr. til viðbótar frá ríki. Verkmennta- skólinn fær 2,8 m. kr. frá bæ og 3,3 m. kr. fráríki, Fjórðungssjúkrahúsið fær 2,5 m. kr. frá bæ og Glerárskóli 2 m. kr. og 911 þús. kr. frá ríki. Til annarra framkvæmda er ætlað að verja mun lægri upphæðum. Til að tnynda verður ekki mikið fram- kvæmt fyrir 1,4 m. kr. við dagvist við Þórunnarstræti eða 905 þús. kr. við sundlaug í Glerárhverfi. Nauðvörn sveitarfélags í óðaverðbólgu „Að mínu mati felst samdráttur í þessari fjárhagsáætlun þar sem tekj- ur aukast ekki en rekstrarútgjöld aukast, þannig að minna verður eftir til nýframkvæmda en var á sl. ári,” sagði Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í sam- tali við DV. ,,Til að ná fram þeim framkvæmd- um.sem áætlunin gerir ráð fyrir, þarf að tvöfalda erlendar lántökur miðað við fyrra ár. Þrátt fyrir það verða ný- byggingar ekki sambærilegar við fyrra ár, ef miðað er við það sem reikningar bæjarins 1981 gefa til kynna. í rauninni er um 30% sam- drátt í framkvæmdum að ræða, ef miðað er við sömu verðbólguþróun ingarsjóðs verkamanna sem verður og gert var við aðra hluta áætlunar- með miklar framkvæmdir á Akureyri innar. í ár. Að auki má nefna gatnagerð og Þrátt fyrir þetta tel ég að áætlunin sé raunhæf sem slík. Hún er dæmi-( gerð fyrir nauðvörn sveitarfélags í óðaverðbólgu samhliða sívaxandi rekstrarkostnaði án þess að tekjur aukist. Hins vegar er áætlunin því að- eins raunhæf að farið sé eftir henni en við sjálfstæðismenn höfum harð- lega gagnrýnt hvernig framkvæmdir hafa farið langt fram úr áætlunum á undanförnum árum,” sagði Sigurður J. Sigurðsson. Ánægjulegt afl minni- hlutinn stendur að áætluninni „Við gerð þessarar áætlunar var reynt að halda rekstrarútgjöldum niðri eins og hægl var, þannig að fé væri eftir til brýnna verkefna sem m.a. hafa atvinnulega þýðingu,” sagði Sigurður Óli Brynjólfsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og helzti talsmaður vinstri meirihlut- ans í bæjarstjórn. „Þarna á ég við framlög til bygg- byggingu stórra mannvirkja, eins og íþróttahússins, verkmenntaskóla og sjúkrahúss. , Þessi fjárhagsáætlun stefnir að áframhaldandi traustum fjárhag Akureyrarbæjar. Það er okkar kosn- ingaloforð, í stað sýndarmennsku í framkvæmdaáætlun, sem síðan yrði ekki hægt að standa við. Við viljum ekki steypa fjárhag bæjarins í óreiðu. Þrátt fyrir það tel ég að þessi fjár- hagsáætlun boði miklar framkvæmd- ir, þó auðvitað sé margt fleira sem við hefðum gjarnan viljað gera. Það er líka ánægjulegt að minni- hluti Sjálfstæðisflokksins stendur að þessari áætlun og hefur unnið að henni að ábyrgð og festu, gagnstætt því sem hann gerði fyrrihluta kjör- tímabilsins þegar fulltrúar hans lögð- ust gegn því að tekjustofnar bæjarins væru fullnýttir. Án þess hefði ekki verið hægt að halda uppi nauðsynleg- um framkvæmdum og það sjá sjálf- stæðismenn nú,” sagði Sigurður Óli Brynjólfsson. GS/Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: