Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982.
31
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Metið að verð-
leikum
Forsíðufrétl í víðlesnu, af
vissum ástæðum ónefndu
dagblaði, vakti óvenjulega at-
hygli fyrir tæpum tveim ár-
um. Var hún tekin upp í út-
varpi og sjónvarpi sem og
öðrum blöðum. Fréttin var
sem sé meiri háttar „skrúbb”,
eins og það heitir á máli
blaðamanna.
Ritstjóri blaðsins átti í
tíðum samskiptaerfiðleikum
við blaðamenn sína vegna
þess, hversu fast hann hélt á
peningum við þá. Þótti
stundum úr hófi keyra. Hann
virti þó góða frammistöðu í
fréttamennsku. „Skúbbið”
góða mat hann að
„verðleikum”.
Kallaði ritstjórinn blaða-
manninn inn til sin og hældi
honum fyrir fréttina, sem og
það hvernig á henni var
haldið. Hann bókstaflega néri
saman höndum og brosti af
ánægju.
„Segðu mér, hvaða laun
ertu með núna?”, spurði rit-
stjórinn.
„Við erum eiginlega með
nákvæmlega sömu laun,
konan mín og ég. Ég er með
laun samkvæmt taxta Blaða-
mannafélagsins, en hún
skúrar i grunnskóla tvo
klukkutíma á dag,” svaraði
blaðamaðurinn.
Nú breikkaði brosið á rit-
stjóranum fyrst verulega:
„Þetta er mjög ánægjulegt.
Svona kunnum við að meta.”
Lengi er von
Þrír gamlir félagar á
Hrafnistu stytta sér iðulega
stundir með þvi að rifja upp
liðin atvik. Allir hafa þeir
verið til sjós um lengri eða
skemmri tima og af nógu að
taka í umræðu, og víða borið
niður.
Einhverju sinni barst talið
að því, hvernig bezt væri nú
að kveðja þennan heim. Einn
þeirra, 75 ára gamall, kvaðst
helzt vilja gera það formála-
lítið og helzt án þess að valda
sjálfum sér og öðrum
óþægindum og kvíða. Að
öðru leyti kæmi það i sama
stað niður.
Sá næsti, sem var 85 ára
gamall, kvaðst líta svipað á
málið. Hann hefði alltaf haft
gaman af að ferðast, og sama
væri sér þótt hann færi til
dæmis í flugslysi, ef hann
gæti verið einn um það.
„Ég hef alið með mér
ákveðinn draum um mín
endalok, ef ég mætti ráða,”
sagði sá þriðji, sem var orðinn
94 ára. „Sem þjáningaminnst
vildi ég verða ráðinn af
dögum af afbrýðisömum
eiginmanni.”
Gamansamur
alvörumaður
Guðmundur Lýðsson er
einn ötulasti forvígismaður i
hagsmunasamtökum grá-
sleppukarla. Má segja, að
hann hafi borið hita og þunga
dagsins í viðureign þeirra við
æðri máttarvöld viðskiptalifs-
ins og á honum hvilt verulega
erfiðleikar í sölu hrogna á við-
unanlegu verði.
Guðmundur er kvikur
maður og snyrtimenni hið
mesta. Aðeins bagar hann í
tali, að hann stamar örlítið.
Ekki kemur þetta að sök, þvi
að þeim mun gagnorðari er
hann oft en aðrir menn.
Guðmundi er tiltæk
græskulaus gamansemi og þá
alveg eins þótt eitthvað blási
á móti. Til dæmis um það er
þessi saga:
Ekki alls f.vrir löngu hitti
Guðmundur Steingrim
Hermannsson, sjávarútvegs-
ráðherra, á skrifslofu hans,
samkvæmt umbeðnu viðtali.
„ma-mætti ég tefja ra-
ráðherrann í svo sem fimm-
fimmtán til tuttugu
minútur?”
„Vertu velkominn, Guð-
mundur,” sagði ráðherra,
„þó það nú væri. Hvað er þér
á höndum fyrir grásleppu-
karlana þína?”
„Það er nú ekki meira en
svo, að til þess a-ætti ekki að
þurfa nema svo sem fimm
mínútna vi-viðtal,” sagði
Guðmundur. Hlógu þeir
báðir og fór hið bezta á með
þeim næsta hálftimann eða
svo.
Til stóð að bjóða
Jónasi ritstjóra-
stólinn
Nú mun að fullu og öllu út-
rætt um nýtt síðdegisblað á
markaðnum. Umræður um
málið tóku ýmsar dýfur og
margvislegar, áður en hag-
fræðiprófessor var settur í
málið. Skilaði hann áliti, sem
sýndi, að samkvæmt gefnum
forsendum væri ekki rekstrar-
grundvöllur fyrir útgáfu þess.
Hér er átt við Krata-
blaðið, sem Guðmundur Arni
Stefánsson reyndi hvað mest
að koma á laggirnar, hvernig
sem reynt var að sverja
flokkslegan tilgang af út-
gáfunni, þegar leitað var eftir
hlutdeild peningamanna,
annarra en krata.
Aldrei var léð máls á því
að Alþýðublaðið legði upp
laupana, þótt um það kæmu
uppástungur. Ekki voru allir
tilvonandi aðstandendur
samþykkir því að Guðmund-
ur Árni yrði ritstjóri nýja
blaðsins.
Þegar flestir töldu, að
meira en nægilegir peningar
væru í framboði til útgáf-
unnar og hugmyndin næst því
að komast í framkvæmd,
kom sú uppástunga fram, að
fara þess i fullri alvöru á leit
við ritstjóra annars blaðs að
gerast ritstjóri á hinu nýja.
Þessi maður var Jónas
Kristjánsson.
AlBrei komst neitt tilboð á
framfæri, enda hugmyndin
um blaðið reiknað út úr heim-
inum af hagfræðingi við Há-
skólann.
Kvikmyndir Kvikmyndir
laugarásbíó—Tæling Joe Tynan
Heimur banda-
rískra stjórnmála
Laugarásbfó: Tœling Joe Tynan (The
Seduction of Joe Tynan)
Leíkstjóri: Jerry Schatzberg.
Handrit: Alan Alda.
Tónlist: Bill Conti.
Kvikmyndun: Adam Holender.
Meðal leikenda: Alan Alda, Barbara Harris,
Meryl Streep, Rip Torn og Melvyn Douglas.
Alan Alda er greinilega meira
gefið en að leika eingöngu í þeim
vinsælu sjónvarpsþáttum Spitalalíf.
Hér leikur hann aðalhlutverkið (Joe
Tynan) og semur einnig handrit sem
lýsir frama og innri baráttu ungs
stjórnmálamanns í hinum flókna
heimi bandarískra stjórnmála.
Joe Tynan er frjálslyndur
öldungadeildarþingmaður sem
verður að taka ákvörðun um það
hvort vinskapur er meira virði en
frami á stjórnmálasviðinu. Þar eru
stjórnmálin númer eitt og fjölskylda
og vinskapur kemur þar á eftir. Joe
Tynan á við erfiðleika að stríða
heima fyrir. Konan hans, Ellie
(Barbara Harris) sem er sál-
fræðingur, fær yfirleitt ekki að vita
fyrirætlanir hans fyrr en hún les um
þær í blöðunum og dóttir hans, sem
er á viðkvæmum tánngaaldri, er að
verða vandamál sem Joe Tynan á
bágt með að skilja. Ekki bætir það úr
þegar ungur lögfræðingur er fenginn
honum til aðstoðar, Karen Traynor
(Meryl Streep), og þau fara að halda
hvort við annað.
Það sem er galli við annars ágætt
handrit er hversu auðveldlega Joe
Tynan er látinn sleppa frá vanda-
málum sem eru erfiðari í
raunveruleikanum. Maðurinn sem
tilnefndur er í hæstarétt hefur svo
augljósa galla sem hlutlaus dómari að
það er í rauninni undarlegt að nokkur
skuli vera í vafa um hvort beri að
styðja hann eða ekki. Vinur Joe
Tynans og guðfaðir í stjórmálum er
gamalmenni sem á stundum gerir
ekki greinarmun á hvort hann talar
ensku eða frönsku og til að kóróna
allt saman er eiginkonan i lokin látin
sætta sig viðallt sem gengið hefur á í
hjónabandinu.
En þrátt fyrir þessa annmarka á
handritinu er margt ágætt við þessa
mynd. Hún sýnir vel þann völundar-
heim sem bandarísku stjórnmálin
eru orðin þar sem stjórnmála-
ntaðurinn sjálfur er oft lítið annað en
tákn út á við og aðstoðarmennirnir
og ræðuhöfundar ráða ferðinni.
Leikur aðalleikaranna er virkilega
góður. Alan Alda er sannfærandi
sem hinn framgjarni stjórnmála-
maður sem hefur þó samvizku þrátt
fyrir allt. Barbara Harris og Meryl
Streep eru báðar ágætar sem
eiginkonan og hjákonan. Sú aldna
kempa, Melvyn Douglas, gefur mjög
góða mynd af öldungadeildarþing-
manni sem er orðinn gamall óg
hræddur um sæti sitt í næstu
kosningum. Alan Alda er greinilega
framgjarn listamaður á sínu sviði og
lætur sér ekki nægja að leika í
innantómum sjónvarpsþáttum.
Hilmur Karlsson.
Kvikmyndir Kvikmyndir
Samvinnuf erðir-Landsýn ætla sér stóran bita af kökunni:
BÝÐUR SAMRÆMT VERD,
HAGSTÆÐ GREIDSLUKJÖR
OG MARGS KONAR AFSLÁTT
—á hinum ýmsu hópferðum sínum með íslendinga í
sumarleyf inu í sumar
Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-
Landsýn hefur sent frá sér sumaráætl-
un sina. Þar er að finna ýmsar nýjung-
ar en sú sem vekur þó hvað mesta
athygli í hinni hörðu samkeppni í
ferðamannabransanum, er að SL
býður nú farþegum sínum sama verð í
ákveðnar hópferðir hvaðan sem þeir
koma af landinu.
Gildir þetta fyrir hópferðafarþega
sem fara með SL til Rimini,, Portoroz,
Grikklands og til dvalar í sumarhúsun-
um í Danmörku. Er flogið frá öllum
viðkomustöðum Arnarllugs en auk
þess verður efnt til sérstakra hópferða
frá Akureyri, Egilsstöðum Vestmanna-
eyjum og Höfn í Hornafirði.
Á þetta efalust eftir að mælast vel
fyrir meðal fólks utan af landi. En það
hefur jafnan þurft að leggja út i mikinn
aukakostnað til að geta farið í utan-
landsferðir sem allar eru farnar frá
Keflavikurflugvelli.
Auðveldara að borga ferðina
Þá hefur SL í samvinnu við Sam-
vinnubankinn tekið upp nýja ferða-
veltu sem svipar mjög til venjulegrar
spariveltu. Er þá lögð inn mánaðarlega
ákveðin upphæð á ferðaveltureikning
Samvinnubankans en síðan lánar bank-
inn jafnhá upphæð á móti. Endur-
greiðslan skiptist svo á 5 til II rnánuði
eða eftir lengd sparitímans.
Greiðslukjörin sem tekin voru upp í
fyrra, hin svonefndu „SL-kjör”, verða
áfram en með þvi er hægt að festa verð
með innborgun fyrir 1. apríl. Þá býður
SL aðildafélögum sínum afslátt i allar
hópferðir sínar til Italíu, Danmerkur,
Grikklands og Júgóslavíu. Er þar um
verulegan afslátt að ræða fyrir ein-
staklinga og fjölskyldur þeirra sem
tengjast féoögum með aðild að ASÍ,
BSRB, BHM, Landssambandi ísl. sam-
vinnustarfsmanna, Stéttarsambandi
bænda og Sambandi ísl. bankamanna.
Ferðum fjölgar mikið
í sumar
I fyrra fluttu Samvinnuferðir-Land-
sýn nær 7000 farþega í leiguflugi sínu
og i ár er reiknað með að þeir verði
ekki undir 9000. Nú verður boðið upp á
fastar ferðir á 4 staði. Er það til Rimini
á Ítalíu, Portoroz i Júgóslavíu, til
Karlslunde og eyjunnar Enö í Dan-
mörku og til Grikklands en það er nýr
staður í áætlun SL.
Þá býður SL upp á dvöl í sumarhús-
um i Sviss og Austurríki, ferðum til
Toronto i Kanada, en þaðan eru skipu-
lagðar hópferðir með íslendinga um
Kanada, austurströnd Bandarikjanna,
rútuferð um Kaliforniu og víðar. Þá
býður SL upp á ferð um 8 lönd i
Evrópu, rútuferð um Rínarlönd, hóp-
ferð á íslendinga slóðir i Kanada, tvær
ferðir til Sovétrikjanna, rútu- og tjald-
ferðir um Norðurlönd, ferðalög til ír-
lands og margt fleira.
SL hefur gefið út mjög svo vandaðan
ferðabækling og er i honum að finna
upplýsingar um allar þær ferðir sem á
boðstólum eru i sumar. Þegar er upp-
selt í helztu páskaferðir SL til Parisar,
London og Dublin á írlandi og búið að
panta í margar af hinum glæsilegu
ferðum sem fyrirtækið býður lands-
mönnum upp á nú í ár.
I tilefni af útkomu sumarferðaáætlunar Samvinnuferða og Landsýnar var haldinn
mikill fundur með starfsfólki og umboðsmönnum SL um alit land nú um siðustu helgi.
Styrkið og fegríð /íkamann
Dömur og herrar!
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 3. marz. Lcikfimi fyrir konur á öllum aldri.
Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar
fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðva-
bólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi —
NÝJUNG: SOLARIUM
Höfum fengið solarium lampa
Júdódei/d Ármanns
Á rmii/o 99 Innritun og upplýsingar alla virka daga
Mrmu/a ÖZ. kl. 13-22 ísima 83295. ^