Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982.
3
Óheilbrigð auglýsinga■
starfsemi félagsins"
— segirBjöm Tryggvason
aðstoðarbankastjóri um
tilkynningu Fjárfestinga-
félagsins vegna nýrra
spariskírteina
„Mér finnst þessi auglýsingastarf- Hún skapar verulega óvissu fyrir al-
semi Fjárfestingafélagsins óheilbrigð. menning sem skiljanlega vill ná beztum
H júkrunarfræðingar á samningaf und í dag:
„Fyrirfram-
greiðsla launa
mikilvægt atriði”
— segir Birgir ísleifur Gunnarsson sem sæti á
ílaunamálanefnd
„Ég reikna með að reynt verði að
þreifa á því hvort borgin geti komið
til móts við hjúkrunarfræðinga varð-
andi einhver fleiri atriði, en þegar
hafa verið boðin,” sagði Birgir ís-
leifur Gunnarsson, sem sæti á í
launamálanefnd Reykjavíkurborgar
við DV í gær.
Samningafundur hjúkrunarfræð-
inga hjá borginni og viðsemjenda
þeirra hefur verið boðaður hjá ríkis-
sáttasemjara kl. 14.30 í dag. Hjúkr-
unarfræðingarnir felldu sem kunnugt
var framkomna sáttatillögu um sið-
ustu helgi. Þeir hafa nú boðað verk-
fall, sem kemur til framkvæmda á
miðnætti á föstudag, hafi ekki verið
samið fyrir þann tíma.
„Það atriði, sem er mikilvægt, eins
og málum er háttað, er fyrirfram-
greiðsla launa,” sagði Birgir ísleifur.
Hann kvað launamálanefnd ekki hafa
komið saman til að ræða þann mögu-
leika. Því væri ekki hægt að ræða
hann frekar á þessu stigi.
-JSS
Aðalstcinn kaupfélagsstjórí og Hulda Valdimarsdóttir gæða sér á veitingum.
DV-mvndir Bæring, Grundarfirði.
Viðskiptavinir Ifta á kræsingar sem stóðu á langborði f verzluninni.
Grundarfjörður:
HALDIÐ UPP A AFMÆLI
KAUPFÉLAGSINS
Grundfirðingar hafa notið góðs af
afmæli Sambandsins eins og aðrir
landsmenn. Þann 19. febrúar sl. var
gerður dagamunur í Kaupfélaginu og
boðið uppá ostapinna og salöt, ásamt
gosi. Þá komu tvær ungar stúlkur frá
veitingahúsinu Lauga-ási og sýndu
ýmislegt sem þær höfðu lært eftir
nokkurra mánaða starf hjá veitinga-
húsinu. Grundfirðingar voru mjög
ánægðir með þennan veizludag eins og
myndirnar bera með ^r.
-Bæring Ceeilsson,
Grundarfirði
Verulegur stuðningur
þráttfyriráróður
— segir Pálmi Jónsson ráðherra
„Mér sýnist að rikisstjórnin eigi enn
verulegan stuðning innan Sjálfstæðis-
flokksins. Þessi stuðningur fer að vísu
minnkandi en er eigi að síður vcrulegur
og það þrátt fyrir harðan áróður ráð-
andi afla innan Sjálfstæðisflokksins,”
sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráð-
herra um niðurstöðu skoðanakönnun-
ar DV varðandi afstöðu sjálfstæðis-
manna til ríkisstjórnarinnar.
„En ég er þeirrar skoðunar að þrátt
fyrir að minnihluti sjálfstæðismanna
styðji rikisstjórnina þá njóti þeir sjálf-
stæðismenn sem í stjórninni sitja mun
meiri stuðnings en könnunin leiðir I
Ijós.” -ÓEF
kjörum,” sagði Björn Tryggvason, að-
stoðarbankastjóri Seðlabankans í sam-
tali við DV.
Verðbréfamarkaður Fjárfestingafé-
lagsins hefur síðustu daga auglýst að
það reikni afföll á spariskírteinum rík-
issjóðs frá 0,36% til 5,24%. Gildir
þetta um spariskírteini frá 2. flokki
1977 til 2. flokks 1981. Er ástæðan
betri kjör á nýjustu spariskírteinum
ríkissjóðs.
„Hitt er annað mál hvernig þeir
þreifa á markaðnum og segja að svona
afföll myndist, bæði af venjulegum
veðskuldabréfum einstaklinga og eins
afföll af spariskírteinum ríkissjóðs.
Það má mjög deila um það hvort
það sé rétt með farið. Þeir ákveða þetta
sjálfir. Þeir búa til markaðinn sjálfir
með þessu,” sagði Björn ennfremur.
„Þetta er einhver hasar í þeim þarna
í Fjárfestingafélaginu. Þeir byrjuðu nú
á því að auglýsa fyrir nokkrum dögum
og bera saman þrjá möguleika til fjár-
festingar. Þeir draga þar undan, að
þessi bezti möguleiki, þ.e.a.s. kaup á
veðskuldabréfum, nær þessari arðsemi
með því að bréf eru keypt með yfir
20% afföllum. Það er náttúrlega ekki
nema von að hægt sé að sýna góða arð-
semi með þvi þegar skuldarinn fær ekki
nema 80 krónur fyrir hverjar 100 sem
hann gefur út í bréfi og borgar þar að
auki verðtryggingu. Þannig að það er
ekki sögð nema hálf sagan þegar þessi
auglýsing er birt.
Þessi möguleiki, að fara á markað-
inn og kaupa bréf í gegnum þá, byggir
á því að bréfið sé keypt á svo og svo
miklum afföllum. Það þýðir að eigandi
bréfsins tekur áhættu ef skuldarinn
bregzt. Hann þarf kannski að standa i
því að þurfa að selja eign og reka fólk
út úr íbúðum, eða innleysa til sín veð
og selja upp á nýtt sem er ekkert þægi-
legt. Á meðan halda spariskírteinin sin-
um séreinkennum og geta aldrei skapað
neinar slíkar aðstæður,” sagði Björn
Tryggvason.
-KMU.