Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 6
Vtjm-MjpVH*##*?**'** *#**«**>#*
•BEIAG
jMrf Cftpsttk’S
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
„Ný lína'’ ímegr-
unartöflum
vesturíBanda-
ríkjunum
Hver vill ekki grenna sig með því
einu að taka nokkrar litlar töflur á
dag? Svarið virðist vera að þeir séu
margir. Sala á hvers kyns megrunar-
töflum hefur stóraukizt hin síðari ár
og er enn að aukast. Nýlega barst
okkur bandaríska Neytendablaðið,
Consumers Report, þar sem gerð er
úttekt á þarlendum megrunarpillum.
Þær eru að vísu ekki allar til hér á
landi en aftur til hér margar sem fást
ekki í Bandaríkjunum En ef vera
kynni að þessi úttekt yrði einhverjum
að gagni sem hugleiðir þessa leið til
megrunar verður innihaldið þýtt hér
og stytt ntikið.
Fyrst skal þó tekið fram að til eru
eina þrjár grófar tegundir megrunar-
taflna. Fyrst skal telja þær sem þessi
grein fjallar um. Það eru töflur sem
ætlað er að láta viðkomandi missa
lystina. Annars vegar eru svo töflur
sem þenjast út í kviðnum og gefa
þeim sem þær tekur þá tilfinningu að
hann sé saddur, áður en hann borðar.
Þriðji flokkurinn eru síðan pillur sem
gera það að verkum að líkaminn nýtir
ekki til fulls þann mat sem neytt er.
En við skulum alveg gleyma tveim
síðari flokkunum í bili og snúa okkur
aðeins að þeim sem eiga að minnka
lystina.
Seft fyrir 2 milljarða
Salan á megrunartöflum þeim sem
fást án tilvísunar læknis hefur aukizt
mjög í Bandarikjunum hin síðari ár.
Þannig var þetta selt fyrir 200
milljónir dollara árið 1980 sem sam-
svarar um 2 milljörðum íslenzkra
króna. Var það 100% aukning frá
árinu áður.
Þessar skyndilegu vinsældir geta
megrunartöflurnar þakkað nefnd
sem skipuð var af stjórnvöidum til
rannsóknar á töflunum. Nefndin gaf
Fæðu- og lyfjaeftirlitinu (Food and
Drug Administration( (ríkisstofnun)
skýrslu sina og starfaði á vegum þess.
En niðurstöður skýrslunnar hafa
aldrei fengizt birtar í heild þótt
helzta efni þeirra j^fj |ekið út.
FÓLK LÉTTIST AÐEINS LÍT-
IÐ 0G í STUTTAN TÍMA
f stuttu máli má segja að nefndin
komst að þeirri niðurstöðu að
megrunartöflur væru gagnslausar
með 2 undantekningum. Það er ef
þær innihéldu efnin benzocaine eða
phenylpropanolamine (PPA)
Benzocaine hefur verið notað til að
lækna smá ertingu í húð. Menn hafa
komizt að þvi að það virkar deyfandi
á taugarnar til munnsins þannig að
bragðskyn minnkar. PPA hefur hins
vegar verið notað sem lyf gegn nef-
stíflum sem myndast vegna kvefs eða
heymæði. Einhvern veginn virðist
það geta dregið úr matarlystinni Iíka.
Nefndarmenn voru reyndar alls
ekki sammála um þessa niðurstöðu.
Einn þeirra sagði^til dæmis að það
væri fáránlegt að hugsa sér að nef-
stíflumeðal gæti virkað grennandi.
En meirihiutinn var sammála um
gagnið og studdist þá að mestu við
ýmsar rannsóknir sem samtök lyfja-
fræðinga hafa látið gera en hafa ekki
verið birtar opinberlega.
Fæðu- og lyfjaeftirlitinu þótti hins
vegar niðurstöður fengnar á þennan
hátt það hæpnar að skýrsla nefnd-
arinnar hefur ekki enn verið gefin út.
En framleiðendurnir fengu samt hin
góðu tíðindi.
Gullið tækifæri
Þetta gullna tækifæri sem bauðst
var notað til hins ýtrasta. Þeir sem
seldu megrunartöflur i póstverzlun
voru djarfastir. Þeir auglýstu
hreinlega að töflurnar hefðu verið
samþykktar af „ríkisnefnd”. Þeir
sem seldu þetta í búðum voru ekki
eins djarfir. Þeir létu sér flestir nægja
að auglýsa nýja og betri „línu” i
megrunartöflum.
Megrunartöflurnar á markaðnum
áttu það allar sameiginlegt að í þeim
var PPA Bencocaine gleymdist alveg.
PPA-ið var í mismunandi stórum
skömmtum og því fylgdu
mismunandi aukaefni. Stundum
koffín til þess að megrunarfólkið
yrði nú ekki syfjað og þreytt af
matarleýsi. Pillur voru vinsælastar en
einnig voru seldir dropar og hylki.
Mesti munurinn á milli einstakra
tegunda var magnið af PPA sem
mælt er með í daglegum skammti. Er
það frá 25 milligrömm upp í 75 milli-
grömm.
Eins og fyrr segir er koffín i
sumum taflnanna. En þær sem ekki
er koffín í eru gjarnan auglýstar sem
„án örvandi efna”. En tilfellið er að
PPA er einmitt mjög örvandi. Það er
í sama flokki og amfetamín þó það sé
reyndar miklu veikara og hafi að
hluta til önnur áhrif.
Meiraþarfti!
En þó að framleiðendur auglýsi
töflur sinar sem sannkölluð undralyf
viðurkenna flestir þeirra í reynd að
meira þarf til. Því fylgir flestum
taflnanna listi um æskilega neyzlu á
mat. Flestir af þeim matarlistum
mæla með 1000—1200 hitaeiningum
á dag og mikilli hreyfingu. Einnig er
reynt að hvetja fólk til þess að borða
á reglulegum tímum.
En stóra spurningin er eftir sem
áður. Geta þessar töflur hjálpað fólki
til að grennast? Þó ekki væri með
öðru en því að trúin á þær geri sitt.
Svarið er að þær virðast geta gert
það. En aöeins í stuttan tima og
aöeins um nokkur kíló.
Rannsóknir þær, sem nefndin sem
talað var um hér fyrst í greininni
studdist við, hafa nefnilega reynzt
afar óvísindalegar unnar. Aðeins er
rannsakaður lítill hópur fólks í mjög
stuttan tíma. Ekkert er rannsakað
hvernig langtímaáhrif töflurnar hafa
né heldur aukaverkanir.
Aðrar rannsóknir, unnar af ólíkum
aðilum, benda hins vegar til þess að
langtímaáhrifin séu lítil, engin eða
jafnvel neikvæð. Fólki virðist takast
að léttast um nokkur kíló, og þá mest
fyrst. Þannig virðist helmingur
þyngdartapsins koma á fyrstu tveim
vikunum. Eftir því sem lengra liður
tapast minna. Því eru jtæ 8—10 vikur
m yfirleitt er mælt með til við-
bótar fyrstu tveim vikunum yfirleitt
gagnslitlar.
Gerð var tilraun á því að gefa fólki
annars vegar pillur með PPA og hins
vegar gervipillur sem innihéldu engin
slik efni. I ljós kom að báðir hóparnir
léttust, þó að PPA hópurinn léttist
meira. En í báðum tilfellunum var
um lítið þyngdartap að ræða þó að
þegar reiknað var hlutfallslega væri
allt miklu hagstæðara fyrir PPA:
(Munurinn á tveim kílóum og einu er
til dæmis ekki nema eitt kíló. En það
eru 100%).
Það sýndi sig í dýratilraunum að
dýrin höfnuðu frekar mat sínum eftir
að hafa neytt PPA.
í þessu nútíma þjóðfélagi ofátsins
lenda flestallir í baráttu við auka
kílóin einhvem tímann á ævinni. Þeir
vilja flestir grennast á sem auð-
veldastan hátt. Nema fólk eins og
þetta sem bókstaflega lifir á því að
sýna á sér spikið í sirkusum.
Þetta eru þær megrunartöflur sem
auglýstar eru sem nýjar og betri í
Bandaríkjunum eftir að skýrslan um
megrunarlyf var gerð. Ekki veit ég
hvað af þessu fæst hér á landi en ég
kannast að minnsta kosti við Ayds.
Hvað gerist eftir
að meðferð lýkur?
En hvað er það sem síðan gerist
eftir að menn hætta að taka megr-
unartöflurnar? Því miður verður að
segjast að þeir sem tóku töflurnar og
léttust eru fljótir að þyngjast aftur
Reynt var að venja fólk af ofáti með
sérstakri meðferð sem kennir því
breyttar matarvenjur. Öðrum hópi
voru gefnar megrunarpillur og sá
þriðji fékk bæði pillurnar og með-
ferðina. í ljós kom að báðir hóparnir
sem fengu pillurnar léttust meira en
sá sem aðeins fékk meðferð. En
þegar aftur var mælt ári seinna
reyndist síðasttaldi hópurinn minnstu
hafa bætt á sig. Hinir tveir höfðu
báðir bætt á sig nær öllum þeim
þunga sem þeir misstu. Mesta undrun
manna vakti að hópurinn sem fékk
bæði pillur og meðferð þyngdist ekki
síður en hinn sem einungis fékk
pillur.
Aukaverkanir
Hin opinbera ástæða þess að
skýrsla nefndarinnar sem nefnd var í
upphafi var aldrei gefin út er sú að
ekki er búið að rannsaka nægilega
aukaverkanir PPA. Vitað er að það
getur aukið blóðþrýsting og haft
skammtíma alvarleg áhrif á geðs-
muni fólks.
Rannsóknir á þessum auka-
verkunum eru enn mjög skammt á
veg komnar. Þó hafa menn komizt
að því að því meira sem neytt er af
PPA, því meiri líkur eru á
hækkuðum blóðþrýstingi og geð-
truflunum.
Fólk sem hefur tekið of stóra
skammta af megrunarpillunum í því
skyni að hraða megruninni hefur í
stórum stíl leitað til slysavarðstofa og
sérstakra deilda á sjúkrahúsum sem
annast fólk sem hlotið hefur eitrun.
Talið er að um 11 þúsund manns hafi
leitað sér hjálpar vegna svona
eitrunar á síðasta ári.
ístuttumáii
Það er hægt að léttast um nokkur
kíló í stuttan tíma með megrunar-
töflum sem innihalda PPA. Hins
vegar er ekkert sem bendir til að slíkt
dugi til lengdar.
Eftir á að kanna betur auka-
verkanir PPA, en líkur benda til auk-
innar hættu á hækkuðum blóð-
þrýstingi og alvarlegra geðtruflana
sem líða hjá.
Fyrr en þetta hefur verið
rannsakað betur treysta bandarísku
neytendasamtökin sér ekki til annars
en að álykta að PPA sé betra til að
lækna þrútið nef en þrútinn maga.
DS/Þýtt ogstytt
úr Consumers Keport.
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982.
ítftöiAR
Búnaðarfélagið ætlar á þessu ári
að taka sérstaklega á í því skyni að
bæta meðferð og nýtingu ullar á
landinu. Þykir nokkuð á skorta á
að ullin sé nýtt til hins ýtrasta og að
nægilega vel sé með hana farið. Það
er Sveinn Hallgrímsson sauðfjár-
ræktarráðunautur sem hefur
forystu í málinu.
Talið er að ná megi að meðaltali
2,2 kílóum af ull af hverri kind. Nú
er meðaltalið hins vegar aðeins 1,5
kíló. Hver bóndi ynni sér inn, á 440
kindai búi, 9 þúsund krónur auka-
lega með þessari auknu nýtingu.
Ekki þarf að fjölyrða mikið um
gróða þjóðarinnarí heild.
-DS/Eréttabréf landbúnaðarins.
Kominn er út bæklingur um mjólk
og mjólkurvörur á vegum Mjólkur-
dagsnefndar. í bæklingnum er
útskýrt hvernig meðferðin á mjólk er
allt frá því hún kemur úr spena kýr-
innar og til þess að hún lendir í maga
manna. Bæklingurinn er fyrst og
fremst ætlaður skólanemum.
-DS/fréttabréf landbúnaðarins.
Ráðstefna um
orkusparnað
Tæknimenn sveitarfélaga og
orkusparnaðarnefnd ætla að halda
ráðstefnu á fimmtudaginn um það
hvernig spara megi orku. Ef að
líkum lætur ættu þessir spekingar
að komast að einhverjum niður-
stöðum um orkusparnað sem geta
komið einstaklingum vel, ekki síður
en opinberum aðilum. Eftir að ráð-
stefnunni lýkur verður opnuð
sýning hjá Byggingarþjónustunni á
ýmsum nýjungum sem að gagni
kunna að koma við að spara orku.
-DS.
Bæklingur um mjólk
i