Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 16
16 Spurningin Notar þú öskupoka á öskudaginn? Stefania Gunnarsdótlir, 10 ára: Já, til að hengja aftan í hina og þessa. Ása Valgerður Sigurðardóttir 10 ára: Já, stundum. Ólöf Ólafsdóllir, skrifstofumaður: Nei, ekki núna, en þegar ég var yngri sendi ég ungu piltunum öskupoka út- saumaða og fína. Karl Pálmason, 9 ára: Já, ég nota þá því það er svo enmnn. Kristján Árnasnn hóndi: Nei, ég er vaxinn upp úi því en það var gaman að nota þá þegar maður var ungur. Ragnheiður Jónsdóttir húsmóðir: Nei, en börnin mín gera það. >’i 't.t .i< ypjc.AtíJ.*.»k<!iv; . htci/j: DAGBLADIÐ & VlSIR. MIDVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982. Lesendur Lesendur Lesendur Lesen H.Þ. skrifar: Þegar Dallas-þættirnir voru teknir af dagskrá sjónvarpsins, sögðu ráðamenn þess að ekki yrðu keyptir fleiri þættir, nema ef áhorfendur létu í sér heyra og bæðu um framhald. Fáum við Dallas aftur eða ekki? Nú hafa verið lesendabréf í DV næstum daglega í lengri tíma, þar sem fólk biður um framhald þáttanna, en ekkert bendir til þess að sjónvarpið ætli að taka við sér. Hvenær skyldi Löður síðan eiga að koma aftur? Svo langar mig.til þess að minnast á, að þegar vetrardagskrá hófst var til- kynnt að annan hvern laugardag yrði endursýnd kvikmynd að lokinni laugar- dagskvikmyndinni og þannig var það haft einum 2svar eða 3svar sinnum. Aldrei var samt á það minnzt, að í stað- inn yrði fellt niður skemmtiefni þá laugardaga sem endursýningin er. Núna er það t.d. Sjónminjasafnið sem við missum af í staðinn. Er ekki þarna verið að plata sjón- varpsáhorfendur? Dagskráin hefur sem sagt ekkert verið lengd, þvi að endur- sýningin er oftast búin á sama tíma og gengur og gerist önnur laugardags- kvöld. Á þetta að ganga svona í allan vetur? Bréf lesenda kunna að bera árangur Elínborg Stefánsdóttir, dagskrárfull- trúi hjá sjónvarpinu, sagði að Löður kæmi aftur á dagskrá að loknum Shelley-þáttunum, þ.e. fyrsta laugard. í marz. Elínborg sagðist ekkert geta sagt um Dallas, því að engin ákvörðun hefði borizt frá útvarpsráði um það mál. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun útvarpsráð taka ákvörðun um Dallas mjög bráðlega, svo hvernig væri að senda nokkur Dallas-bréf til þessa ágæta fólks? -FG. „Þegar Dallas-þættirnir voru teknir af dagskrá sjónvarpsins, sögóu ráðamenn þess að ekki yrðu keyptir fleiri þættir, nema áhorfendur létu i sér heyra og bæðu um fram- hald,” segir H.Þ. Fyrirmyndarþjón- usta hjá verkstæði Bifreiða og Landbúnaðarvéla segir ánægður Lödu-eigandi Lödueigandi skrifar: Oftar sér maður I lesendadálkum dagblaðanna það sem miður fer held- ur en hitt, sem vel er gert. Dálitla bragarbót vil ég nú gera og láta í Ijós þakklæti mitt fyrir frábæra þjónustu og lipurð sem ég varð aðnjótandi á bifreiðaverkstæði hér í Reykjavik, en það mun því miður vera allt of sjald- an að viðskiptamenn fari ánægðir frá þeim þjónustustofnunum sem sjá eiga um viðhald og viðgerðir bif- reiða. Og allt of oft vill það nú verða svo að lipurð og brosandi andlit starfs- fólks bifreiðaumboða nær ekki lengra en þar til viðskiptavinurinn er búinn að ganga frá kaupum á nýjum bil. Komi fram síðar gallar eða bilan- ir i hinum nýja bil kostar það oftast ergelsi og því miður einnig oft mikil fjárútlát bíleigandans. En það, að bifreiðaumboð telji sig skylt að sýna viðskiptavini lipurð og veita góða þjónustu eftir að bíllinn er kominn úr ábyrgð, er enn sjaldgæfara. Bifreið mín er af gerðinn Lada 1600 (R-6513) og er ekki annað um þann bílinn að segja en að hann hefur reynzt mér vel — ef frá er talinn sá, því miður allt of algengi galli sem fram hefur komið í mörgum þessara bíla, en það er að „knastásinn” hefur gefið sig. Einmitt slík bilun kom fram í bil mínum og leitaði ég því ásjár verkstæðis „Bifreiða & Landbúnað- arvéla”. Strax og ég ræddi málið við viðkomandi verkstjóra fann ég að hann vildi allt gera til að leysa minn vanda og einnig lagði hann sig fram um að útskýra hvers eðlis þessi bilun var. Meðan viðgerð fór fram kom óvænt atvik fyrir, sem þýddi það að bifreiðarvél mín þurfti mun meiri viðgerðar við og olli það mér miklum áhyggjum, þar sem það kemur svo sannarlega við pyngjuna að vera með bil á verkstæði svo dögum skiptir, fyrir utan alls konar óþægindi, sem af sliku leiðir. En allar mínar áhvggj- ur voru ástæðulausar því að þarna, var greinilega efst á blaði að gera við- skiptavin ánægðan og að inna alla þá þjónustu sem bezt af hendi fyrir þá sem keypt hafa bíla af umboði þessu. Vegna viðtals við Rósu Ingólf sdóttur: „Hún er sennilega fulltrúi hins þögla meirihluta" —segiraðdáandi Pétur Óskarsson, Neskaupstað, hringdi: Mig langar til þess að segja álit mitt á þeim sjónarmiðum Rósu Ingólfs- dóttur sem fram komu í nýlegu helg- arblaðsviðtali í DV. Ég vil lýsa ánægju minni með að þarna skuli vera komin fram mann- eskja, sem er talsmaður þeirra kvenna, er una glaðar við sitt. Hún er sennilega fulltrúi hins þögla meiri- hluta, sem rauðsokkur hafa reynt að troða skoðunum sínum upp á. Það er mitt álit á jafnréttisbarátt- unni að verið sé að sigla henni í strand með forréttindakröfum ein- stakra, háværra kvenna, eins og ný- leg kvennaframboð bera vott um. Þar á ekki að hleypa neinum karl- mönnum að. Ég tel að konum standi allar dyr opnar og þær geti gert nákvæmlega það sem þeim sýnist, hafi þær áhuga og dug til. Ekki spillir útlit Rósu Ingólfsdótt- ur þessum frábæru sjónarmiðum hennar. Ég vorkenni mönnum, sem eiga konur á borð við þær, er Rósa lýsir, og ég yrði ekki hissa á því .þótt þeir innst inni kysu sér fremur lífsförunaut eins og Rósu. Þrjár konur hafa haft samband við blaðið vegna helgarviðtals, er birtist síðastliðinn laugardag, við Rósu Ingólfsdóttur. Kváðust þær að flestu leyti vera sammála þeim sjónarmiðum hennar um stöðu konunnar í þjóðfélaginu og vildu „árétta þann misskilning sem ríkt hefur að allar konur vilji jafn- rétti til fulls við karlmenn”. Skoðanir Rósu bera vott um festu og stórhug og væri hún tryggur mál- svari margra kvenna sem væri and- stæðar hverskonar jafnréttiskröfum, sögðu þær. -SER. Rósa er ekki ein kvenna á móti jafn- réttiskröfum Rósa Ingólfsdóttir kom heldur betur fjaðrafoki af stað með innheimtuauglýsing- unni, sem hún gerði fyrir sjónvarpið, og nú er mikið rætt um skoðanir hennar i jafnréttismálum. — útvarpsráð tekur ákvörðun bráðlega, er okkur sagt FÁUM VIÐ DALLAS AFTUR EÐA EKKI?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: