Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982. 15 Menning Menning Menning Um íhald og framsókn Leikfélag Köpavogs: Leynimeiur 13 (leikgerö Guðrúnar Ásmundsdóttur. Söngtextar: Jón Hjartarson. Leikmynd: ivan Török. Leikfélag Kópavogs heldur upp á 25 ára afmæli sitt með reglulegum al- þýðuleik, sýningu sem ber skýr auð- kenni áhugaleikhússins. Og það er í sjálfu sér samkvæmt alþýðlegri leik- listarhefð að velja til afmælissýning- ar fertugan farsaleik, Leynimel 13, sem í upphafi var saminn og sviðsett- ur af þeim Emil Thoroddsen, Haraldi Á. Sigurðssyni og Indriða Waage í revíuleikhúsinu Fjalakettinum. Úr þeirri sömu fabrikku eru komn- ir fjölmargir aðrir farsaleikir sem í meira en mannsaldur hafa gengið Ijósum logum um svið íslenska al- þýðu- og áhugaleikhússins vítt og breitt um byggðir lands. Það væri í sjálfusér verðugt athugunarefni hvað valdi vinsældum og varanlegu nota- gildi akkúrat þessara leikja — svo sem eins og Karlsins í kassanum, Þorláks þreytta svo aðeins séu nefnd- ir nánustu fyrirennarar Leynimelsins Kópavogsleikhúsinu. Það er fyrir sönnu allrar æru vert að hlæja og skemmta sér í leikhúsinu. En af hverju að hlæja alltaf að því sama ár eftir ár kynslóð eftir kynslóð leikenda og leikhúsgesta? Það er eiginlega orðið brýnt að upp komi leikskáld, leik- húsamaður þess umkominn að semja nýja skripaleiki handa bæði atvinnu- og áhugamönnum um leiklist sem komið gætu að sömu notum og Arnold & Bach og þeirra eftirfylgjar- ar hafa gert í hálfa öld og meir. Fyndnin og skopið í Leynimel 13, bæði munnlegt og verklegt, hefur í upphafi verið háð stað og stund og hinum og þessu tímabærum tilefn- um: stríðsárunum, hernáminu og ástandinu. Þarflaust að fara að spá í efni mannsaldri síðar, hvort heldur er Glas lækni eða skáldið Togga í Traðarkoti, húsnæðismál eða anda- brask i útsetningu leiksins. En þarna Ólafur Jónsson er reynt að semja upp úr innlendum efnivið manngerðir og atvik í ærsla- keðju farsaleiks. Það er svo sem allt í lagi að setja upp fýlusvip yfir því sem fram fer i leiknum, svo hégómlegur sem hann er og hefur áreiðanlega alla tíð verið. Um notagildi hans tjóar samt ekki að deila úr því komið er — úr því enn er verið að leika hann. En það væri sem sé gaman að skilja hvernig á því stendur. Af hverju tómt íhald en aldrei nein framsókn í svona sýningum? í sýningu Leikfélags Kópavogs, leikgerð Guðrúnar Ásmundsdóttur er nú ekki lagt meira en skyldi upp úr upprunalegum efnum leiksins: eigin- lega er eins og hann sé brúkaður hér til að leika sér að honum. Og það er prjónað við leikinn söngvum við hin og þessi dægurlög frá tima hans. Þetta er heillaráð: söngvararnir verða í verkinu höfuðprýði sýningarinnar, gera leikinn miklu ásjálegri og skemmtilegri og eflaust um leið fjöl- breyttari og notadrýgri fyrir leik- cndurna en ella. Þátttakendur hygg ég að séu marg- ir hverjir gamalreyndir leikarar i Kópavogi, en aðrir yngri og óreynd- ari: það virðist ekki standa á mann- skap til þátttöku í félaginu þrátt fyrir nábýlið við leikhúsin í höfuðstaðn- um. Ég nefni aðeins úr hópnum Sigurð Grétar Guðmundsson, Einar Guðmundsson og Sigurð Jóhannes- son, Hólmfríði Þórhallsdóttur, Helgu Harðardóttur og Sólrúnu Yngvadóttur sem öll vöktu heilmikla kátínu í hlutverkum sínum. Og sýn- ingunni tekst vissulega það sem til er stofnað: að veita græskulausa skemmtun, án einnar eða neinnar til- ætlunarsemi annarrar en þeirrar að vekja hlátur og kátinu. Það er svo annað mál, sem hér skal ekki lagður á neinn dómur, hvort það sé nóg tak- mark og tilætlun eftir 25 ára starf leikfélagsíbænum. En leikhúsgestir í Kópavogi tóku leiknum með mikilli velvild, áhuga og ánægju og hylltu leikfélag sitt vel og lengi áþessum heiðursdegi þess. Til íhugunar um barnabækur Stundum veltir maður því fyrir sér hvort umfjöllun um bækur og sú um- ræða sem fram fer á því sviði hafi nokkur áhrif. Mjög erfitt er að meta áhrif gagnrýni, en vissulega vonar maður að þau séu einhver. Ekki ails fyrir löngu birtist í Helgarpóstinum grein þar sem fjallað er um teiknimyndabækur. Höfundur greinarinnar, Þröstur Haraldsson, kemst að þeirri niðurstöðu að við- hafðri lauslegri athugun að umræður ársins 1979 um galla teiknimynda- sagna hafi haft veruleg áhrif og meðal annars hafi einn útgefandi tek- ið einn bókaflokk út af dagskrá af þeim sökum. Umfjöllunin un teiknimyndasög- urnar þá stafaði fyrst og fremst af þeirri staðreynd að margir töldu hlut- deild þeirra á bókamarkaði alltof mikla og hefðbundnar barnasögur féllu algjörlega í skuggann af þeim. Ég verð að segja fyrir mig að ég álít hlutdeild teiknimyndasagna hafa minnkað á bókamarkaði hér á landi frá því t.d. árið 1979. Ég leyfi mér einnig að halda því fram að sú um- ræða sem þá fór fram hafi haft æski- leg og jákvæð áhrif. En er ekki rétt að velta aðeins fyrir sér meginrök- semdunum gegn teiknimyndasögun- um. Fyrsta og stærsta atriðið er án efa að það kemur í veg fyrir að börn fái þá lestrarþjálfun sem er þeim nauðsynleg. Knappir myndatextar veita ekki þá þjálfun sem börn þurfa og þar að auki kann svo að fara að þau börn sem mesta þörf hafa fyrir slika þjálfun láti myndefnið nægja, í staðinn fyrir lestur. Enginn kemur til með að segja að það sé yfirleitt hættulegt fyrir börn að lesa teikni- myndabækur. En ég held því blákalt fram að það getur valdið alvarlegum vandkvæðum ef börn lesa teikni- myndasögur og annað ekki. Nú síðasta árið hafa komið upp ný viðhorf sem tengjast þessu máli veru- lega. Þar á ég við þróunina í sjón- varpsmálum — videobyltinguna hér á landi. Þar bætist við enn einn mynd- miðill til afþreyingar. Talað mál og texti er þess vegna enn á undanhaldi, a.m.k. íslenskt mál. Börn eyða veru- legum tíma í að horfa á sjónvarp og video. En vonandi verður það ekki til að draga enn frekar úr lestri bóka. En hver er staðan sé litið til síðustu jólavertíðar? Hefur vegur íslenskra frumsaminna barnabóka aukist? Svarið við þeirri spurningu er nei- kvætt. Því miður hefur gróskan á þeim vettvangi ekki verið eins já- kvæð og æskilegt hlýtur að teljast. Samt sem áður gáfu flestir okkar bestu barnabókahöfunda útbækur. En alltof lítið er um skemmtilegt ný- næmi. Þetta fólk virðist því miður hjakka alltof mikið i sama farinu. Og þess eru meira að segja dæmi að höfundar sem skrifað hafa góðar bækur sendi frá sér nýjar bækur sem standa eldri verkum þeirra langt að baki. Bókmenntir Sigurður Helgason En að einu leyti virðist mér sem um jákvæðar breytingar sé að ræða á sviði barna- og unglingabókaútgáfu. Þar á ég við þá staðreynd, að meira var gefið út af vönduðum og vel þýddum bókum eftir erlenda höf- unda en oft áður. Breiddin virðist vera að aukast á því sviði og þvi er ástæða til að fagna sérstaklega. En hvað er til ráða til að hagur barnábókarinnar vænkist enn frek- ar? Að mínu áliti verða orð til alls fyrst og þess vegna er nauðsynlegt að viðhafa mikla og líflega umræðu um barnabækur og barnabókaútgáfu. Þáttur þeirra er gagnrýna bækur er mikill. Þeir verða að vera vel á verði og benda fyrst og fremst á það sem vel er gert. Foreldrar og aðrir þeir sem sjá börnum fyrir bókum verða að fylgjast vel með því sem er að ger- ast og sjá til þess að þær bækur sem gefnar eru séu vel valdar. Sumir virðast álíta að bókasala sé takmörkuð algjörlega við jólin. Það er ekki rétt. Reyndar fer mikil bók- sala fram um jól, en sala t.d. á barna- bókum er töluverð allt árið. Algengt er að börn fái bækur í afmælisgjafir og það dreifist tiltölulega jafnt yfir árið. Þess vegna er engin sérstök ástæða fyrir þá sem um barnabækur fjalla að vera að keppast við að skrifa umsagnir sínar fyrir jól. Þá er einnig minni ástæða til að ætla að bækur sem verðskulda athygli týnist í jóla- bókaflóðinu, sem gerist því miður alltof oft. Eins og ég sagði í upphafi þessarar greinar er erfitt að segja til um hvort bókagagnrýni hafi eitthvað að segja. En líklegt er að hún geti haft áhrif. Þeir sem skrifa um bækur eru reynd- ar ekki að gefa út neinn „stóradóm” heldur láta þeir eingöngu i ljós sina persónulegu skoðun á viðkomandi bók. En fólk sér tiltölulega fljótt hvort mark sé á þeim takandi og þá hvort hægt sé að byggja á því mati sem þeir leggja á bækur. Sumir halda því fram að barna- bækur fái ekki eins mikla athygli og þeim ber. Ég held að það eigi við viss rök að styðjast, en þó held ég að hlut- ur þeirra fari batnandi í fjölmiðlum ef sjónvarp er undanskilið. Dagblöðin fjalla flest um barnabækui og hjá þeim er enginn greinarmunur gerður á því hvort um barnabækur eða bækur fyrir fullorðna er að ræða. En það sem er mesti vandinn og getur orðið barnabókinni að fjör- tjóni er áhuga- og sinnuleysi fólks sem kaupir slíkar bækur án þess að velta fyrir sér gildi eða gæðum. Sigurður Helgasor Aðalfundur Samlags skreiðarframleiðenda verður haldinn í Bláa sal Hótel Sögu, fimmtudaginn 4. marz kl. 10.00 f.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin. Jörðtilsölu Jörðin Vermundarstaðir í Ólafsfirði er til sölu. Allar nánari upplýsingar í síma (96)-62463, Sigurjón Hólm Sigurðsson. GÚMMlKLÆDD - VATNSHELD VINNUVÉLALJÓS ^IPAC Ti notkunar í bðta og vinnuvélar. Varagler fyr- irliggjandi. ARMULA 7 - SIMI 84450 1X2 1X2 1X2 24. leikvika — leikir 20. fcbr. 1982. Vinningsröð: 222-1X1-112-1XX 1. vinningur: 12 réttir - - kr. 8.575.00 1457(2/11) 37175(8/11) 67055(4/11) 78927(4/11)+ 8774814/11) 14841 39550(6/11) 70376(4/11) 80210(4/11) 87942(4/11) 36651(6/11) 40783(6/11) 73278(4/11)+ 85852(4)11) 36880(6/11) 42256(6/11) 7777214/11) 87729(4/11) 22. vka: 12384(1/11)+ 2. vinningur: 11 róttir - - kr. 211.00 23. vfca: 72557(1/11)+ 14 13282 35814 40180 68425 75730 87938 97 14425 36603+ 40258 69522 76450 87940 470 14843 36076 40342 69538 77249 87941 595 15011 36258 40375+ 69759 77445 2915 (2/11) 676 16274 36351 40949+ 69980 78486 17090(2/11) 687 16870+ 36370 41090+ 70189 78490 37541(2/11) 801 17094 38576 41151 70372 78504 38084(2/11) 1140 17299+ 36600 41330+ 70447 78790 4014112/11) 1439 17623+ 36652 41528+ 70493 78791 41253(211) 1623 18123 36653 41756 70638 78921 + 43167(2/111+ 2369 18888 36932 41872 70759 78925+ 65086(2/11) 2479 19906 38973 41888 71010 79477 ' 65258(2/11) 2500 20171 37186 42000 71013 80528+ 65496(2/11) 2917 20777+ 37285 42419+ 71051 80755 65864(2/11) 4653 21574 37368 42651 71600 81287 66862(2/11) 4936 21854 37464 42842+ 71942 81410 70760(2/11) 5598 22406 37579 42961 71960 82285 71054(2/11) 6005+ 22634 37849 43202 72752 83464 71188(2/11) 6288 22741 38260+ 41209 72992 84975 72431(2/11) 6372+ 22861 38546 41393+ 73277 85239 75033(2/111+ 6801 23155 38860 65531 73279 85520 76572(2/11) 8418 24076+ 38733+ 65534 73461 85765 78489(2/11) 8641 + 24077+ 38916 66070 73768 85791 79197(2/11) 8673 24144 38955+ 66071 74034+ 86234+ 79852(2/11)+ 8675 25204 39112 66305 74170 86448+ 81845(2/11)+ 9705 25381 39199+ 66743 75113 86769 83633(2/11) 10651 25466 39937 66897 75345 86894 84839(2/11) 11812 35130 39962 67255 75423 87147 86068(2/11)+ 11826 35236 40096 67352 75471 87233 12246+ 35287 40135 67466+ 75572 87814 Kærufrestur er til 15. marz kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni 1 Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða sena stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GETRAUNIR - (þróttamiðstöðinni - LAUGARDAL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: