Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIDVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982. Eru Sovélríkin líkleg til að hefja árásarstríð á NATO-löndin? Ef ekki, til hvers er þá öll þeirra hernaðarupp- bygging? Varfærnisleg smástríða- stefna Svarsins við ofangreindum spurn- ingum er að leita í þeim hugmyndum sem Sovétmenn gera sér um stöðu sína, út frá sovéskum kenningum um sósíalisma. Niðurstaðan er sú, í stuttu máli sagt, að Sovétmenn eru algerlega andsnúnir því að heyja stríð sem þeir eru ekki algerlega vissir um að vinna, án mikils skaða. Hins vegar álíta þeir það skyldu sína að gera árás þegar óvinir fyrirfinnast sem geta ekki var- ið sig. Einnig trúa þeir á að sífellt verði að ríkja hervæðing og hervæðingarhug- ur heimafyrir til að Sovétríkin verði sifellt í viðbragðsstöðu, hvort heldur er til sóknar eða varnar. Vilja ekki stríð við IMATO Samkvæmt kenningum Sovét- sósíalismans hlýtur það land að sigra i striði sem er sterkara efnahagslega. Og þar eð Sovétmenn viðurkenna að Bandaríkiri eru efnahagslega sterkari en þau er ekki hægt að heyja stríð þar sem risaveldunum lenti beint saman. Þess vegna munu Sovétmenn ekki hefja slíkt strið við NATO-löndin. Sovétrikin munu halda áfram að heyja áhættulitil árásarstrið eins og þau hafa gert i fortíðinni. Þar má nefna herlöku Georgíu árið 1921, Eislland, Letlland og Litháen árið 1940, heriöku annarra Varsjárbanda- lagsríkja í kjölfar broltrekslurs Þjóðverja í síðari heimsslyrjöldinni, svo og innrásir í þessi lönd ellir strið til að hindra gagnbyltingar. Ef Sovétmenn lelja sig vera að tapa áhrifasvæði, sem viðkemur öryggi þeirra, eru þeir þó tilbúnir að hætta lalsverðum mannslífum og fé í gagn- árásir. Virðist þetta eiga við um nú- verandi strið þeirra í Afganistan sent er við landamæri þeirra. Vörn gegn „dauðastríði auðvaldsríkjanna" Að áliti marxista er strið ill nauðsyn til að vinna á móti yfirgangi Vesturveldar.na á því hnignunar- skeiði sem þau hafa verið síðustu öld- ina: Vesturveldin séu sifellt að missa nýlenduítökin sin í hendurnar á marxistum og fyrr eða siðar hljóti þau því að hefja sókn gegn höfuðvigi marxismans, Sovétrikjunum. Afstaða Sovétmanna til stríðs ligg- ur því Ijósl fyrir. Þar eð stríð er óhjá- kvæmilegt þá verða Sovétmenn að vera tilbúnir til að vinna það. Einnig er það þeirra skoðun að valdbeiting flýli fyrir hinni óhjákvæmilegu bylt- ingu marxista þar sem byltingar- ástand er. (,,Vald er ljósmóðir bylt- ingarinnar”, segir máltæki þeirra). Þess vegna er skylda að nota stríð eða hernaðarvald sem stuðning við útþenslustefnu Sovétríkjanna þegar slíkt er áhættulítið. Þrjú megintakmörk hernaðarstefnunnar Hernaðarstefna Sovétríkjanna hefur þrjú megintakmörk: Hið fyrsta er að gera Varsjárbandalagsríkin ósigrandi fyrir árásum á Sovélsósíal- ismann, jafnt innan frá sem utan. I öðru lagi þarf að draga úr valdi og áhrifum Bandaríkjanna og NATO. (Sovétmenn sjá NATO sem hina óhjákvæmilegu sameiningu hinna örvæntingarfullu auðvaldsríkja til undirbúnings árásar á sósíalismann). í þriðja lagi þarf að styðja vopnað- ar byltingartilraunir marxista i öllum löndum. Besta vörnin: Kjarnorku- gagnárás Fyrsta markmiðið; vörn Varsjár- bandalagsins, og þá sérstaklega hins sovéska móðurlands, byggir á tveim meginlausnum. í fyrsta lagi þarf að hafa öflugt heimavarnarlið. Í því skyni þarf að hafa kjarnorkusprengj- ur, ekki til árásar heldur til gagnárás- ar. Það þarf sem sagt kjarnorkueld- flaugar sem geta staðist fyrstu árás- ina og síðan farið af stað. Þannig er reiknað með að Bandaríkjamönnum muni virðast upphafleg kjarnorku- árás svo áhættusöm að þeir muni ekki hætta á slíkt. Friðarvi ðræður: Skref til yfirburða Önnur meginlausn heimavarnanna er viðræður við NATO-löndin um gagnkvæma takmörkun kjarnorku- vopnabúnaðar. Þar er stefnan sú að veikja hernaðarmátt Bandaríkjanna í hlutfalli við Sovétrikin, t.d. með því að nota almenningsálitið á Vesturlöndum tii að þrýsta á einhliða afvopnun NATO. Hefur Sovét- mönnum orðið talsvert ágengt með því undanfarið, með umtalinu um kjarnorkueldflaugalaus svæði í Evrópu utan Sovétríkjanna. í raun virðast Sovétríkin halda að kjari-orkuvígbúnaðarjafnvægiðsé svo tryggt að hægt sé að heyja venjulegt stríð, með hefðbundnum vopnabún- aði, án þess að komi til kasta gcr eyðingarvopna. Þeir halda því áfram aukningu venjulegs vígbúnaðar þótt þeir hafi þegar náð yfirburðum á flestum sviðum hans. Ein er gildran sem NATO-menn hafa ekki fallið í, nefnilega sú að reyna að keppa við Sovétmenn í venjulegri hervæðingu. Slíkt útlát lil hermála mundi hafa slæm áhrif á vestrænt efnahagskerfi og lifskjör sem gæti síðan flýtt fyrir „byltingu öreiganna” i þeim löndum. Sovéski flotinn: Árásarher Þar eð ekki er von á meiriháttar hernaðarátökum við NATO-lönd í nánustu framtíð stefna Sovétmenn á meðan að því að ná fram útþenslu- markmiðum sínum eftir stjórnmála- legum leiðum. Sovéski flotinn er sér- lega mikilvægur í þessu sambandi. Hann er fyrst og fremst árásarvopn sem sést af því að Sovétríkin þurfa ekki að flytja inn sjóleiðis neinar bráðnauðsynlegar vörur. Sovéski flotinn þarf þvi ekki að þjóna því varnarhlutverki að halda siglinga- leiðum opnum. Er þetla ólíkt flota NATO-ríkjanna. Hin mikla flota- uppbygging Sovétrikjanna er því til sóknarhernaðar fyrst og fremst. Annað mikilvægt hlutverk hans et sljórnmálalegt: Stórir flotar her- skipa á Atlantshafi vekja athygli al- mennings á Vesturlöndum og uggur þeirra vegna slíkrar hersýningar gerir þá aðstöðu Sovétríkjanna sterkari við samningaborðið. í þrjðja lagi iiíé Ttota flotann til liðs- óg vopnaflulninga til annarra álfa. Má þar nefna vopnaflutninga Sovétflotans til Norður-Víetnama í Víetnam-stríðinu forðum. Utanríkisstefnan: Byltingar- undirróður Hvernig tvinnast hervæðingin inn í utanríkisstefnu USSR? Eins og önnur stórveldi hafa Sovétríkin viðskipta- og utanríkissambönd við önnur ríki. Hins vegar er sérstök áhersla lögð á ólgusvæði þar sem aðstæður eru hag- stæðar fyrir tilkomu róttækra eða byltingarsinnaðra stjórna til vinstri. Þessi svæði eru (svo talið sé frá hinum aðgengilegustu en minnst mikilvægu til hinna óaðgengilegustu en mikil- vægustu) Rómanska Ameríka, Suð- austur-Asía, Mið-Austurlönd og veiku hlekkirnir i NATO, svo sem ríki Norður- og Suður-Evrópu. Lykilsvæðið: IMATO-Evrópa Mikilvægasta svæðið er auðvitað NATO-ríki Evrópu sem Sovétríkin álíta vera framvarðarsveitir heims- Kjallarinn Tryggvi V.Líndal valdasinna gegn sósialismanum. NATO hefur ýmis veik vinalönd og aðildarlönd: Svíþjóð er hlutlaust og Noregur og Danmörk eru svo varfær- in og samningafús að jaðrar við hlutleysi. Ef Skandinavía væri öll hlutlaus og ísland væri ekki skuld- bundið NATO þá væri það stór ávinningur fyrir Sovétríkin; þá myndu „norðurdyr” Atlantshafsins vera opnar á stríðstímum. Sovétmenn gætu þá siglt skipum sínum óáreittir milli íslands og Skandinavíu suður til kjarnaríkja NATO. Þetta er því mikilvægt markmið fyrir Sovétríkin og kjarnorkulaus Norðurlönd myndu vera skref í áttina. Á suð-austur hluta NATO- svæðisins er ástandið .oft efnilegt: Grikkir og Tyrkir eru NATO-ríki sem oft elda grátt silfur saman og reyna má því að koma þar fleyg inn i sam- stöðu NATO: í Kýpur-deilunni dró Grikkland sig út úr hernaðarhlið NATO vegna deilu um notkun á NATO-vopnum í þeirri deilu. Einnig er deilt um umráð yfir olíuréttinum á botni Egeahafs. Hins vegar hafa Tyrkir einnig verið erfðaféndur Rússa, og Grikkir eru nú aftur orðnir samhentari Vestur- Evrópu eftir endurheimt lýðræðis síns og hyggja nú jafnvel á aðganga í Efnahagsbandalag Evrópu sem eru þau samtök sem ásamt NATO eru hvað mesta eitrið í beinum Sovét- manna. Einnig horfði vænlega um tírna fyrir Sovétmönnum í byltingunni i Portúgal er kommúnistar þar virtust vera að komast í oddaaðstöðu. Sovétmenn bíða færis til að kynda undir elda sem þessa og skara eld að sinni köku. Er þetta helst gert í skjóli .friðar- og afvopnunarviðræðna, svo sem SALT-ráðstefna og áróðri og undirróðri fyrir kjarnorkulausri Evrópu. Mið-Austurlönd: Sovét vilja valdajafnvægi Næsta svæðið að mikilvægi er Mið-Austurlönd. Hér hafa Sovét- meon varið miklu fé í Arabaríkin og meðal annars þess vegna myndu þau ekki una við algeran ósigur þeirra gagnvart ísraelsmönnum. Til dæmis um féð sem Sovétríkin hafa varið í Arabaríki má nefna að i Októberstríðinu 1973 töpuðu Arabaríkin samanlagt svo mörgum sovéskum skriðdrekum og orrustu- þotum að jafnaðist á við fjölda slíks í framvarðarlinu NATO. (Sýrlending- ar einir misstu t.d. 1200 skriðdreka). Sovétríkin myndu hins vegar ekki heldur vilja að Arabar eyddu fsrael sem gyðingaríki þvi þá myndu Arabar ekki lengur þurfa á Sovét- mönnum að halda. Annað hagsmunamál Sovélríkj- anna á þessu svæði, annað en það að skapa vinveitt kommúnísk ríki, er það að Arabaríkin hafa svo mikið vald yfir Evrópu í krafti olíufram- leiðslu sinnar. Einnig er afstaðan til ófriðarins í Mið-Austurlöndum þrá- látt þrætuepli milli aðildarrikja NATO og er það þá upplagt fyrir Sovétmenn að hella olíu á eldinn. Suðaustur Asía: Domino- stefna Þriðja svæðið að mikilvægi er Suð- austur Asía. Sovétmenn unnu mikinn sigur í þeim heimshluta, ekki síst í augum ráðamanna, er þeir gerðust úrslitaaðilar í sigri Norður-Víetnama í Víetnamstriðinu. Gerðu þeir það með því að flytja þeim vopn til N- Víetnam, á sovéskum flutningaskip- um, i vernd sovéska flotans. í framtíðinni stefna Sovétmenn að byltingum í Thailandi, Filippseyjum, Malaisíu, Singapore og Burma. f öllum þessum ríkjum, að Singapore undantöldu, eru vinstrisinnaðir upp- reisnarsinnar sem gætu hugsanlega valdið byltingu ef þeir fengju sovéska ráðgjafa og vopn. Ef þessum óvinum væri rutt úr vegi væri aðeins eftir Rauða-Kína á þessu svæði til að standa gegn Sovét- mönnum. Afríka: Barátta um Höfðann Ógleymanlegt er hernaðarlegt mikilvægi Afríku: Ef til heimsstyrj- aldar kemur er mikilvægt að geta ráðið siglingum fyrir Góðrarvonar- höfða, austurleiðinni milli Evrópu og Asiu. Hertaka Sovétafla í ríkjum, svo sem Angola og Mosambique, stuðlar að framgangi þessa markmiðs. Þó stendur hið and-marxíska ríki Suður- Afrika iveginum.Sovétöflin geta ekki ráðist beint á það ríki án þess að eiga á hættu að egna til þátttöku Banda- ríkjanna. Reynt er því að reka áróður fyrir sambandsslitum Suður-Afríku við NATO. Hefur slíkur áróður haft nokkur áhrif á Suður-Afrikumenn þar eð Suður-Afríka er hvort sem er upp á kant við Vesturlönd vegna kyn- þáttastefnu sinnar. Latneska Ameríka: „bak- garður" Bandaríkjanna Loks er að nefna Latnesku Ameriku. Hér er vænlegt svæði til íhlutunar; það er stjórnarfarslega óstöðugt, fátækt, fólki þar sárnar efnahagsleg undirokun Bandaríkj- anna á þeim, og þarer hefð fyrir bylt- ingum, valdatökum og herræði. Einnig er þetta „bakgarður” Banda- rikjanna, staður þar sem gera má þvi Bandaríkjunum mein með fjár- og vopnagjöfum, án verulegs útláts. Segja má að utanrikisstefna Bandaríkjanna eigi margar hlið- stæður við framangreinda stefnu Sovétríkjanna. Þó skiptir sköpum að Sovétmenn hafa byggt upp miklu stærri flota í þessum tilgangi, og verður því að telja að þeir sæki þetta landvinningastrið þess fastar. I þessum greinum hef ég reynt að benda á hið mikla hlutverk sem hem- aður hefur í sovésku þjóðfélagi og i sovéskri hugmyndafræði. Þaðcr von mín að það sé deginum Ijósara að slíkt fyrirfinnist ekki í NATO-lönd- um. Hugurinn sem liggur að baki hervæðingu Sovétríkjanna gerir því núverandi yfirburði þeirra í llestum greinum hernaðar þess ógnvænlegri fyrir okkur islendinga, en það eru byssur þeirra fremur en byssur Bandaríkjamanna sem beinast að okkur. Ekki er lengur hægt að svara því til að okkur íslendingum stafi jöfn hætta af báðum risaveldunumí kjarn- orkustríði, nú þegar Sovétmenn reikna fremur með hefðbundnu striði sem möguleika. Svo virðist NATO þó ekki gera ef marka má sinnuleysi þess bandalags um að minnka bilið milli þeirra og Sovétrikjanna á sviði hefðbundinnar hernaðarframleiðslu. Þannig stóraukast árásarlíkurnar á ísland ef lil hcfðbundins striðs kemur milli risaveldanna á Atlantshafi. Hvað er því til ráða? (Heimildir: Bidwell, Donnelly, Menaul og Vigor, í: The Soviet War Machine: An encyclopedia og Russi- an military equipment and stralegy. Útg.: Hamlyn. London 1979.) Tryggvi Líndal „Afstaða Sovétmanna til stríðs liggur því Ijós fyrir. Þar eð stríð er óhjákvæmilegt þá verða Sovétmenn að vera tilbúnir til að vinna það...segir Tryggvi V. Líndal. Hernaöarstefna Sovétríkjanna —seinnigrein Varfærnis- leg heims- valdastefna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: