Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982. 13 12,7%, er greidd niður í 9,7% og vegna Ólafslaga er hún enn skert um rúm 2,2%, þannig að verðbætur á laun verða 7,51 % um næstu mánaða- mót. Kostnaðurinn — sem tekinn er að sjálfsögðu úr vösum skattborgar- anna — verður 350 millj. kr. á þessu ári vegna þessara auknu niður- greiðslna og fyrirhugaðra næst þegar vísitalan er reiknuð. Á næsta ári verður kostnaðurinn 600 til 700 millj. króna sem er tvö- til þreföld upphæð fjárveitinga til grunnskólabygginga, sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, hafna, dagvistarstofnana og flug- valla í landinu! Þjóðhagsstofnun hefur nú framreiknað hækkun fram- færsluvísitölu á yfirstandandi ári, miðað við þessar niðurgreiðslur og að engin grunnkaupshækkun verði á ,árinu. Niðurstaðan er yfir 40% og að byggingavísitala muni hækka um 47% milli ára. Samt segir rikis- stjórnin að hún stefni að því að ná verðbólguhraðanum niður í 30% á síðari hlutaársins! Frá því að ríkisstjórnin var mynd- uð hefur hún beitt eintómum bráða- birgðaaðgerðum í efnahagsmálum. Þær hafa beinst fyrst og fremst að því að rugla vísitölugreyið í ríminu og þar með mælikvarðann á verð- bólguna. Hvergi hefur örlað á því að ráðast að rótum vandans með já- kvæðum hætti. Mestu blekkingar- og bráðabirgðaúrræðin eru þó niður- greiðslurnar sem nú er gripið til, enda hefur sjálfur forsætisráðherrann sagt um miklu minni niðurgreiðslur en hér um ræðir: „Þessar miklu niður- greiðslur skekkja verðlag . . . Þær bjóða heim hættu á misnotkun og spillingu. Þær leiða til þess að þeir ríku fái meira úr ríkissjóði en hinir snauðu.” Skömmu fyrir áramót skrifaði Magnús Bjarnfreðsson grein um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, sem hann nefndi „Allt til bráða- birgða”. Hann lýsir vel haldleysi þessara bráðabirgðaúrræða og segir siðan ,,Við nálgumst það að standa í sömu sporum og þegar ríkisstjórnin var mynduð til þess að berja á verðbólgunni.” (Leturbr. hér). Þetta er sannleikurinn í málinu en ekki sú falska mynd sem stjórnarliðið reynir að halda að fólki með því að vísa í skollablinda vísitölu frá því í fyrra. Lárus Jónsson, alþingismaður. ! ,1 Á að gefa Skamfinövum kosningarétt á Islandi Fyrir Alþingi liggur nú stjórnar- frumvarp um breytingar á sveitar- stjórnarlögum. Þar er veigamesta breytingin sú, að erlendir ríkisborg- arar eiga að fá kosningarétt í sveitar- stjórnakosningum á íslandi. Erþetta grundvallarbreyting á kosningarétti, en hingað til hafa þeir einir haft kosningarétt á íslandi, sem eru íslenskir ríkisborgarar og eiga búsetu áíslandi. Engin umræða hefur orðið um þetta frumvarp og þykir mér því rétt að reifa það örlítið. Hluti af norrænu samstarfi Fyrir nokkrum árum gerðu Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Finnland með sér samkomulag um, að ríkisborgarar þessara landa hafi atkvæðisrétt í sveitarstjórnum, þar sem þeir eru búsettir. Þetta skipti mestu máli fyrir Finna, en tug- þúsundir Finna búa í Svíaríki og vinna þar störf, sem eru of fín fyrir innfædda. Þessi gagnkvæmi kosningaréttur er talinn hluti af norrænu samstarfi og merki um bróðurhug þessara þjóða sín í milli. íslendingar hafa ekki verið aðilar að þessu samkomulagi, en íslending- ar búsettir í hinum Norðurlöndunum hafa haft þar kosningarétt eins og aðrir. Þykir rikisstjórninni nú, sem okkar hlutur megi ekki eftir liggja, óg leggur til, að Skandinavar fái kosningarétt í sveitarstjórnar- málefnum, hafi þeir haft búsetu hér í þrjú ár. Vafasamt í meira lagi Ég verð að segja eins og er, að mér finnst það vafasamt í meira lagi að veita útlendingum kosningarétt hér á landi. Samkvæmt upplýsingum í frumvarpinu eru hér á landi um 1000 Skandinavar, en ekki hefur allur fjöldi þeirra verið búsettur í nægilega mörg ár til þess að fá kosningarétt. Ljóst er þó, að hér er um verulega stóran hóp að ræða, mun fleiri t.d. en þeir, sem eru flokksbundnir Alþýðubanda- lagsmenn í Reykjavík. Ekki kemur fram í frumvarpinu, hvar þessir menn búa, — eru þeir dreifðir um landið eða búa flestir í örfáum hyggðalögum. Ekki kemur heldur fram i frumvarpinu, hvort þeir séu einhvers staðar verulegur hluti byggðarinnar. En það skiptir þó ekki meginmáli. Aðalatriðið er það, að með því að veita Skandinövum kosningarétt á íslandi er verið að opna dyrnar fyrir gagnkvæmum ríkisborgararétti á Norðurlöndum, þ.e. að Norður- landamenn hafi sömu réttindi hvar sem þeir búa í Skandinavíu. Nýtt jafnréttisákvæði í þessu samandi er hollt að minnast þess, að svonefnt jafnréttisá- kvæði var eitt mesta deilumál Haraldur Blöndal íslendinga og Dana, þegar samið var um fullveldi íslands. Margir íslendingar óttuðust jafnréttisá- kvæðið (um gagnkvæman rétt íslendinga og Dana í hvoru rikinu fyrir sig) og töldu, að hér væri i raun ekki um neitt jafnrétti að ræða, því að Danir væru svo miklu fjölmennari en íslendingar. Því voru sett í stjórnarskrána ströng búsetuskilyrði fyrir kosninga- rétti, þ.á m. fimm ára búseta i landinu. Ég fæ ekki betur séð en stjórnar- frumvarpið um jafnan kosningarétt Íslendinga og Skandinava sé í raun nýtt jafnréttisfrumvarp, þar sem verið sé að opna þær dyr, sem íslendingar hafa verið sammála um að hafa lokaðar. Misskilin N orðurlandasam vinna Ég er ekki á móti norrænni samvinnu. Ég er hins vegar á móti hverri þeirri samvinnu, er stofnar fullveldi landsins og forræði þjóðarinnar á eigin málum i hættu. Ég fæ ekki séð, að Skandinövum, sem hér búa um stundarsakir, sé meiri vorkunn en öðrum útlendingum, að hafa ekki kosninga- rétt. Og ég er ansi hræddur um, að þegar Skandinavarnir eru komnir með kosningaréttinn, þá muni aðrar þjóðir koma á eftir og óska hins sama. Og hversu vænt, sem okkur kann að þykja um Skandinava, þá er fjarstætt að veita þeim einhver for- réttindi. Ég held, að hér sé Norðurlanda- samvinnan komin á villigötur. Gagnkvæmur kosningaréttur hallar á íslendinga, sveitarfélög eru mörg æði fámenn og þar getur hvert atkvæði ráðið úrslitum. Ég er hræddur um, að mörgum sveitarstjórnar- manninum þætti súrt í broti, ef hann missti umboð vegna þess, að erlendir men, sem ekki einu sinni tala eða skiljaéíslensku, eru búnir að fá kosningarétt. Getasótt um ríkisborgararétt Ég geri ráð fyrir, að mörgum finnist það skritið, að fólk, sem e.t.v. er búið að búa á íslandi í mörg ár og á hér fjölskyldu skuli ekki fá að kjósa. En það er til einföld bót á þvi. Þetta fólk getur sótt um íslenskan rikisborgararétt og það er auðsótt mál, ekki síst fyrir Skandinava. Sumir kunna að vísu að óska eftir því að halda sínu gamla ríkisfangi. Það er þeirra mál og þeir taka lika af- leiðingunum af því. Og er ekki skynsamlegra að láta réttindi og skyldur fara saman, — að láta ríkisfangið ráða því, hvort menn kosningarétt, — láta landsmenn sitja við sama borð og útlendinga við sama borð? Haraldur Blöndal. £ Haraldur Blöndal skrifar um stjórnar- frumvarp um aö veita Skandinövum kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum og varar við samþykkt þess. er bönnuð. Öll starfsemi hennar fer fram neðanjarðar, þar eð fundir eru bannaðir og allar tilraunir til funda- halda enda með handtökum og morðum. Um það bil 200 starfsmenn verka- lýðsfélaga hafa verið i fangelsum í upp undir tvö ár. 7000 félagsmenn verkalýðsfélaga hafa verið myrtir og 300 hafa horfið. Verkföll eru að heita má úr sögunni. Hver skyldi vera af- staða verkalýðshreyfingarinnar í E1 Salvador til ríkisstjórnar Napoleons Duartes? Misskilningur Blöndals Fjöldi presta hefur verið myrtur eða þeir látnir „hverfa” eftir morðið á Rómeró erkibiskup. Það er mikill misskilningur hjá Blöndal, að kirkjan í E1 Salvador sé öll á bandi Duarte- stjórnarinnar. Morðin á prestum landsins tala þar skýru máli. Hitt er annað mál, að nýi biskupinn, sem tók sæti Rómerós, Rivera Y Damas, kveður ekki eins sterkt að orði í stuðningi sínum við alþýðu landsins. Fullyrt er af þeim, setn bezt þekkja, að það sé til þess að hljóta ekki sömu örlög og fyrrverandi erkibiskup. Láir honum einhver? Frjálsir fjölmiðlar eru ekki til í E1 Salvador. Dagblöð þau, sem enn sjást í borgum, eru ritskoðuð og meira að segja starfsmenn mann- réttindahópa fá ekki inni fyrir efni sitt nema í litlum auglýsingum, sem eru rækilega ritskoðaðar af her- stjórninni. Fjöldi blaða- og frétta- manna hefur verið rekinn úr landi á undanförnum mánuðum. 12 frétta- menn voru myrtir á tímabilinu jan. 1980 — maí 1981,23 hafa verið fang- elsaðir og þrír þeirra hafa síðan „horfið”. Hvaðaafstöðuskyldu rit- stjórar og útgefendur hafa til stjórnar Duartes? íbúar E1 Salvador eru nú taldir vera um 4,5—4,8 milljónir, en mjög erfitt er að meta þessa tölu nákvæmt vegna tíðra morða og gífurlegs flótta- mannavanda. E1 Salvador er á stærð við 1/5 hluta Islands. Skæruliðar stjórna um það bil fjórðungi landsins. Þeir eru fremur illa vopnum búnir og fullyrðingar Bandaríkja- stjórnar um vopnasendingar frá Kúbu og Nicaragúa eru ekki byggðar á trúverðugum heimildum. Það er augljóst af framansögðu, að lítill skæruliðaher getur ekki án stuðnings almennings í landinu haldið heilutn héruðum landsins gegn stjórnar- hernum, sem búinn er vopnum úr besta vopnabúri heims. Og vonlaust má telja, að stjórnarandstaða landsins gæti eflst og dafnað, eins og hún hefur gert, án stuðnings alþýðu manna. Allir á einu máli Allmargir stjórnmálamenn í V- Evrópu þekkja vel til mála í E1 Salvador. Alþjóðasamband jafn- aðarmanna hefur að athuguðu máli kveðið upp þann dóm, að ríkis- stjórn Napoleons Duartes sé ógnar- stjórn, sem þrífist í skjóli glæpa og pyndinga. Fjöldamargir forystumenn jafnaðarmanna um heim allan hafa tekið undir þessa skoðun. Er það tilviljun , að flestir áhrifamenn og fréttamenn, sem farið hafa til E1 Salvador til að kynna sér ástandið, skuli allir tala einu máli um þessa at- burði? Allir segja þeir, að ríkisstjórn Napoleons Duartes sé rúin trausti og í skjóli hennar þrífist linnulaus morð á saklausu fólki, börnum og konum jafnt sem gamalmennum. Er það tilviljun, að þessir menn eru allir sammála um það, hvað beri að gera í landinu, ef þar eigi að komast á friður? Eina leiðin sé að veita stjórnarandstöðu landsins fullt pólitískt frelsi og reyna að semja um pólitíska lausn. Kommagrýlan Bandaríkjamenn fullyrða að kommúnistar séu að baki stjórnar- andstöðu E1 Salvador og fóðri hana með fé og vopnum. Fyrrum varnar- málaráðherra Noregs er einn þeirra, sem er gjörkunnugur málefnum í Mið-Ameríku og E1 Salvador. Hann hefur mótmælt þessari túlkun og er ekki einn um það. Hann segir: ,,Ég er persónulega kunnugur stjórnarand- stöðunni í E1 Salvador. Þeir menn eru í órafjarlægð frá Moskvulínunni.” Við þessar aðstæður, sem að framan er lýst, ætlar stjórn Napoleons Duartes að efna til „frjálsra kosninga”. Þessar kosning- ar eru ekki annað en skrípaleikur; engir nema leppar Duartes og þeir sem ekki setja sig upp á móti stefnu hans fá að bjóða fram í kosningum. Stjórnarandstaða landsins þorir af augljósum ástæðum ekki að skríða úr felum. Aftökulisti stjórnarinnar talar þar skýru máli. Það er furðulegt, að nokkur íslendingur skuli treysta sér til að verja þá böðla, sem nú fara með völdin í E1 Salvador með virkri aðstoð Bandaríkjanna. Hvar er skilningur og þekking þeirra manna á vegi stödd, og hvað hafa þeir lært á sjálfstæðisbaráttu sinnar eigin þjóðar? Hvar er mannúð og hugsun slíkru manna á vegi stödd, sem geta varið þau grimmdarverk, er eiga sér stað i landinu? Rök þeirra um, að Sovétfasisminn fremji aðra eins glæpi, eru að mati undirritaðs ógeðfelldari en svo, að hægt sé að svara þeim. Vist er, að almenningi í E1 Salvador hlýtur að ganga illa að skilja, hvernig hægt er að réttlæta fjöldamorð í landinu með því að slíkt hið sama gerist í Afganistan og Póllandi. Eigum við ekki að byggja siðferðiskennd okkar á einhverjum öðrum grunni, Haraldur? Þráinn Hallgrímsson, blaðamaður, fulltrúi Mannréttindanefndar E1 Salvador á íslandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: