Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1982næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213
Tölublað
Áður útgefið sem

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1982, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1982. 5 Snjóplógur Flugvallarslökkviliðsins sökk á kaf i mýrina er reyna átti aö stööva oliurennslið. Á innfclldu mynd- inni seytlar olían í öllum regnbogans litum niður í heita iækinn. DV mynd GVA Landsvirkjun fagnar vætunni: VETRINUM ER BJARGAÐ — segir Eiríkur Briem „Vetrinum er bjargað. Vatnsborð Þórisvatns hefur hækkað.um 1,27 metra i rigningunum að undan- förnu,” sagði Eirikur Briem, frani- kvæmdastjóri Landsvirkjunar, í sam- tali við DV i gær. -KMU. ,,Við erum búnir að aflétta skömmtun til stóriðjunnar, bæði á forgangsorku og afgangsorku. Við tilkynntum þeim í gær að þeir gætu fengið eins mikið af afgansorku og þeir geta tekið,” sagði Eiríkur Briem. Markmið og f ram- kvæmd byggðastefnu Á morgun fimmtudaginn 25. febrúar mun Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efna til almenns fundar að Hótel Loftlciðum, Kristal- sal um markmið og framkvæmd byggðastefnu. Frummælendur á fundinum verða Bjarni Einarsson framkvæmdastjóri byggðadeildar Framkvæmdastofnun- ar rikisins og Eggert Jónsson borgar- hagfræðingur. Fundarstjóri verður Tryggvi Pálsson hagfræðingur. Fundurinn á fimmtudaginn hefst kl. 20.30 að Hótel Loftleiðum. NYKOMIN margs konar RUM Viktoria Opið í öllum deildum MÁNUD.-MIÐVIKUD. KL. 9-18 FIMMTUDAGA KL. 9-20 FÖSTUDAGA KL. 9-22 LAUGARDAGA KL. 9-12 Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Húsgagnadeild Símar: 10600 og 28601. Rauði kross íslands Merki og ösku- pokar seld í dag í dag munu merkjasölubörn Rauða krossins verða á ferðinni sem endra- nær á öskudaginn. Þessi dagur hefur um árabil verið kynningar- og merkjasöludagur Rauða krossins um land allt. Við þetta tækifæri hefur Reykja- vlkurdeildin notið margra ágætra sjálfboðaliða, þar sem stærstu hóparnir hafa verið nemendur grunn- skóla í Reykjavík. Þeir hafa alla tíð verið boðnir og búnir að annast merkjasölu með miklum dugnaði og þannig tekið þátt i því að efla og styrkja mannúðar- og samhjálpar- starf stofnunarinnar. Sem fyrr sagði verða sölubörn Rauða krossins á ferðinni I dag. Bjóða þau merki og öskupoka með merki stofnunarinnar til sölu. Mun ágóðinn af henni renna til dagvisturnarheimilis aldraðra í Reykjavik, sem Rauði krossinn hyggst koma á fót og reka. -JSS Hafnarfjörður: Stórmeistarinn Forintos teflir fjöltefli í kvöld Ungverski stórmeistarinn Forintos teflir fjöltefli i íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. öllum er hcimil þátttaka og eru menn beðnir að koma með töfl. Togari Bœjarútgerðar Reykjavikur, Ottó 7V. Þorláksson, sem tók niðri undir Hólmsbergi jyrir liðlega hálfum mánuði, var tekinn upp í slipp í Reykjavík ífyrradag. Þar komu skemmdirnar á stefninu í Ijós og voru þær töluverðar að sjá. Var á því stórt gat og það mikið beyglað. Fullnaðarviðgerð á að fara fram á skipinu og mun hún taka um tíu daga. Ottó verður því í allt um þrjár vikur frá veiðum vegna þessa óhapps. -klp-D V-mynd G VA. Slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli hefur æfingasvæði í Nauthólsvík og er þar meðal annars notuð olía við æfingarnar. Ekki hafði verið gengið betur frá oliunni en svo, að i rign- ingunum um síðustu helgi flæddi olian af svæðinu og rann út í nálæga skurði. Þaðan átti hún greiða leið niður í heita lækinn og út í sjó. Skurðbakkar þarna í nágrenninu eru svartir af olíumengun og olíubrák á öllu vatni. Þegar Flugvallarslökkviliðið ætlaði að stöðva oliurennslið með stórvirku snjóruðningstæki tókst ekki betur til en svo að það festist í mýrinni. Olían rennur því enn óhindruð fram í sjó og er Ijóst að heiti lækurinn verður ekki notaður til baða á næstunni. -ÓEF Ráðstefna um háskólarannsóknir Rannsóknaráð ríkisins og Verk- lands gangast fyrir ráðstefnu um hlut- sviði raunvísinda og verkfræði á fræði- og raunvísindadeild Háskóla ís- verk og skipulag háskólarannsókna á fimmtudag og föstudag. Ráðstefnan hefst á morgun klukkan 13 með ávarpi menntamálaráðherra Ingvars Gislasonar að Hótel Esju. Þá munu þeir Guðmundur Magnússon, rektor, Sveinbjörn Björnsson, prófess- or, Bjarni Bragi Jónsson, hagfræð- ingur, Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs og Dr. Halldór I, Elíasson, deildarforseti, flytja erindi. Að þeim loknum verður skipað í starfshópa, sem munu fjalla um samskipti háskólans við atvinnu- vegina við aðrar opinberar stofnanir og um hlutverk grundvallarrannsókna á fslandi. Á föstudag fer ráðstefnan fram í Hátíðarsal háskólans. Hefst hún þá einnig klukkan 13 og þar verður skýrt frá niðurstöðum starfshópa og siðan verða almennar umræður. í lok ráð- stefnunnar mun Dr. Vilhjálmur Lúð- víksson draga saman niðurstöður ráð- stefnunnar. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 45. tölublað (24.02.1982)
https://timarit.is/issue/188812

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

45. tölublað (24.02.1982)

Aðgerðir: