Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 1
frfálst, óhát dagblað
Mezzoforte
æfírafkappí
fyrir
Stjömumessu
-sjábls.2
Skoðanakönnun
DV:
Hvaösegja
þeirsem
minnstsálits
njóta
— sjá bls. 4
Dómsmála-
ráöherra
kannastekki
viöeigiðbréf
-sjábls.3
•
Fjörsprettir
eöafjörbrot
ríkisstjórnar?
— sjá grein
Magnúsar
Bjarnfreðssonar
á bls. 12
Þróttarar
pökkuöu
Valsmönnum
saman
— sjá íþróttir
bls. 18-19
•
Stefnuskrá
kvenna-
framboös
íReykjavík
— sjábls.2
•
11 tonnáviku
afísienzkum
„frönskumff
— sjá neytendur
bls.6
•
Þóröur
Haröarson
nýskipaöur
prófessorí
lyfjafræöiviö
HÍíDV-viötali
— sjá bls. 11
Ráðherranef nd í málið til þess að salta það „í vikur eða jaf nvel mánuði”?
„Auövitaö veröur aö
rannsaka í Helguvíkff
—sagði Svavar Gestsson ráðherra í morgun
,,Ég er ekki vonlaus um að það takist
að leysa málið á vettvangi ríkisstjórnar-
innar þannig að viðunandi sé útfrá
sjónarmiði okkar herstöðvaandstæð-
inga,” sagði Svavar Gestsson ráðherra
og formaður Alþýðubandalagsins á
fundi þess flokks um Helgurvíkurmálið
í gærkvöld,, ,það getur hins vegar tekið
vikur og jafnvel mánuði að leiða það til
lykta...”
DV spurði Svavar í morgun, hvort
þessi ummæli þýddu að hann vænti nú
frestunar á öllum aðgerðum í Helgu-
víkurmálum jafnvel um marga mánuði,
og þar nieð fyrirhuguðum jarðvegs-
rannsóknum. „Það er ekki gert ráð
fyrir neinum framkvæmdum á þessu
ári, en auðvitað verður að rannsaka í
Helguvík og víðar. Ég legg hins vegar
áherzlu á að gengið verði tryggilega frá
rannsóknarsamningum þannig að
niðurstöður verði birtar á islenzku og
kynntar hér hjá okkur.”
Þið Alþýðubandalagsmenn ætlið
sem sagt ekki að hindra fyrirhugaðan
undirbúning framkvæmda í Helguvík?
„Við teljum nauðsynlegt að rannsaka
það svæði og raunar miklu stærra
svæði, sem kentur til álita í þessu sam-
bandi. Hins vegar gerum við kröfu um
að slikar rannsóknir verði framkvæmd-
ar í samræmi við íslensk lög. Aðgerðjr
Hjörleifs Guttormssonar eru liður í að
tryggja að svo verði.”
í samtali DV við Ólaf Jóhannes-
son utanríkisráðherra í gær var hann
spurður hvort skipun ráðherranefndar
vegna Helgurvíkurmálsins kæmi til
greina, en það mun vera ein af tillögum
Alþýðubandalagsins. ,,Það má athuga
það,” sagði Ólafur. En gæti það þýtt
að þínum ákvörðunum yrði breytt?
,,Nei, nei, ekki í neinum grundvallaral-
riðum. Það gela komið upp ýmis álita-
mál í framkvæmd, en í aðalatriðum
verður ekki breytt þeini ákvörðunum
sem ég hef tekið,” sagði Ólal ur.
Blaðið bar þetta svar undir Svavar
Gestsson í morgun. „Við skulum sjá
til,” sagði hann þá. Loks var Svavar
spurður hvort honum sýndust öldurnar
út af Helguvíkurmálinu vera að lægja.
,,Ég hef greinilega orðið var við áhuga
á því,” var svarið. Frá hverjum?
,,Öllum samstarfsaðilunum í rikis-
stjórninni.” HERB
a
•ný/u oge
tesaá
is eða mannlegur vilj'i er þeytti knettinum
víst að faiia mun hann tiljarðar að
'annaá myndinni má greinilega
Skjaldböku-
pestin til
Eskifjarðar
—fjögurtilfelli
hafafundiztþar
Taugaveikibróðir af völdum skjald-
baka er kominn upp á Es' iriiði. Að
sögn Auðbergs Jónssonar læknis liafa
fundizt fjögur tilfelli siðan um
mánaðamót og leitað er fleiri.
Fréttaritari talaði við einn skjald-
bökueigandann, Guðnýju Ragnars-
dóttur, en móðir hennar, Sigríður
Ragnarsdóttir, veiktist fyrst á Eski-
firði. Guðný hefur átt vatnaskjaldbök-
ur í tvö ár, en fékk tvær nýjar i janúar,
þannig að alls voru þær orðnar fimm.
Allar þessar skjaldbökur hafa nú verið
drepnar og teknar til rannsóknar.
Vegna þessa máls er öll fjölskylda
Sigríðar undir smásjá og systir
Guðnýjar má ekki vinna í frystihúsinu.
Guðný sagði að þessar skjaldbökur
hefðu verið eins og hver önnur gæludýr
og hefðu heimilismenn tekið ástfóstri
við þær. Þá er það talsvert fjárhagslegt
tjón að svona fór því að hún hafði ný-
lega keypt nýtt stórt búr með dælum,
sem kostaði unt þúsund krónur, auk
þess sem hver skjaldbaka kostaði um
150 kr.
-Emil Eskifirði.
Miðar seldir á
stjörmmessu í
Broadway í dag
Miðasala á Stjörnumessuna fer frám
í dag og verða miðarnir seldir i Broad-
way frá kl. 14—19. Miðaverðið er 395
krónur. Óhætt er að lofa góðri
skemmtun, þar sem samankomnir
verða beztu tónlistarmenn síðasta árs
með góða dagskrá. Þá er maturinn ekki
af verri endanum, rækjur i avocado í
forrétt og lungamjúkt nautið í aðal-
rétt. Gestir fá drykki í upphafi mess-
unnar. Þá er ekkert annað en að skella
sér í Broadway og höndla miða.
-JH