Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982. Unnur Bjarnadóttir lézt 6. marz. Hún fæddist að öndverðarnesi i Grímsnesi þann 17. ágúst 1927. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson og Kristin Hall- dórsdóttir. Unnur var tvígift, fyrri maður hennar var Jón Brynjólfsson, þau eignuðust tvö börn. Síðari eigin- maður hennar var Svavar Helgason. Hann lézt 1975. Unnur lauk prófi frá Kennaraskóla íslands. Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag klukkan 15. Áslaug Kinarsdóttir, Ránargötu 10, lézt að heimili sínu 16. marz. Klísa Krislín Guðjónsdóttir, áður til heimilis Öldugötu 32, en seinast í Lindarbæ við Selfoss, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju, föstudag- inn 19. marz kl. 3. Björg Guðmundsdóttir Dam, lézt 25. febrúar. Bálför hefur farið fram. Gróa Guðjónsdótlir frá Unnarholli vcrður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. marzkl. 16.30. Lýður Jónsson, fyrrverandi vegaverk- stjóri, Fannborg I Kópavogi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstu- daginn 19. marzkl. 10.30. Tilkynningar öldungar í Hamrahlíð 1972. í tilefni af þvi aö tíu ár eru liöin siöan öldungadeild- in viö Hamrahlíðarskólann var stofnuð ætla þeir sem hófu nám 1972 að gera eitthvað skemmtilegt í vor. Þeir sem vilja vera með vinsamlegast látið skrá sig hjá Guðrúnu Gyöu, Austurstræti 17 (Útsýn), ekki í síma. I gærkvöldi I gærkvöldi ÉG ÁKÆRI - EÐA HVAÐ? Afmæli 80 ára afmæli á i dag, 18, marz, Ragnar Krisljánsson, vörubifreiðastjóri, Brúnavegi 4. Hann tekur á móti afmæl- isgestum sinum í kvöld eftir kl. 19 á heimili sonar síns og tengdadóttur að Dalalandi 14 i Fossvogshverfi. íslenzkir sjónvarpsáhorfendur fengu, eftir að þeir höfðu horft á nokkra landa sína hnoða leir og spjalla um leirkeragerð í hinum á- gæta þætti Vöku, að sjá og heyra um einhverja frægustu blaðagrein, sem skrifuð hefur verið um dagana „J’Accuse” Ég ákæri i þættinum um Emile Zola. Eins og í flestum öðrum frönskum myndum er að finna venjulegan skammt af framhjáhaldi, hávaða, þrasi og miklum talanda í myndinni um Emile Zola. En þarna er þungt og erfitt efni tekið skemmtilegum tökum sem heldur fólki vakandi við tækið. Það þarf kunnáttu að gera þungt og leiðinlegt efni þannig úr garði að fólk nenni að hlusta. Gott dæmi um þetta eru þingfréttir Stefáns J. Haf- stein í Útvarpinu. Hann leikur sér þar oft að því að koma frá sér því þunga og óáheyrilega efni, sem oftast er að hafa úr húsinu við Austurvöll, á þann hátt að fólk leggur við hlustirnar og hefur meira að segja gaman að þeim. Ingimar Erlendur Sigurðsson rit- höfundur átti orðið í Morgunorði í útvarpinu í gærmorgun. Gísli gamli á Uppsölum sem Ómar Ragnarsson gerði landsfrægan í þætti sinum á jól- unum slapp blessunarlega við að vera á milli tannanna á rithöfundinum í þessari „morgunbæn” hans Það gerði gamli maðurinn aftur á móti ekki í morgunávarpi Ingimars til þjóðarinnar fyrr í mánuðinum. Ekki er hægt aðsegja að hljóm- listin í gufuradíóinu i gærkvöldi hafi verið uppörvandi fyrir ungu kyn- slóðina frekar en fyrri daginn Þar var að finna nútímatónlist sem Þorkell Sigurbjörnsson valdi, Flautukonsert í D-dúr K-eitthvað, píanókonsert með Vladimir Ashkenazy og fleira í þá áttina. Það er ekki verið að mótmæla því að svona músík fái að heyrast en það hlýtur að vera til einhver millivegur þarna á Skúlagötunni. Eða er það ekki? Það sem hjálpaði aðeins upp á fyrir unga fólkið var þátturinn Bolla bolla. Eini ljóðurinn á þeini annars á- gæta þætti, var að góðar spurningar, sem lagðar voru fyrir gesti þáttarins, voru bornar fram á svo ópersónuleg- an og þurran máta að einna helst líktist yfirheyrslu hjá lögreglunni. Þetta má auðveldlega laga og þar með er hægt að gera þennan þátt að einum af „toppþáttum” útvarpsins. Kjartan L. Pálsson. Hjónabönd Starfsdagar í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja Fjölbrautaskóíi Suðurnejsa gengst fyrir svokölluðum starfsdögum 17. til 20. marz. Verður dagskráafar fjölþætt þessa daga, meðal annars verða um 20 fyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu heim- sótt og farnar verða skoðunarferðir um Reykjanessvæðið. Þessa daga vcrða níu fyrirlestrar á vegum skólans, svo sem um barnalög- in, öryggismál á vinnustöðum, iðnþróun á Suðurnesjum, tilvistar- stefnuna, Freud, Grænland og neytendamál svo eitthvað sé nefnt. Þá verður áherzla lögð á listkynningu, skipulagðar ferðir í Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið, auk þess sem Uppgjörið verður sýnt í húsakynnum skólans. Kvikmyndasýningar verða í Nýja bíói í Keflavík og haldnir tvennir tónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Auk þessa verður sérstök kynning á verknámi í Verknámshúsinu að Iða- völlum á laugardag. Þess ber að geta að öllum íbúum Suðurnesja er heimill aðgangur að starfsdögunum, nema skoðunarferðum á Reykjavíkursvæðið. -KÞ Nýlega voru gefin saman i hjónaband i Keflavikurkirkju af séra Ólafi Oddi Jónssyni, Dagbjörl Ýr Gylfadóltir og Kristján Þór Karlsson. Heimili þeirra er að Raufarhöfn. Nýlega voru getin saman i njonaoana i Norðurkirkju af séra Þorvaldi Karli Helgasyni, Anna Lára Ármannsdóttir og Hálfdán Ingi Jensen. Heimili þeirra er að Njarðvikurbraut 23, Njarðvík. Bubbi Morthens. EG0 Á B0RG- INNIÍKVÖLD Hljómsveitin EGÓ heldur tónleika á Hótel Borg í kvöld. Á tónleikunum verður meðal annars kynnt efrii af væntanlegri breiðskífu hljómsveit- arinnar. Hljómsveitina skipa: Bubbi Morthens, Þorleifur Guðjónsson. Bergþór Morthens og Magnús Stefánsson. 70 ára afmæli á i dag, 18. marz, frú Adda Magnúsdóltir. Illugagötu 15 i Vestmannaeyjum. Eiginmaður hennar er Engilbert Jóhannsson smiður. Á laugardaginn kemur, 20. marz, ætlar afmælisbarnið að taka á móti gestum á heimili þeirra hjóna. Nýlega voru gefin saman í hjónaband i Keflavikurkirkju af séra Olafi Oddi Jónssyni, Gróa Hávarðadóttir og Páll Ólafsson. Heimili þeirra er að Kirkju- teig 13, Keflavík. Tónlist Þjónustuauglýsingar // Jarðvinna - vélaleiga MURBROT-FLEYQCJN MEÐ VÖKVAPRESSU HLJÓÐLÁTT RYKLAUST ! KJARNABORUN! tlJðU HirðinoN, Vvtatolsa SIMI 77770 OG 78410 Garðyrkja Húsdýraáburður 4 Dreift ef óskaö er, sanngjarnt verð. Einnig tilboð. Guðmundur, sími 77045 og 72686. Ennfremur trjáklippingar. Verzlun auöturltnðb unbraberölb 2 o K f i 3 JaSIRÍR fcf Grettisqötu 64 s: 11625 Rýmingarsala Allur fatnaður á niðursettu verði, kjólar á 200—300 kr., blússur á 90—120 kr., pils á 175 kr., vesti (vatteruð) á kr. 150, kjóll+ vesti (sett) á 400 kr., klútar 20—40 kr., pils + blússa (sett) á 300 kr., pils+blússa + vesti (sett) á 500 kr. og margt fleira. 25% afsláttur af metravöru. Einnig mikið úr- val austurlenzkra handunninna listmuna og skrautvara til heimilisprýði og gjafa. OPIO A LAUGARDÖGUM. auöturienáfe unðraberðlb Þjónusta TIL AUGLÝSENDA SMÁAUGL ÝSINGADEILD Dagblaðsins & Vísis er IÞVERHOLT111 og síminn er27022. Tekið er á móti auglýsingum mánudaga—föstudaga frá ki. 9—22 iaugardaga frá kl. 9—14 sunnudaga frá kl. 14—22. iBIABIÐi &

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.