Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 10
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SIMl ?hH44 PQSTHÓLF 1441 TELEX 2006
rgn*.
Tilboð óskast í smiði og afgreiðslu lampa af ýmsum gerð-
um fyrir byggingu sjö á Landspítalalóð. Útboð og verklýs-
ing er til afhendingar á skrifstofu vorri að Borgartúni 7
Reykjavík.
Tilboð verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda á sama
staðkl. 11 f.h. þriðjudaginn 11. maí nk.
LAGERHÚSNÆÐI
Óskum eftir að taka á leigu ca 300 ferm. lagerhúsnæði með
góðri aðkeyrslu og innkeyrsludyrum.
Tilboð sendist sem fyrst til augl. deildar Dagbl. og Vísis,
Síðumúla 8, merkt I.G.
Aöalfundur
Flugfireyjufélags íslands
verður haidinn í Leifsbúð Hótels Loftleiða miðvikudaginn
24.3. kl. 20.00.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
DAGBLAÐIÐ & VISIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982.
Útlönd Útlönd Útlönd
■
Frá opnun sýningarínnar á „Sólarskipinu'
sem er nm 4.700 ára gamaH.
Elzta skip í heimi
Egyptar hafa nú loks sett til sýnis
öllum almenningi áraskip sem sagt er
það elzta, sem fundizt hefur í heimin-
um, en það var grafið upp hjá Pýra-
mídanum mikla við Giza fyrir 28 ár-
um.
Skip þetta fannst við gröf Cheops
faraó, sem uppi var fyrir 47 öldum og
hefur það verið tilefni nokkurrar
þrætu meðal fornleifafræðinga.
Sumir sérfræðingar héldu því fram
að hinir eygpzku fornminjafræðingar
nútímans hefðu ekki búið nógu vel
um konungsskipið og hætta væri á
.þvi að skipsviðirnir grotnuðu niður í
þeirra höndum.
Þetta 150 feta langa áraskip þótti
mikill merkisfundur þegar það kom í
leitirnar 1954. Var honum jafnað við
það þegar gröf Tutankhamens var
opnuð 32 árum áður. En það tók yfir
tvo áratugi að hýsa þessar merkilegu
minjar og á meðan var mjög deilt
um, hvernig skipið mætti varðveitast
sem bezt.
En núna á dögunum var loks opn-
að safnhús, þar sem áraskipinu hefur
verið komið fyrir til sýningar. Strax
fyrsta daginn var töluverð ásókn
ferðafólks, en þá kom um leið upp
annar urgur, því að útlendingar voru
látnir greiða rúmar 80 krónur í að-
gangseyri, meðan Egyptar þurftu
ekki að greiða nema 14 krónur. —
„Við verðum víst að hækka aðgangs-
eyri fyrir Egypta í safninu í Louvre,”
heyrðist einn franskur ferðamaður
nöldra um leið og hann stakk budd-
unni niður aftur og sneri frá.
Skipið hefur verið í safnhúsinu
nýja í nokkur ár, en ekki sýnt nema
tignargestum, eins og Jimmy Carter
Bandaríkjaforseta hér um árið. Sá
sem veg og vanda hefur af vörzlu
skipsins hefur vísað á bug öllum full-
yrðingum um að skipsviðirnir varð-
veitist ekki. Þvi hafði verið haldið
fram að lélegur tækjakostur til þess
að viðhalda hárréttu raka- og hita-
stigi mundi ekki duga. Fyrrum að-
stoðarmaður Kamal al-Mallakh, sem
fann skipið, skrifaði meira að segja
greinar þar að lútandi. Sá var frá Sví-
þjóð, en Svíar hafa nokkra reynslu í
slíku vandaverki vegna vörzlu Vasa-
skipsins.
Konungsskip þettavar teinæringur
og er kallað „Sólarskipið”. Á tímum
faraóanna höfðu Egyptar töluverðan
átrúnað á sólinni, en tvennar skoðan-
ir eru uppi um hversvegna það fylgdi
Cheop faraó í gröfina. Önnur er sú
að það hafi verið notað til líkflutn-
ings yfir Níl og sérstaklega smíðað í
því tilefni. Hin er að það hafi átt að
flytja konunginn á siglingu um skýja-
slóð til annars heims.
Al-Mallakh og safnverðir segja að
tryggilega hafi verið um allt búið svo
að áraskipið varðveitist.
Það mun vera til annað svona ára-
skip, sem al-Mallakh segir liggja í
annarri gröf við Pýramídann mikla.
Sælkerar Evrópu
vekjja tíl Kfs gamla idn
grein hrossaþjófanna
Hrossaþjófar í Bandaríkjunum eru
að gera það gott. Mjög gott raunar.
Verðbólgan og vaxandi fíkn Evrópu-
manna i hrossakjöt hafa rifið verðið
á hestum úr 20 sentum pundið upp í
60 sent á fimm árum. Er þá miðað
við skepnuna á fæti. Sláturhúsin
greiða í dag um 600 dali fyrir meðal-
grip. Það gerir það að verkum að fáir
hestar eru öruggir fyrir hrossaþjóf-
um.
f Bandaríkjunum er það svo um
hestaeigendur að enginn þeirra
mundi kannast við að hann æli hesta
til kjötframleiðslu. Hesturinn skipar
þar annan sess í hugum manna, og
svo þætti það ekki heldur búmann-
legt vegna óhagkvæmni. Vaknar þá
spurningin um það, hvaðan þær séu
fengnar þessar 55.235 smálestir af
hrossakjöti sem árlega eru fluttar út
úr Bandaríkjunum á Evrópumarkað.
Þetta jafngildir kjöti af 120 þúsund
hrossum, sem er um 1% af heildar-
fjölda taminna hrossa í landinu. —
Mest af þessu kjöti fer til EBE-landa.
Frakkar kaupa fyrir 50 milljónir dala
og Belgar fyrir 36 milljónir. Ekki er
síðan vitað, hve mikið hrossakjöt fer
í dýrafóður (eins og í dýragarða).
Afsláttarhross eru auðvitað seld
með eðlilegum hætti í sláturhúsin.
Hestaeigendur, sem gefast upp á reið-
mennsku eða hætta vegna kostnaðar
af eldi og hirðu hrossa, selja eitthvað
af dýrum til slátrunar. En allir eru á
einu máli um að þetta geri engin 120
þúsund hross á ári sem þannig koma í
sláturhúsin — þessi 23 löglegu, sem
fást við hrossaslátrun.
Umsjónaraðilar ríkisjarða þar sem
ganga lausar villihestahjarðir hafa nú í
byrjað rannsókn á dularfullum van-
höldum á þessum hjörðum. Þá grun-
ar að dýrin séu veidd venjulegast með
þvi að elta þau á vélknúnum farar-
tækjum og sprengja á hlaupum. En
hitt þykir vísast að stór hluti þessa
kjöts sé af stolnum tömdum dýrum.
Það getur verið fyrirhafnarsamt að
ná villihestum, en hitt er hægðarleik-
ur að handsama tamda hesta. Brauð í
hendi eða hafrar i fötu og öll tor-
tryggni er yfirstigin. Oft uppgötvast
hesthvarfið ekki fyrr en nokkrum
dögum eða jafnvel vikum eftir
að hestur hefur verið tekinn úr haga.
Þá er kannski kjötið af honum komið
alla leið til Japan.
Fyrir yfirvöld er erfitt að upplýsa
slík hesthvörf. Léttir það ekki að
margir hestaeigendur eru tregir til að
marka eða brennimerkja hesta sína.
Þeir vilja hlífa vinum sinum við
sársaukanum eða losna við að lýta þá.
Enda hefur það svo sem ekki aftrað
þjófum að hross hafi verð brenni-
merkt. Um leið er málum háttað
þannig, að hrossasláturhúsin —
sem erú í vandræðum með að anna
eftirspurn og fylla upp í pantanir —
eru ekki skylduð til að grennslast lyrir
um eignarréttinn á sláturgripunum.
Og þó svo væri eru nógir óvandaðir
milliliðir til sem gegn þóknun gætu
látið hrossaþjófi í té sölukvittun og
flutningstæki til þess að koma
skrokknum í sláturhúsið, eða lifandi
dýri á fæti. — Alríkislögreglan (FBl)
skiptir sér ekki af hrossaþjófnuðum,
nema hrossið sé yfir 5000 dala virði
(kynbóta- eða veðreiðahross) og.
hafi verið flutt ámilli fylkja.
Hestaeigendur eru farnir að tala
um að taka upp gömlu afgreiðsluna á
hrossaþjófum sem á landsnámsárum
villta vestursins voru festir upp í
næsta tré, þar sem til þeirra náðist.
Eimir af þeirri afstöðu enn í dreifbýli
þar sem hesturinn var til ekki svo
langs tíma þarfasti þjóninn. Mörgum
finnst enn í dag henging makleg
málagjöld fyrir þjófnað á góðum og
tryggum vini. Einkum þeim sem
finnst það ganga mannáti næst ef
kjötið af honum lendir á diskum.
Því hafa hrossaþjófar meira haldið
sig nærri þéttbýli, þar sem töluvert er
um hrossaeign, en vitað að dómarar
hafa lagt hrossaþjófnað til jafns við
reiðhjólastuld, þegar þeir meta viður-
lög og hegningu. Eru dæmi til þess að
hrossaþjófarnir staðnir að verki hafi
sloppið með skilorðsbundinn dóm.
Er þá mönnum vorkunn, sem
standa frammi fyrir óhuggandi fjöl-
skyldu sinni með þau tíðindi að fjöl-
skylduvinurinn sé kominn í saltkjöts-
tunnu einhvers óvandaðs slátrara,
þótt þeim sé skapi næst að fullnægja
réttlætinu sjálfir?