Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982.
þíídeilir
i|t eining3
&3
Frón:
Matarkex................34,95
Mjólkurkex..............34,65
Albert..................23,25
Kremkex.................33,90
Súkkulaði Marie..........37,95
Café Noir................29,55
Piparkökur
#3 I
Jarðarber:
Samodan.................. 53,85
Veluco.................. 97,95
Smedleys................. 67,80
Krakus..................107,25
#3
Vilkosúpur:
Sveskjugrautur...........23,70
Ávaxtasúpa...............23,70
Sætasúpa.................23,70
Sveskjusúpa..............23,70
Apríkósusúpa............23,70
&3
Royal-búðingar..........11,40
Alpen....................65,40
Swiss style.............. 45,60
10%
afsláttur á öllu öli
i 1/1
kössum.
Þór finnst það kannski skrýtið
cnhjá okkur
fœrðu mikið fyrir lítið.
Sértilboð:
Erinsúpur . 2,00
• Knorrsúpur . 2,00
Sólgrjón 1900 gr . 32,25
Mjöll:
C-l 1 3 kg plastpoki .48,15
C-11 3 kg kartonpoki .... . 52,30
C-Il 10 kg plastpoki 154,20
Extra-sítrón 3,8 1 br . 40,10
Glæ 3 kg plastfata . 57,35
M-6 3,81 br
Primó2lbr
Prímó3,8 1 br . 39,95
Frigg:
Blæklór 2,21 16,70
Dofri br. 21 24,85
íva askja 2,3 kg 44,35
íva poki 3 kg 50,15
iva poki 5 kg 84,90
Íva poki 10 kg 166,85
Sparr poki 5 kg 84,90
Sparr poki lOkg 166,85
Þvol 2,21 26,20
Þvol br. 3,81 44,40
Talsmenn kvennaframboðsins er kynntu stefnuskrána fyrir blaðanðnnnm, fri rinstri: Helga Jókannsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Kristfn Asgeirsdóttir og Hjördfs Hjartar-
dóttir. (DV -mynd: Bjarnleifur)
Kvennaframboðið leggur fram stefnuskrá fyrir borgarstjórnarkosningar:
BORGARBÚAR HAFIRAUNVERULEG ÁHRIF
—fyrsta heildarstef numótun stjórnmálasamtaka í fjölskyldumálum
Endanlega hefur nú verið gengið frá
stefnuskrá kvennaframboðsins fyrir
borgarstjórnarkosningarnar i Reykja-
vik í vor. Vinnuhópar hafa starfað að
einstökum málaflokkum stefnuskrár-
innar frá þvi í janúar en siðan var hald-
in ráðstefna þar sem niðurstöður hóp-
anna voru samræmdar. Stefnuskráin
var siðan samþykkt á félagsfundi 13.
marz. Lítill ágreningur var um stefnu
framboðsins og helzt deilt um hversu
viðamikil og ítarleg stefnuskráin ætti
að vera, að því er aðstandendur
kvennaframboðsins sögðu á blaða-
mannafundi í gær.
í stefnuskránni segir m.a. að þrátt
fyrir sívaxandi stjórnunarkostnað
Reykjavíkurborgar hafi borgarbúar
takmörkuð áhrif á ákvarðanir. Áhrif
borgarbúa séu einungis tryggð í
kosningum á fjögurra ára fresti og ekki
séu nein lágmarkstengsl milli þeirra
sem rneð völdin fara og almennings.
Kvennaframboðið vill þvi leggja
megináherzlu á að borgarbúar fái tæki-
færi til að hafa raunveruleg áhrif á
stjórn borgarinnar. Ein leiðin til þess er
að ibúar hverfa myndi samlök um sín
mál og að hverfasamtökum verði
tryggt vald til að hafa áhrif á mál er
hverfið varða.
Í stefnuskránni segir ennfremur að
kvennaframboðið vilji að horfið verði
frá að binda fjármagn í ákveðnum
málaflokkum sem sé lítt breytanlegt frá
ári til árs. í stað þess skuli leggja fjár-
magn í einn sjóð þannig að hægt sé að
taka myndarlega á málum og í ákveð-
inni forgangsröð. Þá er einnig gerð sú
krafa að rikisvaldið auki framlög sín til
samneyz.lu og félagslegrar þjónustu i
Reykjavík vegna núverandi sérstöðu
hennar hvað varðar íbúasamsetningu
og hlulverk sem höfuðborgar landsins.
Aðslandendur kvennafrantboðsins
lögðu áherz.lu á að þetta væri í fyrsta
skipti sem stjórnmálasamtök í landinu
legðu fram stefnuskrá unt afstöðu sina
til fjölskyldumála. Engin slík heildar-
stefnumótun hefði verið til og væri það
ein meginástæðan fyrir því að kvenna-
framboðið kænti fram.
Á fundinum kom það frant að
kvennaframboðið Itafi vakið mikla
alhygli erlendis og eriendir fréltamenn
leitað til þeirra i miklum mæli. Sérstak-
ur kvennalisti til kosninga hefur ekki
komið fram á Norðurlöndum síðustu
áratugi.
Kvennafrantboðið hyggst gefa út sitt
fyrsta blað í næstú viku og mun þar
verða kunngert hverjar skipa munu
lista samtakanna.
ÓEF
Sparimarkaðurínn
Austurveri
Opið allan daginn.
Stjörnumessa DV:
„ Við æfum af kappi”
—segir Eyþór Gunnarsson, einn liðsmanna Mezzof orte, sem verður
stjömuhl jómsveitin í ár—miðasalan er í dag
Það verður ein vinsælasta hljóm-
sveit á jslandi i dag sem skipar
sljörnuhljómsveitina á Stjörnumessu
DV i ár, nefnilega Mezzaforte.
,,Þaðer allt i fullumgangi hjáokk-
ur og við æfutn af kappi,” sagði Ey-
þór Gunnarsson, einn liðsmanna
Mezzoforte, er við slógum á þráðinn
til hans i gær.
Mez.zoforte verður fimm ára á
þessu ári en hljómsveitin var stofnuð
árið 1977. Það voru þeir Eyþór,
Gunnlaugur Briem, Friðrik Karlsson
og Jóhann Ásmundsson sem stofn-
uðu sveitina á sínum tíma. Þeir spila
Mezzoforte æfir nú af fullum krafti fyrir Stjörnumessuna. Frá vinstri Krístinn, Jóhann, Gunnlaugur, Fríðrik, Eyþór og -
Jóhann.
þar allir enn og hafa fengið til liðs við
sig Björn Thorarensen og Kristin
Svavarsson. Mezzoforte hefur gefið
út þrjár hljómplötur á sínum ferli.
Mezzoforte” kom út 1979, „í
hakanum” 1980 og „Þvílikt og
annað eins” í nóvember á síðasta ári.
Hljómsveitarmenn eru nýkomnir
frá Luxembourg, þar sem þeir gerðu
garðinn frægan. En eru fleiri slíkar
hljómleikaferðir á döftnni?
„Ja, það hefur verið minnzt á að
við spilum erlendis og þá í Evrópu
einhvers staðar, en það er þó allt
óráðið ennþá.”
Hljóðfæraskipan hljómsveitarinn-
ar er sú að Eyþór og Björn spila á
hljómborð, Gunnlaugur á trommur,
Friðrik á gítar, Jóhann á bassa og
Kristinn á saxófón. Nánast öll tónlist
hljómsveitarinnar er frumsamin en
helztu lagahöfundar eru Eyþór og
Friðrik.
— Hvernig hljómlist komið þið til
með að spila á Stjörnumessunni?
„Það verður einkum undirspil fyr-
ir þá skemmtikrafta sem sigra og svo
er ekki ólíklegt að við tökum eitt og
eitt lag af okkar efnisskrá með.”
— Nú eruð þið ekki alveg ókunn-
ugir Stjörnumessu, þar sem þið
voruð einnig stjörnuhljómsveit fyrir
tveimurárum. Hvernig var það?
„Það var mjög skemmtilegt enda
hlökkum við til að takast á við þetta
nú,” sagði Eyþór Gunnarsson.
Eins og kunnugt er hefst miðasala
á Stjörnumessuna í dag og verður
hún í Broadway milli klukkan 14 og
19. Eftirspurn eftir miðum er þegar
orðin gífurleg og er vissara fyrir fólk
að vera vel á verði til að ná miðutn í
tíma á þessa glæsilegustu hátíð árs-
ins.
-KÞ