Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982.
mmjmMmsi
."..................... — bjil*t,áháÍiafhlmM
Útg4fuf4lag: FrJ*la fjötmiOlun hf.
Stjómarf onrnaður og útgáfustjóri: Svainn R. Eyjólfsson.
Framkvœmdmtjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Krisljánsson og Ellert B. Schrom.
Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson.
Auglýsingastjórar: Póll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjórn: Sífiumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiðala, áskriftir, smóauglýsingar, skrtfstofar;
Þverholti 11. Sfrni 27022.
Sími ritstjórnar 88611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf.r Sfðumúla 12.
Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10.
Áskriftarverfl ó mónufli 110 kr. Verfl f lausasöki 8 kr. Hefgarblafl 10 kr.
HvaðgerírGunnar?
Allt frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð,
hafa borgaralega sinnaðir kjósendur haft af því
áhyggjur, hversu víðtækra valda og áhrifa Alþýðu-
bandalagið nýtur. Auk sterkrar stöðu flokksins í
verkalýðshreyfíngunni og forystu hans í borgarstjórn
Reykjavikur var nú búið að leiða Alþýðubandalagið
í ráðherrastóla og umsvifamikil ráðuneyti. Steingrimur
Hermannsson gekk til þess samstarfs með Fram-
sóknarflokkinn undir kenningunni: allt er betra en
íhaldið, og Gunnar Thoroddsen taldi það bandalag
vænlegra fyrir þjóðina heldur en sameinaðan Sjálf-
stæðisflokk.
Nú má vitaskuld endalaust deila um þær afleiðingar,
sem þetta stjórnarmynstur hefur haft á stjómmála-
þróunina og stjórn landsins. Þar heldur hver fram sín-
um hlut og sýnist sitt hvað. Sjálfsagt finnst Alþýðu-
bandalaginu og kjósendum þess flokks að árangurinn
hefði mátt vera meiri af stjórnarsamstarfinu, en öðr-
um, einkum stjórnarandstæðingum, hefur á móti þótt
nóg um.
Athyglisvert er þó að rifja upp ummæli Ólafs
Ragnars Grímssonar, sem hann lét falla fyrir nokkrum
misserum, þess efnis, að núverandi ríkisstjórn væri
meiri og betri vinstri stjórn, fylgdi betur sjónarmiðum
Alþýðubandalagsins en aðrar ríkisstjórnir sem flokk-
urinn hefur átt aðild að. Það er einnig athyglisvert að
ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa hvað eftir annað lýst
ánægju sinni með stjómaraðgerðir, hvort heldur í efna-
hagsmálum, kjaramálum, orkumálum eða ríkisfjármál-
um.
Þessi sjálfumgleði hefur ýtt undir þá skoðun, að Al-
þýðubandalagið væri sterki flokkurinn í ríkisstjórn-
inni, valdamesti stjórnaraðilinn.
í þeirri deilu, sem nú stendur yfir varðandi fram-
kvæmdir í Helguvík, hefur Ólafur Jóhannesson boðið
þessu valdi Alþýðubandalagsins byrginn. Hann hefur
farið sínu fram án þess að spyrja kóng eða prest, hvað
þá ráðherra Alþýðubandalagsins. í þeim átökum nýtur
utanríkisráðherra stuðnings mikils meirihluta þjóðar-
innar. Sá almenni og áberandi stuðningur á ekki síst
rót sína að rekja til þeirrar staðreyndar, að hinn al-
menni kjósandi fagnar því að Alþýðubandalaginu sé
sýnt í tvo heimana. Þjóðin varpar öndinni feginsam-
lega, þegar hún sér og finnur, að til eru stjórnmála-
menn, sem ekki eru auðsveipir þjónar Alþýðubanda-
lagsins.
Enn einu sinni hefur Ólafi Jóhannessyni tekist að
slá á rétta strengi. Fólk varðar ekki svo mikið um sjálft
deiluefnið, en leggur því meira upp úr þeirri festu og
ákveðni, sem utanríkisráðherra sýnir. Hann hefur ekki
gefið þumlung eftir og það væru mikil mistök ef hann
gerði það úr þessu. Enginn reiknar heldur með því, og í
því liggur styrkleiki Ólafs.
En á sama tíma og Ólafur Jóhannesson hefur haft
pólitískt nef og þor til að takast á við Alþýðubandalag-
ið og hafa betur, hafa sjálfstæðismennirnir í ríkisstjórn
haft hægt um sig. Þetta eru flokksmönnum þeirra mik-
il vonbrigði. Það gengur jafnvel svo langt, að i gærdag
ber Þjóðviljinn þess öll merki, að nú sé forsætisráð-
herra síðasta haldreipið. Alþýðubandalagið setur allt
sitt traust á Gunnar Thoroddsen. Hann er maðurinn
sem á að fá utanríkisráðherra til að lúffa fyrir sjónar-
miðum Alþýðubandalagsins.
Engu skal spáð um viðbrögð forsætisráðherra. Sjálf-
sagt er honum annt um framhaldslíf ríkisstjórnarinnar.
En vonandi verður það ekki til þess, að hann verði
gerður að heiðursfélaga í Alþýðubandalaginu. Enginn
vill honum svo illt.
ebs
,Aö öllu þessu athuguðu skyldi enginn verte Uaaa á því þótt heriMrar gyllu á afliðandi sumri.
FJÖRSPRETTIR
EÐA FJÖRBROT?
Það hefur verið talsverður fyrir-
gangur í sumum ráðherrunum okkar
undanfarið og býsna algengt að menn
spyrji „heldurðu að hún sé að
springa?” áður en þeir bölva veðr-
inu, sem venjulega er fyrsta og
síðasta umræðuefni íslendinga. Satt
best að segja hefur manni á stundum
fundist að hún væri þegar sprungin,
eða í það minnsta að svo illa væri
komið fyrir henni að andlátið væri
nánast formsatriði. En saman hefur
hún lafað og saman mun hún lafa,
nema því aðeins að eitthvað fari úr-
skeiðis fyrir klaufaskap einhvers I
taugastríðinu. Hins vegar fer ekki hjí
því að menn spyrji sig að því hvori
hér sé einungis um gauragang a{
ræða, eða hvort hér sé að brjótast úi
alvarlegur ágreiningur og tauga-
spenna, hvort menn séu að hengjí
bakara fyrir smið og deila um keisar-
ans skegg til þess að draga athyglinr
frá alvarlegri hlutum.
Ætla ekki að sprengja
Ég er viss um að aldrei hefur staðit
til að sprengja ríkisstjórnina á Helgu
víkurmálinu. Hins vegar hefur marg
háttuð taugaspenna brotist út í því
bæði viljandi og óviljandi. Utanríkis
ráðherra ?r ósárt um þótt kommai
fái að éta öfan i sig eitt málið enn
Á fimmtudegi
ástæða til þess að spyrna við klaufum
i Helguvíkurmálinu. En fleira amar
aðáþeimbæ.
Skoðanakannanir hafa sýnt að fylgi
Alþýðubandalagsins stendur ekki
traustum fótum þessa dagana. Þátt-
taka 1 sameiginlegu prófkjörum
bendir óneitanlega 1 sömu átt, þótt
varlegt sé að taka þær tölur of alvar-
lega. Svo hrikalegur vandi blasir við í
efnahagsmálum, að engin von er um
•..................... >< —
Magnús Bjamfreðsson
^ „Utanríkisráðherra er ósárt um þótt
kommar fái aö éta ofan í sig eitt málið
enn í sambandi viö herstööina. Hann er hvergi
nærri búinn að gleyma 1978, og þar sem þetta
er eini vettvangurinn sem hann hefur til þess
að ná sér niðri á þeim, sem þá beittu óheiðar-
legum kosningaloforðum, er honum ósárt um
þótt þeim svíði eitthvað vegna aðgerða þar.”
sambandi við herstöðina. Hann er
hvergi nærri búinn að gleyma 1978,
og þar sem þetta er eini vettvangurinn
sem hann hefur til þess að ná sér niðri
á þeim, sem þá beittu óheiðarlegum
kosningaloforðum, er honum ósárt
um þótt þeim svíði eitthvað vegna að-
gerða þar. Einn af frammámönnum
komraa, utan ríkisstjórnar, hefur líka
verið óvarkár í orðum bæði um ráð-
herrann og samflokksmenn hans í
ríkisstjórn og mun utanríkisráðherra
ósárt um þótt hann þurfi eitthvað að
útskýra hvers vegna mál snúast á
þann veg sem þau gera. Að auki kem-
ur svo að vafalaust fylgir ráðherrann
sannfæringu sinni i málinu.
En hvers vegna láta allaballar
svona út af Helguvíkurmálinu? Þeir
hafa gildar ástæður til þess. í fyrsta
lagi andúð nær allra sinna kjósenda á
herstöðinni og öllum framkvæmdum
í sambandi við hana. Kjósendum
þeirra þykir nógu slæmt að þeir skuli
fallast á að ekki sé hróflað við málum
á Keflavíkurflugvelli á meðan þeir
sitja í ríkisstjórn, hvað þá að nokkrar
nýjar framkvæmdir eigi sér stað.
Þetta eitt er ráðherrunum nægileg
bata á þeim vettvangi, kaupmáttur
mun rýrna og verðbólgan aukast.
Þessi þróun mun halda áfram fram á
næsta vor og raunar lengur. Þess
vegna er ekki auðvelt að slá sig ti!
riddara á þeim vettvangi og ekki
óeðlilegt að gamli herstöðvarkutinn
sé brýndur og skekinn til þess að
reyna að hressa liðið á einhverju.
Alþýðubandaiagið vill hins vegar
ógjarnan hlaupa úr þessari ríkis-
stjórn. Það hefur komið áleiðis
ýmsum hugðarefnum sínum í henni
og ráðherrar þess vilja sitja áfram.
Þess vegna hafa þessi átök að vissu
leyti verið „stormur í vatnsglasi” eins
og nú tíðkast að segja. Hins vegar
hafa gusurnar gengið út á barma og
líklega hefur á stundum litlu mátt
muna að ekki væri of langt gengið.
Hve lengi
lafir hún?
Fellur þá allt í ljúfa löð, þegar
Helguvíkur-deilum lýkur? Það er ég
hræddur um ekki. Ég held að þetta
mál muni draga talsvert vænan dilk á
eftir sér. Andrúmsloftið innan ríkis-
stjórnarinnar verður ekki hið sama á
eftir. Til þess liggja ýmsar ástæður. í
fyrsta lagi styttist til kosninga, hvort
sem þær verða í haust eða vor, og
kosningaskjálftinn mun ágerast. í
öðru lagi endurspegla átökin í þessu
máli nokkuð þá þreytu, sem ég
minntist á fyrir skömmu, vegna þess
hve lítt forsætisráðherra er gefinn fyrir
að stjórna. Hann hefur notað þá að-
ferð að etja framsókn og kommum
saman, þar til þeir hafa komist að
niðurstöðu, í stað þess að taka af
skarið, einkum í efnahagsmálum.
Samráðherrar hans úr báðum flokk-
um hafa ekki farið dult með að þeir
séu orðnir þreyttir á þessu.
í þriðja lagi er það nú svo að þrátt
fýrir allar barnalegar yfirlýsingar
ráðherra og ráðuneyta um að verð-
bólgan sé fjörtíu og eitthvað prósent
eftir þvi hvaðan á árinu sé reiknað,
þá veit öll þjóðin betur. Menn eru
ekki bara þreyttir á þessum fullyrð-
ingum, heldur eru þær orðnar al-
mennt aðhlátursefni. Hið rétta er að
verðlag á einhverjum tilteknum vör-
um og þjónustu hefur hækkað um
þessi prósentustig vegna ýmiss konar
fjármagnsmöndls opinberra aðila og
með gengdarlausri skuldasöfnun
opinberra fyrirtækja og einkarekst-
ursins erlendis og innanlands. Verð-
lag á öðrum vörum og þjónustu hefur
rokið miklu meira upp og ef ráðherr-
arnir trúa þessu ekki ættu þeir bara
að spyrja konurnar sínar.
Við allt þetta bætist að nú er fram-
undan samdráttur í þjóðarfram-
leiðslu, meðal annars vegna þess að
búið er að ofveiða annan mesta
nytjafiskistofn landsmanna. Barátt-
an við álhringinn hefur gengið heldur
böslulega, svo ekki er von á miklum
happdrættisvinningum á þeim vett-
vangi stóriðju, að minnsta kosti ekki
á meðan núverandi ríkisstjórn situr.
Allt þetta veldur því að erfitt
verður fyrir stjórnina að sitja til vors.
Alþýðubandalagið á mikilla hags-
muna að gæta í verkalýðshreyfing-
unni og það er ekki glæsilegt fyrir
forystusveitina þar að skýra frá því
að við blasi versnandi lífskjör. Allar
kauphækkanir séu falskar ávísanir
sem leysa verði út með gengisfellingu,
seðlaprentun og skuldasöfnun í enn
ríkari mæli en fyrr. Enginn þarf að
búast við að verkalýðshreyfingin
kyngi því að fá engar grunnkaups-
hækkanir, enda þótt þær séu falskar.
Þar með er niðurtalningin farin út í
veður og vind eina ferðina enn, og
framsóknarmenn álíka illa staddir og
allaballarnir.
Stjórnarandstaðan lætur lítið á sér
kræla, telur líklega að stjórnin sé ein-
fær um að koma sjálfri sér frá. Það
læðist líka að manni iliur grunur um
að það sé ekki tilviljun, hve lítið hún
ræðir hið alvarlega ástand sem við
blasir, hverjir svo sem stjórna. Þar á
ég við samdrátt þjóðartekna. Það er
nefnilega auðveldara að æsa til
óeirða á vinnumarkaðnum ef menn
vita ekki of mikið um ástandiö.
Að öllu þessu athuguðu skyldi eng-
inn verða hissa á því þótt herlúðrar
gyllu á afliðandi sumri.
Magnús Bjarnfreðsson