Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Jane fonda; Lagói hönd é ptóginn tt hjálpar rússnoskum gyðingum. JaneFonda heiðruð í Jerúsalem Kvikmyndaleikkonan, Jane Fonda, var nýlega heiðruð í ísrael fyrir skerf þann sem hún hefur lagt til hjálpar gyðingum sem haldið er föngnum i Sovétrikjunum. Fonda skrapp í tveggja daga ferð til Ísrael og veitti þar móttöku heiðurskjali frá Hebrew University í Jerúsalem fyrir að hafa unnið að því að fá gyðinga lausa úr sovézkum fangelsum, en þeir hafa það eitt til saka unnið aö vilja flytjast úr landi. Hann rayndist ekki vera Sjakalinn heidur baskiskur hryOjuverka- maöur, Justo Ortego Ezquerra. Hann var ekki Sjakalinn Mexikanska lögregian var heldur betur upp með sér er hún héM sig hafa handtekið lögfræðingssoninn lllich Ramirez Sanchez, sem betui er þekktur undir nafninu Carlos eða Sjakalinn. Maðurinn hélt því að visu fram að hann væri baskískur hryðjuverka- maður, Justo Ortego Ezquerra að nafni, og að tengdafaðir hans hefði komið honum í hendur lögreglunnar af því að honum geðjaðist ekki að starfihans. , Því miður reyndist hann hafa rétt fyrir sér og Sjakalinn er enn þá frjáls. Eins og DV hefur skýrt frá hefur hann sent franska innanrlkisráð- herranum morðhótun og bíða núallir spenntir eftir þvi hvað gerist er frestur sá er hann gaf ráðherranum tii að sleppa úr haldi tveimur félögum Sjakalans rennur út. Glaumgosinn Julian Lennon — Julian Lennon er orðinn einmitt sú tegund næturklúbba-glaumgosa sem faöir hans fyrirleit hvað mest. Þetta eru orð fegurðardísarinnar Kate Latto sem deildi lífinu með Julian í þrjá mánuði. Kate(21 ársjsagði frá kynnum sínum við Julian í blaðaviðtali og útskýrði hvers vegna ástarævintýri þeirra hlaut að fara út um þúfur. — Sambandi okkar er lokið vegna þess að frægðin hefur stigið honum til höfuðs, sagði hún. — Julian er á góðri leiö með að þróast i mann sem faðir hans hefði hatað og fyrirlitið. Julian (18 ára) komst í sviðsljósið er faðir hans var myrtur í New York fýrir 15 mánuðum. Þangað til hafði hann lifað kyrrlátu lífi með móður sinni, Cynthiu, í Norður-Wales. Hinn blíðlyndi Julian gjörbreyttist á hálfu ári og sést nú helzt á næturklúbb- um, sötrandi kampavín. Gerir allt til að líkjast föður sínum f útliti — Hann gerir allt til að líkjast hinum fræga föður sínum í útliti, segir Kate. — Hann er meira að segja búinn að útvega sér samskonar gleraugu og John bar. Þetta er synd. Hann lifir á frægð föður síns í stað þess að gera eitthvað úr sjálfum sér. Kate kynntist Julian í boði hjá sameiginlegum vinum skömmu eftir að Julian fluttist til London. — Hann var svo hlédrægur og kurteis, segir hún. — En svo bauð einn af frægustu næturklúbbunum í London, Wedgies, honum ókeypis félagskort og eftir það kepptust aðrir Tekinn fyrir ölvun við akstur UNDIRFÖT SEM HÆFA __ __ ■ vitum við ekki annað en að UJP I I ■ brúðfíuminn hafi verið harð- gjj|^ | ánœnður með val hennar. Ein þekktasta sýningarstúlka Breta, Jackie Jones, gekk ný- lega i hjónaband með sínum heittelskaða, múraranum Sam Hughes. Fór athöfnin fram I viðurvist jjölda lögreglumanna. Áttu þeir að tryggja öryggi brúðarinnar en hún hafði úður fengið hótunarbréf frú einum aðdúenda sinna, sem úleit að það væri hann sem œtti að leiða hana upp að altarinu. Samkvœmt úliti Jackie er það ekki bara brúðarkjóllinn sem skiptir múli við brúðkaup, heldur llka það sem brúðurin klœðist undir honum. Hér sýnir hún þau undirfot sem henni fannst sjúlfri hæfa bezt við tækifæri sem þetta og næturklúbbaeigendur i borginni um að gera það sama. — Hann var umsetinn sýningar- stúlkum og kampavínið flaut í stríðum straumum. Og auðvitað var Julian ævinlega látinn borga brúsann. Hann breyttist á skömmum tíma í ófyrirleit- inn glaumgosa og það eyðilagði sam- band okkar. Kate vonar þó að Julian komist yfir þetta tímabil í ævi sinni og snúi sér að því að þroska sína eigin tónlistarhæfi- íeika. Hann hafði verið stöðvaður á bíl sínum eftir að hafa neytt kvöldverðar með konu sinni, Joanna, á ítölsku veitingahúsi í Beverly Hills. Sagði hann ástæðuna hafa verið þá að De Lorean, sportbíllinn hans. bar ekki skoðunarmerki fyrir árið 1982. — Auðvitað lá svo beint við að athuga í leiðinni hvort við hefðum neytt of mikils víns með kvöldverðin- um, sagði hann. Johnny Carson og gervHögrogÉummðurinn: ÖBu gamnl fytglr nokkur ab Og því miður reyndist hann hafa drukkið of mikið með matnum og hafa mun meira alkóhólmagn í blóð- inu en leyfilegt er til aksturs. Johnny Carson má því búast við að fá allt að 60 daga fangelsisdóm í viðbót við háa fjársekt er mál hans kemur fyrir rétt. t skömmum tfma úr hUdnugmn ungum manní i gtoumgosa. Kmtm Latto: ÁstmsambandU fór út um þúfur af þvi að frmgðtn staég Jutian tHhöfuös. Söngvarinn Johnny Carson var nýlega tekinn fyrir ölvun við akstur í Los Angeles i Bandaríkjunum. I fyrstu reyndi hann að gera gott úr öllu saman með því að birtast á svið- inu I sjónvarpsþætti sinum „Tonight” með leikara í gervi lög- reglumanns. Síðan útskýrði hann hvað gerzt hafði fyrir áhorfendum sínum: Belushi lagður til hinztu hvfldar Leikarinn John Belushi var lagður til hinztu hvíldar á eyjunni Martha’s Vineyard, utan við Cape Cod í Massachusetts, en þangað hafði hann einmitt oft leitað hvíidar frá frægð- inni á meðan hann lifði. — Hann var einn af okkur og hon- um leið afskaplega vel hér, segir verkamaðurinn, Christopher Chandler, en þeir Belushi urðu góðit vinir eftir að leikarinn flutti til eyjunnar 1979. — Hann ók hér um í gamalli Volvo-druslu og allir eyjar- búar virtu þá ósk hans að fá að vera í friði. Enda hafa allir flutzt hingað af sömu ástæðu: Til að losna við firringuna á meginlandinu. Belushi komst fyrst á frægðartind- inn fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttun- um Saturday Night Life. Hann var jarðaður í Abel’s Hill-kirkjugarðin- um sem tekinn var i notkun á 18. öld. Hann er skammt frá heimili Belushis og þaðan er fagurt útsýni yfir hafið. Starfsbróðir hans og félagi, Dan Aykroyd, hafði sinn eigin hátt á að kveðja vin sinn. Hann ók frá kirkju- garðinum I gamla Dodge Monaco- bílnum sem þeir Belushi notuðu í Chicago er verið var að taka þar myndina The blues Brothers. Dan var klæddur svörtum leðurjakka og með ennisband í litunum rautt/hvítt/- blátt. Fáir leikarar við jarðarförina Aykroyd tók lát vinar sins greini- lega ákaflega nærri sér, en Belushi var aðeins 33 ára þegar hann lézt. Er komið var með kistu hans á svörtum börum strauk Aykroyd blíðlega yfir kistulokið og sagði: — Sofðu vel. Eins og DV hefur skýrt frá fannst lik Belushis í hótelíbúð í Los Angeles, en hann var staddur í Kaliforníu til að vinna að nýrri mynd, Noble Rot. Margir þeirra, sem voru viðstaddir jarðarförina, segjast hafa undrazt hversu fáir af fyrrverandi félögum Belushis úr Saturday Night Life komu til að votta honum hinztu virð- ingu. Fyrir utan Aykroyd voru aðeins gamanleikarinn Bill Murray og fram- leiðandinn, Lorne Williams, við jarðarförina. Fyrir utan þá var ekki annað af frægðarfólki en leikararnir Treat Williams og Cathryn Walker. Williams lék með Belushi í myndinni 1941 en Walker í myndinni Nágrannarnir. Þeir sem skoðuðu líkið fundu merki eftir sprautu á handlegg hans og var í fyrstu talið að hann hefði lát- izt af of stórum skammti af kókaíni. en eins og fram hefur komið í DV er réttarlæknirinn á öðru máli og gengur treglega að staðfesta dánaror- sökina. Það leikur þó enginn vafi á því að Belushi var éiturlyfjaneytandi. Hand- leggsæðar hans báru nálarstungum glöggt vitni og segja þeir sem þekkja hann að hann hafi sprautað sig með svokölluðu „free base” kókaíni, en það er kókaín i sinni hreinustu mynd eftir að önnur efni hafa verið fjar- lægð úr því. Dan Aykroy var einn afþeim som béru kistuna. John Belushi eins og viO munum hann úr myndinni Animal Hou- se eOa öOru nafni Datta kiíkunni. wrnm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.