Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 36
Samkomulag í deilu Hrafnagilshrepps og Hitaveitu Akureyrar: Hrafnagilshreppur fær vatn og hitaveitu Eftir langan og strangan fund náðist samkomulag milli Hitaveitu Akureyrar og Hrafnagilshrepps um virkjanir Hitaveitunnar í hreppnúm og endurgjald fyrir heitavatnsréttinn. Samningamenn deiluaðila undir- rituðu samkomulagið með fyrirvara um samþykki stjómar Hitaveitunnar, bæjarstjórnar Akureyrar og hrepps- nefndar Hrafnagilshrepps. Hitaveita Akureyrar hefur borað tvær holur i Hrafnagilshreppi sem gefa nægjanlega mikið heitt vatn til að vera virkjanlegar. Hefur önnur þeirra þegar v,;rið virkjuð. Er hún í landi Hrafnagils. Gerði Hitaveitan samning við Hjalta Jósefsson, bónda þar, um heitavatnsréttinn. Hin holan er í landi Botns, sem er jörð í eigu Akureyrarbæjar. Félagsheimilið Laugarborg, barna- skólinn og Hrafnagilsskóli voru hituð upp með heitu vatni úr sjálfrennandi lindum. En vatnið úr þessum lindum gekk til þurrðar. Vildu ráðamenn Hrafnagilshrepps kenna borunum og kraftmiklum dælingum Hitaveitunn- ar um. Vildu þeir fá vatn til að hita áðurnefnd mannvirki frá Hitaveit- unni endurgjaldslaust í bætur fyrir vatnið sem hvarf. A þessi rök hafa stjórnendur Hitaveitunnar ekki viljað fallast. Um þetta hefur verið deilt. Til að leggja áherzlu á kröfur sinar stefndi hreppsnefnd Hrafnagils- hrepps bæjarstjóra og forseta bæjar- stjórnar Akureyrar, til að fá ógild- ingu á samningi Hitaveitunnar við Hjalta. Samkvæmt heimildum DV gerir samkomulagið ráð fyrir að Hita- veitan láti áðurnefndum mann- virkjum í té ákveðið magn af vatni endurgjaldslaust. Jafnframt er i sam- komulaginu ákvæði um lagningu hitaveitu í hreppinn. ,,Eg held að báðir aðilar geti við þetta samkomulag unað, það gáfu báðir eftir,” sagði Haraldur Hannes- son, oddviti Hrafnagilshrepps, i sam- tali við DV, en hann vildi ekki tjá sig frekar um samkomulagið. Samkvæmt heimildum DV eru allar líkur til þess að samningarnir verði samþykktir af hálfu Hrafnagils- hrepps. Hins vegar mun ekki vera jafnmikil ánægja með samningana í stjórn Hitaveitunnar, en Vilhelm Steindórsson hitaveitustjóri og Helgi M. Bergs bæjarstjóri stóðu að samningsgerðinni f.h. Hitaveitunnar. GS Akureyri Þessi tekur ekki þátt í kapphlaupi stóru bátanna um sem mestan afía, en áhöfnin sækir engu að síður fast Myndin var tekin við Reykjavíkurhöfn íbirtingu ímorgun. fDg.myntf s.J r Góður af li á vetrarvertíðinni: ÞORUNN ENN HÆST MEÐ YFIR800 TONN Sigurjón Öskarsson og skipvcrjar hans á Þórunni Sveinsdóttur VE voru komnir að með langmestan afla allra báta á vetrarvertíðinni þegar við höfðum samband við verstöðvarnar í gær. Var Þórunn Sveinsdóttir þá komin með 828 lestir eða 225 lestum meir en næsti bátur sem er Hrungnir frá Grii.davík. Vertíðin hefur gengið mjög vel hjá Vestmannaeyja-og Hornafjarðarbátun- um í vetur. Á Hornafirði höfðu t.d. í gær borizt á land 5958 lestir en á sama tíma í fyrra var aflinn 2684 lestir. Aflahæstu bátarnir á landinu í gær voru frá Vestmannaeyjum, Grindavík, Þorlákshöfn og Hornafirði og eru það þessir: Þórunn Sveinsdóttir, Vestm. Lestir 828 — Hrungnir, Grindavík 603 — Hvanney, Hornafirði 596 — Arnar, Þorlákshöfn 591 — Njörður, Þorlákshöfn 591 — Álfsey, Vestmanneyj. 570 — Suðurey, Vestmannaeyj. 569 — Hafberg, Grindavík 565 — Hrafn, Grindavík 561 — Ófeigur, Vestmannaeyj. 543 — Þar á eftir koma svo Ólafur Ingi, Keflavík, með 497 lestir, Katrín, Vestmannaeyjum, með486, Pálmi, Patreksfirði, með 470, og Húnaröst, . Þorlákshöfn, einnig með 470 lestir það sem af er þessari vertíð. -klp— Framsókn ræðir Blöndusamninga: Máliö varð ekki útrætt „Málið var ekki útrætt í þessum fundi,” sagði Páll Pétursson alþingis- maður um þingflokksfund Framsókn- arflokksins i gærkvöldi þar sem rætt var um hvort veita ætti ráðherrum flokksins heimild til að staðfesta ný- undirritaða samninga um Blönduvirkj- un. 150 mál óafgreidd á Alþingi og von á f leirum: Stefnt að þinglausnum fyrir 1. maí Á fundi forustuliðs þingflokka og ríkisstjórnar nú nýverið kom fram sú ósk stjórnarliða að þinglausnir yrðu fyrir I. maí. Ekki var tekin ákvörðun og eru stjórnarandstæðingar vantrúað- ir á að unnt verði að Ijúka þingstörfum fyrir þennan tíma. Nú er aðeins mánuður fram að þess- um tímamörkum, ef páskaleyfi er reiknað inn í dæmið. Óafgreidd mál á, þinginu eru nú hátt í 150 og von er á talsverðri viðbót. Þar af eru ríkisstjórn- armál um þriðjungur og að minnsta kosti helmingur þeirra, sem verður að afgreiða í vetur. Eins eru allmörg mál stjórnarandstöðuflokkanna og ein- stakra þingmanna, sem lögð verður áherzla á að ljúka. Eru það raunar kaup kaups enda byggist flýtir þing- lausna á samkomulagi stjórnar- og stjórnarandstöðuflokka og ríkisstjórn- ar. HERB Páll sagði að stjórnarmenn úr Land- verndarsamtökunum og Björn á Löngumýri hefðu mætt á fundinn og gert grein fyrir skoðunum sinum og svarað spurningum. Siðan hafi orðið nokkrar umræður en ekki hafi tekizt að Ijúka þeim í gærkvöldi. „Eg vona að framsóknarmenn beri gæfu til þess, eins og venjulega, að finna skynsamlega lausn á þessum málum,” sagði Páll Pétursson, en vildi ekki að öðru leyti greina frá hvaða af- stöðu þingmenn hefðu tekið til málsins áþingflokksfundinum. ÓEF irjálst, óháð dagblað FIMMTUDAGUR 18, MARZ 1982. Síðasta orðsending Svavars til Óiafs: Eyðileggur ráðuneyti Svavars— án samráðs i gær var birt opinberlega bréf Svavars Gestssonar félagsmálaráðherra til Ólafs Jóhannessonar utanríkisráð- herra frá í fyrradag þar sem Svavar telur reglugerð Ólafs um skipulagsmál á varnarsvæðum „óviðeigandi.” En sú reglugerð var gefin út nú á mánudag- inn. Vísar Svavar til reglugerðar um skipulagsmál á Suðurnesjum sem hann gaf út réttri viku áður. I bréfinu telur Svavar sig sem skipu- lagsráðherra rétt yfirvald í þess- um skipulagsmálum. Bréfinu lýkur þannig: „Telja verður að ekki sé til of mikils mælst að ekki sé beinlínis gerð tilraun til þess að eyðileggja það starf sem unnið er í félagsmálaráðuneytinu á umræddu sviði og þaðán nokkurssam- ráðs við ráðuneytið eða ráðherra.” HERB Bakarinnfékk þrjúatkvæði Á fundi borgarstjórnar í dag verður m.a. fjallað um umsóknir um stöðu forstöðumanns hins nýja vistheimilis aldraðra við Snorrabraut. Félagsmálaráð tók þær 7 umsóknir sem bárust um stöðuna fyrir á fundi sínum í síðustu viku og fór þar fram skrifleg atkvæðagreiðsla. Sigrún Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur hlaut þar 4 atkvæði en Hermann Bridde bakari 3 atkvæði. Nýja vistheimilið, sem er á milli Sundhallarinnar og Heilsuverndar- stöðvarinnar.veiður tekið í notkun á næstunni. Því hefur þegar manna á meðal verið gefið nafnið Droplaugarstaðir en þarna var á sínum tima gata eða stígur sem hét Droplaugarstigur. -klp- LOKI ,Nýting orkulindanna stór- brotið viðfangsefni" hefur Þjóðviijinn eftir Hjörierfi i for- síðufyrirsögn i morgun. Er maðurkm fyrst núnm mð uppgötva þetta? hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.