Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ1982. HVAÐ SEGJA ÞEIR SEM MINNSTS ÁUTS NJÓTA? Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er i minnstu áliti íslenzkra stjórnmálamanna sam- kvæmt skoðanakönnun sem DV gerði um miðjan febrúar. Niður- stöður skoðanakönnunarinnar voru birtar i blaðinu í gær. Spurt var: Á hvaða stjórnmála- manni hefur þú minnst álit? 44 eða 7,3% þeirra sem spurðir voru nefndu Geir Hallgrímsson. Greinilega kom fram, er skoðana- könnunin var gerð, að margir voru ófúsir að svara þessari spurningu enda er hlutfallstaia þess hæsta ekki mjög há. Blaðinu tókst ekki að ná í Geir Hallgrímsson í gær til að inna hann álits á þessum niðurstöðum. Geir var á mörgum og löngum fundum í þinginu. Geir hafnaði hins vegar í fjórða sæti er spurt var: Á hvaða stjórn- málamanni hefur þú mest álit? Er Geir var inntur álits á niðurstöðum þeirrar könnunar sagði hann: ,,Ég tek nú ekki of mikið mark á skoðanakönnunum Dagblaðsins og tel því ekki tilefni til að draga sérstak- ar ályktanir af þeim, eins og ég hef raunar áður sagt.” Geir sagði þá ennfremur að sér sýndist sem forráðamenn blaðsins legðu sífellt minna upp úr niður- stöðum skoðanakannananna, ætluðu sér drýgri tíma til að vinna úr svörum og birtu niðurstöður löngu eftir að skoðanakönnunin sjálf fór fram. En hvað segja þeir sem komu á eftir Geir? Svör þeirra fara hér á eftir. -KMU. Ólafur Ragnar Grimsson. Í næst- minnslu áliti. „Mikið hól” — ef þettaeru kjósendur Sjálf- stæðisf lokksins, segirÓlafur Ragnar Grímsson „Það er greinilegt að menn láta sér ekki standa á sama um hvað verið er að gera og taka afstöðu,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins, en hann er í næstminnsta áliti þeirra sem svöruðu í skoðanakönnun DV. ,,Hins vegar væri fróðlegt að vita hvort þessir 27, sem vilja mig i þetta sæti, séu kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins, Alþýðubandalagsins eða annarra flokka. Ef þetta eru kjósendur Sjálf- stæðisflokksins tel ég þetta mikið hól. Ef þetta væri kjósendur Alþýðubanda- lagsins teldi ég málið heldur verra,” sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar hafnaði i 12. sæti þegar spurt var hvaða sljórnmála- manni fólk hefði mest álit á. -KMII. „Umdeildir menn” — segirSvavar Gestsson „Auðvitað er greinilegt að þessir menn eru umdeildir,” sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalags- ins, en hann er í þriðja sæti hjá þeim sem svöruðu spurningunni um hvaða stjórnmálamanni þeir hefðu minnst álit á. „Þetta eru þeir menn sem fólk tekur eftir í fjölmiðlum. Að öðru leyti vil ég ekkert um þetta segja,” sagði Svavar. Svavar varð fimmti þegar spurt var hvaða stjórnmálamanni fólk hefði mest álit á. -KMU. Svavar Gestsson. i þriflja minnsla áliti. Kjartan Jóhannsson. I fjórða minnsta áliti. „Betur við vin- sældir” — segir Kjartan Jóhannsson „Ég hef nú ekki mikið um þetta að segja,” sagði Kjartan Jóhannsson, for- maður Alþýðuflokksins. „Ætli mér líki ekki betur vinsældirn- ar en óvinsældirnar,” bætti hann við. Kjartan er fjórði í röð þeirra stjórn- málamanna sem minnsta álitsins njóta. í könnuninni þar sem spurt var um stjórnmálamenn í mestum metum hafnaði Kjartan í 6.—7. sæti. -KMU. »Tek þessu eins og öðru” — segir Vilmundur Gylfason „Ég tek þessu eins og hverjum öðrum upplýsingum. Að öðru leyti vil ég ekkert um þetta segja,” sagði Vilmundur Gylfason, þingmaður Alþýðuflokksins, en hann er fimmti i röðinni yfir þá stjórnmálamenn sem eru í minnstu áliti samkvæmt skoðana- könnuninni. -KMU. Vilmundur Gylfason. í fimmta minnsta áliti. Geir Hatlgiimsson: 7,3 af hundraði höfðu minnst álit á honum. Mótleikur Rugleida gegn verkföllum: íslenzkir hleðslumenn sendirmeð vélumtii London Eins og fram kom í fréttum fyrir nokkrum vikum lentu Flug- leiðir í stökustu vandræðum með fraktflutninga til London vegna verkfalls þeirra starfsmanna á Heathrowílugvelli sem annast hléðslu og losun flugvélanna. Til að koma i veg fyrir áfram- haldandi erfíðleika vcgna þessa var gripið tii þess ráðs að senda tvo islenzka hleðslumenn með hverri vél til London. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafull- trúa Flugleiða, hefur gengið mjög vel siðan og íslendingarnir mun röskari og afkastameiri en gerist og gengur með brezka kollega þeirra. Á tímabili var ástandið orðið svo slæmt að senda þurfti fraktina i gegnum Luxemborg. Þessu er nú búið að kippa í liðinn og hreinsa upp allt það sem safn- azt hafði fyrir af óferjuðum varn- ingi. Það eru starfsmenn í tveimur af þremur afgreiðslubyggingum á Heathrow sem I verkfalls- aðgerðum standa. Þeir hafa ekki getað fellt sig við þá samninga sem verkalýðsfélagið gerði fyrir þeirra hönd. Telst verkfallið því ólöglegt. Af þeim sökum er ekki hægt að koma i veg fyrir að út- lendingargangi í þeirrastörf. -JB. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Stigbeygður útreikningur vísitölu Einhverjir þingmenn hafa komist að raun um að verðbólgan nemi 60% frá febrúar 1981 — febrúar 1982. Hún mun hins vegar hafa verið skráð rúm 40% um síðustu áramót. Þetta eru inerkilegar niðurstöður og sýna inn i þær leikfléttur, sem menn beita almenning, þegar á að mæla lífskjör hans í tölum. Það merkilega við þetta er, að báðar tölurnar eru eflaust réllar. Þó mun þriðja talan vera rétl- ust, sem miðuð er við verðbréfasölu, en þar lætur nærri að verðbólgan sé 70%. Það er auðvitað engin von til þess að almenningur geti áttað sig á þessu, enda hefur verðbólgan löngum veríð einskonar æðrí vtsindi við- skiptalifsins, og margar fallegar ræður hægt að halda um ástand efna- hagsins án þess að þær leiði nokkurn tíma til sömu niðurstöðu. íslenskir stjórnmálamenn hafa löngum unað betur við rökræður en staðreyndir, og þess vegna hafa þeir átt í erfið- leikum með að halda upp um sig virð- ingunni. Fyrir liggur útreiknuð vísitala, sem miðuð er við þarfir þjóðfélagsins eins og það er í dag, en ekki eins og það var fyrir tuttugu árum. í þeim gömlu útreikningum, sem núverandi visitala byggir á, skilst manni að land- búnaðarafurðir hafi numið um 60%. Gildi þeirra I dag í vísitölu er talið nema um 30%. Síðan, þegar þessi liður er greiddur niður, hefur sú niðurgreiðsla 60% áhrif á visitöluna. Þetta er auðvitað rétt samkvæmt þeirri reglu sem gildir, en alrangt miðað við þarfir heimila i nú- tímanum. Launþegahreyfingin leggur mikið upp úr vísitölu og vill miða allt sitt ráð við hana. Þótt útreikningur hennar sé orðinn kolvitlaus vegna þess að hann miðar við þjóðfélagið fyrir tuttugu árum, skal visitalan samt vera sá mælikvarði, sem laun- þegar sjá bestan. Til viðbótar hafa forustumenn þeirra unað skerðingu á útreikningi samkvæmt svonefndum Ólafslögum. Nú eru launþegar enn einu sinni byrjaðir að ræða launamál sín við vinnuveitendur og byggja sem fyrr á stöðu, sem að hluta reiknast af vit- lausri visitölu. í kröfum þeirra heyrist hvergi minnst á að taka beri upp nýjan visitölureikning, þar sem t.d. rollukjöt er ekki talið nema 60% af neyslu heimilanna. Sannast mála er, að launþegahreyfingunni blöskrar ef á að fara að taka upp réttan vísi- tölureikning, þar sem innifalið er bensínverð og' sólarlandaferðir. Og líklega blöskrar þjóðinni allri, þegar hún hefur grun um að sannleikurinn í málinu bíði fullreiknaður hjá Hag- stofunni. Ljóst er að allir eru sammála um það um sinn að lifa samkvæmt kol- vitlausri vísitölu. Niðurtalning Fram- sóknar byggir m.a. á þessu, og nú er stefnt að því að fara með vísitölu niður i 30% á ársgrundvelli. Þetta er auðvitað fallega hugsað, en sam- kvæmt fyrrgreindu gæti vísilalan í raun staðið í 80% þann dag sem for- sætisráðherra kcmur i útvarp og til- kynnir að langþráðu 30% marki hafi verið náð. Og til hvers er þá verið að þessu? Jú, rökræðan í efnahagsmálum krefst þess að verðbólgan lækki. Um það eru menn nokkurn veginn sammála. Framsókn hefur auðvitað lykilstöðu i því máli, enda munu landbúnaðarafurðir spila þar stóra rullu. Auðveldust væri niðurtalningin ef visilalan væri alfarið reiknuð af vöru og þjónustu, sem enginn nolast við lengur. Þá er hægt að láta vél- arnar einar sjá um prósentureikn- inginn. Þetta lendir á cndanum á laun- þegum, sem taka út atvinnuleysið í landinu í raunverulegum launa- lækkunurn. En þeir gætu leyst Fram- sókn undan vanda niðurtalningar með því að lýsa yfir, að vísitalan væri orðin svo fölsuð að bcst væri að fella útreikninginn niður. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.