Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982. 13 RANNSÓKNARSTOFNUNIN NEÐRIÁS í HVERAGERÐIHEFUR RANNSAKAÐ HITAÞOLNA BLÁGRÆNA ÞÖRUNGA Undanfarið hafa birst í DV tvær greinar um hitaþolnar bakteríur. f fyrri greininni er sagt frá fundi þýskra vísindamanna á 5 nýjum teg- undum örvera hér á landi og lifa þær við hveri, en síðari greinin er viðtal við dr. Guðna Alfreðsson dósent sem greinir frá vistfræði- og lífeðlisfræði þessara örvera. Síðan 1976 hefur Rannsóknar- stofnunin Neðri Ás í Hveragerði rannsakað blágræna þörunga við hveri hér á landi í samvinnu við vís- indamenn í tækmháskólanum í Ztir- ich í Sviss, Zilrichháskóla, Ríkishá- skólanum í Montana í Bandaríkjun- um, London læknaháskólanum og Paisley tækniháskólanum í Skot- landi. Niðurstöður rannsóknanna hafa birst í erlendum vísindaritum og 5 menn hafa skrifað doktorsritgerðir og varið þær við erlenda háskóla um þörunga sem vaxa við hveri hér á iandi. í bókasafni Rannsóknastofn- unnarinnar Neðri Ás er eitt full- komnasta safn ritgerða um hitaþoln- ar örverur sem lifa hér á landi. Ný- lega er komin út skýrsla frá Neðri Ás um methanólframleiðslu blágrænna þörunga. Nú er verið að skrifa yfirlit um þær rannsóknir, sem gerða hafa verið varðandi hitaþolnar örverur úr plönturíkinu. Methanolá brfreiðar Dr. A. Binder og samstarfsmenn hans frá Háskólanum í ZUrich komu fyrst 1969 til að rannsaka gróður í og við hveri, aðallega blágræna þörunga og sérstaklega frá lífefnafræðilegu sjónarmiði. 1978 kom Kinder og ein- angraði einn stofn úr tegundinni M. lamínosus og kenndi við Hveragerði. Stofn þessi framleiðir meira methan- ol heldur en aðrir stofnar. í orku- skorti nútímans er methanol blandað í bensín á bifreiðar, sem eldsneyti. Dr. W. Sidler og samstarfsmenn hans frá Tækniháskólanum í Zíirich hafa verið hér á landi í mörg sumur og unnið að lífeðlisfræðirannsóknum á hitaþolnum blágrænum þörungum við hveri í samvinnu við Rannsókna- stofnunina Neðri Ás, Verkfræði- og rannsóknastöð Sigurðar Hallsonar og Hitaveitu Reykjavíkur. Dr. Sidler hefur meðal annars rannsakað amínosýrur blágrænna þörunga og proteinasameindir þeirra. Drepa fífverur sem fífaafþvott Dr. R.A.D. Williams frá Lækna- háskólanum í London og Dr. J.A. Kjallarinn Einarl.Siggeirsson Buswell frá Paisley tækniháskólan- um hafa rannsakað hitakærar bakt- eríur, sem gefa frá sér efni er drepa lífverur, sem lifa af venjulegan þvott. Þessar rannsóknir hafa hagnýtt gildi fyrir sjúkrahús. Þar fyrirfinnast bakteriur sem drepast ekki við þvott og geta i sumum tilfellum orsakað sjúkdóma. Dr. D.W. Ward frá Montanaríkis- háskólanum hefur tvisvar komið til landsins til að rannsaka hitakæra blá- græna þörunga við hveri í Hvera- gerði. Ofangreindir vísindamenn hafa dvalið um lengri eða skemmri tíma við Rannsóknastofnunina Neðri Ás og haft þar rannsóknaraðstöðu. Nú- þegar er komin góð þekking á út- breiðslu einstakra hitaþolinna líf- vera, en alltaf geta fundist til viðbót- ar nýjar tegundir og óþekktar. Rannsóknir þær sem gerðar hafa verið í Neðri Ás hafa aldrei hlotið opinbera rannsóknastyrki. Á þessu ári verður haldið áfram að vinna við ofangreind verkefni. íslenskir vísindamenn hafa verið í Zilrich og London og unnið með ofangreindum vísindamönnum að þeim verkefnum, sem ekki er hægt að stunda hér á landi vegna tækjaskorts enda eru sum tæki mjög dýr og verða ekki keypt af öðrum en ríkum há- skólum. Dr. Einar I. Siggeirsson ^ Dr. A. Binder og samstarfsmenn hans frá Háskólanum í Ziirich komu fyrst 1969 til aö rannsaka gróður í og við hveri, aðallega blágræna þörunga og sérstaklega frá lífefna- fræðilegu sjónarmiði. 1978 kom Binder og ein- angraði einn stofn úr tegundinni M. lamínosus og kenndi við Hveragerði. Ekki hefur verið rasað að neinu Allt frá árinu 1963 hefur verið ljóst að fjarlæga þarf tanka og olíuleiðslur varnarliðsins, frá vatnsbólum og byggð í Keflavík og Njarðvík. Uppúr 1970 fóru sveitastjórarnir að beita sér af fullri alvöru í málinu og 1977 lá fyrir úttekt dómbærustu aðila hér á landi, um að Helguvík væri besta lausnin á málinu. Margendurteknar athuganir hafa allar komist að sömu niðurstöðu. Allar götur síðan hafa stjórnvöld þvælt málið ef undan er skilið tímabil Benedikts Gröndal í embætti utanríkisráðherra. Fyrir hans frumkvæði var samið um lausn málsins við fulltrúa NATO, vorið 1980. Ekki verður sagt að Ólafur Jóhannsonar hafi anað að neinu í málinu, þegar hann nú tekur ákvörð- un nær ári eftir að Alþingi fól honum að flýta lausn „tankavandamálsins” svo sem kostur er.” Ólafur hefir vafalaust látið yfirfara öll gögn í mál- inu og enn sem fyrr er niðurstaðan Helguvík. Skammast yfír vandanum, þvæfíst fyrir lausn Enginn hefir skammast meira út af því ófremdarástandi sem „tankarnir” valda en Svavar Gestsson meðan hann var ritstjóri Þjóðviljans. Nú beitir Svavar ráðherra öllum ráðum til þess að koma í veg fyrir lausn vandans, Svavar ráðherra fer ham- förum í fjölmiðlum og eys á báðar hendur rugli og rökleysum sem allt gengur þvert á annað. Við líðum ekki ný og stærri svæði fyrir herinn.segir Svavar þegar verið er að taka af hern- um margfalt stærra svæði en látið er í staðinn (tunguna milli Njarðvíkur og Keflavíkur) Ólafur Jóhannesson verður ekki einn, segir Svavar, þegar Ólafur tekur ákvörðun í máli sem Alþingi hefir einróma falið honum að leysa. Málið hefir ekki fengið nægan undirbúning, segir Svavar. 1977 var staðfest, að Helguvík væri besta lausnin, margendurteknar athuganir hafa komist að sömu niðurstöðu. Hvað kallar Svavar nægan undirbún- ing? Vill hann fá umsögn rússneska sendiráðsins? Skipulag í Helguvík Ráðherra Svavar hefur margfullyrt í fjölmiðlum að svæðið í Helguvík hafi verið skipulagt sem , .væntan- legt byggðasvæði. Þetta er rangt eins og fleira hjá ráðherranum Á skipu- lagi frá ’73 er þetta land til síðari ráðstöfunar. Nú liggur hins vegar fyrir tillaga að skipulagi. Þar er gert ráð fyrir höfn i Helguvík og tankasvæði mun stærra en ætlað er að nota nú. Byggðasvæði í námunda við 30 metra hengiflug og hyldýpi þar fyrir neðan hefur engum manni dottið i hug. Lausn ofíufólagsins fSÍS') Lið kommanna klifar stöðugt á að olíufélagið hafi sett fram réttu lausn- ina, þeir hafa þó í öllu sinu málæði látið vera að útskýra í hverju sú lausn felst. f stuttu máli er hún þessi: „Olí- unni skal landa áfram í Keflavíkur- höfn. Leiðslan liggi sömu leið og verið hefur og nýir tankar byggist lengra inn á flugvallarsvæðinu. ,,í umsögn brunamálastjórans ds. 21/9 ’77 segir m.a.:-Löndunarleiðslan er orðin gömul og má búast við alvar- legum óhöppum af þeim sökum hvenær sem er, „Leiðslan liggur um hafnarsvæði og í gegnum bæinn.” „Olíubryggjan er allt of nálægt fiski- höfninni.” Á fundi samstarfsnefndar um skipulagsmál 4/6 ’79 er bókað' „Zophanías Pálsson lagði til að athugað yrði hvort það væri lög- fræðilega séð mögulegt að láta loka olíuleiðslunni eftir t.d. þrjú ár.” í bréfi skipulagsstjóra dags 28/9 ’77 segir m.a.: Rannsóknir verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen benda til þess að hagkvæmast sé að koma upp löndunaraðstöðu í Helguvík og olíu- og bensínbirgðastöð á berginu þar upp af, síðan koma til skjalanna nýjar leiðslur uppá Keflavíkurflug- völl. Kjallarinn Ólafur Bjömsson Þá er þess að geta að óliubryggjan í Keflavík hvarf i óveðrinu um síðustu jól, það hefir gleymst í hita umræð- unnar. Svavar félagsmálaráðherra hefði margt getað lært af Vilhjálmi Jónssyni um olíuviðskipti, í þeim fræðum, eigum við ekki hæfari mann. En Svavar ráðherra „skipu- lagsmála” ætti að læra af skipulags- stjóra, hafnarmálastjóra, bruna- málastjóra, siglingamálastjóra og nátturuverndaráðij allir þessir aðilar hafa mælt með Helguvík. Undirróð- ursliðið hefur séð um forsíðufréttir fyrir Þjóðviljann. Mikið mál er nú gert úr því að Kefl- víkingar eigi að fá land í Gerðahreppi undir skreiðarhjalla. Að vísu bland- aðist það ekki þessu málum fyrr en á siðustu stundu og vissulega hefði verið lágmarks kurteisi varnarmála- deildar að láta hreppsnefnd Gerða- hrepps fylgjast með málinu. Þess er þó að geta að um þetta land var sótt síðastliðinn vetur, að sjálfsögðu til varnarmáladeildar sem ræður land- inu. Landið er eftir sem áður í lög- sögu Gerðahrepps. Ekki mun það nýtt að þeir sem land hafa til umráða i Gerðarhreppi láti land undir hjalla án þess að ræða það við hrepps- nefnd. Ráðabrugg um ofbeldi í skipulagsmálum Topplið Allaballa á Suðurnesjum hefir að undanförnu setið á löngum og ströngum fundum. Lögspekingur sem átti að fá lausn hjá ráðherranum um siðustu áramót var skikkaður til að halda áfram og honunt fengið að stjórna ráðabrugginu. Siðasta vígi á að vera að misbeita valdi félagsmála- herra sem æðsta yfirmanns sldpulags- mála. Starfandi hefur verið sam- vinnunefnd um skipulagsmál að frumkvæði Keflvíkinga og Njarðvík- inga með fulltrúum varnamáladeild- ar( önnur sveitarfélög hafa ekki sýnt málinu áhuga fram að þessu. Nú rýkur ráðherrann til og skipar nýja nefnd að eigin geðþótta, telur sig vissan um að koma þar að einhverj- um sinna sveina til að gera ágreining og fá þar með úrskurðarvald í eigin hendur. Ekki mun þessi valdníðsla takast því sá hængur er á að hér er um samstarfsnefnd að ræða sem hlýt- ur að heyra undir skipulagsnefndir Hún nefnir aðeins tillögurétt, og alls engin völd um skipulag einstakra iveitarfélaga. Á fundi Samvinnu- nefndar um skipulagsmál síðastliðið haust var boðið fulltrúum frá Mið- nes- og Gerðahreppi. Þar var meðal annars rætt um þetta land fyrir skreiðarhjalla. Ekki var áhuginn meiri en það þá á skipulagsmálum að Gerðamenn mættu ekki og fóru þá á mis við umræðu um málið. Fávisku sína eiga þeir því við sig sjálfa, en ekki Keflvíkinga. Miðneshreppur sendi oddvita sinn sem notaði tæki- færið út í æsar til þess að fjandskap- ast út í Helguvík, að öðru leyti hafði oddvitinn ekki áhuga á skipulagi. Fiskhjallar skiptu hann engu þá. Þetta var fyrsta sinn sem fjallað var um skipulag utan KeflavíkurNjarð- víkur og vallarins og því talið sjálf- sagt að bjóða fulltrúum þessara hreppa að mæta, en áhugann skorti. Nú þykist Svavar skipulagsmálaráð- herra þurfa að beita valdi sínu með sérstakri tilskipan til þess að tryggja þessu fólki áhrif. Upphlaup nú, útaf þessum málum er einungis tilkomið vegna undirróðursliðs kommanna sem hér hefir farið hamförum eftir að ljóst var að utanríkisráðherra var loksins að taka ákvörðun. Annað dæmi um vinnubrögðin er upphlaup- ið vegna hávaðamengunar i Njarð- vik. Víst er hávaðinn hvimleiður og vel má vera að heppilegri stað hefði mátt finna fyrir skýlin, en það gátu menn séð fyrir löngu. Nú sór undir sauðargæruna Alþýðubandalaginu ráða nú menn útskrifaðir úr æðstu skólum komm- únista. Þótt Alþýðubandalagið sé hér í miklum minnihluta þá er fylgi þeirra meira en hliðstæðir flokkar í Austur- Evrópu þurftu til þess að hrifsa völd- in. í núverandi ríkisstjórn hafa þeir ráðið að vild, þar til nú að utanrikis- ráðherra ætlar að fara sínu fram, og þá tryllast þeir. Ólafur Jóhannesson hefir samhljóða samþykki Alþingis til þess að leysa svo kallað „Tanka- vandmál.” Þar gerði Alþýðubandalagið sngan fyrirvara um svo vissir voru þeir um að geta kúgað Ólaf í ríkis- stjórninni. Helgavíkurlausnin hefir meðmæli allra sérfræðinga sem til hafa verið kvaddir, hún er studd í öllum sveitastjórnum á svæðinu ef undan eru skildir kommar sem ýmist eru einn eða enginn í sveitastjórnum. Þrátt fyrir þetta þykjast kommaráð- herrarnir stöðva málið í nafni lýð- ræðis. Svo langt hefir heiftin leitt þá Svavar og Hjörleif að þeir sýna sitt rétta andlit og beita purkunaluast hverskonar valdníðslu. Beinast liggur við að ætla að ekki myndu þeir vila fyrir sér að grípa til sömu ráða og félagar þeirra i Póllandi ef skriðdrekar böðlanna í Moskvu væru tiltækir. Reyndar spara þeir ekki að minna okkur á drápsvélar Rauða hersins. Aldrei hafa íslendingar séð eins langt undir sauðargæruna. Ólafur Björnsson ^ „Alþýðubandalaginu ráða nú menn út- skrifaðir úr æðstu skólum kommúnista. Þótt Alþýðubandalagið sé hér í miklum minni- hluta þá er fylgi þess meira en hliðstæðir flokkar í Austur-Evrópu þurftu til þess að hrifsa völdin. t núverandi ríkisstjórn hafa þeir ráðið að vild, þar til nú að utanríkisráðherra ætlar að fara sínu fram og þá tryllast þeir.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.