Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 8
8 Útlönd Útlönd Útlönd DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 18.MARZ 1982. Útlönd 2950,00 1400,00 4900,00 6800,00 <g> hitachi ^Tw***-'*"**'"^-. 3850,00 . Hættið að styrkja IRA! Reagan Bandaríkjaforseti hefur lagt að löndum sínum að hætta að gefa fé til irskra samtaka sem tengd eru of- beldisverkum á Norður-írlandi. i gær var dagur heilags Patreks, sem írar halda hátíðlegan, og hafði Reagan forseti, semi er af írsku bergi brotinn, boð inni í Hvíta húsinu fyrir Charles Haughey, forsætisráðherra írska lýðveldisins. Reagan áréttaði áskorun sína frá því í fyrra til landa sinna, að leggja ekki hryðjuverkaöflum lið með fjárframlög- um. — En það hefur lengi verið opin- ber staðreynd að hryðjuverkamenn írska lýðveldishersins (IRA) hafa i gegnum tíðina þegið umtalsverða að- stoð frá írskættuðum Bandaríkja- mönnum. Er skammt síðan bandarísk yfirvöld lögðu hald á stóra vopnasend- ingu sem ætluð var IRA. „Hitabylgja” tálmar norður- pólsförina Brezku landkönnuðirnir tveir, sem eru á ferðalagi hringinn í kringum hnöttinn yfir pólana, sitja nú fastir um -600 km frá norðurpólnum. Virðist ekki ætla af þeim að ganga í ferðinni á norðurpólinn. Vélsleðar þeirra hafa bilað en aðrir sleðar, sem áttu að koma til vara, brunnu inni í eldsvoða á Grænlandi. Matur hefur gengið til þurrðar og sleði með kortum þeirra og mælitækjum sökk niður um vök í heimskautaísnum. Nú er það „hitabylgja” á heimskaut- inu, sem tálmar þá. Heimskautaísinn í kringum þá hefur veikzt vegna þess að hitinn er einungis rétt undir frostmarki. Er ísinn tekinn að molna í næsta nágrenni við þá. Tvímenningarnir, sir Ranulph Fiennes og Charles Burton, fóru yfir suðurpólinn fyrir tveim árum og vonast til þess að verða fyrstir manna til þess að fara hringinn í kringum jörðina yfir pólana. Þótt matur þeirra Itafi gengið til þurrðar, vélsleðarnir bilað og fleiri óhöpp elt þá, hafa þeir, eða öllu heldur aðstoðarmenn þeirra, flugvél sem getur lent á- ísnum og bætt úr vandræðum þeirra. Nú er þessi flugvél einnig biluð og verður í viðgerð fram á laugardag. Bannað að Ijóstra upp um CIA Skæruliðar og falbiir borgarar i El Salvadon Herstjórnin býst við nýju blóðbaði fyrir kosningarnar. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær lagabreytingu sem gerir ráð fyrir að blaðamenn og aðrir sem ljóstri upp nöfnum leynierindreka CIA, njósnastofnunar USA, verði látnir sæta ábyrgð fyrir undir ákveðnum kringumstæðum. Þessi hertu lög voru samþykkt með 55—39 atkvæðum en þau fela í sér viðurlög fyrir að fletta ofan af leyni- erindrekum eða njósnurum Bandaríkj- anna, ef viðkomandi mátti vera sér þess meðvitandi að hann spillti með því starfi leyniþjónustunnar. Fulltrúadeildin hefur þegar samþykkt svipað frumvarp og geta því bæði frumvörpin gengið beint úr sínum deildum til forsetans til staðfestingar þegar þetta hefur verið afgreitt að fullu fráöldungadeildinni. Reaganstjórnin hefur lýst sig fylli- lega samþykka þessum lagabreytingum en í nokkur ár hafa verið uppi háværar raddir sem töldu þörf fyrir að vernda betur leynierindreka Bandaríkja- stjórnar gegn ótímabærum nafnbirt- Taugastríð í El Salvador Herstjórnin í El Salvador hefur búizt við að skæruliðar haldi bar- dögum áfram í þvi skyni að eyðileggja kosningarnar 28. marz, en nú hafa skæruliðar dregið sig í hlé. Má því nú líkja stríðinu við taugastríð og herinn hefur enga hugmynd unt hvar skæruliðar láti næst til skarar skríða. Leyniútvarp skæruliða heldur á- fram að hvetja almenning til að búa sig undir þátttöku í andófi gegn her- stjórninni með því að koma sér upp birgðum af matvælum og lyfjum. Herforingjar héldu fund með varnarmálaráðherranum Guillermo Garcia í gær og stóð hann í tvær klukkustundir. Voru þar gerðar áætlanir um hvernig skyldi mæta auknum skæruliðaárásum fram að kosningadegi. En síðasta sólarhringinn hafa skæruliðar látið sér nægja smáárásir hér og hvar í höfuðborginni. 2000 manna herlið gerði aðsúg að áætluðum felustað skæruliða í austurhluta landsins í gær en mættu þar engri mótstöðu. re^WG>*RGJÖF!^EH^TACHI ingum eða uppljóstrunum. Aðrir hafa gagnrýnt þessi frumvörp á grundvelli þess, að þau miðuðu að því að hefta ritfrelsi blaðamanna. — i umræðum í öldungadeildinni kom fram að nýju lagabreytingunni væri ekki stefnt gegn blaðamönnum heldur róttæklingum eins og Philip Agee, fyrrum erindreka CIA, sem hefðu Ijóstrað upp nöfnum á njósnurum og leynierindrekum í því augnamiði gagn- gert að skaða Bandarikin. Nýr rit- stjóri ,JHe Times” Ráðning Charles Douglas-Home, áður aðstoðarritstjóra The Times, í aðalritstjórastarfið hefur verið sam- þykkt af óháðum endurskoðendum, sem til þess voru sérstaklega skipaðir i samkomulagi ástralska blaðakóngs- ins og brezkra yfirvalda. Harold Evans, sem fyrir rúmu ári var við eigendaskipti blaðsins ráðinn aðal- ritstjóri, sagði af sér á mánudaginn eftir deilur við blaðaeigandann, Rupert Murdoch. Douglas-Home er af skozkri aðals- ætt, frændi sir Alec Douglas-Home, fyrrum forsætisráðherra. Hinn nýi rit- stjóri hefur starfað langa hríð sem blaðamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.