Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ& VlSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur TEPPISAUMUD ÚR TAUBÚTUM sem síðan eru stoppuð upp Verslunin Virka sf. hefur um Iveggja ára skeið haldið námskeið í bútasaumi. Algengast er að nem- endur saumi teppi á einu námskeiði, sem varir í sex vikur, þrjá tíma í senn. Farið er í gegn um grundvallaratriði, nemendur gera prufur af algengustu mynstrunum. Prufurnar eru það stórar að þær er hægt að nýta i púða eða að útbúa fleiri prufur sem síðar er hægt að sauma saman í teppi. Námskeiðin eru öll kvöld frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 20— 23, einnig á mánudögum og fimmtu- dögum frákl. 17—20. Eftirmiðdags- námskeið kosta 450 kr. en kvöldnám- skeið kr. 500. Helgi Þór Axelsson og Guðfinna Helgadóttir, eigendur Virku sf., fengu hingað til Iands Marti Michell, en hún á eitt stærsta safn antik búta- saumsteppa sem fyrir finnst. Hún kom með um 40 teppi sem eru nú til sýnis á Kjarvalsstöðum, ásamt vinnu nemenda frá Virku. Á sýningunni verður lítið vinnuhorn, þarsem gestir geta lekið þátt í gerð bómullar- myndaramma undir leiðsögn frú Marti Michell eða Guðfinnu Helga- dóttur sem kennir á námskeiðum hjá Virku. Klippum niður ónýtar f líkur Áður fyrr voru barnaföt saumuð upp úr fötum fullorðinna og þegar börnin höfðu slitið sínum, þá voru heillegustu fletirnir klipptir út í búta og þeim safnað saman til að búa til teppi og aðra hluti. Þegar auðveldara reyndist að fá bómull varð þetta tómslundagaman eða list og hlutirnir gjarnan notaðir til gjafa. Sauma- skapur á þessum teppum er gömul hefð en ávallt koma upp nýjar hugmyndir og nú er mikið lagt upp úr fallegum lilasamselningum sem hæfa heimilunum. í ver/.luninni Virku fást yfir 600 tegundir af efni sem er flutt inn frá Bandaríkjunum. Ákveðinn þéttleiki verður að vera á hvern fersentimetra, svo vatlstungan haldi sér betur. Það er þægilegt að kaupa kassa með til- Á byrjendanámskeiðunum sem Virka heldnr er kennt að búa til púða, en marga slíka búta mætti nota i eitt teppL Allt efni sem barf i púða fæst tilbúið i pakka og kostar frá 80—160 krónur. Guðfinna Helgadóttir hefur lcrt bútasaum f Bandarfkjunum og kennt hér á nám- skeiðum. Teppið á myndinni er ef tir einn nemanda hennar. DV-mynd Eiríkur Jónsson. Þessir hlutir eru tilsniðnir i pökkum og kostar hver pakki um 120 krónur. S mýs i kassa kosta 375 kronur og þrir ungar i pakka kosta um 90 krónur. Lítil stykki sem á eftir aö sauma saman kosta frá 38 krónuin. DV-myndir Ragnhildur Ragnars. búnu efni sem þarf í eitt teppi. Kostar efni í eitt tepi frá 500 krónum allt upp í 900 krónur ef um tvlbreitt rúmteppi er að ræða. Efnisstrangarnir eru 115 cm breiðir og kostar metrinn 44—50 krónur en vatterað efni 119 kr. metrinn. Það er því hagstæðara að kaupa efnið og klippa það niður sjálfur ef hægt er að nýta af klippurn- ar í aðra hluti. Ótal blöð og bækur, sem sýna bútasaumsgerð, eru fáan- legar. Þær eru á ensku og kosta frá 30—129 krónur. Það er vel reynandi að vinna eftir þeim, einkum ef fólk þekkir eitthvað til slíkrar handa- vinnu. 11 tonn á viku af íslenzkum „f rönskum" B0RGAR SIG AÐ FLYTJAINN KARTÖFLUR TIL VINNSLU „Þetta gengur alveg ljómandi vel Við liuiiileiðum núna um 11 tonn á viku og selium það nærri því allt saman," sagði Karl Gunnlaugsson kaupfélags- stjori í Kaupfélagi Svalbarðseyrar. Núna um mánaðamótin hafði kaup- félagið búið til og selt „franskar kartöflur" íeitt ár. Ástæðan fyrir því að við höfðum samband við Karl var að fyrir nokkru kom fram í síðunni að fluttar væru inn kartöflur til Svalbarðseyrar sem færu í þessa framleiðslu. Lék okkur hugur á því að vita hvort þetta borgaði sig fremur en að flytja inn tilbúnar „franskar". ,,Já, ég held að þetta borgi sig. Við vinnum úr okkar kartöflum en urðum að flytja inn til viðbótar vegna þess að svo mikið fór undir snjó í görðunum í haust,"sagði Karl. Þeir Svalbarðseyringar hafa fyrst og fremst verið að selja heimilunum ,,franskar kartöflur". Núna eru þeir Við fáum ekki betur séð eftir mikla og flókna útreikninga bæði á tölvu og blaði en hvert mannsbarn borði 48 grömm af islenzkum „frönskum kartöflum" á hverri viku. DV-mynd Einar Ólason. hins vegar að byrja að selja þær á veit- ingahúsin. Þar er náttúrlega hinn stóri markaður og önnur eins ókjör og við kaupum af „frönskum" á veiting- húsum. Svalbarðseyringar annast sjálfir dreifingu kartaflnanna um allt land ut- an Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þar er það Grænmetisverzlun landbúnaðarins semdreifir. Við spurðum Karl að lokum hvort von væri á fjölbreyttari framleiðslu að norðan, svo sem alveg tilbúnum kartöfluflögum og öðru slíku „snakki". „Nei, það er allt önnur framleiðsla sem krefst allt annars vélakosts. Við erum eingöngu með vélar fyrir „franskar" og förum ekki út í frekari framleiðslu," sagði hann. Þykkbæingar hyggjast hins vegar fara að framleiða soðnar kartöflur i bitum. Þá eru kartöflurnar hálfsoðnar, pakkaðar í lofttæmdar umbúðir og settar á markað. Þegar þær eru keyptar síðan aðeins að bregða þeim í pott. Erlendis njóta slíkar kartöflur sivaxandi vinsælda eftir því sem tími til heimilisstarfa minnkar. -AS Anægð meðbók- halds- bókina S.H.skrifar: Beztu þakkir fyrir allt gamalt og gott. Um leiö og ég þakka ykkur fyrir heimilisdagbókina langar mig að segja y kkur að ég er mjög ánægð með uppsetningu hennar núna. Munar þar öllu niðurröðun vikunnar á hverri blaðsiðu. Vinsamlegast reynið framvegis aö gefa út nýja bók á réttum tíma. Það munaði minnstu að allt bókhaldið færi til rj... hjá rnér vegna þess hve útkoma hennar dróst. Ég skrifa alla eyðslu í bókina en nota síðan vegg- spjaldið „spari'* og færi inn á það allan mánuðinn í heild. Svar: Beztu þakkir fyrir bréfið og htý orö í okkar garð. Útgáfustjórnin tekur núna næstu daga ákyörðun um ! næstu heimilisdagbók þannig að ef allt fer að óskum ætti hún að geta komiðáréttumtíma. DS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.