Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982. Spurningin Vinnur þú aukavinnu? Ólafur Örnólfsson símvirki: Ég er alveg hættur þvi nú en ég gerði það áður. r.irikur Sigurðsson verkamaður: Nei, ég vinn ekki aukavinnu lengur en ég gerði það áður fyrr. Ég held nú samt að fólk þurfi þess almennt. tSL'", Hildur R. Hauksdóttir skrifstolu- stúlka: Nei, ég geri það nú ekki þó að dagvinnulaunin dugi ekki. Flestir sem ég þekki þurfa að vinna einhverja aukavinnu? Katla Hafberg, starfsmaður i Mjólkur- samsölunni: Já, já, það er nauðsynlegt til aðgetalifað. Frímann Ólafsson nemi: Nei, ekki í vet- ur þar sem ég er i skóla. Ég held að flestir þurfi að vinna aukavinnu. Guðni Eiriksson tæknifræðingur: Já, en það er ekki nauðsynlegt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Um seladrápara: Þetta hljóta aðvera villimenn — bragð er að, þá bamið finnur Arnar Þór Óskarsson, 9 ára hringdi: Sunnudaginn var sá ég grein í DV um seladráp. Ég las hana og mér fannst hún vera viðbjóðsleg. Hugsið ykkur, 186.000 selir drepnir á þennan and- styggilega hátt - til þess að útvega pen- inga. Svo leyfa veiðimennirnir sér að segja, að þarna sé farið mannúðlega að. Mér finnst þetta vera ógeðslegt og skil ekki hvernig menn geta drepið þessi saklausu dýr. Þetta hljóta að vera villimenn. Sv,o vil ég þakka grænfriðungum gottstarf ,í þáguguðs. Lesendur Franzisca Gunnarsdóttir Þjóðleikhúsið: SKIPULAGS- LAUSAR BIÐRAÐIR fólk af greitt þótt það troðist framfyrir 4310—4721 hringdi: Ég var að koma frá því að kaupa miða á síðustu Giselle -sýningu Þjóð- leikhússins, sem Helgi Tómasson dansar í, að þessu sinni. Þetta var önnur ferðin mín. Laugardaginn var beið ég þarna i einn og hálfan tíma en þá var allt uppselt þegar röðin kom að mér. I þetta skipti varégmætt kl. 12.15, klukkutíma áður en miðasala hófst, en þá voru þegar einir 20—30 á undan mér og síðan sijókst röðin. Mér tókst að fá miða, að vísu á 5. bekk á efri svölum því þegar kom að mér var allt annað uppselt. Mér finnst alls ekki að Þjóðleik- húsið geti boðið fólki upp á það miðasölufyrirkomulag sem nú við- gengst. Maður bíður, þennan líka tíma, síðan er síminn tekinn um leið og miðasalan er opnuð og sæti eru tekin frá, án nokkurs tillits til for- gangs fólks i biðröðinni. Allir geta haldið því fram að þeir hringi utan af landi, síðan beina sam- bandið kom, svo ef þetta er ætlað til þess að greiða fyrir dreifbýlinu, þá er það engu sanngjarnara. Það er tími til þess kominn að hafa annan síma- tíma og selja siðan ekki nema ákveð- ið hlutfall miða í gegnum sima, þegar um sérstakar sýningar er að ræða. í öðru lagi er óþolandi að bjóða fólki upp á algjörlega óskipulagða biðröð. Fólk er t.d. greiðlega af- greitt, þótt það troði sér fram fyrir röðina, þrátt fyrir hávær mótmæli þeirra sem bíða. Það verður að skipu- leggja þetta. Þjóðleikhúsið hefur dyravörðum á að skipa og það getur verið þeirra verk að skipuleggja bið- röðina, eða raðirnar, og hafa stjórn á þeim efnum. Auk alls annars þurfa þeir, sem hafa keypt miða, að troðast út í gegn- um raðir til þess að komast út. „Mér finnst alls ekki að Þjóðleikhúsið geti boðið fólki upp á það miðasölufyrir- komulag sem nú viðgengst,” segjr 4310—4721. DV-mynd: Ragnar Th. ■ . ■ ■ • , s- /’ +, • A Sunnudaginn var sá ég greln f DV um seladráp. Ég las hana og mér fannst hún vera viðbjóðsleg. Hugsið ykkur, 186.000 selir drepnir ú þennan andstyggilega hátt — til þess að útvega peninga,” segir Arnar Þór Öskarsson, 9 ára. HEFUR DRYKKJU- MÖNNUM FJÖLGAÐ í MIÐBÆNUM? —oskemmtileg auglýsing fyrir land ogþjóð Jón Sveinsson skrifar: Mér finnst miðbærinn í Reykjavík vera orðinn mun skemmtilegri en áður var, en meinlegur galli er þó á gjöf Njarðar. Svo virðist sem drykkju- mönnum, og alls konar vesalingum, hafi fjölgað þar til mikilla muna. Ekki eru þeir sízt áberandi á sumrin, þar sem þeir hanga á gangstéttum og bekkjum miðbæjarins öllum til ama og leiðinda. Mér er alveg óskiljanlegt hvers vegna þetta fólk er ekki fjarlægt. Það er okkur til skammar og heldur óskemmtileg auglýsing fyrir land og þjóð. í flestum menningarlöndum eru lög, sem banna svona hangs og ásigkomu- lag á almannafæri, og er þeim lögum venjulega framfylgt. Hvernig væri nú að lögreglan tæki sig til og hirti þessa menn, sem lagt hafa þessa framkomu 1 vana sinn? Ef það væri gert röggsam- lega myndi nefnilega ekki taka langan tíma að venja þennan leiðindalýð af þessum slóðum. Það er til lítils að reyna að fegra og snyrta, þegar menn af þessu tagi hanga síðan í hjarta borgarinnar, án þess að lögreglan virðist finna hjá sér neina þörf til þess að stugga við þeim. Leiðin- Iegast er þó, að samkvæmt fjölda þeirra, hljóta erlendir ferðamenn að halda að svona sé komið fyrir töluverð- um hluta þjóðarinnar. Jafnframt finnst mér allar umræður um að loka biðskýlinu á Hlemmi, á kvöldin og jafnvel á daginn, vera alveg makalausar. Það grundvallast á að verðir SVR ráði ekki við unglingana, sem þar hanga öllum stundum, og eru jafnvel áreitnir við fólk. Er ekki lög- reglustöðin þarna beint á móti? Lög- reglan er ekkert of góð til þess að sinna löggæzlu þarna, fremur en á öðrum opinberum stöðum. Erlendis eru lögregluþjónar á öllum aðalumferðastöðvum. Af hverju ættu þessi vandamál ekki að varða íslenzka lögregluþjóna? Mér finnst vera til skammar að ástandið á Hlemmi skuli vera orðið eins og það er - og lögreglan á næstu grösum. ísland er sennilega eina landið í Evrópu þar sem menn í opinberri þjón- ustu ákveða einfaldlega sjálfir hverju þeir vilja sinna og hverju ekki - og komast síðan upp með allt saman ef þeir eru nægilega fastir fyrir. Jón Svetnsson seglr aO „svo virðist sem drykkjumönnum og ails konar vesa- lingum” hafi fjölgað til mikilla muna I miðbænum. Hann telur lögregluna eiga að fjarlægja þá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.