Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982. 33 Sviðsljósið Sviðsljósið JSviðsljósið Shmmrm Emston mrhún tók við Grammy verðiaunum í Loa AngmSm* nú fyrir skömmu. Sheena Easton hcfurokki tíma f y rir ástarævintýri Söngkonan, Sheena Easton, ólst upp i fátæklegri borg skammt frá Glasgow, en skauzt skyndilega upp á stjörnuhimin poppsins fyrir ári með lögunt eins og Morning Train, Modern Girl og for Your Eyes Only. Þetta er mikil breyting fyrir 22 ára gamla stúlku enda segir hún að það þurfi sterk bein til að þola baráttuna í miskunnarlausri samkeppni skemmtanaiðnaðarins. — Ég reyni að gefa sem allra minnst færi á mér og held mér við fámennan hóp góðra vina, segir hún. — Maður lifir ekki svona frum- skógarbaráttu af nema með því að sýna fyllstu gætni og varkárni. Það er ekki skemmtilegt að þurfa alltaf að tortryggja fólk, en það er eina ráðið. Ég hitti svo marga og einlægni er svo fágæt i skemmtanaiðnaðinum. Það er erfitt að greina á milli þess fólks sem vill kynnast mér, af þvi að það heldur að það geti haft not af mér, og hinna. Sheena viðurkennir þó að hún hefði getað verið varkárari i ásta- málunum. Hún gekk í hjónaband fyrir nokkrum árum og entist þaö að- eins i átta mánuði. Karlmenn eru of mikið vandamál —Ég á mér mínar veiku hliðar og ég hef ekki farið rétt að í ástamálun- um, segir hún. — Ég verö ástfangin af mönnum sem passa mér alls ekki og þegar botninn dettur úr ástarævin- týrunum spyr ég sjálfa mig að því hvernig ég geti verið svona heimsk. Ég held að skýringin sé sú að ég læt eðlishvötina ráða meiru um ástar- ævintýri mín en rödd skynseminnar. Hún segist þó hafa lært að vera gætnari í þeim efnum. —- Ég hef ekki mörg tækifæri til að lenda i ástarævintýrum núna, segir hún. — Ég er á sífelldum ferðalög- um, umkringd öryggisvörðum. Ég er heldur ekki i neinum slíkum hug- leiðingum þótt ég sakni þess stundum aö vera ekki ástfangin. — Karlmenn eru vandamál sem ég hef engan tima til að glima við núna. Ef ég gæti tekið mér frí og hvilt mig í tvo mánuði á ári væri ég kannski til viðtals um ástarævintýri. En eins og er er frítími minn svo lítill að ég eyöi honum helzt i svefn. Enda hefur Sheena meira en nóg að gera við að undirbúa hljómleika- ferð um Bandartkin, athuga kvik- myndatilboð og undirbúa næstu plötunasina. Uppákoma í Austurstræti Hinar guUfaUegu starfsstúMcur hjá Samvinnuferöum-Landsýn hékfu uppi fjörinu é milli þess sam þær svöruðu fyrirspumum. Ekkl vitum vlð þó hvað triaöafuUtrúl ASÍ, Haukur Mér HaraUsson, œtlarað fara að spyrja þær um þamm. Gestír SL yfirgefa skrifstofuhúsnœðið i Austurstrætí og halda út i rútumar, sem Huttíþé úté SólarkvökHð é < Sögu. Samvinnuferðir-Landsýn voru með allnýstárlega uppá- komu um síðustu helgi. Var það kynning á rútuferðum, en fyrirtækið er með á boðstól- um í sumar mikið úrval af rútuferðum um Evrópu og Norður-Ameríku. Að þessu sinni var rútu- ferðin sjálf ekki löng. Hún var bara frá skrifstofu SL í Austurstræti út á Hótel Sögu. Áður hafði gestum verið boðið að skoða skrifstofuhús- næði SL í Austurstræti, en þar hafa verið gerðar miklar breytingar að undanförnu. Gestir þáðu þar veitingar og þeim voru veitt svör við brennandi spurningum um ferðir og ferðalög víða um heim. Síðan var ekið út á Hótel Sögu þar sem SL hefur verið með og verður með kynningu og skemmtun á hverju sunnudagskvöldi. -klp-(Myndir Ragnar Th.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.