Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982. 15 HARGREIÐSLUSTOFAN KLAPPARSTIG 29 (mi|li Laugavegarog Hverfisgötu) Timapantanir í síma Merming Menning Myndlist SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF SlÐUMÚLA 2 105 REYKJAVÍK SlMAR: 91-39090 VERSLUN - 91-39091 VERKSTÆÐI 10% STAÐGREIÐSLU- AFSLÁTTUR FRAM YFIR FERMINGAR Fermingargjafír! SENCOR S 4540 kr. 4.880 SENCOR S 4380 kr. 2.575 SENCOR S 4370 kr. 2.790 Hvergi meira úrval — Besta verðið Offljótt Hér er enn á ferðinni sýning sem kemur of fljótt. Ljóst er að þótt lista- maðurinn skynji ákveðna möguleika i þessu listformi þá hefur hann ekki: enn öðlast þá reynslu og þann skilning sem þarf til að framleiða concept-concret listaverk. Ljósm.GBK. Um þessar mundir stendur yfir lítil sýning í Nýlistasafninu á verkum eftir Þór Elías Pálsson. Hann hefur, líkt og fleiri íslenzkir nýlistamenn, lagt stund á listnám í Hollandi, nánar tiltekið við Jan van Eyck akademíuna. Hann sýnir hér verk sem unnin eru í ljósmyndir og fyrir segulband. Fjölvíddarljóð Enn vegur listin í Nýlistasafninu salt milli bókmennta og sjónmennta. Eitt umfangsmesta verkið á þessari sýningu er einmitt „sjónrænt gönguljóð” sem minnir óneitanlega mikið á fjölvíddar - ljóðarannsóknir spaciallista-hreyfing- arinnar frá 7. áratugnum. Þór Ellas hefur dreift ljóði (sem hljómar á þessa leið: „if someone told you to make your own problems or else be happy tell him to send your thoughts”) víðs vegar um Maastricht 16.4. 1980, ásamt plaggati sem sýnir gönguleið ljóðsins. En þessi ljóðahugmynd, sem er ákaf- lega ópersónuleg, virðist tekin nánast hrá upp eftir ljóðskáldum eins og Thierry Matthieussent sem um 1970 bjó til fjölda fjölvíddarljóða, annaðhvort sem göngutúra eða hann lét orð og stafi fljóta eftir ám marga kílómetra eða hengdi þau upp í tré! Þessar hugmyndir blómstruðu sérlega hjá konkretskáldunum sem vildu brjóta upp hinn línulega lestur bók- verksins. Þau ræktuðu þá hugmynd Mallarme að ljóð, sem aðeins væri gert með orðum, væri yfirborðslegt ljóð. En þrátt fyrir allt hafna þessir lista- menn ekki orðinu heldur vilja setja það inn i nýtt samhengi. Ljóðið yfirgefur hvíta örkina og er skráð i rýmið-um- hverftð en við það skapast nýjar teg- undir „línubila” og rythma sem gjarn- an eru undirstrikaðir með notkun lita. Þá taka þessi konkretskáld inn í spilið ytri aðstæður svo sem ljós, loft, veður og vinda sem eru í flestum tilvikum virkur hluti í ljóða-myndlestrinum. Listamaðurinn Þór Elías vinnur aftur á móti lítt úr þeim möguleikum og hugmyndum sem fjölvíddarljóðið býður upp á. Þá kemur það ankanna- lega fyrir sjónir að sjá fjölvíddarljóð- inu - gönguljóðinu raðað upp í línuleg- an lestur á vegg gallerísins! Hugmynd- inni sem hafði þann meginboðskap að hverfa frá úreltum línum bókformsins hefur nú verið raðað á ný í og endur- fundið hina hefðbundnu linustefnu. Hefði ekki verið nær að vinna sérstakt ljóð fyrir sýninguna og dreifa því í sal- inn? Listamanninum tekst þó betur upp 1. hljóðverkinu „corridor” sem er af segulbandi og missterkar raddir gefa hlustendum fjarlægðar- og rýmisupp- lifun. Gunnar B. Kvaran Það er staðreynd að hið , .frjálsa” cenceptlistform þarfnast mikils undir- búnings og vitsmunalegrar þekkingar á samspili inntaks og myndrænnar fram- setningar. En það er einmitt oft þekk- ingin sem virðist veikasti hlekkurinn. Þetta er vandamál sem auðvitað er ná- tengt myndmenntakennslu hérlendis sem í flestum tilfellum hefur verið ein- földuð í handmenntakennslu. Annars virðist það vera landlæg árátta hér að gera „nokkur listaverk” og stefna strax í sýningu. -GBK UPPBOÐ Ákveðið er á næstu mánuðum uppboð á frí- merkjum, mynt, bókum, málverkum og öðrum listrmiimm. HLEKKUR HF. Oskum eftir efm. skóiavörðustíg 21 a. Sími29820. SiszsísiyiSLSísisíSLsiszsiszsiszsLsiszsíSTSisisisisLsisísisiSLnszsístSLSiSiszsisisisí! SENCOR S 4440 kr. 3.580 SENCOR S 4500 kr. 4.590 SENCOR S 8850 kr. 1.215 mm MÁLVERKA 0G MYNDAINNRÖMMUN Mikið úrval af álrammalistum INNRÖMMUN SIGURJÓNS MYNDA 0G MÁLVERKASALA ARMULA 22 - SlMI 31788

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.