Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VtSIR. FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1982. 11 VIÐTALIÐ: „Hef kennt fyfíækn- ingar við háskólann undanfarín tvö ár” segir dr. Þórður Harðarson, nýskipaður prófessor í lyflæknisfræði við Háskóla íslands Dr. Þórður Harðarson læknir, nýskipaour proiessor ■ lyilæknisfræði við Háskóla tslands. „Ég hef verið í kennslu við háskól- ann síðastliðin tvö ár, svo starfið er mér ekki ókunnugt með öllu,” sagði dr. Þórður Harðarson læknir sem menntamáiaráðherra skipaði á dög- unum prófessor í lyflæknisfræði við Háskóla íslands. Dr. Þórður er fæddur í marz 1940 i Reykjavík, sonur Harðar Þórðarson- ar sparisjóðsstjóra og Ingibjargar Oddsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960 og kandidat frá Læknadeild Háskóla íslands ’67. „Siðan fór ég í framhaldsnám í lyf- lækningum og hjartasjúkdómum til Bretlands og lauk doktorsprófi frá Lundúnarháskóla ’74. Að því búnu hélt ég til frekari náms til Houston í Texas og San Diego í Kaliforníu, en kom svo heim ’76,” sagði dr. Þórður. — Hvað tók þá við? „Ég fékk yfirlæknisstöðu við lyf- lækningadeild Borgarspítalans sem ég hef verið í síðan.” — Heldur þú áfram stöðunni við Borgarspítalann eftir að þú tekur við prófessorsembættinu? „Nei, samkvæmt lögum er það yf- irlæknisstaða við lyflækningadeild Landspítalans, sem er bundin við prófessorsembættið, svo að ég flyt mig um set í vor.” — í hverju felst prófessorsemb- ættið? „Það eru almenn stjórnunarstörf, bæði við háskólann og lyflækninga- deild Landspítalans, auk kennslunn- ar.” — Þú hefur kennt áður? ,,Já, ég hef kennt klíníska lyfja- fræði við háskólann í tvö ár og auk þess kenndi ég við Kaliforníuháskóla, þegar ég var þar.” — Hvernig leggst þetta í þig? „Bara ágætlega, enda gott fólk, sem ég kem til með að vinna með.” Fyrirrennari dr. Þórðar er dr. Sigurður Samúelsson, læknir. Verður erfitt að feta í fótspor hans? ,,Það verður ekki auðvelt, enda hefur Sigurður staðið sig með af- brigðum vel.” — Áttirðu von á að fá þessa stöðu? „Ekkert frekar, enda góðir menn, sem sóttu á móti.” Þeir voru sex, sem sóttu um prófessorsembættið. Þeir voru, auk Þórðar, Jón Þorsteinsson, Snorri P. Snorrason, Birgir Guðjóns^on, dr. Guðmundur Þorgeirsson og dr. Bjarni Þjóðleifsson. — En hvað gerir nýskipaður prófessor í tómstundunum? „Því er fljótsvarað. Ég tefli og les góðar bækur,” sagði dr. Þórður Harðarson. Eiginkona dr. Þórðar er Sólrún Jensdóttir sagnfræðingur og eiga þau þrjúbörn. .m, Gróskumikið skáklíf í Eyjum —margir ef nilegir skákmenn að koma f ram Skáklíf í Vestmannaeyjum hefur ver- ið með blómlegasta móti í vetur og teflt af miklu kappi á fjölda skákmóta sem Taflfélag Vestmannaeyja hefur gengizt fyrir. Mikill áhugi er á skáklist í bænum og eru nú að koma fram ungir og efnileg- ir skákmenn sem væntanlega eiga eftir að láta Ijós sitt skína í framtíðinni. Starfsár Taflfélagsins hófst með svo- kölluðu haustmóti i september og á því sigraði Guðmundur Búason. Hann varð einnig efstur á jólahraðskákmót- inu, en hraðskákmót hafa verið haldin mánaðarlega í allan vetur. Á hraðskák- meistaramóti sigraði Kári Sólmundar- son, en aðalmótið var þó Skákþing Vestmannaeyja sem hófst í lok nóvem- ber. Stóð það um tveggja mánaða skeið. Varð Kári þar sigurvegari i fyrsta flokki og þar með skákmeistari Vest- mannaeyja 1982. f 2. flokki sigraði Halldór Gunnarsson, i unglingaflokki Auðunn Jörgensen, en Leifur Geir Hafsteinsson varð sigursælastur í flokki 12ára og yngri. Efnt var til- sérstakrar haustskákar af Taflfélaginu, þar sem þeir Guðmundur Búason og Kári Sólmundarson leiddu saman taflmenn sina. Skákin stóð í tvo mánuði og var einn leikur leikinn á degi hverjum. Var skákin sýnd i glugga Flugleiða og lauk henni með jafntefli. Helgi Ólafsson, alþjóðlegur meistari, tefldi fjöltefli í Vestmannaeyjum fyrstu helgina í marz. Fyrri daginn mættu honum 27 menn og sigraði hann alla nema einn, Harald Haraldsson, en þeirra skák lauk með jafntefli. Síðari daginn tefldi Helgi klukkuskák við 1S menn og vann alla nema einn, Ágúst Ómar Einarsson. Framundan er árleg firmakeppni I skák, en hún mun fara fram í Vest- mannaeyjum um páskana. JB/GS, Vestmannaeyjum Tuttugu og sjö manns á öllum aldri mættu Helga Ólafssyni á fyrra degi fjölteflis sem haldið var i Vestmannaeyjum fyrstu helgina i marz. DV-myndir GS/Vestmannaeyjum ?ó^' stSl eÓ</, NYSENDING Skóverzlun L/tur: s vart/grá tt l&óur, stæröir nr. 36—40, kr. 298,70 Lrtur: beinhvrtt leöur ^tæröir nr. 35—40, kr. 298,70 Lnur: /jósbrunt /eöur, st&tfir nr. 36-40, kr. 374.70. Lrtur: brunt leöur, stærðir nr. 35 47, kr. 432, L 'rtur: svart leöur, stæröir nr. 41—47, kr. 432, Þórðar Péturssonar Kirkjustræti8 v/Austurvö/l, sími 14181 Laugavegi95, sími 13570.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.