Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Qupperneq 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982. 3 Jogvan Sundstein, yfirlögmaður. REYKHOLAKIRKJA ENDURSMÍÐUÐ Sunnudaginn var vígö kirkja í Saurbæ á Rauöasandi. Herra Siguröur Pálsson, vigslubiskup í Skálholtsstifti, vígöi þá endursmíðaða Reykhóla- kirkju, sem rifin var fyrir fáum árum og átti að geymast þar til unnt yrði að endurreisa hana og varðveita sem merkilegan safngrip. Kirkjan, sem var í Saurbæ, fauk og brotnaði í aftakaveðri í janúar 1966. Hún var meira en aldargömul. Endur- bygging nýju kirkjunnar hefur tekið nokkur ár og var verkið unnið eftir forsögn Harðar Ágústssonar listmál- ara fyrir hönd Þjóðminjasafnsins og Húsfriöunarsjóðs. Gunnar Guðmunds- son kirkjusmiður á Skjaldvararfossi á Baröaströnd vann verkið að mestu leyti. Aðalhvatamenn að endurbyggingu kirkju í Saurbæ voru Ivar Ivarsson -kaupfélagsstjóri í Kirkjuhvammi og Ivar Halldórsson bóndi í Melanesi, en þeir eru báðir látnir fyrir fáum árum. Þeir arfleiddu kirkjuna að eignum sínum og stofnuðu sjóð til endurbygg- ingar Saurbæjaricirkju. Reykhólakirkja sem nú hefnr verið endurbyggð i Saurfac er fyri 125 ára gömul. Radarmælingar í Kópavogi: Sjötíu til áttSh tíu ökumenn teknir daglega Lögreglan í Kópavogi hefur verið áfram að vera með „rassíur” í radar- mikið við radarmælingar að undan- mælingum á næstu dögum, enda veitir fömu. Hafa um sjötíu til áttatiu öku- ekki af aö koma hraðanum niður, þar menn að jafnaði verið teknir á dag. Að sem skólar eru nú að byrja og böm því sögn lögreglunnar aka ökumenn jnikiðáferðviðmiklarumferðargötur. óvenju hratt í bænum og á þaö við á -JGH. öllum götum. Lögreglan mun halda Jogvan Sundstein lögmaður Færeyinga: íslendingum velkomið að fylgj- ast með laxveiðum Færeyinga Færeyskir þingmenn eru nú staddir hér á landi í boði alþingis Islendinga. Blaðamaður DV náði tali af Jogvan Sundstein, lögmanni Færeyinga, og spurði hann álits á þeirri fullyrðingu aö ástæðan fyrir minnkandi laxveiði hér á landi mætti rekja til aukinnar laxveiði Færeyinga í sjó. Hr. Sundstein sagöist hafa heyrt þessu fleygt en vildi ekki kannast við að rétt væri. Hann sagöi að Færeyingar myndu leggja allt kapp á að rannsaka hvað hæft væri í þessum orðrómi. Aðspurður sagði hann aö ef þessar staðhæfingar reynd- ust á rökum reistar myndu Færey- ingar að sjálfsögðu haga laxveiöum sínum í fullu samkomulagi við Islend- inga. Aö lokum sagði Jogvan Sundstein, að Islendingum væri velkomið að fylgjast með rannsóknum þeim sem gerðar veröa á laxveiðum þeirra og í þeim efnum muni Islendingum verða veittar allar þær upplýsingar sem þeir óska. -EG. NO Fullkomin þvottavél + þurrkari frá Thomson. Thomson er stærsti þvottavélaframleiöandi í Evrópu og framleiöir fyrir fjölaa fyrirtækja undir ýmsum vörumerkjum svo sem: AEG, Electrolux, ITT og þannig mætti lengi telja. Þeytivinda 900 sn/mín. fullkomin þvottakerfi og full- kominn þurrkari. Okkur hefur tekist að fá þessa frábæru vöru á verk- smiðjuverði. Komið og skoðið eða biðjið um upplýsingar í pósti. Við viljum vekja athygli á því, að Thomson hefur snúið sér algerlega að topphlöðnum þvotta- vélum, en þær hafa ýmsa kosti fram yfir framhlaðnar. 1. Meiri ending þar sem tromlan er á legum báðum megin. 2. Betri vinnuað- staða, að ekki þarf að bogra fyrir framan vélina. 3. Mun hljóðlátari. 4. Minni titringur. .v-í Þvottakerfisveljari 1 Lagt í bleyti (vélin stöðvast með vatni í) 2 Aukaforþvottur + hreinþvottur (bómull) 3 F orþvottur + hreinþvottur (bómull) 4 ffl HreinþvottureðaECO-þvottur(sparnaðarkerfi)bómull ® ® Skolun + hröð vinding (870snún/mín) 5 Aukaforþvottur + hreinþvottur (ac* eða gerviefni) 6 Forþvottur + hreinþvottur ( aa eða gerviefni) —— 7 ® Hreinþvottur eða ECO-þvottur (sparnaöarkerfi) ( % eða gerviefni) Mildur þvottur (ull eða viðkvæm efni) Skolun án vindingar Dæling + hæg vinding (450 snún/min) Dæling án vindingar Þurrkun SENDUM UM ALLT LAND. Komið, skoðið, þið fáið mikið fyrir krónuna. AFGREIÐUM SAMDÆGURS 8 ® 9 10 S ECO er SPARNAÐARKERFI Aukastillingar Eftir að hafa valiö þvottakerfi, veljið það hitastig, sem hæfir þvottinum best: kalt vatn ( l-j ), 30, 40, 60 eða 90 gráöur C. Hnappur &J ; þegar ýtt er á hann stöðvast vélin full af vatni eftir þvottakerfi 5, 6, 7S, 8og® Hnappur a (þegar um lítið magn af þvotti er að ræða) minnkar vatnsmagniö i forþvotti, hreinþvotti og skolun; einnig takmarkar hann hitastig við 75 gráður C. Hnappur © er til þess að setja vélina í gang og til þess að stööva hana. Kynningarverð: 11.980 Greiðslukjör. Vélin er viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins, raffangaprófun. Heimilistækjadeild SKIPHOLT119 SÍMI 29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.