Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.1982, Síða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 7. SEPTEMBER1982. 11 Kaupstefnan íslensk föt - hefst á morgun klukkan 20,30: Kaupstefnan Islensk föt ’82 veröur haldin í Kristalsal Hótels Loftleiða dagana 8. til 10. september. Er þaö í 26. sinn sem kaupstefnan er haldin. Bjöm Guðmundsson varafor- maöur Félags íslenskra iönrekenda mun opna kaupstefnuna í ráðstefnusal hótelsins miövikudag- inn 8. september næstkomandi klukkan 20.30, og aö því loknu fer fram tískusýning. Kaupstefnan verður að ööru leyti opin frá klukkan 10 til 18 dagana 9. og 10. september og veröa tískusýningar báöa dagana klukkan 14 þar sem framleiðendur munu sýna haust- og vetrartískuna. Tilgangur kaupstefnunnar er eins og annarra vörusýninga aö auövelda framleiðendum og dreifendum aö stofna til viðskipta sín á milli. Er hér um augljóst hagræði fyrir innkaupaaðila að ræöa þar sem saman eru komnir helstu fram- leiðendur fatnaöar á einum staö og hægt er aö gera kaup hjá mörgum án þess aöþvífylgiferöalögmillistaða. Árid 1981: Nær80þúsund erlendirferða- menn komu hingað til lands Á árinu 1981 komu samtals 78.117 erlendir ferðamenn til landsins, þar af 87% meö flugvélum. Á árinu 1980 komu hins vegar 72.246 erlendú- ferðamenn til landsins og var þá aukning milli ára um tæplega 6000 manns eöa 8,1%. Af heildarfjölda er- lendra ferðamanna voru Norður- landabúar flestir eöa 29,1% en næstir voruBandaríkjamenn, 24,9%. Beinar og óbeinar gjaldeyris- tekjur vegna erlendra feröamanna námu á árinu 1981, 355 millj. kr. Sambærilegar gjaldeyristekjur áriö 1980 (þ.e. umreiknaö til gengis 1981) námu 299,6 millj. kr., en þaö er hækkun milli ára sem nemur kr. 55,4 millj. kr. eöal8,5%. Gjaldeyristekjur af erlendum feröamönnum voru á árinu 1981, 5,4% af verömæti vöruútflutnings landsmanna. Auk ofangreindra g jaldeyristekna eru beinar tekjur ríkissjóös af ferða- mannaþjónustunni 44,8 millj. kr. og er þá ekki söluskattur og önnur opinber g jöld méötalin. „íslenskir vinir ísraels: Birtuáskorun íblaði íísrael Auglýsing frá „Icelandic Friends of Israel, islenskum vinum Israels, birtist í blaöinu Jerusalem Post þann 20. ágúst síöastliðinn. Er þar skorað á leiðtoga Israelsmanna aö hætta styrjöldinni i Líbanon. Birtist aug- lýsingin á þeim tíma sem styrjöldin var enn í f ullum gangi. Undir áskorunina skrifa tuttugu Islendingar, flestir þjóðkunnir. Fylgja starfsheiti þetrra meö í aug- lýsingunnl -KMU. We lcelandic Friends of Israel are prófoundly concornod with the deadly wt conducted by Israel in Lebanon: /Je are witnessing a' continuous erosion of publ sympathy for Israel in lceland and the world at large AJe view with great apprehension the consolidation < ÍBtratf and distrust among Arabs towards Israol as csuli of Israel’s refusal to recognne the Palestinian tational rights. /Vo call on Israel s loadors to hoed the plea of Israol’ nends in the world by stopping the war in Lebanon an :o propose to the Palestiman nation and its recognue eaders a negotiated solution, based on rociproct ecognition of both peoples’ national rights • •%. Atm Smtynmnn . j i . Piol Cunnai SchKm chyI td|ta; . Htitidui OKItcon Arm i’tlMon. ' mtmbti ot (ftil.trntni pttloi Htukui Gudltugtion (nifci (ndnkidottu. mu- ctl d.itcim •cononutl Hfcn Cud,onadollu KmSt UitMncic. tuptnntoi mtdictl ttcrtltiy Di Thtol Jtkob Jonttqn Ikot Dmtuon Johtnnt Kntliontdoltu Dr mtntgti |i».mtlol Áskonmin sem blrtist i Jerusalem Post. Sinfóníuhljómsveit íslands: / tónleikaferð um landiö Stjórnandi er Páll P. Pálsson og einsöngvari Kristján Jóhannsson Sinfóníuhljómsveit Islands, leggur á morgun upp í tónleikaferð um landiö. Ætla má aö þetta veröi framvegis ár- legur viðburöur hjá hljómsveitinni þar sem samþykkt voru í vor lög þess efnis að 10% af skemmtanaskatti þeim er ríkið tekur til sín, skyldi renna til Sinfóníuhljómsveitarinnar. I hring- feröinni, sem er aö hefjast, mun hljóm- sveitin haida tónleika á 13 stööum víös vegarum landið. Stjómandi er Páll P. Pálsson og einsöngvari er Kristján Jóhannsson en hann kom gagngert frá ítaliu til þess aö fara í þessa ferö. Efnisskráin veröur nokkuö blönduö og reynt er aö höföa til sem flestra. Meðal þeirra verka sem flutt veröa er sinfónía eftir Mozart og óperuforleikir, miiliþáttaspii, og aríur eftir Verdí og Puccini, þá eru einnig íslensk lög, ítölsk lög og vínarmúsík á efnis- skránni. Á þessu starfsári hyggst Sinfóníuhljómsveitin einnig fara í tónleikaferðir í nágrenni Reykjavíkur og á vori komanda er síöan fyrirhuguð tónleikaferð til Vesturlands og Vest- fjaröa. _EG. Sinf óníuhl jóms veitin og Krist ján Jóhannsson á sfingu í Háskólabíói. DV-mynd Einar Öl. g|J§IL_ .. V/d sömdum í skyndi við Ballingslöv um 15% afsiátt á eidhús- og baðinnréttingum auk fataskápa til 17. september. Þannig snúum við vörn í sókn í baráttu við afieiðingar gengisfellingar. ORÐSENDING TIL LANDSBYGGÐARMANNA: Hefðum viijað geta heimsótt ykkur og sýnt ykkur hinar g/æsilegu Ballingslöv innréttingar. En sýningarsalur okkar er þungur í flutningum og því gerum við ykkur þetta tilboð: Komið þið til okkar og við tökum fargjaidið aðra leiðina sem greiðslu upp í kaupverð innréttingar. TILBO& ÞETTA STENDUR TIL 17. SEPTEMBER 1982. KOMIÐ í SÝNINGARSAL OKKAR í SUNDABORG. m ínnréttínaaval hf. SUNDABORG - SÍMI 84333.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.