Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Qupperneq 1
 Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 244. TBL. — 72. og 8. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1982. FLUGVÉLAR SAKNAÐ — HVARFÚTÍSORTANN —taliðað Lítillar einkaflugvélar, TF MAO frá Isafirði er saknað vestur af Kópa- nesi. Flugvélin flaug um klukkan hálfátta í morgun mjög lágt yfir vél- bátinn Þrym BA 7 og henti niður tveimur ljósmerkjum. Síðan hvarf hún út i myrkrið en hefur aö öllum líkindum lent í sjónum. Talið er að einn maður sé með vélinnL „Flugvélin flaug mjög lágt yfir okkur og hratt. Siðan komu tvö ljós- merki frá henni. Við sáum hana síðan hverfa og hún lenti síðan lík- lega í sjónum,” sagði Þorsteinn Jónsson, skipstjóriá Þiym, ísamtali við DV í morgun. Þrymur var að draga fullar 22 milur vestur af Blakk, í niðamyrkri og um sjö vindstigum þegar þetta gerðist. Skipverjar hófu strax leit og tilkynntu hvað gerst hafði. Fljótlega dreif að fleiri báta og um hálfníu í morgun voru sex skip byrjuð að leita. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að finna vélina, en vél frá Flugmála- stjórn og þyrla og birgðavél frá Varnarliðinu eru á leið vestur til leitar. Fokkervél Landhelgisgæsl- unnar er í viðbragðsstööu á Reykja- víkurflugvelli. JGH Vélin sem leitað er að, TF MAO frá ísafirði. D V-mynd Bjarnleifur. Pétur Guð- mundsson farinn til Ítalíu Frá Sigurði Ág. Jenssyni — frétta- manni DV í Washington: — Pétur Guðmundsson, körfuknattleiks- maðurinn snjalli, sem hefur leikið með bandaríska atvinnumannaliðinu Port- land Traiblazers i Bandarikjunum, fór til ttalíu í morgun þar sem hann mun leika með einu þekktasta körfuknatt- leiksliði ttaliu, Fabriano, sem hefur bækistöðvar fyrir norðan Róm, í vetur. Portland lánaði Pétur til Italiu, en hann er á fimm ára samningi við félag- ið. Þetta kom fram þegar Traiblazers tilkynnti hvaða tólf leikmenn félagið myndi nota í vetur í NBA-deildinni, sem hefst um helgina. Tveir leikmenn þurftu að víkja úr fjórtán manna hópi. og var Pétur annar þeirra. H. Whaiet, blaðafulltrúi Traiblaz- ers, sagði í viðtali við DV að ástæðan fyrir þvi að Pétur væri farinn til Italíu værí að hann hefði sjálfur viljað fara þangað. — Það var mjög skynsamlegt hjá Pétri að fara til Italíu, þar sem hann mun öðlast keppnisreynslu sem hann hefði ekki fengið hjá Traiblazers í vetur þvi að varamannabekkurinn hefði beðiö hans. -SÁJ/-SOS. Útvarpsumræðurnar um stefnuræðuna: Á AÐ KJÓSA Á MUÐJUM VETRIEÐA BARA í JÚNÍ? Páhni Jónsson ráðherra varpaði þeirri spumingu fram í útvarpsum- ræöum í gærkvöld, hvort nokkurt „tjón” y rði að því þótt ekki yröi kosið fyrr en í júní. Geir Hallgrímsson (S) vildi láta kjósa hið fyrsta og sagði að hafa mætti kjördaga fleiri en einn tíl að bæta upp að kosið yröi í vetrar- mánuðL Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra f jallaði í stefiiuræðu sinni um „snögg umslúpti” sem orðið heföu í efiiahagsmálum í ár og komið á óvart. Viðskiptahallinn yrði í ár um 10% af framleiðslunnL Kaupmáttur ráðstöfunartekna mundi minnka um 1%. Útflutningur mundi minnka um 13%. .Jleimskreppan hefur sótt okkur heim,” sagði forsætisráð- herra. Hann sagði að áhersla yrði lögð á fulla atvinnu og því markmiði ekki fómað til að draga úr verðbólgu hraðar en ella yrði. Geir Hallgrims- son sagði að sjálfstæðismenn í stjómarandstöðu vildu með engum hætti taka ábyrgð á stjómháttum og stjómarathöfhum þessarar stjómar. Sjálfstæðismenn vildu ráðast gegn verðbólgu með skattalækkunum og niðurskurði ríkisbáknsins. Stein- grímur Hermannsson ráðherra sagði framsóknarmenn vera til viðræðna um að ganga lengra en gert er í efna- hagsaðgerðunum, ef rekstrargrund- * völlur atvinnuv'ega væri tryggður og fuU atvinna áfram. Magnús H. Magnússon (A) sagði að ráðstöfun- arfé heimilanna heföi veríð skert um 8% vegna rangrar fjárfestingar síð- ustu ár. Halldór Ásgrimsson (F) sagði óvarlegt að búast við niður- stöðum í stjórnarskrármálinu á næstunnL Hann lagðist gegn f jölgun þingmanna. Vilmundur Gylfason (A) sagöi að stjórnin ætti aö fara frá. Síðan skyldi reynt að mynda meiri- hlutastjóm og minnihluta- eða utan- þingsstjóra, tækist það ekkL Hann sagði að hugsanlegt væri aö breyta stjómarskrá þannig að forsætisráð- herra yrði kosinn beinum kosning- um. Svavar Gestsson ráðherra sagði að glundroði mundi aukast, færi rík- isstjómin frá. Alþýðubandalagið hefði viljaö kosningar strax í nóvem- ber til að treysta meirihluta núver- andistjómar. -HH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.