Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.1982, Qupperneq 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR26. OKTOBER1982. Smáauglýsingar 25 Sími 27022 Þverholti 11 Duglegar og ábyggilegar stúlkur óskast strax, vaktavinna. Uppl. á staönum í dag og næstu daga. ísbúðin, Laugalæk6. Skálatúnsheimiliö óskar eftir manneskju í eldhús. Uppl. gefur ráöskona í síma 66249. Stúlka óskast til afgreiöslustarfa. Vinnutími frá kl. 15—18, og þriöju hverja helgi. Uppl. á staönum. Miöbæjarbakarí, Háaleitis- braut 58—60. Starfskraftur óskast vinnutimi er frá kl. 16—21, alla daga, aöra hvora viku. Uppl. gefur forstöðu- maöur í síma 66248 frá kl. 8—16. Skála- túnsheimilið. Sölumaöur. Sölumaður óskast til aö selja gjafa- vörur. Þarf aö geta byrjaö strax og hafa eigin bíl til umráða. Hafiö sam- band við auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12. H-951 Starfskraftur óskast til starfa í efnalaug hálfan daginn, þarf aö vera vanur aö pressa fatnaö. Uppl. í síma 75050 og 36824. Kona óskast 'til aö taka í gegn íbúð í Laugarnesi einu sinni í viku, ca 4 tíma. Vinsaml. hringiö í síma 76129. Matsvein og háseta vantar á 200 tonna línubát. Uppl. í síma 92-1745. Ábyggilegur starf skraftur óskast til afgreiöslustarfa eftir hádegi frá kl. 13—18. Uppl. í Fatabúöinni, Bankastræti 3, miðvikudag 27. okt. frá kl. 17-18. Bústjóri óskast aö svinabúi, ibúö á staðnum. Aöeins maöur meö starfsreynslu kemur til greina. Vinsamlega hafiö samband viö auglþj. DV ísíma 27022 eftirkl. 12. H—020 Hjón í Seljahverfi óska eftir aöstoö viö heimilisstörf einu sinni í viku, ca 4 klst. í senn. Vinnutími eftir samkomulagi. Uppl. í sima 78421 eftirkl. 16. Afgreiöslustúlka óskast Stúlka óskast til afgreiöslustarfa, vaktavinna. Uppl. á staönum næstu daga, Veitingahúsiö Gafl-inn Hafnar- firði. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur og Páll Bókaútgáfan Salt hefur sent frá sér tvær bamabækur, Pétur og Páll. Fjalla þær um ævi og störf postulanna Péturs og Páls, lýsa í máli og myndum starfi þeirra aö útbreiöslu kristninnar. Eru þær 24 bls. ríkulega myndskreytt- ar af Lennart Frantzén. Textann hefur skrifaö Andres Kiing, sænskur rithöf- undur og blaðamaöur. Eru bækumar ritaöar sem ævisögur og eru allspenn- andi á köflum. Þýöandi er Jóhannes Tómasson, en bækumar eru gefiiar út í samvinnu margra þjóöa, setning og filmuvinna texta unnin af tæknideild Morgunblaðsins, en bækurnar prentaö- arí Englandi. I'IETSÖLUUÓK IfSIR RYrmAurn Kvr.nnA a LisrK/unAn oa , msruRSt.AtJSAn hátt APÍAÍS WIN Unaðsreitur Gleðisöqur eftir Anais Nin IÐUNN hefur gefið út bókina Unaðsreit eftir bandariska höfundinn Anais Nin. Bók þessi sem á frummáli nefnist „Delta of Venus” hefur aö geyma þrettán gleöisögur. Anais Nin er látin fyrir nokkrum árum, en hún er einn kunnasti og virtasti höfundur gleðisagna á þessari öld. Hún varö fyrst kvenna til aö helga sér bók- menntagrein þar sem sjónarmið karla höföu veriö næsta einráö. Um bókina segir svo í kynningu forlagsins: ,,Anais Nin fjallar um kynlífið á nýjan hátt, á máli sem er þmngið lífi og húmor. Hér er lýst kynnautn kvenna af mikilli list og hispursleysi. Sögur Anais Nin hafa verið þýddar á fjölda tungumála, hvarvetna vakið aðdáun gagnrýnenda.” — Unaðsreitur er fyrsta bók þessa höfundar sem út kemur á íslensku. Guörún Bachmann þýddi bókina sem er 200 blaðsíður. Prentrún prentaði. Móri ný teiknimyndasaga um Sval og félaga Ut er komin hjá Iðunni, ný bók í teiknimyndaflokknum um Sval og félaga og er þaö fimmtánda bókin í flokknum. Nefnist hún Móri og er eftir Foumier. Bókin er gefin út í samvinnu við Interpresse í Danmörku. Um efni sögunnarsegirákápubaki: ,,Svalurog Valur lenda í miklum háska og stór- ræðum hér eins og endranær. Þetta byrjar þannig aö þeir fá bréf frá vin- konu sinni, Oróreu, sem býður þeim á alþjóðaþing töframanna. Þegar til Gálgavíkur kemur er þeim sagt að Orórea sé uppi í kjamorkuverinu mikla. Á leiðinni þangað hitta þeir drauginn Móra. Hann er í slæmu skapi, enda finnst honum þessar vítisvélar vera aö eyðileggja fyrir sér starfiö. Samt er hann ekki dauður úr öllum æðum og getur gert mönnum ýmsar skráveifur. En þegar þeir félagar finna Oróreu. . — Móri er 48 blaösíður. Jón Gunnarsson þýddi textann. Riddarar hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson Almenna bókafélagið hefur sent frá sér skáldsöguna Riddara hringstigans sem hlaut fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni þeirri sem forlagið efndi til á 25 ára afmæli sínu. Höfundurinn Ein- ar Már Guðmundsson er áður þekktur fyrir ljóðabækur sínar, 3 að tölu, en Riddarar hringstigans er fyrsta skáldsaga hans. Bókin er kynnt þannig á bókar- kápu: „Nýstárleg skáldsaga eftir einn af okkar allra efnilegustu ungu rithöfundum. Kímin að framsetningu, alvöruþrungin og áhrifamikil að efni. Sagan gerist í Reykjavík fyrir 10—15 árum í hverfi sem er í byggingu. Aðalper- sónurnar eru nokkrir ungir dreng- ir og einn þeirra segir söguna. Þessi ungi sögumaður er sannkall- að bam í tiltektum sínum og við- horfum og þó sýnist vitund hans rúma alla tíma og allan heiminn — einhvers konar stílgaldur. Heimur þessara drengja er vissu- lega annar og öðruvísi en það sem fyrri kynslóðir íslenskra bama hafa staðið andspænis. Og þó að hann sé oft broslegur er hann hvorki einfaldur né auðveldur og stundum jafnvel skelfilegur. Enda hljóta drengirnir sína vígslu og hana rækilega.” Riddarar hringstigans er 228 bls. að stærð. Hún er unnin í Prentsmiðju Áma Valdemarsson- ar. Maður dagsins eftir Andrés Indriðason Maður dagsins er Reykjavíkur- saga sem gerist í nútímanum. Hún segir frá ungum manni, íþrótta- stjömu, sem nær svo langt að hann slær hvert metið af öðru í íþrótt sinni og setur loks heims- met. En hefur hann sigrað þrátt fyrir það? Síður en svo. Allir þykj- ast eiga hann, stjórnmálamenn, kaupsýslumenn, fjölmiðlar, og telja sig mega nota hann eins og þeim sýnist. Hann á sem sagt eftir að sigra umhverfi sitt. Hvemig skyldi það ganga? Sagan hefur svar við því. Maður dagsins er 192 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðju Áma Valdemarssonar. tJtgefandi er Al- menna bókafélagið. Þriggja orða nafn eftir ísak Harðarson Þessi ljóðabók er ein þeirra þriggja bóka sem verðlaun hlutu í bókmenntakeppni þeirri sem Al- menna bókafélagið efndi til á 25 ára afmæli sínu. Bókin skiptist í þrjá hluta, sem heita Villigötur, Afvegir og Vegurinn til Sunnuhlíð- ar. Ljóðin eru alls 33. Höfundurinn Isak Harðarson er 26 ára að aldri og er Þriggja orða nafn hans fyrsta bók. Hann er kynntur þannig á bókarkápunni: „Isak Harðarson fæddist í Reykjavík hinn 11. ágúst 1956, kl. 12.52 e.h. Hann er að heiman. ” Og um bókina segir á sama stað: „Þriggja orða nafn. Fyrsta bók hins unga höfundar. Sérstæð ljóð, djúp og þróttmikil. Alvöru- þmngin leit ungs manns að til- gangi. Glæsilegt byrjandaverk upprennandi skálds.” Þriggja orða nafn er 102 bls. að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Hólum. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Vorganga í vindhæringi eftir Bolla Gústavsson Bókin er ein af þremur verð- launabókum Almenna bókafélags- ins í bókmenntasamkeppni þeirri sem forlagið efndi til á 25 ára af- mæli sínu. Undirtitill bókarinnar er. . . á mótum ljóðs og sögu, og hún segir frá mannlífi á Oddeyri við Eyja- fjörð fyrir 30—40 árum. „Margar persónur koma við sögu,” segir í káputexta bókarinnar, „ og munu sennilega ýmsar þeirra koma kunnuglega fyrir sjónir þeim sem þarna þekktu til. En umfram allt er bókin merkilegt skáldverk sem bregður stórum svip yfir dálítið hverfi, saga um fólk á ýmsum aldri, misjafnt í háttum og mis- jafnt að þroska...” eins og segir í bókarkynningunni. Vorganga í vindhæringi er 150 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðj- unni Hólum. Utgefandi er Almenna bókafélagið. Virgill litli eftir Ole Lund Kirkegaard Iöunn hefur gefiö út nýja barnasögu eftir danska höfundinn Ole Lund Kirkegaard. Nefnist hún Virgill litli og er sjötta bók þessa höfundar sem út kemur á íslensku. Kirkegaard var kunnur höfundur barnabóka. Hann myndskreytti jafnan sögur sínar sjálf- ur og eru teikningar hans afar spaugi- legar svo aö saga og myndir mega hvorugt án annars vera. Þessi nýja bók, Virgill litli fjallar um lítinn dreng og tvo vini hans. Við sögu koma einnig storkur, dreki meö átta lappir og kaup- maöur sem boröar kaspíra-fræ. Líka er sagt frá afmælisveislu og leit aö földum fjársjóöi, aö því er segir á kápubaki bókarinnar. — Virgil litla þýddi Þorvaldur Kristinsson. Bókin er 102 blaðsíður. Prisma prentaöi. Smáaugtýsingadeildin er iÞvetinltill og síminn þar er27022 OpUnllnvirktdngsfrákl.9—22 LwpnfapiMM.9-14 SumudngafríkL 18—22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.