Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 2
2
DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982
Hljómbær reynir nýtt loftnet:
Góð mynd frá rúss-
neskum gervihnetti
„Við náum skínandi góðri mynd frá
rússneskum gervihnetti og höfum m.a.
horft á beinar útsendingar frá
Evrópuleikjum í knattspyrnu,” sagði
Þorvaldur Sigurösson hjá Hljómbæ í
samtali við DV.
Hljómbær er með umboð fyrir
Luxor loftnet og sjónvarpstæki og
hefur loftneti ætluðu til að taka við
sjónvarpsefni frá gervihnetti verið
komið fyrir á þaki höfuðstöðva fyrir-
tækisins viö Hverfisgötu.
„Luxor er leiðandi fyrirtæki á sviöi
loftnetagerðar og uppsetningar þeirra
á Norðurlöndum. Viðfengumloftnet og
tilheyrandi tæki frá fyrirtækinu. Við
vildum sanna fyrir sjálfum okkur og
öðrum að þetta væri hægt. Árangurinn
er skínandi góður. Eins og er náum við
ekki nema þessum rússneska gervi-
hnetti en með auknum búnaði getum
við náð frönskum hnetti og raunar
öðrum breskum tilraunahnetti. Við
þurfum leyfi til að fá útsendingar frá
þeim breska og ætlum að fullkomna
tæki okkar svo við náum honum.”
Tilgangur fyrirtækisins meö þessari
tilraun er að koma Luxor loftnetum og
búnaði á markað hérlendis. öm
Petersen, starfsmaöur Hljómbæjar,
benti á að kostnaður viö að koma upp
búnaði af þessu tagi væri um 300
þúsund krónur. Því ætti aö vera
viðráðanlegt fyrir t.d. fjölbýlishús og
íbúðahverfi aö koma sér upp sameigin-
legum búnaði.
Þorvaldur Sigurösson sagði að þetta
væri enn, sem komið er, bara tilraun
en fyrirtækið hyggst með tíö og tíma
koma þessum búnaöi á markað hér-
lendis. Þorvaldur benti á að innan
fárra ára bættust við fleiri hnettir sem
hægt væri aö ná sendingum frá. Til
dæmis yröu sendir upp hnettir frá
Þýskalandi og Frakklandi 1985 og
Lúxemborg og Bretlandi árið 1986.
Starfsmenn Hljómbæjar sögðu einnig
að sovéska sjónvarpið kæmi glettilega
á óvart. „Það er mikið af íþrótta- og
tónlistarefni í því sem allir geta haft
gaman af,” sagði Þorvaldur. -ds.
HERFERÐ VERÐLAGS-
STOFNUNAR TIL EFL-
INGAR Á VERÐSKYNI
Herferð til eflingar á veröskyni
hefur nú verið hafin á vegum
Verðlagssto&runarinnar. „Þaðskort-
ir verulega á að almenningur fylgist
meö veröi og verðlagsbreytingum.
Síðustu 3 mánuði hefur orðið 20%
hækkun á vöruveröi en veröbætur á
laun eru innan viö 20%,” sagðiGeorg
Olafsson verðlagsstjóri á blaða-
mannafundi sem haldinn var í gær í
Borgartúni7.
Markmið herferðarinnar er að
sýna neytendum fram á að þeir geti
sparað verulega og verið virkir þátt-
takendur í að fylgjast með hve mikill
verðmunur er almennt á sömu
vöru. Fjölmiðlar munu bírta, alla
fimmtudaga fram að jólum,
verðkannanir á hinum ýmsu vöru-
tegundum. Að þessu sinni voru
teknar vörur í 13 verslunum, alls 31
vörutegund. Keypt var ódýrasta og
dýrasta vara af hverri tegund, þeim
var síðan raðað í tvær körfur. Ódýr-
ari vörurnar kostuðu samanlagt
890,70 krónur en þær dýrari
1.327,80.1 þessum verðkönnunum er
ekki lagt mat á gæði og þjónustu
enda er um mismunandi vörumerki
að ræða í nokkrum tilvikum.
Innkaupakarfan er ekki leiðarvisir
um hvað eða hvar er ódýrast að
versla, heldur er tilgangurinn sá aö
vekja neytendur til umhugsunar um
verömismun á sambærilegum
vörum. -RR.
Engar tímapantanir.
Gjörið svo vel að líta inn.
Klippótek
Keflavík
HAFNARGÖTU 23 2.HÆÐ
SÍMI-3428
Sérhæfum okkur í permanenti og klippingum.
Opið alla virka daga frá kl. 9—6, nema
föstudaga frá kl. 9—7.
KXilPPDTEK
Starfsmenn Hljómbæjar við gerviloftnetið. Á innfelldu myndinni eru örn
Petersen og Þorvaldur Sigurðsson við sjónvarpstækið sem sýnir sovéskan sjón-
varpsþátt.
DV-myndir Einar Ólason.
HRINGTENGINGU
RAFMAGNSLÍNA
LÝKUR NÆSTA ÁR
Rafmagnslínan sem verið er að
reisa milli Hafnar í Homafirði og
Sigöldu á að vera tilbúin á næsta ári,
samkvæmt upplýsingum frá Samúel
Ásgeirssyni, verkfræðingi hjá Raf-
magnsveitum ríkisins. Linan verður
250 kílómetra löng og kostnaðurinn í ár
er 61 milljón króna. Næsta ár verður
hann 217 milljónir en upphaflega var
gert ráð fyrir því að mestur hluti vinn-
unnar yrði þá. I sumar var aðeins
nauðsynlegur undirbúningur svo
örugglega yrði hægt að ljúka
línulögninni næsta ár.
Verkið í sumar hefur gengið sam-
kvæmt áætlunaðsögnSamúels. Undir-
stööur hafa verið gerðar og áætlað er
að staurar hafi verið reistir á 50 kíló-
metra kafla fyrir áramót og línur
strengdar.
Þegar þessum framkvæmdum
lýkur verður þar með lokiö hrine-’
tengingu rafmagnslína á landinu.-JBH.
Féfagasamtök!
FramMöi og útvega aHm konar
(.oftið upptýsinga
MAGNUS E |BALDVINSSONsf
Laugavegi I
Sími 22804
ÚR — SKARTGRIPIR — GJAFAVÖRUR