Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 3
DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982 Kaupfélag Svalbarðseyrar og Eikin hf REYNA Ú1FLUTMNG LAMBA- KJÖTS í NÝIUM UMBÚÐUM Á vegum Kaupfélags Svalbarös- eyrar er nú nýhafinn útflutningur á lambakjöti til Danmerkur. Heildsal- an Eikin hf. í Reykjavík hefur haft hönd í bagga varðandi markaösmál- inytra. ,,Fyrstu viötökur hafa veriö mjög góöar,” sagöi Sigmundur F. Kristjánsson hjá Eikinni hf. „Því er vel hugsanlegt að framhald geti orö- iö á sölu. Eftir er þó að skipuleggja þessimálbetur.” Um er aö ræöa nýjar pakkningar á lambakjötinu. I hverjum kassa er eitt lamb: hryggur, læri og aörar unnar og reyktar vörur svo sem Húsaeinangrun úrpertusteini — þingmenn Vesturlands vilja endurvekja verksmiðjuhugmyndir Fjögur fyrirtæki um framleiöslu úr perlusteini hafa legiö í dvala síðustu misseri eftir nokkum rekstur 1978 og 1979. Stefnt var aö byrjunarvinnslu á 1.500 tonnum af þöndum perlusteini á ári og síðar meir jafnvel 100.000 tonna ársútflutningi. Hlutafjárskortur stööv- aöi framleiösluna á byrjunarstigi. Nú vilja þingmenn Vesturlands endur- vekja verksmiöjuhugmyndirnar. Þeir flytja þingsályktunartillögu í sameinuöu Alþingi um aö ríkisstjórn- inni verði falið, í samvinnu viö áhuga- aðila, aö hlutast til um athugun á hag- kvæmni perslusteinsiðnaðar. Fyrsti flutningsmaður er Davíð Aöalsteins- son. I greinargerð meö tillögunni er rakin saga athugana og áforma varöandi nýtingu perlusteins, einkum úr Presta- hnjúki við Langjökul. En þar munu vera 17-18 þúsund rúmmetrar af perlu- steini. Perlusteinn er súrt gosberg. Sé hann hitaöur í 800—900 stig á celsíus þenst hann út allt aö 20-falt og myndar létt, einangrandi efni. Þaninn vegur hann 50—150 kíló hver rúmmetri. Þannig þaninn hentar perlusteinn í lausa einangrun húsa, einkum í loftein- angrun, í létta perlusteinspússningu, léttsteypu og trefjaplötur og loks sem síuefni til jarövegsþéttingar. Rannsóknir á íslenska perlusteinin- um voru geröar í samvinnu við ýmsa erlenda aöila og meö aðstoð Iönþróun- arsjóös Sameinuöu þjóðanna og Nor- ræna iönþróunarsjóðsins. Lofuðu þær góðu. Áætlun um byggingu og rekstur 5.000 tonna verksmiöju sýndi meöal annars aö kostnaöarverö á einangrun úr þönd- um perlusteini myndi vera 350 krónur á rúmmetra, á núgildandi verðlagi, en nú kostar rúmmetrinn af frauöplasti 760 krónur. I þessari áætlun var reiknaö meö tveim verksmiöjum, annarri til þess að framleiða þurrkaðan og flokkaöan perlustein tilbúinn til þenslu, hinni til framleiðslu á þöndum perlusteini. Ennfremur var reiknað með aö fleiri þensluverksmiöjur gætu risið og þá víðarálandinu. I fyrstu var búist viö aö framleiösla á innanlandsmarkað væri eölilegur undanfari útflutnings og þá jafnvel í stórum stíl. HERB Róaá Tjommm alla næstu nótt Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík hefja róöur á Tjöminni klukkan sautján í dag. Hyggjast þeir róa um Tjörnina stanslaust þar til eitt hundraö kílómetrar hafa veriö lagðir aöbaki. Tilgangurinn meö þessum maraþon- róöri er aö safna fyrir Olympíunefnd Islands og vekja athygli á happdrætti hennar. Áður en róöurinn hefst munu nemendur ganga fylktu liði niður Laugaveg og safna áheitum. Einum bát veröur róið. Fjórir nem- endur veröa um borð í einu en fjórtán munu alls taka þátt í róðrinum. Róiö veröur í hringi og áttur. Övíst er hve langan tíma róðurinn tekur en aö öll- um líkindum verða MR-ingarnir á Tjörninni í alla nótt og fram eftir morgni. -KMU. Eldur i Stálsmiðjunni Eldur kom upp í Stálsmiöjunni viö Mýrargötu um klukkan hálffimm í fyrrinótt. Þegar slökkviliöiö kom á staðinn lagði talsveröan reyk undan þaki smiöjunnar. Reykkafarar fóru inn og sáu þeir þá hvar eldur logaði í gömlu bilsæti sem var við hliöina á gufukatli. Greiölega gekk aö slökkva eldinn og urðu skemmdir litlar sém engar. Taliö er aö neisti frá gufukatlinum sé orsök eldsins. -JGH Fæst í tveim /itum Góð greiðslukjör OPIÐ LAUGARDAGA Rcykjavíkurvcgi 68 Hafnarfirði Sími54343 VIÐ TEUUM að notaðir VOLVO bflar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum VOLVO 244 GL '82 ekinn 4000. Verð kr. 250.000. VOLVO LAPPLANDER '81 ekinn 32.000. Verð kr. 165.000. VOLVO 244 DL '81 ekinn 24.000, beinsk. Verð kr. 195.000. VOLVO 244 GL '81 ekinn 27.000, sjálfsk. Verð kr. 220.000. VOLVO 244 GL '80, ekinn 54.000, beinsk. Verð kr. 175.000. VOLVO 244 DELUX ekinn 41.000, beinsk. Verð kr. 150.000. VOLVO 244 GL '79 ekinn 42.000, sjálfsk. Verð kr. 160.000. VOLVO 244 DELUX '78 ekinn 50.000, sjálfsk. Verð kr. 130.000. Opið /augardaga frá kl. 13—16. w 35200 VELTIR SUÐURLANDSBRAUT16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.