Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 15
DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982 15 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Enn um af brotamenn: Setjum ekki alla undir samahatt Stefán St. Sigurjónsson skrifar: Mánudaginn 1. þ.m. skrifaöi J.S. les- andabréf undir fyrirsögninni Tökum hart á þrjótum. — En góöi „vinur”, þá verðum viö að taka hart á þeim öllum. Sumir eru nefnilega þrjótar þótt þeir sitji ekki inni á Litla-Hrauni. Ekki dreg ég í efa orö J.S. þegar hann segir að vistmenn á Látla-Hrauni hafi til þeirrar dvalar unnið. Hvernig væri samt ástandið í fangelsismálum okkar í dag ef allir „þrjótar” landsins væru á bak viö lás og slá? Síðan skyldi J.S. ekki gleyma því að það er minni- hlutahópur sem hann fjallar um í bréfi sínu. Allir fangar á Litla-Hrauni hafa til dvalarinnar unnið, það er satt. En er nauðsynlegt að hlekkja alla við sömu kúluna? Eg er ekki þeirrar skoðunar. Er unga fólkið, sem stundaði á- vísanafals, hnupl eða leiddist út í eitur- lyfjaneyslu „stórglæpamenn” á borð við ýmsa aðra? Á aö geyma það á bak við lás og slá til jafns við þá er hafa alvarleg afbrot á samviskunni? Ef J.S. finnst svo þá er ég viss um að honum blöskrar ekki þótt hann heyri um fangelsismál úti í hinum stóra „rauða heimi”, þar sem allir fangar hafa brotið gegn „yfirvöldum”. Heldur J.S. að ekki sé hægt aö hjálpa fólki sem af einhverjum sökum hefur villst af leið, oftast vegna erfiöleika heima fyrir á uppvaxtar- árunum? Má ekki hjálpa þessu fólki alveg eins og alkóhólistum? Lesendur Franzísca Gunnársdóttir Með þessu bréfi mínu er ég ekki að hvetja til þess að við hættum að loka afbrotafólk inni. Heldur vakir hitt fyrir mér, að benda á að við verðum að reyna að hjálpa þessu fólki, ekki síður en öðru, svo það rati á rétta braut í lífinu. Það gerist ekki með því að setja alla undir sama hatt. VegnafréttaríDV: Hækkun lífeyris og missir símafríðinda Björn Amórsson hagfræðingur hringdi: „I DV 27. okt. sl. er því slegið upp á baksiöu að hundruð lífeyrisþega hafi misst símafríðindi sín, það er eftirgjöf afnotagjalds síma í september. Þó því sé ekki beinlínis haldið f ram í greininni er ekki hægt að lesa annað út úr henni en nú sé verið að höggva á kjör lifeyris- þega — þeirra sem síst skyldi. Þó kemur fram að helsta ástæða þess aö fólk dettur út af lista Trygginga- stofnunar ríkisins, um þá er skulu njóta ofangreindra fríðinda, er að fólk hættir að njóta óskertrar tekju- tryggingar. Það fer yfir hið svokallaöa frítekjumark en þeir lífeyrisþegar sem eru með ákveðnar lágmarkstekjur (þ.e. frítekjumarkið) hafa notið þess- ara símafríðinda. Nú er haft eftir Siguriaugu Ottesen Kemur bfllmn „ Vtt óg minna 6aö„ vistmenn " 6 Utia-Hrauni hmfm ttt þmhrmr dvmimr unnið " — smgir iesandi. Vegna skrífa um menntunarmál fanga: Tökum hart á þrjótum J.S.hringdi: Ég er vafalaust ekki einn um aö vera oröinn innilega þreyttur á öllu þessu væli um mannréttindi, menntunarmál og hagsmuni afbrota- haröur um eigin réttindi. Menn, sem hafa kannski virt líf, limi og andlega framtíö annarra nákvæmlega einsk- is, leyfa sér aö berja bumbur fyrir eigin mannréttindum. I framhaldi af dynja nú yfir okkur daglega fréttir af ldcamsárásum; kynferöisafbrotum, barsmíöum og þvílíku. Og morö eru ekki fátíö lengur. Því tek ég undir orö þess lesanda sem skrifaöi bréf huga hvaö þeir hafa af sér gert, ásamt hvaö þeir eru líklegir til að geta gert á ný, áöur en viö höfum áhyggjur af réttindum þeirra. Þeir brjóta af sér á okkar kostnað og Lesandabróf J.S. birtíst hór á síðunnisl. mánudag, 1. nóvember. FÖSTUDAGSKVÖLD ! JIBHÚSINUI í JIS HÚSINU OPIÐ DEILDUM TIL KL.10 Í KVÖLD hjá Tryggingastofnun ríkisins í þessari DV grein að frítekjumarkið hafi verið hækkaö um 60% milli ára. Lífeyrir þeirra lífeyrisþega, sem hafa áður verið undir frítekjumarki en fara nú yfir það og missa þar af leiðandi eftir- gjöf afnotagjalds í september, hefur því hækkað um meira en 60% á þessu tímabili. Fyrirsögn DV hefði því eins getað verið: „Hundruð lífeyrisþega fá meira en 60% hækkun lífeyris á síöastliðnu ári.” Hitt er síðan allt annað mál, að þó reynt hafi verið að berjast fyrir bættum kjörum lífeyrisþega má alltaf gera meira. Til dæmis má spyrja sig hvort ekki sé sjálfsagður réttur allra sem komnir er yfir s jötugt og búa einir að hafa ókeypis síma, en það er annar handleggur. NÝKOMIN FURU-SÓFASETT og UNGLINGAHÚSGÖGN OPIÐ LAUGARDAGA KL. 9-12 MATVÖRUR RAFLJÓS FATNAÐUR REIÐHJÓL HÚSGÖGN RAFTÆKI JIS Jón Loftsson hf. /A A A A A A l____ I. I I ■ - |.M:a Hringbraut 121 Sími 10600 r GETRAUNIN Opelseðill 2 er á bls.ll í helgarblaði II Vertu D V-áskrifandi. Áskriftarsíminn er 27022 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.