Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 4
4 DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982 Menning Menning Menning Menning ísak Haröarson: ÞRIGGJA ORÐA NAFN Almenna bókafólagið, Reykjavík 1982 bls. Þaö er svo sannarlega gaman þegar fullyröingar útgáfufélags á kápusíöu bókar um ágæti skáldskap- arins innan spjalda eru sannleik- anum samkvæmar. Isak Haröarson hlaut verðlaun á 25 ára afmæli Almenna bókafélagsins, þá sjálfur 25 ára gamall, fyrir fyrstu ljóö sín sem nú eru komin út hjá AB undir heitinu Þriggja orða nafn. Það sem sagt er um ljóö hans á kápu er síst ofmælt. Vandlega smíduð heild Ljóðin í bókinni eru ekki samtín- ingur, heldur vandlega smiöuð heild 33 ljóöa. Kaflaheitin þrjú gefa hugboð um efni hvers um sig: Villigötur, afvegir og vegurinn til Sunnuhlíðar. Leiðarþema bókarinnar er leitin aö sjálfinu, aö röklegu samhengi til- verunnar, aö sannleika lífsins sem gefi skáldinu áræði og þor til aö leggja út á „veginn til Sunnuhlíöar”. Fyrstu ljóö hvers kafla er tilbrigöi um stef. Hiö fyrsta heitir Ég vakna (11), annaö Ég rís upp við dogg (41) og hiö þriöja Ég stend upp (71). Ljóö dagsins í fyrsta kafla (13) og Ljóö lífsins í síðasta kafla (72) er einnig afbrigöi sama stefs. Þar notar Isak bragarhátt Steins Steinarr úr Tímanum og vatninu: Þriggja línu erindi og þriggja erinda ljóö (í þriggja kafla bók, semheitir Þriggja stafa orö og geymir 33 ljóö). Síðasta orö hvers erindis rímar saman. Ljóð dagsins hljóöar svo: Óttinn, óttinn á sér eilífan bústad i edli mínu. Ég er fjarhuga smáfugl, sem flögrar um torgin í fridleysi sínu. Umheimurinn mun aldrei samlagast edli mínu. (13) - I siöara tilbrigðinu, Ljóöi lífsins, hefur skáldiö gengið í gegnum hreinsunareldinn og er þetta þriöja erindið: Umheimurinn er einungis bergmál í edli mínu. (72) Gáskafull heimspeki Höfundur leggur mikla rækt viö heimspekilegar hugmyndir og notar til þess persónulega þroskasögu, lætur sjálfiö ganga í gegnum stíg- andi erfiöleika sem aö lokum leiöir þaö á vegi ljóssins, leiöina til Sunnu- hlíöar eins og hann kallar þaö í gáska. Höfundur leikur sér einnig á ýmsan hátt meö formið, notar samtöl, innskot í sviga, vísanir út og suður í samfélagsveruleikann. Nýjar myndir setja sterkan svip á ljóðin, myndir' ónotaöar af öðrum sem tengjast því sem fyrir er í íslensku ljóömáli í hæfilegri blöndu, því aldrei veröur neitt gert alveg nýtt, enda yröi þaö óskiljanlegt. Gleðin yfir aö vera til er einnig áberandi þáttur, jafnvel þeún ljóöum sem lýsa mestum ógnum, því skelftag er óumflýjanlega andhverfa unaðar og vegur þetta tvennt salt. Isak yrkir örðuvísi en tíökast meðal ungra í dag. Hann þorir aö vera dálítið rómantískur og jákvæður og tekst það vel án væmni, því hann er verulega skáldmæltur strákurinn. Ljóð hans eru heillandi og umhugsunarverö. Hvaö segið þið t.d. umþetta: Þrótmói Við höfum svo ólík augu — svo undarlega ólík. Sum eru blinduð af svita daganna, sum málmlituð númer á banka- hólfum, og sum hafa svifið á hóstandi pípum til nýrra útsýna og týnst. Ég er þreyttur. Það skiptir engu, hvernig augu okkar eru, svo þið getið óhrœdd haft ykkar eigin í stað flokksins eða félaganna. Ég er rauðeygður af þreytu afað reyna að vera brúneygður, bláeygður maðurir.n! Brjótum múrinn, brceðum stálið, stökkvum afvélinni áður en hún springur og hittumst svo við kóralrifið snemma á naestu öld. Langt úti á blárri kyrrðinni, þar sem grœnhrœðir pálmarnir blunda í sólinni verða litirnir til augans vegna, en ekki augað vegna litanna. Við höfum svo ólík augu — svo undarlega ólík en við höfum þau öll! (77) Viö skulum óska sjálfum okkur til hamtagju meö efnilegt, nýtt skáld. Rannveig. Við höfum eign ast nýtt skáld isak Haröarson skáid. RannveigG. Ágústsdóttir Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Amerískur draumadrengur fallerast Ameríkumenn hafa fengið snert af öfugu einstaklingsframtaki, og mega nú ekki vatni halda út af lýsingum á því hvemig einn af þekktustu gull- drengjum landsins hefur látið faller- ast mitt á framabraut, og gert til- raun til að verða eiturlyf jasali í von um að bæta 50 milljónum dollara við sjóði sína. Hér er um að ræða bílaframleiðandann De Lorean, sem upplifðl ameríska drauminn á sjálf- um sér með því að alast upp í fátækt á götum Chicago-borgar, en verða síðan einn af forstjórum General Motors, og síöustu árin framleiðandi sportbila í Belfast á Norður-írlandi. íhaldsstjóm Thatcers hefur legiö undir stóru ámæli fyrir að vilja lítið annað en atvinnuleysi. Nú Iiggur hún m.a. undir ámæli fyrir að hafa veitt De Lorean ómælt fé til bílaverk- smiðju í Belfast vegna þess að verk- smiðjan veitti yfir tvö þúsund manns vinnu. Það kom svo á daginn að sportbílar De Loreans vom of dýrir, kostuðu tuttugu og fimm þúsund doll- ara, sem þætti spottprís hér á landi, einkum f yrir bíla úr ryðfríu stáli. Ameriski draumurinn urn mann- inn, sem vann sig upp úr fátækt til ríkidæmis, endaði svo með snöggum hætti nú á dögunum vestur í Los Angeles, þegar De Lorean var grip- inn við að höndla um nokkur kíló af kókaíni, en ágóðinn af því og meiri birgðum, sem áttu að berast seinna, skyldi fara til gjaldþrota sportbíla- smiðjunnar í Belfast. Sama daginn og De Lorean var færður fyrir rétt lýsti breska stjómin því yfir að verk- smiðjunni í Belfast hefði veriö lokað og fyrirtækið væri hætt störfnm. Þetta er í rauninni allt eðlilegt nema kókain-salan. Menn verða ríkir og menn fara á hausinn — þ.e.a.s. fyrirtæki þeirra, og þykir ekki tíðindum sæta. Én allt í einu verður De Lorean frægasti maður Ameriku út af peningamálum sínum. Til dæmis um þann skurk sem mál hans hefur vakið má nefna að tvö virt vikufréttarit, Time og Newsweek, birta greinar um De Lorean með kápumyndum af höfðingjanum, vitna í dómara, sem vildi ekki lækka tryggingargjald á þeirri forsendu að ekki byggðu menn iðnað á bökum kókaín-neytenda, og láta eins og meiriháttar þjóðmál sé á ferðinni. Og kannski er þetta meiri- háttar þjóðmál í Ameríku. Hver veit nema að goðsögnin um ameriska drauminn hafi líkamnast í De Lorean með þeim hætti, að menn þar vestra standi nú frammi fyrir því að gegndarlaus auðhyggja gerir ekki alla hluti leyfilega. Éins og venjan er um rika amer- iska drengi þá átti De Lorean fót- boltalið í San Diego, en seldi sinn hlut „með tapi”, þegar hann þóttist þess fullviss að fótboltaliðið neytti eitur- lyfja. Eftir það mun bann líklega hafa látið lita á sér hárið og lyfta andlitinu, eða kannski var það á þeim árum, sem samstarfsmenn hjá GM minnast enn, þegar hann geröist einskonar framkvæmdastjórahippi og skyldi við konu sina eftir fimmtán ára hjónaband. Hann er nú giftur einhverri tískuskvísu, sem ætlar að fara að leika Élisabeth Taylor í sjónvarpsþáttum. Saga De Lorean er amerísk upp á besta máta. Hann var ákveðinn í að halda verksmiðjunni í Belfast á floti, og þess vegna er sagt að hann hafi blandað sér i kókaín-viðskipti, en þau eru sögð gera hálfvita að miiljónamæringum og milljónamær- inga að hálfvitum nú þegar drauma- drengur Ameríku, De Lorean hefur látið fallerast. Við sem horfum stundum á Dallas-þættina í s jónvarp- inu sjáum við samanburð, að J.R. Éwing er eins og pissudúkka við hlið- ina á De Lorean, enda hálfgerður heimilisvinur tslendinga. Báðir eru þeir fulltrúar draumsins um pening- ana og einstaklingsframtakið, sem hefur þá náttúru að fara stundum fram úr sjálfu sér við mikla undrun þeirra, sem halda að peningagræðg- in geti verið endanlegt form þjóðfélagsskipunar. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.