Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 8
8
DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Mikil gremja á Spáni
vegna mords hers-
höföingians ígær
Disneymyndir
eigaerfítt
Tekjur Walt Disneys-kvik-
myndafélagsins drógust saman um
25% í síðasta ársfjórðungi (reikn-
ingsárs) félagsins og um 18% frá
því í fyrra. Mestu veldur þar um
léleg aðsókn að nokkrum nýjustu
myndum f élagsins.
Tapaði félagið, sem varð til í upp-
hafi vegna Mikka mús-teikni-
mynda Walt Disneys, 27,7 millj-
ónum dollara á þrem myndum
sínum þetta árið. Þar af 10,4 millj-
ónum á síðustu myndinni, Tron.
Réttvísin minnug
Hafst hefur upp á grískum skipa-
eiganda, Amanatides að nafni, sem
eftirlýstur var í Bandarikjunum
fyrir aö svíkja 30 milljónir dollara í
lánum úr ýmsum bönkum.
Grikkinn yfirgaf Bandaríkin í
júní 1975 eftir að hann og níu menn
aðrir voru sakaöir um samsæri til
þess að svíkja fé út úr bönkum.
Hann var loks handtekinn í London
í gær, rúmum s jö árum síðar.
Amanatides var áður stjómar-
formaöur skipafélags, sem leigði út
skip til flutninga á olíu og timbri
aðallega
Spilakassar
ífarþegaþotur
Flugfélag Singapore ætlar að
setja upp spilakassa í allar sextán
júmbóþotur sínar á næsta ári. Sex
slíkir voru settir í eina vélina til
reynslu í maí í vor og reyndust svo
vinsælir að sami háttur verður
tekinn upp í öllum stóru farþega-
vélum félagsins. Hámarkspottur
sem spilamaskínumar gefa er 100
dollarar í 25 og 10 sentapeningum
(bandarískum).
Fyrsta
glasabarnið
austantjalds
Fyrsta glasabam þeirra austan-
tjalds fæddist í Bmo í Tékkó-
slóvakíu í gær, eftir því sem
Ceteka, tékkneska fréttastofan,
greinir frá. Var það drengur sem
vó 3,6 kg. Móðir og barn em sögð
við bestu heilsu. — Fyrsta tilrauna-
glasabamiö, Louise Brown, kom í
þennan heim á Englandi fyrir fjór-
umárum.
Stríðsglæpa-
maðuríKanada
Kanadískur dómari úrskuröaði í
gær að fyrrum gestapóforingi, sem
sakaður er um hlutdeild í drápum
11.500 gyðinga í Lettlandi á stríös-
ámnum, skuli framseldur vestur-
þýskum yfirvöldum.
Albert Helmut Rauca hefur verið
í haldi síöan í júní, þegar v-þýsk
yfirvöld kröfðust framsals hans.
Mest var það þó fyrir hans eigin
beiðni að honum var haldiö í fang-
elsi. Hann óttast um líf sitt.
Búist er við því að úrskurðinum
frá því í gær veröi áfrýjaö og
veröur því einhver dráttur á því að
Rauca verði dreginn fyrir stríðs-
glæparétt.
Kjúklingastríð
Kjúklingastríðinu innan EBE er
nú senn lokið því að Bretar hafa
fallist á að leyfa innflutning kjúkl-
inga frá Frakklandi. Bretar bönn-
uöu í fyrra innflutning á eggjum og
kjúklingum frá Frakklandi, Hol-
landi og Bandarikjunum af kvíða
fyrir útbreiðslu hænsnaveiki
(Newcastle-veiki).
Framkvæmdaráð EBE úrskurð-
aði bannið ólöglegt og brot á
samningum en Bretar hafa verið
óhagganlegir á meðan unnið var að
breytingum heilbrigðislaga.
Undanlátssemin nú tekur aðeins
til innflutnings frá Frakklandi en
Bretarsegja aöFrakkarhafi fallist
á ýmis skUyrði sem tryggja skuli
að þessar afurðir komi ekki frá bú-
um þar sem hænsnaveikin hefur
komiðupp.
Friðsældardagarnir eftir kosning-
arnar á Spáni fengu skyndilegan endi í
gær þegar einn af æðstu yfirmönnum
hersins var myrtur. Leikur grunur á
því að hryðjuverkamenn Baska hafi
verið að verki.
Tveir menn á bifhjóli skutu Victor
Lago Roman hershöfðingja til bana
þar sem hann sat í opinberri bifreið
sinni og beið ljósaskipta við gatnamót.
Hefur morðið vakið Spánverja upp
með óþyrmilegum hætti frá vangavelt-
um um úrslit kosninganna þar sem
sósíalistar unnú hreinan meirihluta og
munu því mynda fyrstu vinstristjóm
Spánar frá því í byrjun borgarastyrj-
aldarinnar 1936. Síðustu dagana hefur
athylgi Spánverja þó beinst að heim-
sókn Jóhannesar Páls páfa.
Morðið á hershöfðingjanum kemur
óþægilegast við öryggissveitir Spánar
en þær höfðu mikinn viðbúnað vegna
tíu daga heimsóknar páfans. Hafa
hryðjuverkamennirnir sýnt, að jafhvel
ýtrasta varkámi yfirvaldsins gagn-
vart illverkum þeirra heldur ekki aftur
af þeim.
Hinn göfugi gestur Spánar var fljót-
ur að fordæma morðið og allir stærri
stjórnmálaflokkar landsins hafa tekið
undir með honum. Eftir kosningarnar
hét Felipe Gonzales, forsætisráðherra-
Ahmadou Ahidjo, einn þeirra þjóðar-
leiðtoga sem lengst hafa staðið á
stjómpalli, lætur nú af embætti forseta
Cameroun í Vestur-Afríku sjálfviljug-
ur eftir 25 ára valdaferil.
Hinn 58 ára gamli forseti tilkynnti af-
sögn sína sjálfur í útvarpinu í gær-
kvöldi en tilgreindi enga ástæðu fyrir
ákvörðun þessari. Greindi hann frá því
um leið að Paul Biya forsætisráðherra
Starfsfólk Sameinuðu þjóöanna er
enn í „uppreisnarhug” og ætlar að
leggja niður störf í klukkustund í dag,
annan daginn í röö, vegna óánægju
með skrifstofu- og framkvæmdastjórn
stofnunarinnar og þá einkanlega
mannaráðningar.
Meðlimir í tíu þúsund manna starfs-
mannafélagi S.þ. ætla að koma saman
í aðalanddyri aöalstöðvanna í dag, í
þann mund sem fulltrúar koma til
þinghalds. — I gasr varö að loka aðaldyr-
unum og morgunfundurinn tafðist þar
sem öryggisverðir vom meðal starfs-
fólks sem lögðu niður vinnu.
Aðild að starfsmannaféiaginu er
ekki skylda en engu að síður ganga
flestir starfsmennS.þ. í það, hvort sem
þeir em hálaunaðir hagfræðingar og
sérfræðingar eða vélritunarstúlkur og
viðhaldsmenn.
Félagiö er óánægt með að manna-
ráðningar, einkanlega í trúnaðarstörf
◄
Aöalstöðvar Sameinuðu þjóðanna:
Starfsfólkið er ákaflega óánægt með
framkvæmdastjórann.
efni sósíalista, að láta það njóta for-
gangs aö binda enda á hryðjuverka-
ölduna þegar hann kæmist til valda (9.
desember).
Mikill kurr er nú innan spænska
hersins, en það er einmitt talinn aðal-
tilgangur hryðjuverkaaflanna að
reyna að æsa herinn til illa þokkaðra
aðgerða.
Morðingjarnir á bifhjólinu sluppu af
vettvangi en lögreglan ræður af skot-
færategundinni sem þeir notuðu aö þar
hafi Baskar verið á ferðinni. Tass-
fréttastofan sovéska hefur þó sínar
meiningar um að hægriöfgaöfl hafi
staðið aö tilræðinu til að egna herinn til
valdaráns.
Lago Roman hershöfðingi var talinn
til hinna frjálslyndari innan hersins.
(49 ára) mundi taka við embætti hans.
Skoraði hann á þjóðina (8 milljónir)
að standa sameinuð að baki nýja for-
setanum.
Ahidjo varð forsætisráðherra 1958 og
settist í forsetastólinn þegar Frakkar
veittu Cameroun sjálfstæði 1960. I
Cameroun er eins flokks stjórnkerfi og
rennur yfirstandandi kjörtímabil for-
setans ekki út f yrr en 1985.
og embætti, virðast fara meira eftir
pólitík og þjóöerni en verðleikum eöa
reynslu í starfi. Það hefur lengi leikiö
orð á þessu varðandi æðri embættin en
á seinni tímum þykir þetta einnig taka
til lægri launaðra starfa. Starfsfólk
kennir ekki hinum nýja framkvæmda-
stjóra, de Cuellar, beinlínis um þessa
kreppu í starfsmannahaldinu. Segir
það hann hafa tekið vandamáliö í
„arf” frá fyrirrennara sínum, Kurt
Waldheim, um leið og hann erfði ráð-
gjafana og starfsmannastjórana frá
honum.
En de Cuellar er legið á hálsi fyrir að
hafa ekki enn efnt ýmis loforð sín um
úrbætur í þessum efnum og öðrum.
Sérstaklega gremst starfsfólkinu hve
h'tið honum hef ur orðið ágengt við að f á
fangelsaða starfsmenn og erindreka
Sameinuðu þ jóðanna lausa úr pólitísku
varðhaldi hér og þar í heiminum. 21
starfsmaður er fangi einræðisstjórna.
— Annað gremjuefni er leynileg starfs-
mannaskrá „stjóranna” með ýmsum
persónulegum upplýsingum um starfs-
menn sem hinir síðarnefndu fá ekki að
sjá sjálfir og eiga ekki kost á að leið-
rétta rangar og kannski meiðandi
upplýsingar, sem þar kunna að vera
geymdarumþá.
p:.r
f < > .,.• .
NUNNUR FENGU AÐ RJUFA
EINANGRUN SÍNA VEGNA
PÁFAHEIMSÓKNARINNAR
Er páfinn kom í heimsókn til spænsku borgarinnar Avila tóku þar m.a. á móti
honum 3000 nunnur. Var þetta í fyrsta sinn sem flestar þeirra komu út á meðal
fólks eftir að hafa unniö heit sitt um að vinna guði ævilangt í algjörri einangr-
un og þögn. Þær fengu þó sérstakt leyfi til að hitta páfa en þetta er í fyrsta sinn
sem þessi yfirmaður kaþólsku kirkjunnar heimsækir Spán. Hefur þetta óneit-
anlega verið mikii upplifun fyrir þær því sagt er að páfinn hafi sungið með
þeim og sagt þeim gamansögur í garði klaustursins. Ekki voru það þó allar
nunnurnar í þessu klaustri heilagrar Teresu sem notfærðu sér leyfið, sumar
sátu áfram í klefunum sínum. Heimsókn páfa hefur vakið óhemju athygli á
Spáni og er honum fagnað af þúsundum ef ekki milljónum manna hvar sem
hann kemur.
FORSETASKIPTI
í CAMEROUN
VERKFALLí
ADALSTÖDVUM
SAMEINUÐU
ÞJÓDANNA