Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 6
DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982 6 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Heimilisbókhald DV: Kostnaður fyrir einstakling tæpar sjö þúsund krónur 7. seði/l Kostnaöur viö heimilishald fer aö jafnaði eftir þörfum hvers heimilis og þarfirnar hljóta aö mótast af tekjunum. Grunnurinn í heimilis- rekstri hlýtur hjá flestum aö byggj- ast á gamla skólabókardæminu aö tekjur og gjöld standist. Eyðsla umfram tekjur leiöir í fen, sem aðeins stærri bú leyfa sér aö drepa niöur fæti í, eins og til dæmis ríkisbú- iö. Þar viröast þarfimar vera í for- sæti, síðan gjöldin og tekjurnar hrökkva engan veginn til. Um síö- ustu mánaðamót geröum við saman- burö á heimiliskostnaöi eftir upplýsingaseölum september- mánaöar og höfum birt tölur undan- fama daga. I gær greindum við frá heUdargjöldum tíu fjölskyldna, sem vom tæp 428 þúsund krónur. Af þeirri upphæö höföu fjölskyldurnar eytt tæpum 50 þúsund krónum í mat og hreinlætisvörur. Fjörutíu manns em í þessum tíu f jölskyldum, sem teknar voru í þetta dæmi, og var því meðal- eyösla á einstakling rúmar tíu þús- und krónur. Þessir tíu seölar voru aUir í hærri kantinum og virtust miklar tekjur koma inn á heimUin tíu. Gera má ráö fyrir aö þarna hafi verið um húsbyggjendur aö ræða og fleiri en ein fyrirvinna á þessum búum. 1 dag höfum viö tekið saman aöra tíu upplýsingaseöla, sem fyrr valda víös vegar af landinu. Hér er dæminu snúiö viö og teknar tölur í lægri kantinum. I fyrra dæminu var erfitt aö átta sig á rniklum tekjum fólks en í þessu dæmi hvarflar aö manni aö erfitt hljóti aö láta dæmiö standast mánaöarlega, þaö er dæmiö umtekjurog gjöld. 1 þessu seinna dæmi eru einnig settir fram tíu upplýsingaseðlar og eins og fyrr eru það fjörutíu manns í tíu fjölskyldum. Heildarútgjöldin á seölunum voru fyrir september kr. 124.894,00. Kostnaður í mat og hreinlætisvörur kr. 44.764,00, meðaltal á einstakling kr. 1.119,00, sem er undir lands- meöaltali mánaöarins (kr. 1.240). I fýrra dæminu var matur 11,68% af heildargjöldum en í þessu seinna er matarkostnaöur 35,8% af heildar- gjöldum f jölskyldnanna. Meöaltal á heildargjöldum í seinni hópnum er rúmar þrjú þúsund krónur á einstakling, en var í fyrri hópnum rúmar tíu þúsund krónur. Utgjöld seinni hópsins eru 29,2% af útgjöldum fyrri hópsins. En ef viö leggjum heildarútgjöld beggja hóp- anna saman verður heildartalan kr. 552.151,00. Meöaltal á einstakling (átttíu manns) kr. 6.902 yfir mánuö- inn. 1 mat hafa þessir áttatiu einstaklingar eytt samtals kr. 94.669,00 semer 17,1% af gjöldum. Eins og sést á samanburöi á milli hópanna tveggja eru tekjur heimila ákaflega misjafnar og þar með stakkamir sem sniönir eru eftir þeim. Margur er víst óánægður meö sinn stakk og segir ósnið á honum. En verri veröur hann ef angar gervi- þarfa teygja sig alls staöar út úr, sem endar ekki nema á einn veg, meö sultarólina um miðjan stakkinn. Þó tölur á upplýsingaseölum séu misjafnar í hópunum tveimur, sem viö höfum gert samanburð á, má lík- lega telja að meöaltalsútkoman úr þessu áttatíu manna úrtaki gefi nokkuö rétta mynd af raunkostnaöi einstaklings í einn mánuö, sem er tæpar sjö þúsund krónur. -ÞG 1. seðill Frá tveggja manna fjölskyldu: kr. Matur og hreinlætisvörur 2.641,- Annað 9.200,- Allskr. 11.841,- 2. seðill Frá fimm manna f jölskyldu: kr. Matur og hreinlætisvörur 5.073,- Annað 7.738,- Allskr. 12.811,- 3. seðill Frá þriggja manna f jölskyldu: kr. Maturoghreinlætisvörur 2.084,- Annaö 13.542,- Alls kr. 15.626,- 4. seðill Frá þriggja manna fjölskyldu: kr. Maturoghreinlætisvörur 3.836,- Annað 8.792,- Allskr. 12.628,- 5. seðiii Frá sex manna fjölskyldu: kr. Matur og hreinlætisvörur 6.980,- Annað 6.836,- Alls kr. 13.816,- 6. seðill Frá f jögurra manna fjölskyldu: kr. Matur og hreinlætisvörur 6.144,- Annaö 6.952,- Allskr. 13.096,- Frá sex manna fjölskyldu: kr. Matur og hreinlætisvörur 5.960,- Annað 10.292,- AUskr. 16.252,- 8. seðiii Frá þriggja manna fjölskyldu: kr. Matur og hreinlætisvörur 2.930,- Annaö 6.392,- AUs kr. 9.322,- 9. seði/l Frá f jögurra manna fjölskyldu: kr. Matur og hreinlætisvörur 3.509,- Annað 4.165,- AUskr. 7.674,- 10. seðill Frá fjögurra manna f jölskyldu: kr. Matur og hreinlætisvörur 5.607,- Annað 6.221,- AUskr. 11.828,- Kjötið brún- að i or- bylgjuofni Örbylgjuofnaæði hefur gripiö um sig meðal landsmanna. Margar tegundir ofna eru fluttar til landsins, einnig allavega fonn til aö setja í örbylgju- ofn. Þau Uát sem eru látin í þessa ofna, þá einkum gler- og leirUát, ná ekki að hitna þó svo aö maturinn soöni í gegn. Þaö er því hægt að taka Uátin út meö berum höndum. Eins og sagt er, alger bamaleikur. Flestir vUja fá sunnudagssteikina vel brúnaöa þó svo aö hún sé matreidd í örbylgjuofni. En ef notuð eru venju- leg gler eöa leirUát soðnar hráefniö án þess að brúnast. Sérstakir „brúninga- diskar” eru fáanlegir frá fyrirtækinu Corning, en þaö hefur einkaleyfi á þessum Uátum. flát tU aö brúna í eru meö sérstaka málmblöndu í botninum, sem óljóst má sjá ef litið er undir ílátiö. Þaö þarf aö forhita þau ílát sem hafa þessa sér- stöku húöun. Þau taka í sig örbylgju- orku og botninn á ílátinu gulnar, en hvítnar aftur þegar þaö kólnar. Steik- ingarflöturinn hitnar mjög mikið og hráefni, sem matreitt er á þessum heita fleti, brúnast á sama hátt og á heitri pönnu eöa grilli. Notkun og verð Með þessum Uátum fylgja leiöbein- ingar á íslensku, einnig verður sérstök kynning á þessum vörum næstkom- andi laugardaga frá klukkan 10—16 í versluninni Astra í Síöumúla 32. Þá segir meöal annars í hinum ís- lensku leiöarvísum. .^Setjiö tómt Uátiö loklaust inn í örbylgjuofninn, stillið hitastUlinn á „high” (hámarkshita) og veljiö tíma samkvæmt steikingartöfl- inni.” Forhitunartími er allt frá einni og upp í sex mínútur, fer hann eftir því hvaöa ílát eru notuð og hvaö skal steikja á þeim. Sú hliö brúnast sem snýr niöur að hitafletinum á diskinum, hráefninu er síðan snúið viö, svo báöar hUðar brún- ist, þá um leið er mikUvægt að snúa Uátinu ef örbylgjuofninn hefur ekki snúningsdisk. Pott sem er ætlaður tU að brúna í er einnig unnt að nota sem eldfast mót í örbylgjuofni ef steikingarflöturinn er þakinn mat og þá er hann ekki forhit- aöur. Þá er tUvaUð aö nota þessi ílát til aö brúna lauk, sveppi og fleira, en ör- litió smjör eða smjörlíki þarf að vera undir. Efniö i þessum ílátum er þannig að þaö þolir miklar hitasveiflur, þau má taka úr frysti og láta beint í ofn. En ílátin flokkast sem munaðarvara í toU- álagningu, sem er 137% fyrir utan sölu- skatt sem leggst á verð hverrar vöm. Verð á þessum Uátum er frá 500—1000 krónur algengast. Þau minnstu eru þó ódýrari og stærstu fötin með loki kosta uml.300krónur. -RR Úát fyrir örbylgjuofno tH aö brúna mat ieru á myndinni.fat með loki sem kostor 1.165krónur. Ferhyrndur disk- ur meó konti i kring fyrir fituna, sem rennur af matnum, eöa fyrir vatnið, sem rennur niður þegar matur er þiddur, kr. 1.298. Riffíaða brettið kostar kr. 543 og smáskálarnar báðar kr. 477.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.