Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 9
DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Charles Haughey, forsætisráöherra Irska lýðveldisins, sem liggur nú undir haröri gagnrýni eigin flokksfélaga eftir að stjóm hans var felld í írska þinginu í gær, hefur óskaö þess viö Hillery forseta aö þingið veröi leyst upp og boöaö til kosninga 24. nóvember næstkomandi. — Þaö veröa þriöju þingkosningamar á átján mánuöum. Innan flokks hans, Fianna Fail, eru nú hræringar miklar, þar sem ýmsir vilja víkja Haughey úr formennsku, en hann hefur sjálfur vísað slíku á bug í blaðaviðtölum. Segist hann ætla að stýra flokki sínum til sigurs í kosningunum. En margir spá Garret Fitzgerald og Fine Gael-flokknum sigri og þá einkan- lega ef hann gengur til kosninganna í bandalagi viö Verkamannaflokkinn. Charles Haughey veröur nú að leggja út í kosningabaráttu ó ný, þá þriöju á 18 mánuðum. Sagt er að flokksbræður hans séu jafnvel óánægðir með hann og í síðustu kosnlngabaráttu létu IRA-menn í ljós óánægju sina með því að kasta fúleggi í hausinn á honum. _ Irska lýðveldið: Þrennar kosningar á átján mánuðum ÞAR TIL OF SEINT Skulu semja um Falklandseyjar Diplómatar Argentínu unnu sigur í allsherjarþingi Sameinuðu þjóöanna í gær með samþykkt tillögu, þar sem skorað var á Argentínu og Bretland aö leysa Falklandseyjadeiluna með samningum. 89 ríki greiddu atkvæði meö Argen- tínu um ályktunina, sem Bretar kalla „hræsnisbragö”. Meöal þeirra voru Bandaríkin. Meöal þeirra 52 ríkja sem sátu hjá voru flestir bandamenn Breta í Efnahagsbandalaginu. Urslitunum var tekið meö miklum fögnuði í þingsalnum. Margir fulltrúar S-Ameríku og þriöja heims-ríkja þustu til og föðmuöu fulltrúa Argentínu, Juan Aquirre Lanari utanríkisráö- herra. Deila Argentínu og Breta um Falk- landseyjar hefur veriö meira og minna í hámæli síðan Argentína hemam eyj- arnar í júní í sumar, en Falklandseyja- stríöinu lauk meö því aö Bretar hröktu hemámsliöiö burt. Viö umræður um tillöguna á þriðju- daginn sagöi sir John Thomson, full- trúi Bretlands, aö allt tal um samninga væri hræsni blandaö, þar sem Argentínumenn ætluðu sér ekki „að semja” um neitt annað en öölast yfir- ráö eyjanna hver sem vilji íbúa eyj- anna væri. Margir þeirra, sem greiddu atkvaíði með tillögunni létu á sér skilja aö þeir teldu aö allir samningar hlytu aö taka miö af vilja eyjaskeggja og rétti þeirra til þess aö ákveöa framtíö sína sjálfir. Ályktunin er ekki bindandi, enda er ekki búist við því aö Bretar setjist í bráö aö samningaborði meö Argentínumönnum um yfirráö Falk- landseyja. Osamkomulag um hvaöa sjúkra- húsi bæri aö taka viö sjúklingi leiddi nýlega til þess í Danmörku aö meöferö seinkaöi svo aö sjúklingur- inn bíður þess aldrei bætur. Var hér um heilaskaöa aö ræða og var sjúklingnum ekiö í samtals 5 klst. á milli sjúkrahúsa áöur en nokkurt þeirra fékkst til að taka við honum. Maöurinn fannst á götu ruglaður mjög og var honum ekiö á slysavarð- stofu eins sjúkrahúsanna í Kaup- mannahöfn. Læknirinn, sem þar var á vakt, áleit aö hér væri um deleríum tremens aö ræöa vegna ofnotkunar á áfengi. En þar sem maðurinn bjó ekki í hverfi sem heyröi undir þetta sjúkrahús var hann sendur áfram á annaö s júkrahús. Þar á leit læknirinn einnig að sjúklingurinn þjáöist af deleríum tremens og sendi hann á þriöja sjúkrahúsiö, en þaö fæst viö vísinda- legar rannsóknir á deleríum tremens. Þar geröu læknamir aöra sjúk- dómsgreiningu og álitu aö sjúklingurinn heföi Wernicke’s encefalopati, heilasjúkdóm semstaf- ar af skorti á B-vítamíni. Hann pass- aöi þess vegna ekki inn í neinar vísindalegar rannsóknir á deleríum tremens og auk þess fundu menn út að hann tilheyrði enn ööru hverf inu. Á fjóröa sjúkrahúsinu var sjúklingurinn loks tekinn í meðferð — eftir 5 klst. ökuferö um nokkurra kílómetra svæöi. Ástand mannsins er nú svo alvarlegt aö til álita kemur aö senda hann á geðveikrahæli. Tilfelli þetta er tekið fyrir í vikuriti lækna í Danmörku og segir þar aö seinkun á meðferð viö þessum heila- sjúkdómi geti leitt til alvarlegra heilaskemmda, sem aldrei veröi - læknaðar. j Stjórn Haugheys missti meirihluta- aöstöðu sína þegar einn úr þingliöi hennar andaðist, annar veiktist og sá þriöji hljópst undan merkjum. Hún var minnihlutastjóm, sem studdist við at- kvæði flokks marxískra verkamanna. Hvorugar undanfarnar þingkosningar Suður-Irlands hafa leitt til hreinnar niöurstööu. Viö síðustu kosningar fékk Fianna Fail flesta þingmenn kjörna, eöa 81 af 166 fulltrúa þingi. Efnahagsmálin ber hæst í Irska lýðveldinu, þar sem er 17% veröbólga og 13% atvinnuleysi. DeUan um Falklandseyjar: Sameinuðu þjóðirnar skora á Breta og Argentínu- menn að semja endanlega um örlög eyjanna. \ "sÍúklÍngÍ ekÍð" ' ! Á MILLISPÍTALA WURLÍÍZER* PÍANÓ KYNNING LAUGARDAG KLUKKAN 10-4 SUNNUDAG KLUKKAN 2-4 Einnig mikiö úrval af ódýrum trommusettum, tamborínum, bongó-trommum, kassa- og rafmagnsgíturum. Allar stærðir og gerðir á sérstöku kynningarverði GÆÐI FRAMAR ÖLLU LAUFÁSVEGI 17 Simi 25336

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.