Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1982.. Unnum Búlgari Islenska karlasveitin í skák vann sveit Búlgaríu meö 2 1/2 vinningi gegn 1 1/2 í fimmtu umferö ólympíuskák- mótsins í Luzem í Sviss í gær. Er tsland nú í 5.-8. sæti með 13 1/2 vinning. Sovétmenn hafa forystu meö 151/2vinning. Islenska kvennasveitin vann sveit Kólombíu 2—1 í gær. Erukónurnarnúí 15.sæti. -KMU. Breytt á Borginni Skipulagsbreytingar veröa á Hótel Borg um mánaðamótin. Þá fær þaö starfslið sem undanfarin ár hefur unnið viö veitingasölu á hótelinu aukna ábyrgð og um leiö meiri völd. Að sögn Sigurjóns Ragnarssonar, eins stjómarmanna hótelsins, verða jafn- hliða gerðar einhverjar breytingar á rekstri. Ekki er hins vegar ljóst fyrr en eftir svona hálfan mánuö í hverju þessar breytingar verða fólgnar. -DS. „Nokkrar vikur” í lánsfjár- áætíun Fjárfestingar- og lánsfjáráætlun ríkisins fyrir næsta ár, ,verður væntan- lega lögð fyrir Alþingi aö nokkram vikum liðnum”, sagði Ragnar Amalds fjármálaráðherra á þingi í gær, þegar hann talaði fyrir f járlagafrumvarpinu. Lánsfjáráætlun hefur verið lögð fram svo til samtímis og fjárlagafram- varp síðustu ár, en afgreiðsla hennar hefur hins vegar dregist mun lengur. Nú seinkar því hins vegar að lánsfjár- áætlun beri fyrir augu þingheims. -HERB. Lægir í dag Allhvasst og jafnvel hvasst var á suðvesturhorni landsins í nótt. Blés hraustlega af suðvestan með rign- ingu. Búist er við að storminn lægi fyrir sunnan, en hvessi fyrir noröan í dag. Ekki er búist við neinu teljandi roki nyrðra þó lægð- in sem olli hvassviðrinu í nótt færi sig þangað. LOKI Heit mál í Framkvæmdastofnun! ..... Náttúruverndarráð: VILL SKÁLANN í INNSTADAL BURT —Skipulagsstjóm ríkisins vill ræða málið frekar læKin som tara eiga i eidhúsið. Giskað er é að þau kosti um 300 þúsund krónur og að annaO eins kostíaO satja þau "rr DV-mynd: Bj.Bj. Náttúruverndarráð samþykkti í síðustu viku að mæla eindregið gegn því að leyft verði að byggja í Innsta- dal við Hengil. Mælist ráöið til þess að skáli sá sem þarna hefur verið í byggingu verði fjarlægður. Að sögn Eyþórs Einarssonar, for- manns Náttúruverndarráðs, era rökin fyrir fyrrgreindri samþykkt meðal annars þau aö þarna sé mikU- vægt útivistarsvæði sem rætt hefur verið um aö gera að fólk vangi. DV greindi frá skálabyggingu þessari ááberandi hátt fyrir rúmum mánuði. Skýrði blaðið frá því að einstaklingar væru að reisa skála viö hverasvæði í dataum sem notið hefur vtasælda sem baðstaður fyrir göngu- menn. Jafnframt greindi DV frá því að hreppsnefnd ölfushrepps hefði veitt leyfí fyrir byggingunni án þess að leita áöur álits Náttúruvemdar- nefndar Árnessýslu eða Náttúru- vemdarráðs, sem tilskilið er í lögum. I framhaldi af samþykkt þeirri sem Náttúravemdarráð gerði í síð- ustu viku ræddi Skipulagsstjóm ríkisins málið á fundi sínum í fyrra- dag. Að sögn Baldurs Andréssonar var skipulagsstjóra faliö að koma á fót viðræðum við Náttúruverndarráð um málið í heild og leggja síöan greinargerö fram fyrir næsta fund Skipulagsstjórnar eftir hálfan mánuð. Umrætt svæði er á náttúraminja- skrá en er ekki friðað. Náttúru- vemdarráð er aðeins umsagnaraðili um mál þetta. Skipulagsstjóm er ekki bundin af því áliti. -KMU. DV-mynd:GVA. Endurbætur á eldhúsi Framkvæmdastofnunar: ÍBÚÐARVERÐ FYRIR HEITAN HÁDEGISMAT „Það kom í ljós að gera þurfti endurbætur á eldhúsi,” sagðiSverrir Hermannsson, forstjóri Fram- kvæmdastofnunar ríkisins, er hann var inntur eftir því hvort dýrar breytingar stæðu yfir. „Eldhúsið er smáskonsa í miöju húsi. Það reyndist ekki þannig úr garði gert sem til stóð,” sagöi Sverrir. Verið er að stækka eldhúsið og koma fyrir fullkomnum tækjum í því. Kostnaðurinn við endurbæt- urnar samsvarar verði tveggja her- bergjaíbúðar. Að sögn Benedikts Antonssonar skrifstofustjóra eru breytingarnar gerðar vegna óska starfsmanna- félaga þeirra tveggja stofnana sem í húsinu era, Framkvæmdastofnunar og Þjóðhagsstofnunar. Oskuðu félögin þess aö hægt yrði að búa til heitanmat ástaðnum. „Það vora áður keyptir matar- bakkar hjá fyrirtækjum úti i bæ,” sagðiBenedikt. „Þannig matur er leiðigjarn. Auk þess kemur hann volgur en ekki heitur,” sagðiBenedikt. Aðspurður um kostnaöinn giskaði Benedikt á aö tækin kostuðu i kringum 300 þúsund krónur og að uppsetntagarkostnaöurinn væri annaö eins. Hann sagði að kostnaður vegna breytinga sem gera þyrfti á loftræstikerfi samfara endurbótum á eldhúsi hefði verið sá liður sem mest hefði komið á óvart. Nýju eldhúsgræjurnar eru fyrir- ferðarmiklar. Til að koma þeimfyrir hefur reynst nauðsynlegt að fjar- lægja salerni. Til marks um hve nýtiskuleg tæki ríkisstofnunin hefur fest kaup á má geta þess aö Hótel Saga sendi mann til að kynna sér gripina. Gæti ja&ivel svo farið að hóteliö kaupi samskonar ofn og nú er kominn í hús Fram- kvæmdastofnunar. -KMU. Stjórn Idnnema- sambandsins: Ætlar ímál „Viö höfum fullan hug á að fara út í málaferli, jafnvel þó slíkt taki nokkra mánuði,” sagði Haraldur Kristjánsson, formaður Iðnnema- sambands Islands, í samtali við DV ímorgun. „Það stendur til að taka fyrir kjör í trúnaðarstöður um helgina. Við í hinni nýkjörnu stjórn höfum fullan hug á að æskja lögbanns á þá stjóm sem kjörin veröur þá. Við teljum ekki hægt að láta menn komast upp meö lögleysu í krafti meirihlutavalds.” „Undanfarið hef ég verið mikið gagnrýndur fyrir að hafa ekki bor- iö hönd fyrir höfuð mér og ekki var- ið mig sem skyldi. Eg hef ekki talið slíka gagnrýni svaraveröa hingað til,” sagði Haraldur Kristjánsson aðlokum. PA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.