Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 5
DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982
5
70 lesta bátur
til Þórshafnar
Frá Aöalbirni Arngrímssyni, frétta-
ritara DV á Þórshöfn:
Vélbáturinn Eskey SF-5, sem er 70
brúttólestir, var nýlega keyptur til
Þórshafnar. Kemur hann í staöinn
fyrir Geir ÞH-150 sem nú er af-
skrifaður aldurs vegna.
Eigendur Eskeyjar eru Jóhann
Jónasson, Arni Helgason og Jónas
Jóhannsson sem er skipstjóri. -KMU.
Unglingameistaramót
Skáksambands íslands
verdur um helgina
Unglingameistaramót Skáksam-
bands Islands veröur haldið um
helgina (20 ára og yngri). Tefldar
veröa 7 umferðir samkvæmt Monrad-
kerfi, umhugsunartími er 1 klukku-
stund á 30 leiki og 20 mínútur til aö
ljúka skák. Mótsdagar eru sem hér
segir:
1. umferö f östud. 5. nóv. kl. 20.00
2. umferðlaugard.6.nóv.kl. 13.00.
3. umferö laugard. 6. nóv. kl. 16.00.
4. umferösunnud. 7. nóv. kl.13.00.
5. umf. sunnud. 7. nóv. kl. 16.00.
6. umferö mánud . 8. nóv. kl. 18.30.
7. umferö mánud. 8. nóv. kl. 21.30.
Teflt er í Skákheimilinu viö Grensás-
veg í Reykjavík og er þátttökugjald
120 krónur. Skráning fer fram föstu-
daginn 5. nóv. kl. 19.30—20.00 á móts-
staö. Fyrstu verðlaun eru ferð á gott
skákmóterlendis. -JBH.
Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga
fVesturlandsk jördæ mi:
Byggðastefnan
aðalumræðuefnið
Aöalfundur Samtaka sveitarfélaga í
Vesturlandskjördæmi verður haldinn í
Munaðarnesi um næstu helgi. Milli 50
og 60 fulltrúar frá 39 sveitarfélögum
sækja fundinn auk gesta.
Nýkjörinn formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga ávarpar
fundinn. Skýrslu um starfsemi síðast-
liðið ár munu flytja þeir Sturla
Böðvarsson, formaður samtakanna,
Guöjón Ingvi Stefánsson fram-
kvæmdastjóri, séra Jón Einarsson,
formaður fræösluráðs, og Olafur
Sveinsson iönráöagjafi.
Nefndir munu f jalla um helstu hags-
munamál Vestlendinga en aðalefni
fundarins að þessu sinni verður
byggðastefnan, staða hennar og fram-
tíö. Framsögu um það mál hafa Bjami
Einarsson frá byggðadeild Fram-
kvæmdastofnunar og Eggert Jónsson
borgarhagfræðingur. —KMU.
FYRIRLESTURI
HEIMSPEKIDEILD
Prófessor Nusimovici frá Há-
skólanum í Rennes í Frakklandi
heldur fyrirlestur í Háskóla Islands,
stofu 101 í Lögbergi föstudaginn 5.
nóvember kl. 16. Fyrirlesturinn sem
veröur fluttur á ensku ber heitið
„Pascal og raunvísindi 20. aldar.”
Aögangur er ókeypis og öllum
heimill.
Prófessor Nusimovici er doktor í
eðlisfræöi, hefur stundað
rannsóknarstörf við frönsku vísinda-
rannsóknarstofnunina, kennt við há-
skóla New York-borgar og verið
ráðgefandi í eðlisfræði á rannsóknar-
stofu General Motors. Hann er nú
prófessor við Háskólann í Rennes
þar sem hann hefur haft með
höndum stjóm kristallaeðlisfræði-
deildarinnar.
I þessum fyrirlestri mun greint
frá vísindarannsóknum Pascals í
samhengi við ævisögu hans og rit-
verk. Síðan er ætlunin að sýna fram
á að þessi brautryðjandi stendur enn
fyrir sínu í vísindarannsóknum á
geimöld.
-ás.
INNBROT í VERSL-
UNINA TÓNKVÍSL
Brotist var inn í verslunina Tónkvísl
við Laufásveg um sexleytið í fy rrinótt.
Að sögn Bjarna Hannessonar eig-
anda verslunarinnar var talsvert af
míkrófónum og öðrum minni háttar
hlutum stolið. Engin hljóðfæri munu þó
hafaveriðtekin.
Nágranni vaknaði þegar þjófabjalla
verslunarinnar fór í gang og lét hann
lögregluna vita. Ekki tókst að hand-
sama þjófinn eða þjófana.
-JGH.
Afhending
trúnaðarbréfs
Tómas Tómasson, sendiherra
Islands í París, afhenti aðalfram-
kvæmdastjóra UNESCX), 27. október
sl., trúnaðarbréf sem fastafulltrúi
Islands hjá Menningarmálastofnun
Sameinuðu þjóðanna.
< ^
Tómas Tómasson sendiherra.
í Fossvogskirkju um helgina:
Requiem eftir Mozart
— Kór Langholtskirkju flytur
Kór Langholtskirkju flytur Requiem
eða sálumessu eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart um helgina. Tónleikarnir
verða sunnudaginn 7. nóvember og
mánudaginn 8. nóvember og hefjast
hvorir tveggja klukkan 21.00 í Foss-
vogskirkju.
Einsöngvarar eru Olöf K. Harðar-
dóttir, Elísabet Waage, Garðar Cortes
og Halldór Vilhelmsson. Félagar úr
Sinfóníuhljómsveit Islands leika, kon-
sertmeistari er Michael Schelten.
Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Lang-
holtskirkju, á æfingu í Fossvogskirkju.
Stjórnandi er Jón Stefánsson.
Forsala aðgöngumiða er hjá
Orsmiðnum Lækjargötu 2. .angnolts-
kirkju og við innganginn.
BIFREIÐAEFTIRIIT RIKISINS
LJÖJAJKOÐUN
1982
Hunfær
fotín hjá
Laugavegi 87 — Sími 10—5—10
Tískusýning
í glugganum laugardag kl.11.30