Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 12
12
DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982
W}^ J DAGBLAÐIÐ-VÍSIR
I r *" 1 „ i ■ - H B
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS H AR ALDSSON og ÓSKAR.MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFÚR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
.Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun:
ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19.
Áskriftarverö á mánuöi 130 kr. Verð í lausasölu 10 kr. Helgarblað 12 kr.
Deilt um keisarans skegg
Ekki er nema von að ákvörðun Seðlabankans um
hækkun vaxta um 8% skuli hafa valdið fjaðrafoki. Það er
ekki á hverjum degi að stofnun sem ekki ber pólitíska
ábyrgð, og á í rauninni aðeins að vera tæki til að fram-
fylgja lögum og ákvöröunum stjórnvalda, grípur þannig
fram fyrir hendur ríkisstjórnar og ákveður einhliða af-
drifaríka efnahagsaðgerö. Seðlabankinn hefur sam-
kvæmt lögum heimild til vaxtahækkunar, en slíkar
ákvaröanir hafa aldrei verið teknar, og eiga ekki að vera
teknar nema með vitund og vilja þeirrar ríkisstjórnar
sem hverju sinni situr við völd.
Að því leyti eru skiljanleg viðbrögð ráðherra, sem telja
að Seðlabankinn hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Það hlýt-
ur að vera krafa stjórnmálamanna, sem bera ábyrgð á
efnahagsástandinu og virða vilja lýðræði og þingræði, að
valdið sé í þeirra höndum.
Allir flokkar geta verið sammála um, aö ríkisstjórnir
skuli hafa síöasta orðiö í þýðingarmiklum ákvörðunum er
varða efnahags- og peningamál í landinu.
Vaxtahækkun Seðlabankans á sér hins vegar skýringu í
þeirri einföldu staðreynd, að ríkisstjórnin hefur ekki get-
að komið sér saman um stefnuna í vaxtamálum. Þar er
hver höndin upp á móti annarri, og einhver varð að taka
af skarið. Seðlabankinn er að gera örvæntingarfulla til-
raun til að bjarga efnahagslegu hruni og glundroða í pen-
ingamálum. Lái honum hver sem vill.
Engan þarf að undra þótt stjórnarandstaöan láti kné
fylgja kviði og ávarpi stjórnarliðið með háðsmerki eftir
hverja setningu.
Aldrei hefur ráðleysi einnar ríkisstjómar leitt til slíkrar
auðmýkingar, að Seðlabankinn hafi neyðst til að grípa
fram fyrir hendur hennar.
Ástandið er ekki gæfulegt. Annars vegar er ljóst, að 8%
vaxtahækkun þýðir aö almennir vextir eru komnir yfir
50% á ári. Hvaða rekstur ber slíkan vaxtakostnað? Hví-
líkt vatn á myllu veröbólgunnar!
Á hinn bóginn hefðu óbreyttir vextir leitt til gjaldþrots
bankanna og lokunar þeirra. Það hefði hreinlega ekkert
fé verið til útlána. Ekki verður sú staða betri fyrir at-
vinnureksturinn.
Hvort tveggja er slæmur kostur og þar er auðvitað
komið aöalatriði málsins. Vextir eru ekki orsök
verðbólgu heldur afleiðing. Minni verðbólga hefur í för
með sér lægri vexti, og öfugt.
Þess vegna er það deila um keisarans skegg, þegar
menn rífast fram og aftur um hærri eða lægri vexti, völd
Seðlabankans eða afstöðu ráðherra til málsins.
Meinsemdin liggur í verðbólgunni sjálfri, þar liggur
hundurinn grafinn.
Enn einu sinni vaknar þjóðin upp við þann vonda
draum, að óðaverðbólgan er að leiða okkur til glötunar.
Enn einu sinni opinberast það fyrir mönnum, að það er
til lítils að tala fagurlega um fulla atvinnu, ef verðbólgan
steypir atvinnurekstrinum á hausinn með snarhækkandi
launakostnaði og himinháum okurvöxtum.
Sú ríkisstjórn, sem nú situr, hefur gefist upp gagnvart
verðbólgunni. Hún hefur sætt sig við 60% verðbólgu, og þá
sér hver maður að vextirnir fylgja á eftir. Það þýðir lítið
að skamma Seðlabankann og gera Jóhannes Nordal að
blóraböggli, vegna þess að hann virði stefnulausa ríkis-
stjórn ekki viðlits.
Sökin liggur ekki í vöxtunum, hún liggur ekki hjá Seðla-
bankanum. Hana er að finna í stjómarráðinu.
ebs
HEILSUGÆSLU-
KERFIÐ
A ÍSLANDI
— að gef nu tilefni
I Dagblaðinu og Vísi (DV)
fimmtudaginn 28. október 1982 birtist
grein eftir Gunnlaug A. Jónsson
(GAJ)i Lundi, sem nefnist „Almenn-
ingur saknar heimilislæknanna.” í
undirtitli sömu greinar stendur enn-
fremur: „Kerfi heilsugæslustöðv-
anna þykir þungt í vöfum, ópersónu-
legt og fólki finnst óöruggt aö geta
ekki fengið lækni heim, ef á þarf aö
halda.
I grein þessari er gefiö í skyn aö
heimilislækningar og heilsugæslu-
lækningar sé tvennt óskylt. Enn-
fremur gætir þar allmikils misskiln-
ings á uppbyggingu heilsugæslu-
kerfisins á Islandi. Þaö er þó vel
skiljanlegt aö Islendingar, búsettir
erlendis, eigi erfitt með aö fylgjast
með gangi heilbrigöismála hér á
landi og einnig getur verið aö
upplýsingar skorti til almennings,
þar eö dráttur hefur orðið á uppbygg-
ingu heilsugæslukerfis á
höfuðborgarsvæðinu. Hér á eftir
verður því reynt að bæta úr þessu og
vonast ég þar með til aö koma megi í
veg fyrir misskilning og mistúlkanir
sem verður vart í grein G AJ.
Forsaga
Sýnt hefur verið fram á að um 90%
alls heilsuvanda er sinnt utan
sjúkrahúsa. Hins vegar hefur aðeins
um 10% allra útgjalda til heilbrigðis-
mála verið variö til heilsugæslu utan
sjúkrahúsa. Heilbrigðisyfirvöld hafa
fyrir löngu gert sér fulla grein fyrir
þessu og því tekiö þá stefnu að efla
frumheilsugæslu til að minnka út-
gjöld til sjúkrahúsreksturs. Þessi
stefna hefur reynst farsæl í öðrum
löndum, t.d. í Kanada, Bandaríkjun-
um og í Skandinavíu.
Heilsugæslukerfi
á íslandi
Á Islandi var sú stefna tekin sam-
kvaemt lögum um heilbrigðisþjón-
ustu frá 1973 með breytingum frá
1978 að efla frumheilsugæsluna á
Islandi. Markmiðið var fyrst og
fremst að stórbæta starfsaðstöðu til
heimilislækninga. Sömuleiðis var í
lögum þessum (19. grein) skilgreint
hvaða þjónusta skuli veitt á heilsu-
gæslustöð. Má þar nefna eftirfar-
andi:
1) Almenn læknisþjónusta, vaktþjón-
usta og vitjanir til sjúklinga.
2) Lækningarannsóknir.
3) Sérfræðileg læknisþjónusta, tann-
lækningar og endurhæfing.
4) Hjúkruníheimahúsum.
5) Heilsuvemd. Aöalgreinar heilsu-
vemdareru:
5.1. Mæðravemd.
5.2. Ungbarna-ogsmábarnavemd.
5.3. Heilsugæsla í skólum.
5.4. Berklavamir.
5.5. Kynsjúkdómavarnir.
5.6 Geðvemd, áfengis- og aörar
fíkniefnavamir.
6.7. Sjónvemd.
5.8. Heyrnarvernd.
5.9. Heilsuverndaldraðra.
5.10. Hópskoöanirogskipulögösjúk-
dómaleit.
5.11. Félagsráðgjöf.
5.12. Umhverfisheilsuvernd.
5.13. Atvinnusjúkdómavamir.
Nafnaruglingur
Læknir sem sinnti framheilsu-
gæslu úti á landsbyggðinni var áður
Kjallarinn
nefndur héraöslæknir en heimilis-
læknir á höfuðborgarsvæðinu. Hið
nýja stöðuheiti samkvæmt lögunum
frá 1973 varð síðan heilsugæslu-
læknir. Störf heilsugæslulækna og
heimilislækna era í raun þau sömu,
en ekki aðskilin, eins og gefið er í
skyn í grein GAJ. Munurinn liggur
fyrst og fremst í greiðslufyrirkomu-
lagi og aðstööu. Með tilkomu nýju
laganna hefur héraðslæknistitillinn
öölast annað gildi, þar eð einungis 8
slíkir eru nú á landinu öllu, einn fyrir
hvert kjördæmi og sinna þeir sem
slíkir eingöngu stjómunarstörfum.
Helstu breytingar á starfi heimilis-
lækna með tilkomu nýju laganna er
að þeir geti annað þeim verkefnum
sem tíunduö eru hér aö ofan vegna
betri starfsaöstööu og samvinnu við
annað heilbrigðisstarfsfólk.
Vitjanir
Eins og sjá má af upptalningunni
hér að ofan verður aö sjálfsögöu
vitjunum sinnt sem þurfa þykir.
Vitjanir eru aðeins lítill hluti af starfi
heimilislæknis og það hefur aldrei
komið til tals, a.m.k. ekki á Islandi
að leggja niður þennan þátt heilsu-
A „Má því segja að við séum komnir langt á
undan Svíum í vissum þáttum
heilsugæslu og að þeir hafi á ýmsum sviðum
getað dregið lærdóm af gangi mála hér á
íslandi,” segir Jóhann Ág. Sigurðsson læknir
og svarar Gunnlaugi A. Jónssyni.
Þvingum þjóðfund
fram í prófkjöram
Verslunarráð Islands hefur nú
tekið undir kröfuna um þjóöfund. Og
samtök nokkurra einstaklinga hafa
sent áskorun um að kallaöur verði
saman þjóöfundur. Rökin eru þau
sömu hjá báðum: það er óeðlilegt aö
þingmenn verði dómarar í eigin sök
og setji sjálfir þær leikreglur, sem
þeireigaaöstarfa eftir.
Ekkert hefur heyrst frá stjóm-
málaflokkunum um þetta mál, - þar
ríkir þögnin ein/ þar era unnin mein
/ á landi og lýð—eins og kveðið var.
Og að 'sjálfsögðu þegir stjómar-
skrárnefnd.
Og þó fréttist altt!
Þær raddir verða líka háværari,
sem óska eftir því að stjórnarskrór-
nefnd kynni tillögur sínar, en pukrist
ekki með þær eins og Seölabankinn,
þegar hann hækkar vextina án þess
að láta ráðherrana vita.
Þó hafa frést frá nefndinni
nokkrar hugmyndir aðrar en um
kjördæmabreytinguna og þær vekja
ugg-
Eg gat þess í grein um stjórnar--
skrármáliö fyrr á þessu ári að ég
Kjallarinn
Háraldur Blöndal
treysti ekki því að samkomulag við
Olaf Ragnar Grímsson um stjórnar-
skrármál yrði til verndar lýð-
réttindum í landinu. Og sú hefur
orðið raunin á að nefndarmenn era
að semja um skerðingu lýðréttinda.
Skerða
eignarnámsbætur
I stjómarskránni er því lýst yfir
að eignarrétturinn sé friðhelgur.
Hann megi ekki skerða nema
almannaheill krefji enda komi fullt
verð fyrir. Þetta ákvæði hefur
lengi verið vinstri mönnum þyrnir í
auga, því að það skerðir möguleika
þeirra á þjóðnýtingu. Sveitarfélög og
ríkisvald hafa á undanförnum árum
seilst mjög til landa og eigna og
krafist eignamáms, hafi eigendur
eignanna ekki verið tilbúnir að af-
henda þær fyrir smánarverð.
Reykjavíkurborg er þó undan-
tekning, ai ég held ég megi fullyrða aö
borgaryfirvöld hafi aldrei krafist
eignamáms.
Nú hafa vinstrimenn í stjómar-
skrárnefnd fengið aöra nefndarmenn
til að fallast á að breyta eignar-
réttarákvæöinu og er lagt til að þar
standi í stað orðanna fullt verð komi
sanngjamt verð. Síöan ætla
alþingismenn að setja reglur um
það, hvað teljist sanngjamt verð.
Þar getur verið mikið bil á milli, sbr.
matið á jörðinni Ásgarði í Grímsnesi,